Tíminn - 04.01.1989, Page 4

Tíminn - 04.01.1989, Page 4
4 Tíminn Fundað í jólaleyfi þingmanna um fjárlög og bráðabirgðalög, bætt upp með lengingu þess: Þing kemur saman ídag Alþingi kemur saman í dag eftir að hafa verið í fríi frá 22. desember. Ekki er reiknað með að þing standi lcngi að þessu sinni, en þingmenn fara aftur í jólaleyfi á föstudag eða laugardag. Eins og kunnugt er vannst ekki tími til að afgreiða fjárlög og bráða- birgðalögin fyrir jól og var sú ákvörðun tekin af formönnum þing- flokkanna að sleppa þinghaldi á milli jóla og nýárs en koma saman á fyrstu dögum þessa árs. Guðrún Helgadóttir forseti sameinaðs Al- þingis sagði í samtali við Tímann að ætlunin væri að afgreiða a.m.k. fjár- lögin og bráðabirgðalögin einnig ef vilji til þess væri fyrir hendi. t>á er einnig meiningin að teknar verði fyrir fyrirspurnir í sameinuðu þingi í fyrramálið eins og venja er á fimmtu- dagsmorgnum. Samkvæmt starfsáætlun þingsins áttu þingmenn að vera í jólafríi frá 22. desember til 23. janúar, en stór hluti þess tíma er vanalega notaður til fundahalda út í kjördæmunum. Þar sem að nú verður unnið í jólafríi þingmanna mun það að ölium líkind- um verða bætt upp með lengingu þess fram undir næstu mánaðamót. - ág Fjallað um frétt Sjónvarpsins um Atvinnutryggingarsjóð í Útvarpsráði: MÁLID ÚR SÖGUNNI „Einstakir útvarpsráðsmenn gerðu athugasemdir við frétt Sjón- varpsins á öðrum degi jóla, þar sem fjallað var um Atvinnutryggingar- sjóð en engin ályktun var borin upp,“ sagði Markús Á Einarsson varaformaður útvarpsráðs við frétta- mann Tímans. í frétt sjónvarpsins var spurt hvort ábyrgð stjórnarmanna sjóðsins væri sambærileg ábyrgð bankaráðsmanna og var í þessu sambandi vitnað til fyrirspurnar Matthíasar Á. Mathie- sen á Alþingi og síðan rætt í fréttinni um ákærur í Hafskipsmálinu á hend- ur bankaráðsmönnum Útvegsbank- ans gamla. Markús sagði ólíklegt að meir yrði fjallað um þessa frétt sjónvarpsins og málið því úr sögunni. -sá Fri undirrítun samninganna í fyrradag. Magnus L. Sveinsson, formaður VR og Ingi R. Tryggvason, forstjóri BÍ munda pennann. Timunyiid: Pjetor Samningar undirritaöir milli VR og Brunabótafélagsins: Hóptryggingar fyrir alla félagsmenn VR Nýverið voru undirritaðir samningar á milli Verslunar- mannafélags íslands, Brunabótafélagsins og B.í. Líftrygging- ar um hóptryggingar fyrir fullgilda félagsmenn VR. Samning- arnir eru gerðir til tveggja ára, en með þeim verða félagsmenn VR m.a. tryggðir utan vinnutíma. f haust ákvað stjórn VR að leita tilboða hjá tryggingarfélögunum í hóptryggingar fyrir félagsmenn VR. Tilgangurinn var að efla sjúkrasjóð félagsins og jafnframt stórauka tryggingarvernd félagsmanna sinna. Þann 28. nóvember s.l. voru tilboðin opnuð og reyndist tilboð Brunabóta- félags íslands og B.f. Líftryggingar verulega lægra en tilboð annarra tryggingarfélaga sem öll sendu inn samhljóða tilboð. Samningarnir taka til fjögurra tryggingaþátta og ná til allra full- gildra félagsmanna VR undir 70 ára aldri. Frítímaslysatryggingin nær þó til allra fullgildra félagsmanna sam- kvæmt sérstöku ákvæði. f fyrsta lagi er um að ræða Hóplíf- tryggingu þar sem greiddar eru dán- arbætur við fráfall félagsmanns hvort sem