Tíminn - 04.01.1989, Side 16
16 Tírrunn
MINNING
i?8? r '.w.í>i 'Ó.N'I
Miðvikudagur 4. janúar 1989
ÚTVARP/SJÓNVARP lllllll
IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIII
Emil Ásgeirsson
hildarmýrarsamþykktinni á lands-
móti ungmennafélaganna á Laugar-
vatni. Leikið var utan dyra í blíð-
skaparveðri og er sýningin mörgum
minnisstæð. Leikarar voru flestir
bændur úr Hrunamannahreppi og
var mikið þrekvirki að safna saman
mönnum til að æfa og flytja jafn
viðamikla sögusýningu um hábjarg,-
ræðistímann. Eldmóður Emils og
einbeitni hr.eif menn með.
Emil starfaði talsvert utan búsins
og frá 1961 gegndi hann þeim
ábyrgðarstörfum að mæla og taka út
jarðabætur. Fór hann í þessu skyni
um Árnes- og Rangárvallasýslur og
kom á flesta bæi. í þessu starfi gafst
honum gullið tækifæri til að stunda
og hlúa að sínu helsta áhugamáli,
sem raunar var orðið að fullu starfi
hin síðari ár, en það var söfnun
gamalla muna. Emil hafði lengi
haldið til haga gömlum munum sem
misstu notagildi sitt á heimili hans. í
starfi úttektarmanns rak á fjörur
hans fjölmarga gamla muni sem
oftast voru falir fyrir lítið eða ekkert.
Voru munir þessir fljótlega orðnir
að safni sem hann geymdi fyrst í
gamla bænum í Gröf en eftir að hann
hætti kúabúskap breytti hann fjósinu
í safnahús.
Safn þetta var ætíð öllum opið þó
að ekki væri það auglýst. Var svo
komið að hópar ferðamanna lögðu
þangað leið sína og sumir fararstjór-
ar höfðu þar fastan viðkomustað.
Útilokað var að fá Emil til að þiggja
fé fyrir að sýna safnið. Var það
einkennandi í fari hans, og raunar
afkomenda hans einnig, að erfitt var
að fá hann til að taka við greiðslu
fyrir viðvik sem öðrum þykir sjálf-
sagt að greitt sé fyrir.
Með aldrinum gerðist Emil stór-
tækari í þessari björgun á menning-
arverðmætum liðinna ára. Á síðustu
árum var hann byrjaður að safna
gömlum dráttarvéíum, jarðvinnslu-
tækjum og heyvinnuvélum frá þess-
ari öld. Fékk hann þessar vélar úr
ýmsum áttum, lét gera þær upp,
sandblása og málaði þær í uppruna-
legum litum. Fyrir aðeins mánuði
síðan hafði hann uppi á fyrstu drátt-
arvélinni sem hann sjálfur eignaðist.
Var hún komin suður í Selvog, en
Emil hafði nýlega endurheimt hana.
Við íslendingar erum tiltölulega
fátækir af gömlum minjum. Mann-
virki og munir forfeðranna hafa
reynst forgengileg og miklar eyður
eru í þekkingu okkar á fornum
atvinnuháttum. En sagan heldur
áfram og á hverju ári er einhverju
áhaldi eða tæki lagt í síðasta sinn.
Fáir hafa enn komið auga á þörfina
á að halda til haga þessum tækjum
sem eru svo mikilvægir hlekkir í
atvinnusögu íslenskra sveita. Þær fá
því flestar að ryðga niður í friði
nema þær sem Emil í Gröf kom
höndum yfir og standa nú eins og
nýjar á hlaðinu í Gröf.
Þessi vinna hans og allt hans starf
ber vott um næmt auga fyrir varð-
veislu menningarvcrðmæta. Ekki
hefur Emil sótt fé í opinbera sjóði
starfi sínu til stuðnings en byggt safn
sitt upp með eigin höndum og eld- ►
huga. Emil lagði með þessari söfnun
stóran skerf til menningarinnar í
þessu landi komandi kynslóðum til
góðs. Verki sem þessu verður aldrei
lokið og því verður að halda áfram.
Árið 1987 var Emil sæmdur ridd-
arakrossi fálkaorðunnar fyrir störf
sín að félags og menningarmálum og
var hann manna best að þeirri viður-
kenningu kominn.
