Tíminn - 06.12.1988, Qupperneq 6
6 Tíminn
Þriðjudagur 6. desember 1988
Þorsteini Pálssyni líkt við karlinn í tunglinu:
Vextir af bindifé
eiga ekkert skylt
við niðurgreiðslur
Morgunbladid hefur eftir Þorsteini PáLssyni, formanni Sjálfstæðis-
flokksins, fyrir hclgi, aA 2% vextir á bindiskyldu bankanna í Seðlabanka
„sé aðeins niðurgreiðsla á almennum vöxtum...“ Bundið fé bankanna í
Seðlabankanum nemur oft miklum fjárhæðum. Það hefur verið verðtryggt
um sinn, en vaxtalaust og hafa bankamenn talið það þungar búsiljar, sem
ekki hafl haft hvctjandi áhrif á vaxtalækkun almennt.
Tíminn sneri sér til Stefáns Páis- un í bönkunum. Ég undrast mjög
sonar, bankastjóra Búnaðarbank-
ans og spurði liann álits á fyrr-
greindri yfirlýsingu flokksfor-
mannsins. Stefán sagöi: „Ég undr-
ast mjög svona fullyrðingu, að það
sé virkilega gert ráð fyrir því að
bindiskyldan í Scölabankanum sc
vaxtaiaus. Við höfum ekki þá skoð-
svona fullyrðingu.
Áður voru almennir vextir á
bindiskyldu, en þessu var breytt
fyrir tveimur árum, vextir felldir
niður og verðtrygging tekin upp í
staðinn. En bankanir hafa haldið
því fram, að bindiféö hljóti að eiga
að bera vexti. Áður varaldrei talað
um að vextir af bindifé væri niður-
greiðsla. Þetta er í fyrsta sinn sem
ég heyri þessa fráleitu kenningu.“
Vextir eru nú 2% og segir Stefán
að bankamenn líti svo á að þessi
2% séu aðeins áfangi á þeirri leið
að greiða frekari vexti af þessu fé.
Annar bankamaður, sem Tíminn
talaði við, sagði um niðurgreiðslu-
kenningu Þorsteins Pálssonar, að
flokksformaðurinn væri cins og
karlinn í tunglinu, svo fjarri sanni
væri að vextir á bindifé væri í ætt
við niðurgreiðslu.
Klúbbfélagar og starfsfólk Landakotsspítala við afhendingu hjartagæslutækj-
anna. Þórarinn Arnórsson er hjartaskurðlæknir og jafnframt klúbbfélagi og
er hann fjórði maður frá vinstri á myndinni.
Lionsklúbburinn Víðarr safnaði fé til kaupa á lækningatækjum:
Landakot fær monotor
Lionsklúbburinn Víðarr hefur
undanfarin 5 ár safnað fé og hefur
því verið varið til kaupa á lækninga-
tækjum fyrir hjartasjúklinga.
Á þessu ári var keyptur monotor
sem stöðugt mælir blóðþrýsting, og
er hann nú kominn í eigu Landakots-
spítala. Tækin voru afhent í lok
nóvember og af því tilefni bauð
stjórn spítalans ásamt framkvæmda-
Endurvinnsla á PVC plasti í Vestmannaeyjum:
Bobbingar úr ónýtum
rorum
„Ég hef til þessa einkum framleitt millibobbinga í tveim
stærðum og netaverkstæðin hafa keypt þá og sett á veiðarfæri
sem þau framleiða,“ sagði Páll Siggeirsson, framkvæmda-
stjóri Kirkos í Vestmannaeyjum.
Bobbingarnir eru einkum notaðir á troll og hefur Páll
hingað til framleitt mest fyrir minni bátana í Vestmannaeyjum
og víðar um land.
Bobbingarnir sem Páll framleiðir
eru úr PVC plasti, því sama sem
notað er í plastslöngur og rör. Hér
er að nokkru um endurnýtingu að
ræða en hráefnið í framleiðslu Páls
er að mestu rör og slöngur sem
mistekist hefur að framleiða. Er
varan þá hökkuð niður og endur-
steypt, en óhemju magn hráefnis er
fáanlegt með þessum hætti um alla
Evrópu.
Upphafið að þessari starfsemi Páls
er það að Samband sunnlenskra
sveitarfélaga gekkst fyrir því að
stofnað yrði til nýrra atvinnugreina,
einkum í iðnaði.
Um það leyti var loðnuveiðibann
og því nokkur lægð í netagerð og
hugðist því Netagerðin Ingólfur
hefja þessa framleiðslu. Loðnuveiði-
banninu var síðan aflétt og umsvif
netagerðarinnar jukust og hætti því
netagerðin við þessa aukabúgrein en
Páll ákvað að taka við.
Hann keypti síðan vélar og einka-
leyfi til framleiðslunnar frá Dan-
mörku og hófst handa. Páll sagði
síðan: „Ég fékk fyrirgreiðslu að
hluta til fyrir þessum kaupum en
lúnsvegar ekki fyrir markaðssetn-
ingu framleiðslunnar þannig að þetta
hefur verið talsverður barningur en
eins og ég sagði hefur framleiðslan
einkum verið seld netaverkstæð-
um.“
Páll sagði að þótt hann hefði til
þessa einkum framleitt bobbinga þá
gæti hann framleitt miklu fleiri vöru-
tegundir. Hann sagðist hafa mikinn
hug á að framleiða fríholt fyrir
íslenskar hafnir en eins og sjá má í
Reykjavíkurhöfn eru fríholtin þar
gömul dekk.
