Tíminn - 04.01.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.01.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 4. janúar 1989 Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Úlgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Póstfax: 68-76-91 Prófraun og alvara Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðu- flokksins, kemst að þeirri niðurstöðu í áramóta- grein sinni í Alþýðublaðinu í gær, að það sé ærið eftirminnilegt úr stjórnmálaþróun ársins 1988, að þá „klúðruðu forystumenn Sjálfstæðisflokksins samskiptum sínum við Alþýðuflokkinn“. í framhaldi af þessu segir Jón Baldvin um lánleysi og klaufaskap Sjálfstæðisflokksforystunn- ar, að hún hafi jafnvel einangrað flokkinn svo, að meirihluti í þingflokki Borgaraflokksins eigi nú meiri málefnasamstöðu með stjórnarflokkunum en forystuliði Sjálfstæðisflokksins. Það er því rétt ályktað hjá Jóni Baldvini, að það sem hæst ber í stjórnmálaþróun liðins árs er myndun núverandi ríkisstjórnar í septembermán- uði. Aðdragandinn að þeirri stjórnarmyndun felst í trúnaðarbrestinum milli Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins, sem Jón Baldvin kallar „klúður“ Þorsteins Pálssonar. Þessi trúnaðarbrestur varð þegar Alþýðuflokksmenn áttuðu sig á því, að forystumenn Sjálfstæðisflokksins töldu sig vera í stöðu til þess að hafa Alþýðuflokkinn að ginningar- fífli í stað þess að líta á hann sem samstarfsaðilja á jafnréttisgrundvelli. Nafn Jóns Baldvins mun sennilega lifa hvað lengst fyrir það að hann hafði pólitískan næmleika til að skynja raunverulega afstöðu Sjálfstæðis- flokksins til Alþýðuflokksins, sem var sú að álíta hann eins og hvert annað tungl í einhvers konar aflfræðilegum tengslum við sjálfan meginhnöttinn án sjálfstæðrar tilveru. En Jón Baldvin gerði betur en að skynja þetta. Hann hafði þrek til að slíta þessi íhaldstengsl Alþýðuflokksins og endurmeta afstöðu flokks síns til annarra stjórnmálaflokka, fyrst og fremst Framsóknarflokksins. Þetta uppgjör Alþýðuflokksins við Sjálfstæðis- flokkinn kallaði flokksþing Framsóknarflokksins „sögulegan“ atburð. Vonandi reynist sú umsögn um þessa eftirminnilegu þróun stjórnmála rétt, þegar horft verður til atburða síðasta árs úr fjarlægð áranna síðar meir. Jón Baldvin segir í áramótagrein sinni að þegar stjórnarslitin urðu, hafi reynt á að hafa snör handtök til að koma í veg fyrir, að stundarerfiðleik- ar í efnahagsmálum leiddu til pólitískrar upplausn- ar. Hann segir að Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn hafi staðist þá „prófraun“, sem þá var lögð fyrir stjórnmálaöfl landsins. Undir þessa skoðun Jóns Baldvins er ekki einungis vert að taka, heldur leggja áherslu á, hversu pólitískt mikilvæg hún er. „Prófraun“ Alþýðuflokks og Framsóknarflokks og myndun núverandi ríkisstjórnar varðar ekki það eitt að baslast í gegnum þau misseri, sem eru til næstu alþingiskosninga. Hér má ekki verða um stundar- fyrirbæri eitt að ræða, heldur upphaf að framtíðar- samvinnu félagshyggjuaflanna í landinu. Ef það má verða, þá er einhver alvara í því sem gerst hefur. Illllllllllilllllllllllllll GARRI ......................................................'-'T1::,,, LAUNAMUNUR Áhugaverðar tölur hafa vcrið að hirtast í fjölmiöluin um meðaltekj- ur kvæntra karla á aldrinum 25-65 ára á árinu 1987. Þar kemur fram að lægstu 20 prósentin höfðu tæp 500 þús. í tekjur, næstlægstu 20% um 850 þús., síðan koma 20% með um 1100 þús„ þá önnur 20% með tæp 1400 þús. og loks hæstu 20% með 2100 þús. Þaö er að vísu dálítið álitamál hversu alvarlega má taka lægsta flokkinn sem hóp raunverulegra launamanna. Þar skortir upplýs- ingar um það hvernig liann er samsettur. Til dæmis er vitað að töluvert margir námsmenn hafa náð 25 ára aldri ásamt því að vera kvæntir, og eðlilegt er að vinnu- tckjur þcirra séu lágar meðan