Tíminn - 04.01.1989, Page 2
2 Tíminn
rMiðvik-udagur.4..janúar 4989
Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar:
Gengi krónunnar verði
svipað og í september
Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar tilkynnti í gær að Seðla-
banka hafí verið heimilað að lækka gengi íslensku krónunnar um
4% frá síðasta skráða gengi, frá því fyrir áramót. Að sögn
forsætisráðherra og viðskiptaráðherra er hér eingöngu um að ræða
leiðréttingu á gengi íslensku krónunnar gagnvart þróun erlendra
gjaldmiðla.
Er gengi krónunnar nú hið sama
gagnvart Bandaríkjadollar og það
var í september, en þá var það síðast
ákveðið. Er því hér um leiðréttingu
að ræða gagnvart alþjóðagjaldeyris-
markaði og til að laga viðskiptakjör
þjóðarinnar, en þó mest þeirra fyrir-
tækja sem starfa í sjávarútvegi, út-
flutningi ogsamkeppnisgreinum iðn-
aðar.
Steingrímur Hermannsson, for-
sætisráðherra, sagði af þessu tilefni
að ráðstöfun þessi væri alveg óháð
þeim ráðstöfunum í efnahagsmálum
sem eru í undirbúningi nú þegar og
kynntar verða á næstu dögum.
Jón Sigurðsson, viðskiptaráð-
herra, sagði að ríkisstjórnin væri
algerlega á móti því að farið verði í
kollsteypuaðgerðir til höfuðs efna-
hagslífi þjóðarinnar. „Þessi gengis-
breyting er fyrst og fremst vegna
erlendra breytinga en ekki inn-
lendra,“ sagði Jón og skýrði þessar
aðgerðir þannig að ríkisstjórnin væri
að gera hreint borð á nýju ári. Þessi
gengisfelling væri hófleg breyting
sem ekki kæmi á tímum bullandi
þenslu í þjóðfélaginu.
Ólafur Ragnar Grímsson, fjár-
málaráðherra, bar þessa gengisfell-
ingu saman við breytinguna í maí sl.
þegar síðasta ríkisstjórn felldi geng-
ið um 10%. „Það varð enginn árang-
ur af 10% gengisfellingu í maí, en all
nokkur af 3% gengisfellingu sem
gerð var á fyrstu starfsdögum þessar-
ar ríkisstjórnar. Hér er því á ferðinni
pólitísk tilkynning um staðfestu
ríkisstjórnarinnar, á santa tíma og
gengisfellingarkórinn hrópar á koll-
steypu með 15-20% gengisfellingu,"
sagði Ólafur.
Samhliða áðurnefndri ákvörðun
ríkisstjórnarinnar, hefur hún ákveð-
ið að heimila Seðlabankanum að
skrá daglegt gengi krónunnar innan
marka sem eru 1,25% ofan við og
neðan við ákveðið meðalgengi.
Svigrúm þetta verður notað til að
jafna sveiflur í raungengi krónunnar
vegna óvæntra breytinga á gangi
helstu gjaldmiðla á alþjóðlegum
gjaldeyrismarkaði. KB
Formenn stjórnarflokkanna ásamt Jóni Sigurðssyni, viðskiptaráðherra, þegar gengisfellingin var kynnt og skýrð út
í fundarherbergi ríkisstjórnarinnar.
Tímamynd Árni Bjarna
Áætlanir hjá embætti veiöistjóra um aö gera tilraunir
meö athyglisveröar nýjungar á Mosfellsheiöi næsta vor:
FJALLALOMBI
RADÍÓSAMBAND
Nú eru uppi áætlanir hjá veiði-
stjóraembættinu um að gera tilraunir
næsta vor með radíósenda sem eru
festir um háls lamba, þannig að hægt
‘sé að fylgjast með vanhöldum þeirra.
Búnaðurinn virkar þannig að liggi
lambið kyrrt á sama stað í óeðlilega
langan tíma gefur radíósendirinn frá
sér boð er greinast í sérstöku við-
tæki.