í hamingjusömu hjónabandi hefur
Emil verið í 58 ár. Hefur það
einkennst af hlýju og kærleika milli
þeirra hjóna. Þau hjón hafa borið
gæfu til að fylgjast með tveimur af
börnum sínum byggja upp bú sín í
túnjaðrinum og það þriðja er ásamt
fjölskyldu sinni tíður gestur í Gröf.
Barnabörnin öll hafa haft mikið að
sækja til afa síns og hefur hann
óspart miðlað þeim af sagna- og
ljóðabrunni.
Emil var til síðasta dags mikið
glæsimenni og höfðinglegur í fasi.
Hann var vel greindur, átti auðvelt
með að setja sig inn í flókin málefni,
var rökfastur og rökfimur. Skoðanir
hans og orð voru ávallt vel grunduð.
Stutt var jafnan í glettnina og hafði
hann mjög næma kímnigáfu. Yfir-
leitt var grínið góðlegt en gat þó
orðið beinskeytt ef svo bar undir. Ég
er þakklátur fyrir að hafa kynnst
Emil og fjölskyldu hans. I ánægju-
legum samskiptum mínum við hann
kom vel fram djúpstæð þekking
hans á mönnum og málefnum. Þess-
ari þekkingu otaði hann ekki fram
en augljóst var að hún lá að baki
hverju orði og hverri setningu. And-
legu atgervi sínu hélt hann til síðustu
stundar og verður það að teljast
mikil gæfa. Hann kvaddi heiminn
með reisn skömmu eftir að hafa
gengist undir vel heppnaðan upp-
skurð á hné. Emils er sárt saknað af
öllum þeim er hann þekktu. Lífs-
hlaup hans hefur skilið eftir bjartar
minningar í hugum ættingja og sam-
ferðamanna. Minning hans mun
lengi Iifa í bókum þeim sem hann
ritaði og einkum þó í minjasafninu í
Gröf, handarverki hans.
Nú hafa tjöldin skyndilega verið
dregin fyrir á leiksviði lífs hans.
Áhorfendur verða að sætta sig við
snöggan endi. Þeim virðist leikritið
ekki vera búið. Ef tii vill hefur krafta
hans verið þörf á öðru leiksviði með
litlum fyrirvara. Emil mun ekki
skerast úr leik.
Sigurður T. Magnússon
í dag verður jarðsettur í Hruna-
kirkju húsbóndi minn - og fóstri,
hefðu menn kallað það um aldamót-
in - Emil Ásgeirsson, bóndi Gröf,
Hrunamannahreppi.
Á þessari síðustu kveðjustund
verður manni ljóst hversu vanmáttug
orð eru til að lýsa tilfinningum, þau
eru í besta falli brúkleg til að draga
fram gamlar góðar minningar, en af
þeim er gnótt.
Ég var ekki nema sex ára þegar ég
fór „að vera ( sveit“ í Gröf hjá Emil
og Rúnu og var þar sumar hvert til
12 ára aldurs. Tveim árum síðar tók
ég að venja komur mínar í Gröf
aftur og var þar fastagestur nánast
um hverja helgi sumar eftir sumar,
og alltaf var viðmótið hið sama.
Maður fann hversu velkominn mað-
ur var. Ég hef enda haldið því fram
að Emil og Rúna hafi alið mig upp
næstum til jafns við foreldra mína.
Það er því margs að minnast af 35
ára vegferð.
Ég var 8 ára fyrsta veturinn okkar
norður í Svarfaðardal þegar það
kom bréf frá Emil í Gröf, þar sem
hann bað um að fá mig í sveit
sumarið eftir. Ég man vel eftir þessu
bréfi, sem pabbi las fyrir mig, ég
man meira að segja enn nánast
orðrétta hluta úr því, og ég man líka
vel að mér fannst veturinn líða hægt
til vors, að ég átti að fara suður í
Gröf. Ég minnist þess hins vegar
ekki að það hafi nokkurn tímann
komið upp nokkur kvíðahrollur, að
eiga að fara að heiman sumarlangt,
og segir það sína sögu um þær
tilfinningar sem maður bar til fólks-
ins í Gröf þá strax. 1 minningunni
finnst mér ég ekki hafa farið að
heiman á vorin.
