Tíminn - 04.01.1989, Síða 3

Tíminn - 04.01.1989, Síða 3
Miövikudágur 4. jánúar 1989 Tíminn 3 Dómur fallinn í einstæðu sakamáli þar sem eiginkona kærir eiginmann fyrir nauðgun: Dæi m idi III r jr ■ ii rl w 1 ka msá r ás Þann 1. november 1986 kærði eiginkona eiginmann sinn fyrir nauðgun og Ukamsmeiðingar. í framhaldi af því ákvað ríkissak- sóknari að málið skyldi tekið fyrir og mun þetta vera í fyrsta skipti á Norðurlöndunum, svo vitað sé, að kæra af þessu tagi leiðir til dómsmeðferðar. Hinn 22. desember s.l. féll dóm- ur í þessu máli sem hljóðar á þá leið að talið er ósannað að um nauðgun eða nauðgunartilraun hafi verið að ræða en maðurinn hlaut dóm vegna líkamsárásar sem hann framdi í kjölfar þess að eiginkonan neitaði að hafa við hann samfarir. Eiginmaðurinn var ákærður hinn 10. ágúst 1988 fyrir í fyrsta lagi að hafa nauðgað eða reynt að nauðga eiginkonu sinni á sameiginlegu heimili þeirra aðfaranótt laugar- dagsins 1. nóvember 1986. í öðru lagi var hann ákærður fyrir að hafa í framhaldi af nauðguninni eða nauðgunartilrauninni ráðist á eig- inkonuna og barið hana, togað í hárið á henni og snúið upp á höfuðið á henni með þeim af- ieiðingum að hún hlaut glóðar- auga, sprungur og marbletti. Niðurstaða dómsins var sú að ákærði var sýknaður af fyrri hluta ákærunnar, þ.e. nauðgun eða til- raun til nauðgunar. Dómurinn byggðist á því að eiginmaðurinn neitaði alfarið að hafa haft samfarir við konuna og læknisvottorð og önnur gögn studdu ekki nægjan- lega, að mati dómsins, þann fram- burð eiginkonunnar að hann hafi haft við hana samfarir. Það var hinsvegar talið sannað að eigin- maðurinn hafi ráðist á konuna, barið hana og veitt henni áverka. Hann var dæmdur til refsingar fyrir þá líkamsárás svo og nokkur önnur brot sem ákært var fyrir í þessari sömu ákæru, en þau vörðuðu sam- skipti hans og eiginkonunnar seint á árinu 1987. Ákærða var gert að greiða einn þriðja hluta sakarkostnaðar en tveir þriðju hlutar kostnaðarins voru felldir á ríkissjóð. Eiginmað- urinn var jafnframt dæmdur í þriggja mánaða fangelsisvist, skil- orðsbundið í þrjú ár og gert að greiða eiginkonunni 60 þúsund krónur í miskabætur. Verjandi í málinu var Örn Clausen hrl. og af hálfu ákæru- valdsins sótti málið Björn Helga- son saksóknari. Dómari í málinu var Arngrímur fsberg sakadómari. Hvort málinu verður vísað til Hæstaréttar liggur ekki fyrir en frestur ákærða til áfrýjunar er ekki runninn út. SSH Gestum og forráðamönnum Hótel íslands ber ekki saman: HYGGJAST KÆRA HÓTEL ÍSLAND! Tíminn náði í gær tali af einum gesta Hótel íslands á nýársnótt, Gunnari Erni Þorsteinssyni. Hann kom til skemmtunarinnar við sjötta mann og leist þeim síður en svo vel á ástandið. Hann, ásamt félögum sínum, hyggst kæra hótelið fyrir að hleypa inn fleira fólki en leyfilegt er. Það hefur hins vegar ekki enn tekist sökum þess að sá sem hefur með slík kærumál að gera hjá lögreglunni hefur fram að þessu verið vant við látinn að sögn Gunnars. Gunnar Örn lýsir ástandinu þannig: „Þegar við komum inn var gífur- legur troðningur á staðnum og