Tíminn - 04.01.1989, Qupperneq 14
14 Tíminn
Miðvikudagur 4. janúar 1989
AÐ UTAN
Robert Morris lamaöi 6000 tölvur:
Hetja í augum sumra
- glæpamaöur í augum annarra
3. nóvember 1988 höfðu um 250 vísindamenn, iðnjöfrar
og stjórnmálamenn safnast saman um kvöldmatarleytið í
Cornell-háskóla í New York-ríki. Þeir ætluðu að vera
viðstaddir þann mikilvæga atburð þegar ofurtölva Cornell-
háskóla númer tvö, IBM 3090-600 E yrði tengd.
Þúsundir bandarískra vísindamanna um landið þvert og
endilangt, sem eru tengdir reiknistofnun Cornells, fengu
þar með aðgang að einu voldugu verkfærinu enn til
rannsókna á gífurlega flóknum verkefnum, eins og t.d.
hvernig skyldi ráðast gegn súru regni eða hvaða meðferð
ætti best við gegn augnkrabba.
Skömmu fyrir sólsetur voru há-
tíðahöldin að ná hámarki. Fjar-
tengt vélmcnni tók fyrstu skóflu-
stunguna að grunni nýrrar sjö hæða
háskólabyggingar þar sem kennar-
ar og nemendur eiga að vinna að
því að „viðhalda stöðu okkar í
fremsta sæti í tölvuvísindum," eins
og rektor Cornell-háskóla, Frank
Rhodes, komst að orði áður en
hann bauð gestum veitingar.
Á sama tíma:
RMT í 20 mínútur
Á sama tíma og borgarstjóri
fþöku, varaforstjóri IBM og stað-
gengill ríkisstjóra New York slógu
glaðir botninn í hátíðahöldin á
neðstu hæðinni, gekk ungur,
grannur og síðhærður maður í
æfingagalla og strigaskóm inn í
bygginguna. Hann fór með lyftunni
upp á fjórðu hæð og gekk inn í
herbergi nr. 4105, við enda 30
metra langs gangs.
Við langvegg þcssa mjóa her-
bergis standa í röð sex tölvueining-
ar af gerðinni Sun OS 3 og OS 4.
Yfirleitt vinna við þessi tæki stúd-
entar Kenneths Birman prófessors,
sem hefur skrifstofu í herbergi nr.
4105 A.
Þar sem hverjum þeirra 135
stúdenta sem nálgast lokapróf í
tölvunarfræði er frjáls aðgangur að
herberginu var ekkert óvenjulegt
við ferðir unga mannsins. Eins og
því sem næst daglega tók hann sér
sæti á einum svörtu stólanna með
skítugu gulu setunum.
Maðurinn hófst rólegur handa
með að slá notendatákn sitt, RTM,
inn til sanninda um að hann væri
réttmætur notandi tölvunnar.
Skermurinn gaf til kynna að tölvan
væri tilbúin til notkunar. Eftir
nokkra daga komust tölvusérfræð-
ingar Cornell að því að RTM-tákn-
ið hefði verið „loggað inn“ í heilar
20 mínútur á þessum tíma.
Þeir sem mæla notanda táknsins
RTM bót halda því fram að allan
þennan tíma hefði hann reynt að
stöðva það sem ekki var lengur
hægt að stöðva og hefði því yfirgef-
ið bygginguna, „sennilega í sjokk-
ástandi“, óséður rétt eins og hann
komst inn. RTM fór í stúdentahí-
býlin sín, en daginn eftir flaug
hann til Washington, heim til for-
eldra sinna, án þess að tilkynna um
brottför sína. Þar virðist hann hafa
álitið öruggast skjól á rneðan hann
beið þess sem verða vildi.
RTM gerði víða
vart við sig
Tölvuvísindamenn og neytendur
um víða veröld hafa orðið að bíða
árangurslaust eftir að heyra
skýringar frá Robert Tappan
Morris, 23 ára tölvusnillingi. Hann
er grunaður um að hafa skapað og
hleypt lausum sérlega lævísum og
áður óþekktum tölvuvírus.
RTM-vírusinn smitaði innan
nokkurra klukkustunda þúsundir
tölva við bandaríska háskóla og
vísindastofnanir. Hann smaug inn
í kerfi varnarmálaráðuneytisins,
það varð vart við hann í tilrauna-
stofnuninni í Livermore í Kalifor-
níu, þar sem unnið er að stjörnu-
stríðsáætluninni, seytlaði inn í
kjarnorkurannsóknastofnunina í
Los Alamos í Nýju Mexíkó og í
Lincoln rannsóknastofnunina í
Massachusetts þar sem fengist er
við rannsóknir fyrir flugherinn og
kom loks af stað ringulreið í Ames-
rannsóknastofnun NASA (geim-
ferðastofnunarinnar) í Moffet
Field við San Francisco.