Aldrei rofnaði sambandið við
Gröf. Þegar ég fór að fara með
fjölskyldu mína þangað, var alltaf
tilhlökkun hjá öllum og þá ekki
síður hjá börnunum. Emil hafði
mjög gaman af börnum, enda hænd-
ust þau að honum. Hann hafði mjög
næmt skopskyn sem kom oftlega
fram í frásögnum hans af tilsvörum
barna sem hann umgekkst, og sé ég
hann kannski gleggst fyrir mér þar
sem hann segir frá einhverjum slík-
um skemmtilegheitum barna og hlær
innilega um leið.
Kannski er lítið atvik frá liðnu
hausti mest og best talandi um þann
Emil sem ég þekkti svo vel. Við
fjölskyldan dvöldumst í sumarbú-
stað skammt frá Gröf og höfðum
boðið „Grafarfólkinu" í kvöldmat.
Eftir matinn settust menn niður að
spjalla saman eins og gengur, en
Emil fór að spila við bömin, eitthvert
spil sem hann kunni ekki, en lét þau
kenna sér. Þar sem ég sat og rabbaði
við hitt fólkið sá ég útundan mér
spilamennsku Emils og barnanna,
og hversu konunglega hann skemmti
sér, og þá helst yfir tilsvörum og
leiðbeiningum yngsta spilamannsins
sem var 4 ára.
Það hvarflaði ekki að neinu okkar
þá að þetta væri ein af síðustu
samverustundunum því þrátt fyrir 81
ár var lífskrafturinn aldeilis ekki
farinn að dala og þaðan af síður
heilsan. Manni fannst því að það
gæfist tóm a.m.k. næsta áratuginn til
miklu fleiri góðra stunda.
En svona er nú það, það verður
hver að gegna þegar kallið kemur,
og við hin að sætta okkur við það.
Ég þakka þér Emil fyrir það sem
þú gafst mér í veganesti. Eg bý að
því þangað til mitt kall kemur.
Kæra Rúna, börn og barnabörn,
Guð gefi ykkur styrk á þessari erfiðu
stund.
Þór Jens Gunnarsson
DAGBÓK illlill
Lögfræðiaðstoð Orators
Orator, félag laganema veitir ókeypis
lögfræðiaðstoð á fimmtudögum frá ki.
19.30-22.00, í síma 1 10 12.
Félag eldri borgara
Árshátíð Félags eldri borgara verður
haldin að Hótel Sögu föstudaginn 6.
janúar. Pantanir óskast sóttar á skrifstofu
félagsins fyrir 5. janúar.
Hallgrímskirkja
Hallgrímskirkja er opin alla daga nema
mánudaga kl. 10:00-18:00.
Turninn er opinn á sama tíma.
Listasafn Einars Jónssonar
- lokað í tvo mánuði
Listasafn Einars Jónssonar er lokað
desember- ogjanúarmánuði.
Höggmyndagarðurinn er opinn alla
daga frá kl. 11:00 - 17:00.
Tónleikar Sigríðar Jónsdóttur
Sigríður Jónsdóttir mezzósópran og
Jónas Ingimundarson píanóleikari halda
ljóðatónleika í Norræna húsinu mið-
vikud. 4. jan. kl. 20:30.
Sigríður Jónsdóttir hóf söngnám hjá
Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur í Söng-
skólanum í Reykjavík 1980. Að loknu
stúdentsprófi 1985 hélt hún til Bandaríkj-
anna til söngnáms við University of
Illinois í Urbana-Champaign. Um þessar
mundir lýkur hún Bachelorprófi í tónlist
frá sama skóla. Þetta eru fyrstu opinberu
tónleikar Sigríðar hérlendis.
Á efnisskrá tónleikanna verða ljóðas-
öngvar eftir Gabriel Fauré, Frauenliebe
und - leben eftir Robert Schumann,
íslensk lög eftir Sigvalda Kaldalóns og Pál
ísólfsson, útsetningar á írskum ballöðum
eftir Benjamin Britten og Fred Weatherly
og ítalskar antikaríur eftir Bononcini og
Pergolesi.