Ráðgert var að gera tilraunir með
þennan búnað á Mosfellsheiði í
fyrravor í samstarfi við þá aðila sem
nýttu sér upprekstur á heiðina. Voru
keyptir sérstakir radíósendar til
þessa frá Svíþjóð, en þegar til kom
fékkst ekki leyfi frá Póst- og síma-
málastofnun til að nota þá vegna
þess að sendarnir trufluðu tíðnisvið
er stofnunin hafði einkaleyfi á. Þá
reyndist einnig kostnaður við verk-
efnið verulegur. Af þessum sökum
var tilrauninni frestað. Tíminn hafði
samband við tæknideild Pósts og
síma til að fræðast nánar um af
hverju radíósendarnir voru ekki
leyfðir. Hjálmar Árnason, sá er sá
um mat á sendunum vildi ekki tjá sig
um málið, þar sem ætti að skrifa um
það opinberlega. Þess í stað vísaði
hann á yfirmann sinn Gústaf Arnar
yfirverkfræðing, sem reyndist ekki
viðlátinn og náði Tíminn ekki s'am-
bandi við hann þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir.
Ekki er ljóst hvort af þessum
rannsóknum getur orðið í ár, það
veltur aðallega á hvort veiðistjóra-
embættið og þeir hreppar er eiga
upprekstur á Mosfellsheiði treysta
sér til þess að fjármagna þær. Sú
hugmynd hefur komið upp að bjóða
út smíði radíósendanna hér innan-
lands en þeir kosta töluvert fé og við
það bætist launakostnaður starfs-
manns er framkvæmir tilraunina.
Að sögn Þorvaldar Björnssonar
aðstoðarmanns veiðistjóra er hér
um að ræða athyglisverða tækni er
bæði gæti varpað ljósi á hversu
vanhöld lamba eru mikið til komin
vegna dýrbíta og einnig auðveldað
veiðimönnum að finna greni tófa.
_ág
Seölabanki íslands:
Gengid fellt
um tæplega 5%
Seðlabanki íslands ákvað í gær
tæplega fimm prósenta gengislækk-
un íslensku krónunnar miðað við
meðalgengi erlendra gjaldmiðla.
Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar-
innar var Seðlabankanum heimilað
að lækka gengið til samræmis við
stöðu krónunnar og Bandaríkjadals
í endaðan september sl. Þetta þýddi
4% lækkun krónunnar gagnvart
dalnum en 4,88% gengislækkun
samkvæmt viðskiptavog, en við hana
er meðaltal erlendra gjaldmiðla
miðað.
Breyting þessi veldur því m.a. að
kaupgengi dollars hækkar úr 46,16
krónum frá því fyrir áramót, í 48,08
krónur frá gærdeginum. Er talið að
nú sé dollarinn á nánast sama gengi
og hann var eftir gengisbreytinguna
sem stjórnin greip til á fyrstu starfs-
dögum sínum, 28. september. Þá
var gengi dollars skráð á 48,14
krónur.
Þessi 4,88% gengisfelling felur
ekki í sér að Seðlabankinn hafi
gripið til heimildar um 1,25% geng-
isbreytingu til að mæta daglegum
sveiflum á genginu, upp eða niður.
KB
Ríkisráðsfundur:
Forseti full-
gilti samninga
Á fundi ríkisráðs á Bessastöðum
þann 31. desember 1988 fullgilti
forseti fslands nokkra samninga.
Þessir samningar voru m.a.
Norðurlandasamningur um sameig-
inlegan vinnumarkað kennara í bók-
legum greinum, list-, verkmennta-
og íþróttakennara og sérkennara í
grunnskólum og í framhaldsskólum.
Samningur milli Danmerkur,
Finnlands, íslands, Noregs og Sví-
þjóðar um stofnun Norræns þróun-
arsjóðs. Þá fullgilti forseti að Skúli
Guðmundsson yrði skipaður skrif-
stofustjóri á Hagstofu íslands og
Albert Guðmundsson yrði skipaður
sendiherra. Þá var þeir Ingimar
Sigurðsson og Ingolf J. Petersen
skipaðir skrifstofustjórar í heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðuneytinu.
Auk þessa voru ýmsar afgreiðslur
staðfestar, sem fram höfðu farið
utan ríkisráðsfundar.