í tvo daga og tvær nætur unnu
hundruð tölvusérfræðinga víða um
Bandaríkin við að reyna að koma
aftur böndum á „demoninn" sem
Morris hafði hleypt lausum.
Kraftlítill vírus
Nokkuð fljótlega viðurkenndu
þeir, að þó að vírusinn hefði gert
árásir víða samtímis væri hann
tiltölulega kraftlítill. „Ef vírusinn
hefði verið illkynja hefði hann
gctað gert skelfilcgan usla og eyði-
lagt allar upplýsingarnar okkar,"
segir talsmaður stjörnustríðsrann-
sóknarstofunnar í Livermore. En
það var líka einasta huggun gagna-
bankastjóranna, sem eru á einu
máli um að þarna hafi þeir-orðið
hvað hræddastir um upplýsinga-
söfnunina sína.
Árás vírussins var svo víðtæk og
náði svo víða að bandaríska alrík-
islögreglan FBI setti tafarlaust í
gang rannsókn. Þeir embættis-
menn sem bera ábyrgð á tölvuör-
yggi brugðust líka hart við og að
undirlagi NSA (þjóðaröryggis-
ráðuneytisins) voru kallaðir saman
allir fremstu sérfræðingar í tölvu-
vísindum og öryggismálum til
skrafs og ráðagerða.
Þar hittust, auk embættismanna
NSA og FBI, sérfræðingar í leyni-
þjónustunni CIA, þeir fulltrúar
orkumálaráðuneytisins sem bera
ábyrgð á kjarnavopnum, yfirmenn
í flughernum og fulltrúar rann-
sóknastofnana hersins sem fást við
skotfræði, auk fjölmargra háskóla-
kennara. Fundurinn var svo leyni-
legur að þátttakendur urðu að
sverja þess dýran eið að Iáta ekkert
uppskátt um það sem þar hefði
farið fram.
Auðvitað fór þó svo að einhverj-
ir þeirra, óbreyttir borgarar, gátu
ekki alveg haldið sér saman og út
hefur kvisast að borist hefði m.a. í
tal að setja á stofn miðstöð sem
safnaði saman þekkingu á tölvuvír-
usum og ynni áfram úr þeim. Líka
ætti að stofna einhvers konar vík-
ingasveit sem færi strax á stúfana
þegar vart yrði við tölvuvírus til að
berjast gegn honum um land allt.
I huga útskrifuðu tölvunarnem-
anna við MIT háskólann er enginn
vafi á hversu víðtæk áhrifin eru af
aðgerð RMT. Þeir segja hér kom-
inn þann tölvusnilling sem geti
komist inn í öll tölvunet veraldar.
Meðal óbreyttra borgara gætir
líka aðdáunar á snillingnum. Sú
staðreynd að Morris komst
framhjá ölfum öryggishindrunum í
tölvukerfi á svo glæsilegan hátt
sem raun ber vitni þykir svo ein-
stakur atburður að sumir segja að
framvegis verði talað um tímatalið
„fyrir og eftir“ aðgerð Morris.
Óvenjulegt uppeldi
RMT: Eyddi sumarleyfum
á íslandi!
En hver er R.T. Morris? Robert
Anne Morris er hreykin af syni
sínum og sýnir hverjum sem hafa
vill blaðaúrklippu þar sem sagt er
frá innbroti hans í tölvukerfi 1982.
Tappan Morris fæddist 8. nóvem-
ber 1965, annar í röð þriggja barna
Anne og Roberts eldri Morris.
Anne er þekkt fyrir afskipti sín af
umhverfismálum og er meðal höf-
unda um þau í námsefni sem kennt
er við menntaskóla í Bandaríkjun-
um. Faðirinn er sjálfur mikill tölvu-
snillingur.
Uppeldi Roberts yngri og systk-
ina hans var síður en svo tilviljana-
kennt og sofandalegt. Það er nefnt
til dæmis um hvað fjölskyldan
hefur farið eigin leiðir, að kindurn
hafi verið beitt á lóðina við hús
þeirra í New Jersey til að losna við
að slá grasið og sumarleyfum hafi
verið eytt á íslandi og í bátsferðir
eftir skipaskurðum í Bretlandi!