Guðmundur Magnússon píanóleikari
Sinfóníuhljómsveit íslands
Guðmundur Magnússon
leikur einleik
Fimmtud. 5. jan. veröa 6. áskriftartón-
leikar Sinfóníuhljómsveitar íslands í
Háskólabíói og hefjast þeir klukkan
20:30. Guðmundur Magnússon píanó-
leikari leikur þá í fyrsta skipti einleik meö
hljómsveitinni á tónleikum í Reykjavík.
Hljómsveitarstjóri veröur Páll P. Pálsson.
Á efnisskránni veröa þrjú verk: For-
leikurinn aö Töfraflautunni eftir Mozart,
Píanókonsert nr. 1 eftir Beethoven og
Sinfónía eftir Stravinskij.
Gudmundur Magnússon píanólcikari
er rúmlega þrítugur aö aldri. Hann lauk
píanókennaraprófi frá Tónlistarskólan-
um í Reykjavík 1979. Frá árinu 1980
stundaði hann nám viö Tónlistarháskól-
ann í Köln í Vestur-Þýskalandi og lauk
þaöan burtfararprófi 1983, en var síðan
viö sama skóla í tvö ár við framhaldsnám.
Hann starfar nú sem kennari viö Tónlist-
arskólann í Garðabæ og Tónlistarskólann
í Keflavík.
Páll P. Pálsson hefur verið fastráöinn
hljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar-
innar frá 1971. Hann hefur einnig um
árabil veriö söngstjóri Karlakórs Reykja-
víkur. Páll er nú í fríi frá föstum störfum
sínum með Sinfóníuhljómsveitinni og
hefur hann sinnt tónsmíöum í vetur.
Miðasala fer fram á skrifstofu Sinfóníu-
hljómsveitarinnar í Gimli viö Lækjargötu
og í anddyri Háskólabíós viö upphaf
tónleikanna.
Miðvikudagur
4. janúar
6.45 Veöurfregnir. Bæn, séra Hulda Hrönn M.
Helgadóttir flytur.
7.00 Fréttir.
7.03 í morgunsárift. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30,
fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úr
forustugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfir-
liti kl. 8.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30,8.00,
8.30 og 9.00.
9.00 Fréttir.
9.03 Litli barnatíminn. „Salómon svarti og
Bjartur" eftir Hjört Gíslason. Jakob S. Jónsson
les (3). (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 20.00).
9.20 Morgunleikfimi. Umsjón: Halldóra Björns-
dóttir.
9.30 íslenskur matur. Kynntar gamlar íslenskar
mataruppskriftir sem safnað er í samvinnu við
hlustendur og samstarfsnefnd um þessa
söfnun. Sigrún Björnsdóttir sér um þáttinn.
9.40 Landpósturinn - Frá Vestfjörðum.
Umsjón: Finnbogi Hermannsson.
10.00 Fréttir. Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Óskastundin. Helga Þ. Stephensen kynnir
efni sem hlustendur hafa óskað eftir að heyra,
bókarkafla, smásögur og Ijóð. Tekið er við
óskum hlustenda á miðvikudögum milli kl. 17.00
og 18.00.
11.00 Fréttir. Tilkynningar.
11.05 Samhljómur. Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir.
(Einnig útvarpað að loknum fréttum á miðnætti).
11.55 Dagskrá.
12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttir
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar.
13.05 í dagsins önn - Börn og foreldrar. Þáttur
um samskipti foreldra og barna og vikið að vexti,
þroska og uppeldi. Félagsráðgjafarnir Nanna K.
Sigurðardóttir og Sigrún Júlíusdóttir og sál-
fræðingarnir Einar Gylfi Jónsson og Wilhelm
Norðfjörð svara spurningum hlustenda. Sím-
svari opinn allan sólarhringinn, 91-693566.
Umsjón: Lilja Guðmundsdóttir. (Einnig útvarpað
miðvikudagskvöld kl. 21.00 að viku liðinni).
13.35 Miðdegissagan: „Konan í dalnum og dæt-
urnar sjö“. Ævisaga Moniku á Merkigili skráð
af Guðmundi G. Hagalín. Sigríður Hagalín les
(27).
