Tíminn - 04.01.1989, Page 5

Tíminn - 04.01.1989, Page 5
 Miövikudagur 4. janúar 1989 Tíminn 5 1,6 íslendingar um hvert ökutæki: Virðumst komin fram úr Ameríkónum í bílaeign Það iætur nærri 1,6 íslendingar séu um hvert eitt ökutæki, en ef fólksbílar eru teknir sérstaklega út þá er 1,98 manns um hvern bíl. Þetta má lesa út út bráðabirgða- tölum Bifreiðaeftirlits ríkisins um bifreiðaskráningar fyrir árið 1988. Samkvæmt þessum tölum eru 504 bílar á hverja 1000 íbúa hér á landi, en til samanburðar má geta þess að Bandaríkjamenn sem löng- um hafa verið taldir mesta bílaþjóð heims voru með 473 bíla á hverja 1000 íbúa árið 1984 samkvæmt hagtölum Seðlabanka íslands frá síðasta mánuði. Því miður eru ekki til nýrri tölur um bílaeign Banda- ríkjamanna en mjög ólíklegt er að bílaeign þeirra hafi aukist ásíðustu árum það mikið að hún nái þeim fjölda sem bílaeign á hverja 1000 íbúa hefur náð hér á landi. Samkvæmt bráðabirgðatölu Bifreiðaeftirlitsins kemur fram að heildarfjöldi skráðra ökutækja á árinu 1988 var 154.796. Þar af var fjöldi bifreiða og bifhjóla 140.412 árið 1988 en var árið 1987 134.469, sem er 4,4% aukning. 127.332 fólksbifreiðar voru á skrá við árs- lok 1988 en 121.694 árið 1987 sem er 4,6% aukning. Vörubifreiðum fjölgaði um 1,9% á milli ára, þ.e. úr 11.845 árið 1987 í 12.074 árið 1988. Mest var hins vegar aukning- in í skráðum bifhjólum, eða 8,3%, úr 929 í 1.006 bifhjól. Skráðir tengivagnar árið 1988 voru 1.490, dráttarvélar voru 10.484 og tor- færutæki 2.410. Ef borinn er saman fjöldi ný- skráninga á þessum tveim árum kemur í ljós að nýskráningar á bifreiðum og bifhjólum voru árið 1987 23.430 en árið 1988 15.186. Þar af voru 12.780 nýjar bifreiðar og bifhjól flutt inn árið 1988 en 18.478 árið á undan. Árið 1987 voru fluttar inn 4.952 gamlar bif- reiðar og bifhjól en árið 1988 rúmlega helmingi færri eða 2.406. Árið 1988 voru 9.673 bifreiðar og bifhjól afskráð en árið á undan 15.932. Skráð eigendaskipti á síð- asta ári voru 43.071 talsins en voru árið á undan 46.442 talsins. -ABÓ Álafoss hf. stendur nú í viðræðum við lánardrottna sína og Atvinnutryggingarsjóð: „Af gjörgæslu fyrir mitt ár“ Enn er Álafoss hf. rekinn með verulegum halla þrátt fyrir að á því rúma ári sem fyrirtækið hefur verið starfandi hafi afkoman batnað stöðugt. Jón Sigurðarson segir Ála- foss hf. ennþá á gjörgæslu, en kveðst vonast til að því ástandi linni fyrir mitt ár. Viðræður standa nú yfir á milli fyrirtækisins og helstu lánardrottna þess, það eru Iðnlánasjóður, Iðnþó- unarsjóður og Landsbankinn. Jón sagði þessi mál á réttir leið og kvaðst vænta niðurstaðna af viðræðunum um næstu mánaðamót. Þá hafa einnig verið í gangi viðræður við Atvinnutryggingarsjóð. Forráðamenn Álafoss hf. bíða nú spennti eftir viðbrögðum við nýrri framleiðslulínu frá fyrirtækinu sem kynnt hefur verið á Vesturlöndum. Tugum milljóna hefur verið eytt í kynningu þessarar línu er saman- stendur bæði af bandi og fatnaði og er þetta stærsta og dýrasta kynning sem ráðist hefur verið í á íslenskum ullarvörum erlendis. Að sögn Jóns Sigurðarsonar standa einnig fyrir dyrum viðræður við nýtt sovéskt fyrirtæki, Rosvneshtorg, um við- skipti og eru taldar góðar líkur á að það fyrirtæki kaupi ullarvörur á þessu ári, þó enn sé of snemmt að fullyrða þar um. Þær viðræður munu að öllum líkindum hefjast um miðj- an þennan mánuð. Utkoman úr viðræðunum við Sovétmenn og viðtökurnar á nýju framleiðslulínunni á Vesturlöndum munu svo skera úr unt hvort koma þarf til skerðingar vinnuviku hjá Álafossi hf. að nýju. - ág Brotist inn á tveim stööum: Miklar skemmdir í Fossvogsskóla Tvö innbrot voru framin í fyrri- nótt. f öðru tilfellinu var brotist inn í verslun að Laugavegi 6 og kom lögreglan að tveimur mönnum inni í versluninni. Annar mannanna leið út af þegar inn í verslunina kom vegna ölvunar og gaf lítil svör þegar reynt var að vekja hann. Farið var með hann á slysadeild tii athugunar og síðan í fangageymslu. Þá var um svipað leyti tilkynnt um innbrot í Fossvogsskóla. Þar hafði verið farið inn og