þeir eru enn við nám. En hitt dylst þó ekki að hér á landi er bersýnilega ríkjandi tölu- verður launamunur. Allstór hópur manna er hér með lágar tekjur, á sama tíma og annar hópur svipaðr- ar stærðar virðist vera með nálægt tvöföldum tekjum þeirra manna sem að öðru jöfnu myndi víst mega telja að væru þó búnir að vinna sig býsna þokkalega upp í launastigan- um. Aðlögun að skattkerfinu Nú er vitað að ýmislcgt kemur til álita þegar laun manna eru ákveð- in. Til dæmis ábyrgð á rekstri stórra fyrirtækja og mannaforráð. Það er skiljanlegt að eigendur stærri fyrírtækja vilji gera stjórn- unarstöður í þeim nægilega eftir- sóknarverðar í launalegu tilliti til þess að menn sækist eftir þeim og leggi sig síðan fram í starfi til að halda vinnunni. ' En aftur á móti er svo að sjá að í þessu efni hafi launaþróun á efstu stigum skalans ekki enn náð að laga sig að þeim breytingum sem gerðar hafa verið á skattkerfinu. Fyrir aðeins tiltölulega fáum árum, mcöan hér gilti enn stighækkandi tekjuskattur, þurftu menn í hærri tekjutlokkum að greiða allt að 67% af tekjukúf sínum í skatta. Nú er þetta breytt. í staðgreiðslunni voru skattar aldrei hærri en 35,2% á síðasta ári, og verða víst rúm 37% í ár. Undir gantla kcrfinu héldu menn í hærri tekjuflokkunum því ekki eftirnema uni þriðjungi af kúfnum, á meðan þeir í dag halda þvert á móti eftir um tveim þriðju. Þetta cr trúlegt að hafi á sínum tíma orðið til þess að þrýsta heldur upp launum hátekjumanna hér á vinnu- markaðnum. Þeir hafi notað að- stöðu sína til að miða við laun eftir skatta og þrýst launum sínum upp út á þetta kcrfi. Núna cr þessi viðmiðun hins vegar úr sögunni með breyttu skattkerfi. Ekki hafa hins vegar borist af því fregnir að nýja skatt- kerfiö hafi enn sem komið er orðið til þess að launum hátekjumanna væri þrýst niður. Menntunin Þá virðist líka Ijóst að mikið vanti enn á hér að samræmi sé í því hvernig menntun sé metin til launa. Alkunnugt er þannig dæmið, sem kom upp nýlega, um laun skóla- tannlækna hjá Reykjavíkurborg. Þeir höfðu um 300 þús. krónur nettó í mánaðarlaun, á meðan kennarar við sömu skóla, með mjög hliðstæða menntun og ábyrgð í starfi, voru víst flestir töluvert langt innan við þriðjung af þessu. Þetta dæmi og ýmis önnur, sem undanfarið hafa komið fram úr heilbrigöiskerfinu, sýna það Ijós- lega að þar er full ástæða fyrír yfirvöld til að standa vel á verði. Það nær vitaskuld engrí átt að einstökum hópum háskólamanna sé mismunað gróflega í launum, eftir því einu í hverjum hópnum fólk hcfur metið að það gæti nýtt hæfileika sína til að koma þjóð sinni að sem mestu gagni. Úti á vinnumarkaðnum gildir þetta líka. Þannig er svo að sjá af fréttum að tölvufræðingar hvers konar séu núna í aðstöðu til að setja fyrirtækjum allákveðið stól- inn fyrir dyrnar í launamálum, ef miðað er við aðra með sambæri- lega menntun. Þar verður vita- skuld á sama hátt að sýna festu og gæta þess að fólki sé ekki mismun- að gróflega. Hér er því greinilegt að enn þarf að vinna betur að hæfilegum jöfn- uði í þjóöfélaginu. Það nær engri átt að lægstu laun dugi hér ekki fyrír mannsæmandi framfærslu. Og á sama hátt nær það engrí átt að einstakir hópar nái að vaða þannig yfir aðra að þeir velti sér í rauninni upp úr peningum miðað við það sem gerist og gcngur. Vitaskuld þarf hér sem annars staðar að greiða vel fyrir þau störf sem mest ábyrgð og mannaforráð fylgja. Þó ekki sé nema vegna þess að þau verða að vera cftirsóknar- verð og draga að sér hæfileika- menn. En tölurnar hér að framan benda til þess að uin tuttugu prós- ent launamanna hér á landi séu núna taldir til þessa hóps. Slíkt nær auðvitað engri átt. Þess vegna þarf hér aukinn jöfnuð. Garrí. llllllllll lllllllllllíllll VÍTTOG BREITT Nývirki þjónustulundarinnar Að sögn mun nýja bílnúmera- kerfið spara nokkrar tugmilljónir