Tíminn - 04.01.1989, Blaðsíða 20

Tíminn - 04.01.1989, Blaðsíða 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Holnarhúsinu v/Tryggvogötu, S 28822 eru okwW- _fiármál & jjMMgjMjanm SAMV1NNUBANKANS SUÐURLAWDS8RAUT W • 108 REYKJAVtK ALÍSLENSKT GREIÐSLUKORT Q ' B l L 'a ÞRÚSTUR 685060 VANIR MENN Tíminn MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1989 Ingólfur Guðbrandsson segir beinum afskiptum sínum af ferðamálum trúlega lokið eftir átök við Ómar Kristjánsson: Ómar segir Andra Má hafa leikið tveimur skjöldum Undanfari þeirra miklu breytinga á stjórnunarstörfum Útsýn- ar, sem enduöu með burtför þeirra feðga Ingólfs Guðbrandsson- ar fyrrv. stjórnarformanns og Andra Más Ingólfssonar fyrrv. framkvstj. hjá Útsýn og núverandi framkvstj. Ferðamiðstöðvar- innar, virðist bæði langur og flókinn. I bréfi sem Ómar Kristjánsson framkvæmdastjóri Þýsk-íslenska hf. sendi Tíman- um í gær rekur hann aðdraganda þess að þeir feðgar eru nú báðir hættir störfum hjá Útsýn hf. í bréfi þessu segir m.a.: „Nú um áramótin keypti Þýsk- íslenska hf. síðustu hlutabréf Ing- ólfs Guðbrandssonar í Ferða- skrifstofunni Útsýn hf. og á Ing- ólfur því ekkert í fyrirtækinu." Þá er því lýst með hvað hætti Þýsk-íslenska eignaðist Útsýn í fjórum áföngum frá 1. janúar 1986 til síðastliðinna áramóta. „Frá því s.l. haust hefur sonur Ingólfs, Andri Már, starfað sem framkvæmdastjóri sölu- og mark- aðsmála hjá Útsýn... Á síðustu vikum ársins 1988 stirðnaði því miður samstarf okkar Andra. Svo virðist sem honum hafi mislíkað að aðaleigandi fyrirtækisins vildi hafa áhrif á rekstur þess. f mínum huga er afstaða af þessu tagi barnaleg. Svo fór að Andri Már afhenti mér uppsagnarbréf á fundi okkar að kvöldi föstudagsins 30.. des- ember þar sem hann sagðist hætta störfum hjá Útsýn ef afskipti mín af rekstri fyrirtækisins minnkuðu ekki verulega. Við ræddum málið á fundinum og ég sagði að við þyrftum báðir að hugsa það í rólegheitum yfir áramótin því þessi ákvörðun virkaði fljótfærn- isleg á mig“. Andri Már mun í þessu samtali þeirra Ómars hafa tekið það fram að ef ekki yrði breyting á sam- starfi þeirra tveggja, myndi hann standa við uppsögnina og snúa sér að áframhaldandi námi. Ómar segist í bréfi sínu hafa, af algjörri tilviljun, komist að því morguninn eftir að Andri Már hafi keypt sér farmiða til Spánar þ. 2. þ.m. þar sem hann hugðist gegna störfum fyrir aðra ferða- skrifstofu. Að þeirri staðreynd ljósri hafi honum þótt sýnt að menn léku tveimur skjöldum og að samstarfi þeirra Andra Más hlyti að vera lokið, þar sem hann hefði hafið störf fyrir einn af samkeppnisaðil- unt Útsýnar. Ómar segist því næst hafa gert ráðstafanir til að hindra að Andri bæri út trúnaðargögn- og upplýs- ingar, enda hlytu það að teljast eðlilegar varúðarráðstafanir við slíkar aðstæður. Við yfirferð á skjölum Útsýnar á skrifstofu Andra munu nokkrir af hótel- samningum Útsýnar á Spáni ekki hafa fundist. Þeir hafi hinsvegar fengist staðfestir frá Spáni þannig að engin röskun eigi að hljótast af þessu fyrir viðskiptavini skrif- stofunnar. Ómar segir það rangt að gerður hafi verið þriggja ára samningur við Ingólf Guðbrandsson og að það sé hrein fjarstæða að samn- ingur hafi verið fjarlægður af skrifstofu hans, eins og haft hafi verið eftir honum í einu dagblað- anna. Hann segir starfsferli þeirra feðga lokið hjá Útsýn hf. og það sé vonandi að Ingólfur Guð- brandsson fari að skilja að hann sé búinn að selja fyrirtækið. Hann segist vongóður um að sem flestir starfsmenn fyrirtækis- ins haldi áfram störl'um fyrir fyrir- tækið og að nú verði megin- áhersla lögð á það að