Tíminn - 04.01.1989, Síða 19

Tíminn - 04.01.1989, Síða 19
Miðvikudagur 4. janúar 1989 Tíminn 19 ir\nuu ; ladjSE Vllbk i! ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Stóra sviðið Fjalla-Eyvindur og kona hans leikrit eftir Jóhann Sigurjónsson Laugardag kl. 20.00 6. sýning Fimmtudag 12. jan. 7. sýning Laugardag 14. jan. 8. sýning Fimmtudag 19. jan. 9. sýning Þjóóleikhúsið og íslenska óperan sýna JFgmnfiíprt ibo|fmann6 ^ Ævintýri Hoffmanns Ópera eftir Offenbach Föstudag kl. 20.00 Fáein saeti laus Sunnudag kl. 20.00 Föstudag 13. jan. Takmarkaður sýningafjöldi Stór og smár Leikrit eftir Botho Strauss Tvær aukasýningar: Mi. 11. jan. kl. 20.00 Næstsíðasta sýning Su. 15. jan. ki. 20.00 Síðasta sýning Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga kl. 13-20. Simapantanireinnig virka daga kl. 10-12. Sími 11200. Leikhúskjallarinn er opinn öll sýningarkvöld frá kl. 18.00. Leikhúsveisla Þjóðleikhússins: Máltíð og miði á gjafverði. wmm MS4 LKIKl4:iA(; a2 2(2 RKYKIAVlklJR ^ SVEITASINFÓNÍA eftir Ragnar Arnalds 1 yj-i Láttu sjá þig! yUIVlFERÐAR RÁÐ Tónlist: Atli Fleimir Sveinsson Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson Fimmtudag 5. jan. ki. 20.30 Föstudag 6. jan. kl. 20.30 Laugardag 7. jan. kl. 20.30. Sunnudag 8. jan. kl. 20.30. Miðasala í Iðnó simi 16620 Miðasalan i Iðnó er opin daglega kl. 14-19 og fram að sýningu þá daga sem leikið er. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Einnig símsala með VISA og EUROCARD á sama tíma. Nú er verið að taka á móti pöntunum til 22. janúar 1989. MAIA 'Þ OM® A.WSÍ Söngleikur eftir Ray Flerman Þýðing og söngtextar: Karl Ágúst Úlfsson Tónlist: 23 tónskáld frá ýmsum timum Leikstjóm: Karl Ágúst Úlfsson Leikmynd og búningar: Karl Júlíusson Útsetningar og tónlistarstjórn: Jóhann G. Jóhannsson Lýsing: Egill Örn Árnason Dans: Auður Bjarnadóttir Leikendur: Pétur Einarsson, Helgi Björnsson, Flanna María Karlsdóttir, Valgeir Skagfjörð, Ólafia Flrönn Jónsdóttir, Harald G. Haraldsson, Erla B. Skúladóttir, Einar Jón Briem, Theódór Júlíusson, Soffia Jakobsdóttir, Anna S. Einarsdóttir, Guðný Helgadóttir, Andri Örn Clausen, Hallmar Sigurðsson, Kormákur Geirharðsson, Guðrún Helga Arnarsdóttir, Draumey Aradóttir, Ingólfur Björn Sigurðsson, Ingólfur Stefánsson. Sjö manna hljómsveit valinkunnrson, Ingólfur Stefánsson. Sjö manna hljómsveit valinkunnra hljóðfæraleikara leikur fyrir dansi. Sýnt á Broadway 5. og 6. sýning 4. janúar kl. 20.30. 7. og 8. sýning 6. janúar kl. 20.30. 9. og 10. sýning 7. janúar kl. 20.30. Miðasala í Broadway sími 680680 Miðasalan í Broadway er opin daglega kl. 16-19 og fram að sýningu þá daga sem leikið er. Einnig simsala með VISA og EUROCARD á sama tíma. Nú er verið að taka á móti pöntunum til 22. janúar 1989. ___| ^ I - Gæði myndanna á þessum sýningum eru yfirleitt í öfugu hlutfalli við gæði vínsins sem er framreitt. m . - Og munið svo að ef einhver spyr mig um skattana eigið þiö aö láta hljómsveitina spila. Og það hátt! HANN DREKKUR Rokkstjarnan