Tíminn - 04.01.1989, Side 12
12 Tíminni
Miðvikudagur 4. janúar 1989
FRÉTTAYFIRLIT
BEIRÚT - Svrlenskir her-|
menn reyndu ao koma á fót
vopnahléi milli stríðandi fylk-
inga Shíta sem barist hafa í
súöurhverfum Beirútborgar
fjóradaga í röð. Amalskærulið-
ar hafa líklega haft ívið betur
gegn liðsmönnum Hizbollah
samtakanna sem eru að verja
síðasta sterka vígi sitt í borg-
inni.
MOSKVA - Nýir jarðskjálft-
ar skóku hina hrjaðu borg Len-
inakan án þess að slys yrðu á
mönnum. Illa farnar byggingar
skemmdust, en þó minna en
ætla hefði mátt. Yfirvöld í Arm-
eníu segja að fréttir um krafta-
verkabjörgun sautján manna
úr rústum kornverksmiðju séu (
ekki á rökum reistar.
: JERÚSALEM - israelskir
hermenn jöfnuðu við jörðu hús j
í tveggja Palestínumanna í
Gaza sem grunaðir eru um að I
vera leiðtogar í uppreisninni á í
hernumdu svæðunum. Þá inn-i
sigluðu þeir nokkur herbergi í
Gaza til að refsa Palestínu-
mönnum sem þeir saka um að
hafa gert aðsúg að hermönn-
j um (sraela og aröbum sem
' arunaðir eru um að vinna með
j fsraelum.
: PEKING - Kínverjar horfastl
nú f augu við víðtæk átök milli I
: kínverskrar æsku og stúdental
frá Afríku. Þá hefur kínverskj
' lögregla verið sökuð um að‘
beita Afríkumenn pyntingum. I
í Kínverskir stúdentar í Peking
, fjölmenntu í mótmælagöngur I
, gegn afrískum stúdentum í
Kína sem þeir segia að geri
j séreinumofdæltviðkínversk-
i ar stúlkur. Vestrænir sendi-
menn segja að afrískir stúdent-
ar hafi verið fluttir af stúdenta-
görðum til að koma í veg fyrir
: enn meiri kynþáttaóeirðir.
,• MOSKVA - Kynþáttaólgan
‘ sem einkennt hefur þjóðlifið í
Armeníu og Azerbaijan undan-
rarna mánuði hefur nú breiðst
yfir til Grúsíu ef marka má frétt
. Prövdu. i fréttinni segir að
þjóðernissinnar í Sovétlýð-
veldinu hafi staðið fyrir setu-
verkföllum í verksmiðjum, mót-
mælafundum og hungurverk-
föllum til að mótmæla fyrirhug-
uðum umbótum Kremlverja
sem Grúsíumenn telja að hefti
sjálfræði lýðveldisins.
KAIRÓ - Gamal Shawki
Abdel Nasser frændi Nassers
fyrsta forseta Egyptalands
mun sjálfur halda uppi vörnum
í réttarhöldum I Kairó, en hann
er sakaður um að eiga aðild að
morðárás heittrúarmanna á
ísraela I Egyptalandi.
Otlönd
Grillir í frið milli Marokkó og Saharaviþjóðarinnar í Vestur-Sahara:
Pólisaríómenn ræða
við konung Marokkó
Eftir þrettán ára eyðimerkurstríð í Vestur-Sahara milli herja
Marokkó og Pólisaríóhreyfingarinnar, sem berst fyrir sjálfstæði
Saharaviþjóðarinnar sem byggir þetta hrjóstruga land, virðist nú
loks glitta í friðarviðleitni. Leiðtogar Sahararíkisins sem Pólisaríó
stofnaði árið 1976 munu í dag hitta Hassan konung Marokkó að máli
í fyrsta sinni frá því stríðið braust út.
Hermenn Saharaviþjóðarinnar hafa átt í eyðimerkurstríði við her Marokkó
í þrettán ár undir merkjum Pólisaríóhreyfingarinnar. Nú eru teikn á lofti um
að friður komist á.
Er talið að fundur þessi geti mark-
að tímamót og leitt til vopnahlés
sem yrði upphafið að friðarsam-
komulagi í anda ályktana Samein-
uðu þjóðanna. í þeim er gert ráð
fyrir að vopnahléi sé komið á, skipst
verði á föngum og að Saharaviþjóðin
kjósi um framtíð sína í frjálsum
kosningum.
Talsmaður Pólisaríó í Algeirsborg
sagði að Mahfoud Ali Beiba forsæt-
isráðherra útlagastjórnar Saharavi-
þjóðarinnar muni leiða sendinefnd-
ina er hitta mun Hassan konung að
máli í höll hans í Marrakesh. Þá mun
Bachir Ghali varnarmálaráðherra
Sahararíkisins sem Pólisaríóhreyf-
ingin stofnaði árið 1976 er Spánverj-
ar yfirgáfu Vestur-Sahara einnig
vera í sendinefndinni, en hann hefur
haft með yfirherstjórn skæruliða-
herja Pólisaríó að gera í þessi þrett-
án ár.
Pólisaríó lýsti yfir einhliða vopna-
hléi fyrir sex vikum til þess að gera
fund þennan mögulegan.
Þá mun Bachir Mustapha Sayed
sem talinn er annar valdamesti mað-
ur Pólisaríó einnig taka þátt í við-
ræðunum, en hann átti í þrígang
viðræður við Javier Perez de Cuellar
aðalritara Sameinuðu þjóðanna í
haust. Perez de Cuellar hefur mjög
beitt sér fyrir friði á þessum slóðum
og lagði hann fram friðaráætlun sem
báðir aðilar samþykktu í meginatrið-
um í ágústmánuði síðastliðnum þó
ekki hafi náðst friðarsamkomulag
þá.