fá vinnufrið svo hægt verði að þjóna við- skiptavinum Útsýnar með sem bestum og öruggustum hætti. Tíminn hefur hins vegar heimildir fyrir því að þó nokkrir starfs- manna hyggist hætta hjá fyrirtæk- inu í kjölfar þessara sviptinga. Ingólfur Guðbrandsson hefur m.a. sagt að sér hafi verið sagt upp s.l. sumar en sú uppsögn síðan verið dregin til baka. Því hafi honum komið atburðirnir undanfarna daga mjög á óvart. Hann hefur og sagt að viðbúið sé að beinum afskiptum hans af ferðamálum sé lokið en ekki sé ólíklegt að hann hafi einhver óbein áhrif. Hann segir að þekk- ing sín og reynsla hafi verið lítils metin af núverandi eiganda Út- sýnar og því telji hann sér ekki endileg skylt að standa við ákvæði það í sölusamningi Útsýnar að hann starfi ekki að ferðamálum fyrir nokkurn samkeppnisaðila skrifstofunnar. Þá hefur Ingólfur sagt að hefði sig grunað að sala Útsýnar yrði honum svo dýrkeypt sem raun hefði borið vitni, þá hefði hann að öllum líkindum ekki selt hana á sínum tíma. - áma. Fermingarveislur að seljast upp? Þó töluvert langt sé til vors, og þar með til ferminga, virðast að- standendur fermingarbarna þegar vera farnir að huga að aðkeyptum veisiuföngum. Hjá Veitingahöllinni fengust þau svör að mjög mikið væri um það að fólk væri búið að panta veislur hjá þeim. Ástandið er jafnvcl orðið þannig að einstakir fermingardagar eru á góðri leið með að verða „upppantaðir". Jóhannes Stefáns- son matreiðslumaður sagði að mjög mikið væri búið að panta í sali þá er þeir hefðu á sínum snærum. Óvenjumikið mun vera um pantanir og töluvert meira en á sama tíma í fyrra. Jóhannessagðist alveg eins eiga von á því að uppselt yrði í janúar. Nú þegar væru bæði 2. og 9. apríl orðnir „þéttir". Slegið var á þráðinn á nokkra aðra þá staði sem taka að sér veisluhöld fyrir fólk og bar þeim aðilum saman um það að þó ekki væri um formlegar pantanir að ræða hjá þcim væri greinilegt að fólk væri óvenju fljótt að taka við sér í undirbúningi ferminganna. - áma Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar: 4% gengisfelling bætir afkomu vinnslu um 2,5% Gengisfellingin sem ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í fyrrakvöld og kom til framkvæmda í gærmorgun hefur þau áhrif að staða fiskvinnsl- unnar er svipuð og í lok september á síðasta ári, samkvæmt útreikning- um Þjóðhagsstofnunar. Þórður Friðjónsson forstjóri stofnunarinnar sagði í samtali við Tímann að í meginatriðum mætti gera ráð fyrir þvf að vinnslan, þ.e. frysting og söltun saman, verði rekin með lítilsháttar halla. „Frystingin ein sér verði hins vegar með nokkr- um halla, eða nálægt 3%, en söltunin með hagnað nálægt 4%. Þar sem þáttur frystingarinnar er stærri en söltunarinnar gefur þetta þá niður- stöðu að vinnslan verði rekin með lítilsháttar halla,“ sagði Þórður. Hann sagði að veiðar yrðu áfram reknar með töluverðum halla og botnfiskveiðar og vinnsla saman sömulciðis rekið með töluverðum halla. „Þessi gengisfelling um 4% skilar til vinnslunnar nálægt 2,5% í bættri rekstrarafkomu, en hún er ótvírætt erfið áfram,“ sagði Þórður. Aðspurður um áhrif gengisfelling- arinnar á verðlag sagði Þórður að samkvæmt þeirra tölum væri verið að tala um 1,5% til 2% hækkun verðlags. ASÍ segir að gengisfelling- in hafi í för með sér 2 til 3% hækkun. „Þetta fer eftir ákaflega mörgu, en miðað við að fyrst og fremst séu teknar beinar afleiðingar þessara erlendu verðbreytinga á efnahagslíf hér innanlands, þá erum við að tala um tölur eins og 1.5% til 2%. ASÍ virðist meta áhrifin meiri heldur en við,“ sagði Þórður. - ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.