Tommy Lee í Motley Crue, eiginmaður leikkonunnar Heather Lock- lear í Ættarveldinu, er nú orðinn liðsmaður hjá AA- samtökunum eftir að konan tilkynnti honum að annað- hvort hætti hann að drekka eða hjónabandi þeirra væri lokið. Nú herma sögur að Tommy hafi verið þurr í meira en þrjá mánuði. Vinir hans hafa eftir honurn að honum hafi svo sem fundist tími til kominn að breyta ástandinu. Heather sé honum dýrmætust af öllu í lífinu og að hann hreinlega dæi ef hann missti hana. Þegar þau Heather giftu sig drakk hann þegar mikið en Heather taldi það ekki annað en stöðugan fögnuð, því hjómsveitin var alltaf að halda upp á eitthvað. Hann kunni hreinlega ekki að skemmta sér á annan hátt en drekka sig fullan og vaka næturlangt, sögðu vinir hans. Einhverntíma bar það við í gleðskap að einhver hafði orð á að nú væri Tommy búinn að fá nóg. Hann svar- aði: - Maður fær aldrei nóg. Sjáðu mig bara. Innan við klukkustund síðar var hann borinn sofandi út í bíl og ekið heim. Þá var líka kominn morgunn. Drykkja Tommys færðist enn í aukana þegar aðrar þungarokkhljómsveitir fóru að ógna einveldi Motley Crue í Los Angeles. Þá gerðist hann árásargjarn og var einn- ig tekinn ölvaður við akstur. Vinir hans segja að á einu ári hafi hann gjörsamlega misst alla stjórn á drykkju sinni og undir lokin notað áfengi fyrir morgun- hádegis- og kvöldmat. Heather kvartaði undan að hann væri þunglyndur, við- skotaillur og fámáll, þá sjald- Tveggja ára gömul mynd af Tommy Lee og Heather. Hann drakk mikið en hún hélt alltaf að hann væri bara að fagna velgengni hljómsveitar sinnar, Motley Crue. an hann var heima, en yfir- leitt dvaldi hann á hótelher- bergjum með hverjum sem hann fann og vildi drekka með honum og ekki skorti tilboðin. Þegar hann kom svo heim á morgnana og Heather bað um skýringu, læsti hann sig inni í svefnherberginu og leið þar út af. Heather sagði vinkonu sinni að hún sæi Tommy varla og hvernig sem hún bæði hann að reyna að hætta, kæmi það fyrir ekki. Loks setti hún honum hreinlega úirslita- kosti. - Þegar Heather sagðist fara frá mér ef ég hætti ekki, féll mér allur ketill í eld, segir Tommy. - Það var mál til komið. Ég var hættur að muna helminginn af dögun- um og skalf svo að skvettist úr glasinu og ég varð að drekka af stut fyrst til að skjálftinn hyrfi og ég gæti drukkið af barmi. Tommy sneri sér til AA og reynir nú sitt besta til að halda sér þurrum og halda konunni. Heather er ánægð og segir Tommy gjörbreyttan mann, hann sé svo miklu blíðari og elskulegri en með- an hann drakk. Þetta hafi bjargað hjónabandinu í bili að minnsta kosti. Heather er þó ekki svo bjartsýn að vera handviss um að þetta vari að eilífu en þakkar fyrir hvern dag. Leikarinn John Cleese breyttist í hvorki meira né minna en kyntákn og hégóm- legan náunga við að leika á móti Jamie Lee Curtis í myndinni „Fiskur að nafni Wanda." Meðal annars hefur hann látið græða hár á fram- anvert höfuðið en þar var orðið ansi vfðáttumikið, autt svæði. Hárið sem grætt var á, var tekið