þá sérstaklega í stiganum sem liggur niður á neðri hæð hússins. Það var í raun stórhættulegt að fara þar niður. Við áttum hinsvegar engra kosta völ, því við bárumst hreinlega niður með straumnum. Við ræddum það einmitt okkar á milli að ef til elds- voða hefði komið hefði illa farið. Við fórum beint inn á skrifstofu hótelsins og fórum fram á endur- greiðslu miðaverðsins og fengum hana. Á meðan við biðum eftir að fá hana sáum við stúlku sem hafði meitt sig mjög illa á fæti. Ég veit ekki hvort hún fótbrotnaði eða ekki en hún virtist töluvert meidd. Þessi stúlka var með strák og númerið á aðgöngumiðanum hans var annað- hvort 3300 eða 3400 og eitthvað. Ég hef komið nokkrum sinnum á Hótel ísland, m.a. var ég þar á nýársnótt fyrir ári og ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“. - Hafið þið hugsað ykkur að láta þetta mál ganga lengra? „Já, vinir mínir hafa reynt að tala við lögregluna og reynt að tala við lögregluna og reynt að kæra staðinn fyrir að brjóta reglur um hámarks- fjölda fólks inni í húsinu". - Reynt segirðu, hefur það ekki gengið? „Við höfum ekki ennþá náð tali af þeim aðila hjá lögreglunni sem hefur með þessi mál að gera. - Meiddist einhver ykkar á Hótel íslandi þessa nótt? „Ein stúlka í hópnum meiddist lítillega, hún fékk spark í fótlegg og bólgnaði upp.“ - Urðuð þið vör við þær veiíingar sem áttu að vera á boðstólum? „Nei, við sáum hvorki tangur ne tetur af þeim. Hvorki snakk ne hatta.“ — áma. Nýr maður í stól í gær var formlega skipt um mann í stól bankastjóra Lands- banka íslands. Helgi H. Bergs lét af störfum nú um áramótin vegna aldurs og vék því úr þessum virðu- lega stól. En maður kemur í manns stað og það er Valur Arnþórsson, stjórnarformaður Sambands ís- lenskra samvinnufélaga, sem tók við stöðunni. Hér takast því í hendur fráfarandi og núverandi bankastjóri þessa stærsta banka á íslandi. Tímamynd Árni Bjarna Ármann Reynisson í Ávöxtun með nýtt fyrirtæki, Ár hf., m.a. til fjármálaráðgjafar og eignaumsýslu: AR HF. TILEFNI ATHUGA- SEMDAR BANKAEFTIRUTS „Félagið heitir Ár hf. Tilgangur félagsins er fjármálaráð- gjöf, umboðs- og kynningarstarfsemi, inn- og útflutningur og eignaumsýsla.“ - Þannig er tilgangur Ár hf. skráður I hlutafélagaskrá og þótt þetta sé almennt orðað má segja að stofnendurnir telji megintilganginn fjármálaráðgjöf og sé starfsemi félagsins á því sviði, þá heyrir hún undir lög um verðbréfaviðskipti og skylda starfsemi. Til slíkrar starfsemi þarf leyfi viðskiptaráðherra og menn sem slíkri starfsemi stýra þurfa að upp- fylla viss skilyrði - þurfa meðal annars að vera fjár síns ráðandi. Sá sem stýrir Ár hf. er það hins vegar ekki. Hann heitir Ármann Reynisson og stýrði Ávöxtun sf. sem nú er til gjaldþrotameðferðar og þar sem Ávöxtun var sameignarfélag er bú Ármanns inni í gjaldþrotameð- ferðinni. Valdssvið bankaeftirlitsins nær yfir alla bankastarfsemi, þar með talið fjármálaráðgjöf og verðbréfa- miðlun. Bréf frá bankaeftirliti „Við stofnun Ár hf. sá bankaeftir- litið ástæðu til að skrifa stjórnarfor- manni hins nýstofnaða fyrirtækis