Hingað til hefur Hassan konungur
Marokkó neitað beinum viðræðum
við leiðtoga Pólisaríó, en nú er
greinilegt að hann hefur slakað á því
samkvæmt yfirlýsingum Pólisaríó
bauð Hassan til þessara viðræðna.
Ástæða þess að Marokkómenn
hafa ásælst hrjóstrugt landssvæði
Vestur-Sahara eftir að Spánverjar
hurfu þaðan á brott er sú að þar eru
mjög auðugar fosfatnámur.
Rannsóknin á morðinu á Olof Palme heldur áfram:
Gæsluvarðhald
yfir Pettersson
framlengt á ný
Áfrýjunarréttur í Svíþjóð stað-
festi í gær ákvörðun borgardómsins
í Stokkhólmi um að framlengja
gæsluvarðhald yfir Christer Petters-
son sem grunaður er um morðið á
Olof Palme forsætisráðherra Sví-
þjóðar. Borgardómur hafði fallist á
kröfu saksóknara um að framlengja
gæsluvarðhaldið til 13. janúar, en þá
verður saksóknari að leggja fram
opinbera ákæru á hendur Christer
Pettersson.
Nú eru liðnir átján dagar frá því
Christer Pettersson var handtekinn.
Ríkissaksóknari segist þess fullviss
að Christer sé hinn seki og að hann
hafi nægar sannanir í höndum.
Christer hefur hins vegar algerlega
neitað því að vera morðingi Palme.
Agaleysi í Rauða hernum:
Herflugvél nauðlenti
sökum ölæðis dáta
Litlu munaði að illa færi þegar 176
útúrdrukkin sovésk ungmenni sem ■
voru á leið til herbúða að sinna
herskyldu sinni létu öllum illum
látum í flugvél þeirri er flutti þá í
puðið. Flugmaður Ilyushin-76 her-
flutningavélarinnar nauðlenti henni
við illan leik á flugvellinum í Barnaul
í Vestur-Síberíu. Þá hafði vélin
flogið hálfa leiðina frá Tblisi höfuð-
borg Grúsíu til herstöðvarinnar í
Khabarovsk í Austur-Síberíu, en
þar eiga hinir ungu Grúsíumenn að
sinna herskyldu sinni.
í frétt Komsomolskaya Pravda af
þessum atburði segir að slagsmál
hafi brotist út í flugvélinni þegar
slettist upp á vinskapinn eftir að
verðandi stríðshetjurnar höfðu skol-
að niður nokkru magni af heimatil-
búnum líkjör.
- Hin stóra flugvél rokkaði til og
frá eins og hun væri föst í loftpoka,
sagði í fréttinni.
Þetta er í annað sinn á stuttum
tíma sem óheragalegt athæfi
sovéskra hermanna er tíundað í
fjölmiðlum.
Literaturnaya Gazeta skýrði frá
því í nóvember að herflutningavél
hefði flogið með sjálfstýringunni
hálfstjórnlaus í um það bil klukku-
stund þegar sex manna áhöfn vélar-
innar lognaðist út af eftir þriggja
daga fyllirí.
Fyrstu mánuðina eftir morðið á Olof Palme í febrúarmánuði 1986 var
morðstaðurínn þakinn blómum. í infelldu myndinni má sjá Christer
Pettersson sem talinn er morðingi Palme.
PanAm flugvélin:
ARAFAT LEITAR
TILRÆDISMANNA
Bandarísk stjórnvöld leituðu til
Frelsissamtaka Palestínu í gær og
fóru fram á að samtökin tækju þátt
í leitinni að tilræðismönnunum sem
komu spengju fyrir í bandarísku
Pan American breiðþotunni er
fórst yfir Skotlandi fyrir jólin.
Það var sendiherra Bandaríkj-
anna í Túnis sem kom þessari ósk
Bandaríkjamanna á framfæri er
hann átti óopinberan fund með
leiðtogum PLO í Túnis.
Frelsissamtök Palestínu voru
ekki lengi að taka við sér eftir að
þessari beiðni var komið á fram-
færi. f yfirlýsingu PLO lét Yasser
Arafat liðsmenn sína hefja rann-
sókn á sprengjutilræði því er
grandaði bandarísku breiðþot-
unni.
Sagði í yfirlýsingunni að Arafat
væri það mikið í mun að finna þá
sem staðið hefðu fyrir grimmdar-
verkinu svo draga mætti þá til
ábyrgðar.
Getgátur eru á lofti um að öfga-
fullir Palestínumenn er vilja leysa
upp viðræður PLO og Bandaríkja-
manna hafi komið sprengjunni
fyrir.
Ungverska lögreglan sendi í
fyrradag aðvörun til allra aðildar-
ríkja alþjóðalögreglunnar Interpol
um að hryðjuverkamenn kynnu að
reyna sprengjutilræði á þotum SAS
flugfélagsins. Var það gert eftir að
óþekktur maður hringdi til ung-
verskra stjórnvalda og varaði við
slíku sprengjutilræði.
Dularfulli maðurinn sem talaði
ensku með arabískum hreim sagði
einnig að öfgasamtök Shíta sem
hliðholl væru frönum hefðu grand-
að þotunni til að hefna þess er
bandarísk freigáta skaut niður ír-
anska breiðþotu með 290 manns
innanborðs í júlímánuði síðastliðn-
um.