úr hnakkanum, þar Hegómleiki sem nóg var af því. - Hár skortir alla skynsemi, segir Cleese. - Það breytir engu þó það sé tekið aftan frá og flutt frarn fyrir. Verra er það hins vegar með tennurn- ar, bætir hann við, enda vant- ar hann nokkrar. - Það liti í meira lagi kjánalega út ef ég léti taka jaxla og setja þá í staðinn fyrir framtennur. Leikarinn John Cleese breyttist í kyntákn við að leika á móti Jamie Lee Curtis. KVIKMYNDIR Stjörnugjöf ★★★ SOVÉSK ÓLGA I ELDLlNUNNI (Red Heat) Leikstjóri: Walter Hill. Handrit: Byggt á sögu Walters Hill. Framleiöandi: Carolco. Aöalleikarar: Arnold Schwarzeneg- ger, James Belushi, Peter Boyle, Ed 0‘Ross, Gina Gershom. Það er sannarlega tilbreyt- ing að sjá kraftakarl með • húmor eins og þann sovéska sem Arnold Schwarzenegger leikur, í regnbogamyndinni „Red Heat“, „í eldlínunni". Er reyndar einkennilegt að nafn myndarinnar hafi ekki orðið „Rauður hiti“, eða t.d. „Sovésk ólga“. Kraftakarl- arnir eru ekki of margir í bandarískum kvikmyndum um þessar mundir. Það eru þeir Schwarzenegger, Silw- ester Stallone og Bruce Willis ef talið er knappt á fingrum annarrar handar. Þeir sem á annað borð hafa gaman af sleggjumyndum í líkingu við þær myndir sem ofangreindir leikarar eru kenndir við, ættu ekki að bíða lengi með að tryggja sér miða - popp og gott sæti. Það Menn geta meiðst lítillega á enni þegar slegist er með langferðabifreiðum. Schwarzenegger í topp formi. er vel þess virði að eyða stund með persónum Red Heat. Það ætti samt ekki að gera án viðeigandi gagnrýni og vak- andi auga með andsovéskum áróðri sem bandarísku fram- leiðendurnir hafa lætt inn á milli hressilegra atriða. í reynd ætti að vera nóg að sjá hversu yfirburðir sovésku löggunnar eru miklir umfram óstöðuglyndi Chicagolögg- unnar, sem leikin er af réttum manni á réttum stað, James Belushi. Hann hjálpar til við að hressa afdráttarlaust upp á húmorinn og á köflum kald- hæðnina. í kynningu segir að sýnt sé hversu ólíkar aðferðir séu notaðar í heimsveldunum við löggæslu og þá alveg sér- staklega varðandi yfirheyrslu glæpamanna. Þarna fær áróð- urinn mest rými og ekki síður í samtölum aðalpersónanna. En fyrst ég nefni samtöl, er rétt að taka það fram að myndir Schwarzenegger sker sig úr hópi kraftakarlanna, hvað varðar áherslu hans á kaldhæðnisleg tilsvör. Er það ekki minnsti styrkur myndar- innar. Meðal annarra nýjunga, miðað við eldri bandarískar eldlínumyndir, ber að geta rútuslagsins þegar dregur að lokum myndarinnar. Aldrei fyrr hef ég séð sögupersónur berjast á rútum eins og á burtreiðum. Eiginlega hlýtur þetta að skrifast á rússnesk- una, enda áttust þar við tveir „sovéskir" risar. Onnurenda- lok gátu varla verið betur við hæfi þar sem markmið kvik- myndarinnar var að sýna fram á samskipti risavelda á sinn sérstæða hátt. Semsagt: Afar góð og spennandi afþreying. Schwarzenegger er hér í topp formi og sýnist mér lítið þýða fyrir Rambo að steyta görn um þessar mundir. KB

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.