Systkinin lærðu öll á hljóðfæri
og leikur Robert á fiðlu. Systir
hans spilar á franskt horn og bróðir
hans á lágfiðlu. Faðir þeirra leikur
á selló og móðir þeirra á básúnu.
En tónlist er bara meðal margra
annarra áhugamála sem fjölskyld-
an fæst við. Kjörorð foreldranna
er: Verið þátttakendur - ekki bara
áhorfendur.
Þegar Robert yngri var 11 ára
kom tölva fyrst inn á heimilið.
Fyrst var henni komið fyrir niðri í
kjallara en hún hefur fyrir löngu
fengið heiðurssess í setustofunni.
Upphaflega vann Robert skóla-
verkefnin sín á tölvuna en ekki leið
á löngu þar til honum óx heldur
betur fiskur um hrygg og færni
hans jókst hröðum skrefum. Innan
skamms var hann farinn að gefa
skipanir um tölvuna heima til stóru
tölvusamstæðunnar á Bell rann-
sóknarstofunum, sem voru í
grennd heimilis hans. Og þar vann
pabbi hans í þeirri deild sem annast
tölvuöryggi.
Pabbinn fann upp
leik: Var hann forfaðir
tölvuvíruss?
Robert eldri var í hópi þeirra
vísindamanna við Bell rannsóknar-
stofurnar sem á árunum upp úr
1960 eyddu tómstundum sínum við
Feðgarnir sem báðir bera nafnið
Robert Morris eru báðir miklir
tölvusnillingar. Sá yngri er sakaður
um að hafa plantað vírus inn á
tölvukerfi og lamaö 6000 tölvur
víðs vegar um Bandaríkin.
að búa til tölvuleikinn „Darwin".
Sá leikur var í því fólginn að
„ráðast á forrit mótspilarans og
gleypa það,“ segir einn þeirra sem
þátt tóku í þessum leik og er nú
yfirmaður Robertseldri. Hannseg-
ir Robert hafa verið ósigrandi í
leiknum.
Það var svo ekki fyrr en rétt upp
úr 1980 að Robert, sem orðinn var
einn besti tölvuöryggissérfræðing-
ur Bandaríkjanna og átti hlut að
því að þróa Unix-fyrirtækjakerfið,
gaf rannsóknarnefnd bandaríska
þingsins upp leyndardóm þessa
forrits sem sennilega er fyrsta
tölvuvírussforritið.
Uppljóstruninni um „Darwin“-
vírusinn lét Morris fylgja þá at-
hugasemd að það væri algerlega
óhugsandi að „við eigum eftir að
ala upp börn sem gætu orðið fær
um að komast inn í tölvuöryggis-
kerfi stærstu háskóla og hermálayf-
irvalda Bandaríkjanna".
Það þykir sumum kaldhæðnisleg
fullyrðing í Ijósi þess að nú er
sonur hans, sem lærði allt um
tölvuleiki heimafyrir hjá pabba
sínum, grunaður um að hafa gert
einmitt þetta. Sameiginlegur tölvu-
áhugi þeirra feðganna hefur fært
þá nær hvor öðrum og bróðir RTM
segir þá hafa verið líkari starfs-
bræðrum en feðgum.
Robert yngri var fljótur að til-
einka sér kunnáttu föður síns.
Móðir hans sýnir stolt tölvublað
frá árinu 1982 þar sem honum er
þannig lýst, án þess að nafns hans
sé getið, að hann sé „rólegur,
kurteis ungur maður sem hafi kom-
ist inn á lokuð tölvunet og lesið þar
einkapóst".
Tölvusnillingur með
fjölmörg áhugamál
1983 innritaðist Robert svo í
Harvard og fór svo hratt fram að
1985 var hann látinn taka sér hlé
frá námi. Þá vann hann í eitt ár hjá
tölvufyrirtæki í Texas, og það fyrir-
tæki, eins og reyndar önnur sem
Robert hefur unnið hjá á námstím-
anum, hefur sérhæft sig í forritum
fyrir öryggiskerfi.
Þegar Robert sneri aftur til Har-
vard eftir ársleyfið var hann gerður
aðstoðarforstjóri Aiken-tölvumið-
stöðvarinnar í Harvard. í þessari
ábyrgðarstöðu fékk hann svoköll-
uð „súperneytanda" forréttindi
sem veittu honum aðgang að leyni-
legum gögnum. Það er fullyrt að
hann hafi engan skaða gert í þessari
stöðu, enda spyr vinur hans hvers
vegna hann hafi átt að gera það þar
sem hann hafi haft svo auðveldan
aðgang að öllu þar. „Það var engin
ögrun þar,“ segir þessi vinur.