er af völdum sjúkdónts eða slyss. Dánarbæturnar eru frá 150 þúsund krónum en hækka eftir fjöl- skyldustærð. Félagsmaður sem á maka og þrjú börn er t.d. líftryggður fyrir 325 þúsund krónur. í öðru lagi er s.k. Frítímaslysa- trygging. Fyrir gerð samningsins voru félagsmenn VR aðeins tryggðir í vinnutíma og var það samkvæmt kjarasamningum. Meðtilkomuþess- arar nýju tryggingar eru félagsmenn slysatryggðir allan sólarhringinn. Félagsmaður sem ferst af slysförum í frítíma og lætur eftir sig maka og eitt barn er t.d. tryggður fyrir rúmar 1,3 milljónir. Bætur vegna 100% örorku sem verður í kjölfar slyss eru rúmar 3,5 milljónir. í þriðja lagi er samið um Sjúkra- dagpeningatryggingu sem tryggir fé- lagsmönnum VR dagpeninga í veik- indatilfellum frá því að launagreiðsl- ur vinnuveitanda falla niður og greiðast dagpeningarnir í allt að níu mánuði. I fjórða og síðasta lagi er samið um Slysatryggingu barna. Með þess- ari tryggingu eru öll börn VR félaga slysatryggð allan sólarhringinn auk þess innifelur tryggingin útlagðan kostnað við slys sem verður hærri en eitt þúsund krónur. Allar þessar tryggingar eru óháðar öðrum tryggingum og skerða ekki á nokkurn hátt rétt félagsmanna VR til bóta úr öðrum tryggingum sem þeir kunna að hafa. Þetta eru stærstu samningar sinnar tegundar sem Brunabótafélag ís- lands hefur gert til þessa, en nú eru 8812 félagsmenn skráðir hjá VR. Auk þeirra trygginga sem samn- ingar hafa náðst um óskaði VR eftir tilboðum í viðbótar persónutrygg- ingar sem hver félagsmaður hefði frjálst val um. Brunabótafélagið hef- ur boðið fram nýtt tryggingaform fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem nefnt hefur verið Fjöltrygging, þar sem hver tryggingartaki getur sett saman tryggingar miðað við eigin þarfir. Þessi nýja Fjöltrygging verð- ur sérstaklega kynnt VR félögum á næstu vikum. SSH Öll viöskipti við Suður-Afríku og Namibíu bönnuö frá áramótum. Strangt tekið á brotum viö þessum lögum: VARDAR ÞRIGGJA MÁNAÐA FANGELSI Nú um áramótin tóku gildi lög cr banna öll viðskipti fslendinga við Suður-Afríku og Namibíu. Brot gegn ákvæðum þessara laga varða sektum eða allt að þriggja mánaða fangelsi ef sakir eru miklar. Samkvæmt fyrstu grein laganna er óheimilt að flytja inn til íslands vörur sem eru upprunnar í Suður- Afrfku eða Namibíu og jafnframt að flytja vörur frá íslandi til þessara landa, eða að gera samning um útflutning vara frá íslandi þcgar Ijóst má vera við gerð samnings að endan- legur áfangastaður þeirra er Suður- Afríka eða Namibía. Utanríkisráð- hcrra er þó heimilt að gera undan- þágu frá banni við innflutningi ef mannúðarástæður mæla með því. Lög þessi voru sett þann 20. mat síðastliðinn og eru viðleitni stjórn- valda í þá átt að sýna í verki andúð sína á aðskilnaðarstefnu hvíta minnihlutans í Suður-Afríku. f>ó var ákveðið að þeim yrði ekki beitt vegna innflutnings eða útflutnings sem átti sér stað fyrir I. janúar á þessu ári, enda hefði verið samið um slík viðskipti fyrir 20. maí s.l. - ág Nú eiga allar vörur frá Suöur-Afríku og Namibíu að vera liorfnar úr hillum verslana. f gær mátti þó enn sjá slíkar vörur í verslunum. Tímamynd: Pjefur

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.