Tíminn - 06.12.1988, Side 5

Tíminn - 06.12.1988, Side 5
Þriðjudagur 6. desember 1988 Tíminn 5 drukknaði limamyna: rjeiur Ung stúlka fyrir bíl Ung stúlka varð fyrir bifreið þar gaer. Hún slasaðist töluvert og var sem hún var á leið yfir Miklubraut, flutt á slysadeild til rannsókna. gegnt Borgargerði, um hádegisbil í -ABÓ Nítján ára piltur, Kjartan Ragnar Kjartansson til heimilis að Dalseli 13 í Reykjavík, drukknaði þegar bif- reið, sem hann var farþegi í, fór fram af hafnarkantinum í Hafnar- fjarðarhöfn aðfaranótt sunnudags. Bílstjórinn og fjórir farþegar komust út úr bílnum og upp á bryggju og sakaði þá lítið. Tilkynning barst til lögreglu klukkan 3.45 aðfaranótt sunnudags, þess efnis að bíll hefði farið í sjóinn við hafnargarðinn í Norðurhöfninni. Bíllinn var af gerðinni Daihatsu Charmant, fjögurra dyra og voru sex ungmenni, fimm piltar og ein stúlka á aldrinum 18 til 20 ára, í honum. Einn farþeganna kom inn í bílinn á Reykjavíkurvegi við Vitann og hékk hann hálfur út um afturgluggann þegar bílstjórinn ók af stað norður hafnarbakkann. Á hafnarbakkanum var fljúgandi hálka og tókst honum ekki að stöðva bifreiðina þegar að enda garðsins var komið, og steyptist bifreiðin fram af hafnarbakkanum og ofaní sjóinn. Fjórir piltanna komust að sjálfs- dáðum í land, en stúlkunni gekk hins vegar ekki eins vel og synti þá einn piltanna út, þó þrekaður væri og tókst að bjarga henni, sem talið er vel af sér vikið við þær aðstæður sem þarna voru, í kolsvarta myrkri og miklum kulda. Kafarar voru fengnir á vettvang og um klukkan 4.30 tókst að ná Kjartani Ragnari upp, ásamt bílnum, en Kjartan sat í framsæti bílsins. Stúlkan var flutt á sjúkrahús þar sem hún hafði drukkið töluvert af sjó, en hinum varð ekki meint af volkinu. Ekkert bendir til þess að áfengi hafi verið haft um hönd. -ABÓ Þorvaldur Garðar Kristjánsson fyrrverandi forseti sameinaðs þings ósammála Guðrúnu: Guðrún ófrægir mig glaðbeitt Þorvaldur Garðar Kristjánsson óskaði eftir umræðum utan dagskrár um áfengiskaup sín á þeim tíma er hann gegndi starfi forseta sameinaðs Alþingis. Hann kvaðst engu hafa að leyna í því máli og gagnrýndi Ólaf Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra og Guðrúnu Helgadóttur núverandi forseta sameinaðs Alþingis harðlega fyrir glaðbeitt ummæli í fjölmiðlum í þeim tilgangi að sverta hann persónulega. Þorvaldur Garðar sagði m.a. að Guðrún Helgadóttir hefði hallað réttu máli til að ófrægja sig. Ljóst er að grundavallar ágrein- ingur ríkir á milli Guðrúnar og Þorvaldar Garðars Kristjánssonar um túlkun á heimildum forseta sam- einaðs þings til áfengiskaupa. Eins og kunnugt er nýtti Þorvaldur sér þessa heimild og keypti 1291 flösku af áfengi á kostnaðarverði í ríkinu á árunum ’84, ’85, ’86 og '88. Hann kvaðst líta svo á að kaup hans á áfengi á þessum kjörum hefðu fylgt embætti hans og gengju að hluta til upp í kostnað er hann hefði borið sjálfur og gerði ekki Alþingi reikning fyrir. Staðreyndin væri sú að hand- hafar forsetavalds hefðu haft þessa heimild frá fyrstu tíð og þetta væri ekki spurning um rétt þeirra til að kaupa áfengi á kostnaðarverði, held- ur hvort slík heimild væri misnotuð. Nefndi hann í því sambandi að vel gæti hent að forseti sameinaðs þings fengi í tengslum við starf sitt gesti, erlenda sem innlenda inn á heimili sitt og veitti það þar sem þykir við hæfi. Forvaldur Garðar benti jafn- framt á að forsetar erlendra þjóð- þinga hefðu vegna starfa sinna bæði risnu og ráðherralaun. „Ég hef engin afskipti haft af þessu máli í fjölmiðlum önnur en þau að ég hef verið spurð um gildandi reglur. Því hef ég svarað á þann veg að forseti sameinaðs Al- þingis njóti engra sérréttinda varð- andi afengiskaup“, sagði Guðrún Helgadóttir er hún svarði ásökunum forvera síns. Máli sínum til stuðnings vitnaði Guðrún í bókun ríkisstjórn- arinnar frá 1971 þar sem þessi fríð- indi ráðherra og forseta Alþingis hefðu verið afnumin. Þessu mót- mælti Þorvaldur Garðar og sagði ályktun hennar byggða á vanþekk- ingu og það væri ekki í valdi forseta sameinaðs Alþingis að kveða upp dóm í þessu máli. - ág lokið hjá Traust hf Greiðslustöðvun Trausts hf. höndum Atvinnutryggingarsjóðs, rennur út í dag. Að sögn Trausta því væri ekki að neita. Eiríkssonar hefur fyrirtækið sótt Trausti sagði aðekki hefði, þrátt um fyrirgreiðslu af hálfu Atvinnu- fyrir greiðslustöðvunina, lánast að tryggingarsjóðs en engin svör hafa afla fyrirtækinu aukins fjár en hins- enn borist þaðan. Aðspurðursagð- vegar hefði tekist að semja við ist Trausti ekki geta sagt um það lánardrottna um ailflestar skuldir hvort stefndi í gjaldþrot. Framtíð og jafnvcl myndu margir þeirra fvrirtækisins væri að nokkru leyti í .fella þær niður ef með þyrfti. Ástæða þess að ekki hefði tekist betur til í fjáröfluninni væri einkunt sú að húsnæði það sem til hefði Staðið að selja fyrir um 55 milljónir væri nú aðeins metið á um 30 milljónir. Að ööru leyti vildi Trausti ekki tjá sig um málið. - áma

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.