miklar skemmdir unnar. -ABÓ Bifvélavirkjar á landsbyggöinni virðast sumir hverjir efast um ágæti færanlegrar skoöunarstöðvar Bifreiöaskoöunar íslands: Ottast atvinnutap vegna stöðvarinnar Sklptar skoðanir eru um ágæti færanlegrar skoðunarstöðvar Bifreiðaskoðunar íslands. BOgreinasambandið leggur til að samráð verði haft við verkstæðin um tilhögun skoðunar bifreiða á landsbyggðinni. Víða óttast menn að vinna verði færð úr héraði með tilkomu skoð- unarstöðvarinnar. Atvinnumála- nefnd Akraness hefur mótmælt fyrirhugaðri framkvæmd og bif- vélavirkjar á Akranesi vilja sjálfir sjá um skoðunina. Karl Ragnars framkvæmdastjóri Bifreiðaskoð- unarinnar segir það ekki koma til greina. Samkvæmt heimildum Tímans er nokkur urgur í landsbyggðar- mönnum vegna færanlegu skoðun- arstöðvarinnar sem tekin verður í notkun á næstunni. Tíminn ræddi við Björn Ómar Jónsson í stjórn Bílgreinasam- bandsins en hann sagði þetta mál hafa verið rætt á síðustu aðalfund- um sambandsins. „Það er ekkert launungarmál að við hjá Bíigreinasambandinu erum frekar svartsýnir á að þetta gangi upp,“ sagði Björn. Hann benti á að þeir væru með aðrar tillögur sem að þessu lytu. Þeir væru hlynntari því að Bifreiðaskoðun íslands gerði samning við verkstæðin um framkvæmd þessarar þjónustu. Vinna væri takmörkuð úti á landi og það sem þeir hefðu í huga væri að þessháttar samningar myndu til dæmis flýta fyrir tækjavæðingu verkstæðanna. Ef til vill væri þá hægt að dreifa vinnunni frekar yfir allt árið. Að gert væri Ijóst hvað ætti að skoða og hvers konar tæki skyldi nota en skoðunin færi fram inni á verkstæðunum undir þeirra umsjón. Annar möguleiki væri sá að ieigja Bifrciðaskoðuninni aðstöð- una. Eða hún sendi menn á staðinn sem í samráði við þá sem ynnu á viðkomandi verkstæði myndu skoða bílana. „Afleiðingar starfsemi færan- legu skoðunarstöðvarinnar verða þær að tæknivæðingu verkstæð- anna seinkar. Sum þeirra ntunu jafnvel leggja upp laupana," sagði Björn. Hann sagði Bílgreinasam- bandið hafa bent á sín sjónarmið og reynslu í þessum máluni þótt enn sem komið er hefði það ekki verið tekið til greina. Atvinnumálanefnd Akraness og eigendur bifreiðaverkstæða héldu fund 13. nóvember síðastliðinn. Þar var rædd hugsanleg skerðing atvinnutækifæra og burtstrcymi fjármagns úr bænuni. Þá var samið bréf bæði til stjórnar Bifreiða- skoðunar íslands sem og þing- manna Vcsturlands. „Við erum nijög óhress með að utanaðkomandi aðilar skuli eiga að annast þetta verk. Eftirskoðun er rýr tekjulind þó hún krefjist sama tækjabúnaðar og fyrri skoðun," sagði Ragnheiður Þor- grímsdóttir, formaður Atvinnu- málanefndar. Hún sagði þau hafa bent á þcssi atriði í bréfum sínum. Einnig hefði verið skorað á hlutaðcigandi að ganga til samninga við bifvéla- virkja í bænum um að þeir taki vcrkið að sér. Bifvélavirkjar á Akranesi hafa einnig skrifað Bifreiðaskoðuninni. Þeir lýstu sig reiðubúna til að koma í santeiningu upp skoðunarstöð í samræmi við kröfur sent gerðar eru til stöðva af þessu tagi. Þar sem ekkert svar hefur borist við bréfun- um er í bígerð að gera kostnaðar- áætlun og scnda hana einnig. Ragnheiður sagðist gruna þá í Bifreiðaskoðuninni um að ætla sér að fara sínar eigin leiðir án nokkurs samráðs við Atvinnumálanefnd. „Við kjósum þó heldur að farið verði samningaleiðina" Tíminn bar mál þetta undir Karl Ragnars framkvæmdastjóra Bif- reiðaskoðunar íslands. „Ég tók þessum bréfum sent ábendingum um að ekki mætti skerða þjónustuna frá því sent verið hefur. Það er nákvæntlega það sent Bifreiðaskoðunin hyggst hindra að komi fyrir." Hann sagði að fjölga ætti skoðunarstöðvum um allt land. Færanlega skoðunar- stöðin ætti alls ekki að fara til Akraness. Þar væri meiningin að setja upp fasta stöð á vegum Bif- reiðaskoðunarinnar. Karl sagði einnig að ekki yrði undir neinum kringuntstæðum samið við verkstæðin um að inna þessa þjónustu af hendi. „Það yrðu óhjákvæmilega hagsmunaárekstr- ar ef viðgcrðarverkstæði ættu að hafa eftirlit með sjálfu sér.“ -jkb

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.