kr. á ári miðað við að halda áfram að nota hið gamla og úrelta. Það er annars mesta furða hve sérvitring- um hefur lengi haldist uppi að koma í veg fyrir að skynsamlegt númerakerfi væri tekið upp og að þeir fengju að eiga ástkær bílnúmer sín, sem einkum höfðu sér til ágætis að vera lágrar tölu og ígildi peninga, enda hafa margir greitt þó nokkrar upphæðir fyrir lág bíl- númer. En nú eru þau viðskipti úr sögunni og hégómlegu bílnúmerin úreltast með þeim farartækjum sem enn skarta þeim. En fleira breyttist varðandi skráningu og eftirlit bíla. Bifreiða- eftirlit ríkisins var lagt niður og eitt af þessum undarlegu hlutafélögum í ríkiseign er tekið við af ríkisfyrir- tækinu. Bifreiðaskoðun Islands hefur nú veg og vanda af skráningu og eftirliti með að bílar séu yfirleitt ökufærir, hvaða skoðun sem eig- endur þeirra hafa annars á því. Nýjungagirni Ekki skal dregið í efa að sparn- aður sé að nýja bílnúmerakerfinu þótt enginn hafi sýnt fram á að það auki eða minnki útgjöld að breyta ríkisstofnun í ríkishlutafélag. En þegar breytingar eru gerðar breytinganna vegna verður að sýna að þær séu nauðsynlegar og nýj- ungagirnin fær að njóta sín. Vel og lengi hefur verið kvartað yfir lélegri aðstöðu bifreiðaeftirlits, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem drjúgur hluti allrar bíla- eignarinnar er saman kominn. En Bifreiðaskoðun íslands mun enn um sinn notast við sömu aðstöðu, sem er eins og lítið horn í einum af fjölmörgum bílasýningasölum um- boðanna, sem eru eigendunum of- viða og leiðir oflætið til allskyns fjárhagsvandræða og skal ekki far- ið nánar út í þá útfararsálma hér. En til að sýna tilgang og veldi hins nýja félags var keypt heil skoðunarstöð frá útlöndum, sem aka á um landið þvert og endilangt til að skoða bíla. Vel má vera að þetta sé hið haganlegasta bílskoðunarapparat og ódýrt í innkaupi og rekstri. En einhvern veginn er það nú svo að sumir eru orðnir hvekktir á fréttum um eitthvað nýtt og gott og sjálf- sagt frá útlöndum og að alltaf þurfi að bæta við tækni og kostnað og léttvæg rök færð fyrir því að ein- hver rándýr tæki séu til sparnaðar- auka. Ferlíkið sent heim Svo er látið heita að nýja bíla- skoðunarbáknið sé til hagsbóta og þæginda fyrir bíleigendur á lands- byggðinni því nú fái þeir ferlíkið heim til sín, eins og Múhameð fjallið, en ekki þurfi að fara af bæ til að láta skoða. En svo vill til að bílar eru með hreyfanlegustu mannanna verkum og er því illskiljanleg sú hugulsemi að þá þurfi helst ekki að færa úr stað til að fá lögboðna skoðun. í flestum eða öllum byggðarlög- um landsins eru bílaverkstæði. Nú orðið eru mörg þeirra verkefnalítil og nægilegt rými í þeim til að líta uppundir bíla. Ef menn á annað borð kæra sig nokkuð um hagsýni ætti að vera hægt að notast við bílaverkstæðin til að yfirfara örygg- istæki bíla og bíleigendum úti á landi er engin sérstök vorkunn að fara á næsta verkstæði á skoðunar- tíma, enda munu þeir ekki hafa beðið um rándýra skoðunarsam- stæðu frá Þýskalandi, sem tæpast getur verið á ferðinni nema þegar færð er hvað allra best um há- sumarið. Kannski má hugga sig við það að sparnaðurinn af nýja númerakerf- inu er svo mikill að kostnaður við nýju skoðunarstöðina nær ekki að eyða honum upp, eða var aldrei ætlunin að minnka kostnað við skráningu og skoðun bíla með því að breyta ríkisstofnun í ríkishluta- félag? Ef til vill er sú skoðun á misskiln- ingi byggð, að sparnaðarástæður hafi legið að baki breytingunni, enda mun kostnaður bæði fyrir og eftir hafa lent á bíleigendum með einum eða öðrum hætti og því lítið komið basli ríkissjóðs við. En mikið verður gaman að keyra heila skoðunarstöð um landið og ekki verður ónýtt að fá hana í heimsókn þótt ekki verði til annars en-að dæma þarfasta þjóninn úr leik. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.