Dekkin hafa þann ókost að þau
draga í sig olíu og óhreinindi sem
bæði fara í sjóinn og ata skipin út
sem liggja utan í þeim.
Þá sagðist Páll auðveldlega geta
framleitt gólfflísar í hvaða lit og
mynstri og stærð sem væri. Flísar
þessar væru níðsterkar og hentuðu
afar vel þar sem mikið álag væri og
umgangur, svo sem á verksmiðju- og
vinnustaðagólf.
Hann sagði að öll gólf í dönsku
Stórabeltisferjunni Dronning Marg-
arethe væru lögð slíkum flísum og
þá væru fríholtin í þeim höfnum sem
ferjan leggur að af því tagi sem hann
hyggst framleiða. -sá
Páll Siggeirsson framkvæmdastjóri
Kirkos í V estmannaeyjum.
Tímamynd, Pjetur.
stjóra og yfirlæknum deildarinnar,
klúbbnum í veglega móttöku á spít-
alann.
Víðarrsfélagar hafa ákveðið að
verja fjármunum og vinnu á næsta
ári í að styrkja geðdeild Borgarspít-
alans í Arnarholti. Ætlunin er að
breyta þar eldri byggingu í þjálfun-
arsal fyrir sjúklingana og kaupa til
þess tæki og annan búnað, eftir því
sem fjármagn leyfir.
Fjáröflun Víðarrsmanna í ár verð-
ur happdrættismiðasala og eru ein-
ungis gefnir út 1000 miðar sem kosta
1.000 krónur hver. Vinningur er
Citroen AX 10 bifreið, sem afhent
verður vinningshafa þann 18. des-
ember n.k.
Vonast er eftir góðum undirtekt-
um og að fólk taki þannig þátt í að
bæta aðstöðu geðsjúkra á Arnar-
holti.
Á tali meö Hemma Gunn:
Gekk of
langt
Á fundi útvarpsráðs á föstudag
var gerð bókun þess efnis að of langt
hefði verið gengið, þegar gert var
grín að áfengiskaupum Magnúsar
Thoroddsen, í þættinum „Á tali með
Hemma Gunn“.
„Það var einungis bókað í fundar-
gerð, en engin ályktun samþykkt að
þarna hafi verið gengið of langt og
sömuleiðis óviðkomandi aðilar
dregnir inn með óviðeigandi hætti.
Okkur fannst þetta smekklaust og
óviðeigandi að hafa þessi mál í
flimtingum á viðkvæmum tíma og
ekki samboðið Ríkisútvarpinu,“
sagði Inga Jóna Þórðardóttir í sam-
tali við Tímann.
Aðspurð sagði hún að ekki yrðu
eftirmálar vegna þessa. -ABÓ
Páll framleiðir sem stendur eingöngu svukallaða millibobbinga fyrir bátaflot-
ann.
Húsnæðisvandi Menntaskólans í Reykjavík:
Forsætisráðherrann
skorar á stjórnvöld
í gangi eru nú undirskriftalistar
þar sem skorað er á Alþingi og
stjórnvöld að bæta þegar úr brýn-
um húsnæðisvanda Menntaskólans
í Reykjavík og leggja jafnframt
drög að nýju varanlegu framtíðar-
húsnæði á lóð skólans. Ýmsir eldri
stúdentar sem voru forvígismenn
nemenda á skólaárum sínum hafa
skrifað undir og er þar að finna
mörg þekkt nöfn. í sumum tilfell-
um er ekki hægt að líta öðruvísi á
en svo, að með undirskriftinni séu
menn að skora á sjálfa sig.
Einn þeirra sem telst til þessa
hóps er sjálfur forsætisráðherrann,
Steingrímur Hermannsson. Sömu
sögu er að segja um Jón Sveinsson,
aðstoðarmann forsætisráðherra,
Jóhannes Nordal, seðlabanka-
stjóra, Bjarna Braga Jónsson, að-
stoðarseðlabankastjóra og alþing-
ismennina Geir Haarde og Kjartan
Jóhannsson.
Þar sem málalok eru í höndum
menntamála- og fjármálaráðuneyt-
is sem eru undir stjórn alþýðu-
bandalagsmanna, ætti ekki að
skaða að frægir alþýðubandalags-
menn láta ekki sitt eftir liggja.
Nefna má Einar Olgeirsson, fyrr-
verandi alþingismann, Björn Th.
Björnsson, rithöfund, Braga
Guðmundsson, félagsmálastjóra í
Kópavogi og síðast en ekki síst
Mörð Árnason, ritstjóra á Þjóðvilj-
anum.
Reiri fræg nöfn er að finna á
þessum undirskriftalista. Nefna má
Benjamín Eiríksson. fyrrverandi
bankastjóra, Kristján Albertsson,
rithöfund, Þór Vilhjálmsson,
hæstaréttardómara og Markús Öm
Antonsson, útvarpsstjóra. ssh