Annar vinur segir að það sé út í
hött að lýsa Robert þannig að hann
sé viti sinu fjær eða jafnvel svo
fíkinn í tölvur að hann hafi misst
glóruna. Þvert á móti „klifraði
hann á fjöll, spilaði íshokkí, hafði
áhuga á fornri sögu og lét sér ekki
detta í hug að koma fyrir tölvu í
stúdentahíbýlunum sínum," segir
þessi vinur.
Tölvudeildin við Cornell-há-
skóla er talin meðal þeirra fimm
bestu við háskóla í Bandaríkjunum
og hún féll hreint ágætlega að
framtíðaráformum tölvusnillings-
ins frá Harvard. Þegar Robert
Morris leitaði inngöngu við Cornell
varð það orð sem af honum fór
fyrir að vera laginn við að brjótast
inn í tölvukerfi, honum til fram-
dráttar. Dexter Kozen, sem hefur
æðsta vald við að velja doktorsefni
í skólann segist hafa verið ákafur
stuðningsmaður þess að veita Rob-
ert Morris inngöngu. „Við viljum
fá samstæðan stúdentahóp með
fjölbreytt áhugamál og skapandi
gáfur," segir hann. „Robert Morris
hefur sannað gáfur sínar á tölvu-
sviðinu og uppfyllti kröfur okkar
ákaflega vel.“
Kozen gerir ekki mikið veður út
af tæknilegu afreki Morris með því
að planta vírusnum í tölvukerfið.
Hann segir að slíkt forrit hefðu
allir tölvunemendur skólans getað
gert hefðu þeir viljað eða fengið
það að verkefni.
Verknaðurinn
siðferðilega verjandi?
Þar sem enginn stóð Morris að
verki við gerð vírussins í skólanum
virðist augljóst að undirbúningur-
inn hafi farið fram heima hjá
honum og hann hafi haft hluta
vírussins meðferðis þegar hann
kom í skólann. En tölvufræðing-
arnir við Cornell hafa staðfest að
Morris (sumir hafa fyrirvara og
segja „eða hver það nú var“), hafi
þegar tveim vikum fyrir árásina
sjálfa, prófað vírusforritið. Þessari
niðurstöðu hafa þeir komist að
með því að raða saman öllum þeim
atriðum í sambandi við vírustilfell-
ið sem vitað er um.
Markmið prófunarinnar var að
auka við þau lykilorð sem fyrir
hendi voru og áttu að opna vírusn-
um leið inn í reiknisamstæðuna.
25. okt. voru 336 orð á listanum.
Fjórum dögum síðar höfðu 99
lykilorð bæst við.
Það eru deildar meiningar í i
heimi tölvusérfræðinga um hvort
verknaður Morris sé siðferðilega
verjandi. Prófessor Kenneth
Birman, sem hefur skrifstofuna við
hlið tölvuherbergisins þar sem að-
gerðin var framin, hefur þung orð
um slakt siðferði fyrirmyndarnem-
andans, en þeir sem þekkja Morris
best bera honum mjög vel söguna
og segja hann sérlega siðavandan.
Kozen vill ekki heldur sleppa hend-
inni af skjólstæðingi sínum. Hann
segir að ef til þess komi að at-
kvæðagreiðsla fari fram í rann-
sóknarnefnd Cornell-háskóla sem
hafi úrslitaáhrif um framtíð
Morris, muni hann beita áhrifum
sínum í þá veru að aðeins verði um
áminningu að ræða, ekki brott-
rekstur. „Ég er reiðubúinn að taka
honum opnum örmum," segir Ko-
zen.
En það á trúlega mikið vatn eftir
að renna til sjávar áður en til
úrslita dregur í máli Morris við
Cornell. Nefnd skólans fellir ekki
sinn dóm fyrr en FBI hefur lokið
rannsóknum sínum. Og í þeim
búðum eru menn ekki einu sinni
vissir um hvaða lagagrein hinn
meinti vírusárásarmaður hafi brot-
ið með athæfinu. Hins vegar er
ekki útilokað að málarekstur verði
hafinn gegn Morris sem fordæmi,
og það myndi færa hann á spjöld
amerískrar réttarsögu.