bréf þar sem vakin var athygli stjórn- ar þess á því að í lögum er verðbréfa- miðlun skilgreind sem hvers konar milliganga um kaup eða sölu verðbréfs, sem kaup eða sala verð- bréfs í annarra þágu og ráðgjöf sem veitt er gegn endurgjaldi um slík kaup eða sölu,“ sagði Þórður Ólafs- son forstöðumaður bankaeftirlitsins. „Þannig fellur fjármálaráðgjöf sem veitt er í atvinnuskyni undir verðbréfalögin. Bankaeftirlitið benti stjórnarformanninum á það að félag- ið þyrfti að sækja um leyfi til við- skiptaráðuneytisins ætluðu þeir sér að starfrækja fjármálaráðgjöf sem félli undir verðbréfamiðlun. Þetta hefur bankaeftirlitið gert einnig gagnvart öðrum aðilum en þessu fyrirtæki, sem hafa skráð sig í firmaskrá og hafa haft þennan tilgang, þannig að þetta bréf er ekki einsdæmi." Þórður sagði að með þessum að- gerðum væri verið að beina þeim tilmælum til félaganna að þau hefji ekki neina þá starfsemi sem hugsan- legt er að falli undir ákvæði laga um verðbréfamiðlun, án leyfis við- skiptaráðherra, enda liggi við brot- um á lögunum sektir, varðhald eða fangelsi. Athygli viðskipta- ráðuneytis vakin Ármann Reynisson, Pétur Björns- son og Ávöxtun sf. óskuðu eftir greiðslustöðvun á sínum tíma en því var synjað. Úrskurðaði skiptaréttur 14. okt. s.l. að Ávöxtun og bú þeirra Ármanns og Péturs skyldu tekin til gjaldþrotaskipta. Að sögn Tryggva Axelssonar vakti bankaeftirlitið athygli viðskipta- ráðuneytisins á því að þrátt fyrir að bú Ármanns Reynissonar væri til gjalþrotameðferðar hefði Ármann staðið að stofnun, og kynnt sig í fjölmiðlum og víðar sem fram- kvæmdastjóra hins nýja fyrirtækis, Ár hf. Ráðuneytið kannaði málið að sögn Tryggva og í ljós kom að ráðningu framkvæmdastjóra hafði verið frestað og enginn væri skráður framkvæmdastjóri fyrirtækisins Ár hf. í hlutafélagaskrá. Tíminn fékk í gær staðfest hjá skránni að enn hefði ekki verið skráður framkvæmdastjóri fyrir- tækisins heldur hafa tveir stjórnar- menn þess prókúruumboð, þau Stef- anía Guðmundsdóttir stjórnarfor- maður og Reynir Ármannsson. í lögum um hlutafélög nr. 32 frá 1978 er þó kveðið á um að skrá skuli framkvæmdastjóra og kveðið á um fjárræði þeirra o.fl. Samkvæmt þeim ákvæðum gæti Ármann vart verið framkvæmdastjóri. Engu að síður heldur Ármann Reynisson áfram að titla sig fram- kvæmdastjóra og kynna sig sem slíkan opinberlega. Athygli Tímans hefur verið vakin á því að þrátt fyrir allt sé veitt fjármálaráðgjöf hjá fyrirtækinu og sagði heimildamaður að þeir sem þar leituðu ráðgjafar gerðu það einkum vegna þess hve mikið traust þeir bæru til þekkingar Ármanns Reynissonar og hann vfsaði engum frá sér. Þegar þetta var borið undir Ár- mann Reynisson tók hann málaleit- an blaðamanns fálega og spurði hvers konar yfirheyrslur væru hér á ferðinni og lýsti vanþóknun sinni á því sem hann nefndi frekju blaða- manns. Aðspurður sagði hann: „Þetta fyrirtæki stundar enga fjár- málaráðgjöf á einn eða annan hátt,“ og vildi ekki tjá sig frekar um starfsemi fyrirtækisins við blaðið. -sá

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.