14.00 Fréttir. Tilkynningar.
14.05 Harmoníkuþáttur. Umsjón: Högni Jónsson.
14.35 íslenskir einsöngvarar og kórar. Sigríður
Ella Magnúsdóttir og Háskólakórinn syngja.
15.00 Fréttir.
15.03 Vísindaþátturinn. Umsjón: Ari Trausti
Guðmundsson. (Endurtekinn þáttur frá mánu-
dagskvöldi).
16.00 Fréttir.
16.03 Dagbókin
Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið
17.00 Fréttir.
17.03 Tónlist á síðdegi - Beethoven og Mozart.
a. Píanókonsert nr. 5 í Es-dúr eftir Ludwig van
Beethoven. Maurizio Pollini leikur. b. Serenaða
í D-dúr eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Orfeus
kammersveiitn leikur.
18.00 Fréttir.
18.03 Á vettvangi. Umsjón: Bjarni Sigtryggsson,
Guðrún Eyjólfsdóttir og Páll Heiðar Jónsson.
Tónlist. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir.
19.00 Kvöldfréttir
19.30 Tilkynningar.
19.33 Kviksjá. Þáttur um menningarmál. Umsjón:
Friðrik Rafnsson og Halldóra Friðjónsdóttir.
20.00 Litli barnatíminn. (Endurtekinn frá morgni).
20.15 Nútfmatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynn-
ir verk samtímatónskálda.
21.00 „Ævintýri fyrir fullorðna", fjórar örsögur
eftir Stefán Snævarr. Höfundur les.
21.15 „Kveðja til Reykjavíkur“. Úr Ijóðaflokki eftir
Pétur Hafstein Lárusson. Höfundur les.
21.30 Karlmennska. Umsjón: Bergljót Baldurs-
dóttir. (Áður útvarpað 10. nóvember sl. í þátta-
röðinni „I dagsins önn“).
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.30 Samantekt um horfurnar í atvinnulífinu.
Umsjón: Páll Heiðar Jónsson.
23.10 Djassþáttur - Jón Múli Árnason.
24.00 Fréttir.
00.10 Samhljómur. Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir.
(Endurtekinn frá morgni).
Næturútvarp á samtengdum rásum til
morguns.
01.10 Vökulögin. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar
fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00
og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30.
7.03 Morgunútvarpið. Dægurmálaútvarp með
fréttayfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum kl. 8.00.
Leifur Hauksson og Ólöf Rún Skúladóttir hefja
daginn með hlustendum, spyrja tiðinda víða um
land, tala við fólk í fréttum og fjalla um málefni
líðandi stundar. Veðurfregnir kl. 8.15 og leiðarar
dagblaðanna kl. 8.30.
9.03 Viðbit - Þröstur Emilsson. (Frá Akureyri)
10.05 Morgunsyrpa Evu Ásrúnar Albertsdóttur og
Óskars Páls Sveinssonar.
12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar.
12.20 Hádegisfréttir
12.45 í Undralandi með Lísu Páls. Sigurður Þór
Salvarsson tekur við athugasemdum og ábend-
ingum hlustenda laust fyrir kl. 13.00 í hlustenda-
þjónustu Dægurmálaútvarpsins og í framhaldi
af því spjallar Hafsteinn Hafliðason við hlust-
endur um grænmeti og blómagróður.
14.00 Á milli mála - Eva Ásrún Albertsdóttir og
Óskar Páll Sveinsson.
16.03 Dagskrá. Stefán Jón Hafstein, Sigríður Ein-
' arsdóttir og Ævar Kjartansson bregða upp
mynd af mannlífi til sjávar og sveita og því sem
hæst ber heima og erlendis. Kaffispjall upp úr
kl. 16.00, „orð í eyra“ kl. 16.45 og dagsyfirlit kl.
18.30. Bréf af landsbyggðinni berst hlustendum
á sjötta tímanum.
19.00 Kvöldfréttir
19.33 íþróttarásin. Umsjón: fþróttafréttamenn og
Georg Magnússon.
22.07 Á rólinu með önnu Björk Birgisdóttur.
01.10 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút-
varpi til morguns. Að loknum fréttum kl. 4.00 flutt
brot úr dægurmálaútvarpi miðvikudagsins.
Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri,
færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00.
Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 1.00 og 4.30.
Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30,
9.00, 10.00, 11.00, 12.00,12.20, 14.00, 15.00,
16.00,17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00.
SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2
8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands
18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands
SJÓNVARPIÐ
Miðvikudagur
4. janúar
18.00 Tötragluggi Búmma. Umsjón Árný Jó-
hannsdóttir.
18.50 Táknmálsfréttir.
19.00 Poppkorn. Umsjón Stefán Hilmarsson.
19.25 Föðurleifð Franks (11). (Frank’s Place).
Bandarískur gamanmyndaflokkur. Þýðandi Þor-
steinn Þórhallsson.
19.50 Tommi og Jenni.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Allt í hers höndum. (’Allo ’Allo). Sjötti
þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur. Þýðandi
Guðni Kolbeinsson.
20.55 Síðasti dansinn. (L’ultima mazurka). Itölsk
kvikmynd sem gerist á uppgangstímum fasista
á italíu og fjallar um leikhóp sem áætiar að
frumsýna verk í Mílanó, en lendir inn í miðri
hringiðu stjórnmálaumbrota. Leikstjóri Gian-
franco Bettetini. Aðalhlutverk Erland Joseph-
son, Senta Berger, Mario Scaccia og Paolo
Bonacelli. Þýðandi Þuríður Magnúsdóttir.
23.00 Seinni fréttir og dagskrárlok.
Miðvikudagur
4. janúar
15.40 Áhættuleikarinn. Hooper. Kvikmyndastað-
gengill sem farinn er að láta á sjá hyggst söðla
um. Yfirmönnum hans tekst þó að telja hann á
að taka að sér eitt glæfralegasta atriði sem um
getur í nýrri sjónvarpsmynd. Aðalhlutverk: Burt
Reynolds, Jan-Michael Vincent, Sally Field og
Brian Keith. Leikstjóri: Hal Needham. Framleið-
andi: Hank Moonjean. Wamer 1978. Sýningar-
tími 95 mín.
17.20 Jólabrúður. Candy Claus. Falleg teikni-
mynd. Via Worldcom.
17.50 Ameríski fótboltinn. Sýnt frá leikjum NFL-
deildar ameríska boltans. Umsjón: Birgir Þór
Bragason._____________________________________
18.45 Ótrúlegt en satt. Out of this World. Gaman-
myndaflokkur um stúlku sem býr yfir óvenjuleg-
um hæfileikum sem orsaka oft spaugilegar
kringumstæður. Þýðandi: Lára H. Einarsdóttir.
Universal.
19.1919:19. Fréttir og fréttaumfjöllun, íþróttir og
verður ásamt fréttatengdum innslögum._________
20.30 Heimur Peter Ustinovs. Peter Ustinov’s
People. í tveimur þáttum sem sýndir verða í
kvöld og næstkomandi miðvikudag mun Peter
Ustinov sýna bakgrunn, land og menningu
viðmælenda sinna sem í þessum tilfellum eru
tveir af stærstu leiðtogum heims. I þessum þætti
ræðir hann við Indiru Gandhi, en hún var ráðin
af dögum á meðan á gerð þáttarins stóð.
Paragon Intemational.
21.25 Auður og undirferli. Gentlemen and
players. Næst síðasti hluti breskrar framhalds-
myndar. Aðalhlutverk: Brian Prothero, Nicholas
Clay og Claire Oberman. Leikstjóm: Ennis Abey
og William Brayne. Framleiðandi: Raymond
Menmuir. Þýðandi Ömólfur Árnason. TVS.
22.20 í minningu Charlie Parker. Heimildaþáttur
um jasssnillinginn Charley „Bird” Parker. Þýð-
andi: Ágústa Axelsdóttir. Lorimar.
23.20 Paradísargata. Paradise Alley. Hasarmynd
um þrjá ítalskættaða bræður í New York.
Aðalhlutverk: Sylvester Stallone, Kevin Conway
og Anne Archer. Leikstjórn: Sylvester Stallone.
Framleiðandi: John F. Roach. Þýðandi: Ástráð-
ur Haraldsson. Universal 1978. Sýningarlími
105 fnín. Lokasýning.
01.05 Dagskrárlok.