Tíminn - 21.01.1989, Side 7

Tíminn - 21.01.1989, Side 7
Laugardagur 21. janúar 1989 I HELGIN 17 skiptum konungshjónanna: Kon- ungi varð ljóst að honum þótti vænt um þessa hversdagslegu, litlu konu sína, þótt hann sýndi það með undarlegum hætti. Ágirnd ástkonunnar Er Barbara hafði á ný gerst hæst- ráðandi í svefnherbergjunum varð hún enn kröfuharðari og fyrirferð- armeiri. Hún ók umf konungsvagn- inum með kónginum og fékk hann til þess að brjóta það hátíðlega loforð sitt við Katrínu að hún skyldi ekki búa í höllinni. Henni var fengin íbúð við hliðina á íbúð konungsins, svo þau gátu lifað saman eins og hjón. Er hér var komið voru áhrif hennar ekkert gamanmál. Hún þekkti veikleika konungs betur en nokkur annar og gerði hann að slíkum þræl eigin girnda, svo honum vannst varla tími til að sinna opin- berum störfum sínum. Verst var sú árátta hennar að blanda sér í stjórnmálin. Hún fylgdi svo sem engri stefnu að málum, en gerði sér far um að bola þeim burtu sem stóðu í vegi hennar og skiptu sér af þeirri sölu sem hún stundaði með opinber embætti. Hún fékk Karl til þess að víkja ýmsum eldri embættis- mönnum frá, svo hún gæti skipað gæðinga sína í þeirra stað. Clarend- on kanslari sagði eitt sinn um hana: „Frúin þarna mundi selja hvað em- bætti sem væri, ef hún aðeins gæti.“ Hún frétti af þessum ummælum og sagði hin hofmóðugasta að kanslar- inn skyldi bara bíða rólegur. Það væri verið að ráðstafa hans eigin embætti og að samningum um það yrði brátt lokið! Peningar voru henni trúarbrögð. Hún lét greipar sópa um fjárhirslurn- ar til þess að greiða sívaxandi skuldir sínar vegna veðmála og annarrar sóunar. Konungur þorði ekki að neita henni um neitt. Stundum, þegar illa stóð í bólið hjá henni, átti hún til að kalla hann út af ríkisráðs- fundum og argast í honum eins og fisksölukerling. Keppinautur kemur til sögunnar Fyrstu merkin um dvínandi vald hjákonunnar birtust með komu nýrr- ar þjónustumeyjar drottningar frá Frakklandi. Þótt hún væri aðeins fimmtán ára, var konungur frá sér numinn um leið og hann kom auga á hana. Hún hét Frances Stuart og var kölluð La Belle Stuart, vegna þess hve undra smáfríð hún var. Hún var á allan hátt andstæða við hina nautnafreku Barböru. Fersk og blíðlynd var hún og kunni vel þá list að daðra við hátignina, án þess að láta hann koma of nærri sér. Hún hafði engan áhuga á stjórnmálum og baktjaldamakki. Barbara horfði á hana flögra eins og fiðrildi um höll- ina og lét alla nærri sér kenna á vanstillingu sinni og bræði. Þar sem hún var háólétt af enn einu barni þeirra konungs og varð að hvíla sig löngum stundum, átti karlinn léttara með að stíga í vænginn við ungu stúlkuna. En hvernig sem hann lagði sig fram, þá yfirvann hann hana ekki. Hún var enda ástfangin af hinum unga hertoga af Richmond og eitt kvöldið hljópst hún á brott með honum. Hirðin stóð á öndinni vegna reiði og afbrýði konungs og varð enginn glaður er Barbara birtist að nýju í alveldi sínu. Fali Clarendons Þegar Frances var burtu farin sneri hún nú eiturbroddi sínum að fornum óvini sínum, Clarendon. England hafði átt í örðugleikum, bæði stjórnmálalega og efnahags- lega, um þessar mundir. Kenndu menn Clarendon kanslara, sem var helsti ráðgjafi konungs og eini reyndi stjórnmálamaðurinn sem eftir var, um mikið af þessu. Barbara og bandamenn hennar kyntu undir bak- naginu, og að því kom að Karl taldi sér trú um að Clarendon yrði að víkja, þótt hann ætti honum svo mikið upp að unna. En það sem í rauninni fór mest í taugarnar á konungi, var vandlætingarsöm af- staða Clarendons til lausungarinnar við hirðina. Er þeir eitt sinn ræddust við var Clarendon svo óvarkár að Karl konungur annar. Lauslæti og óhófcinkenndihirðlífiðmeðanhann sat að völdum. hann gagnrýndi frú Castlemaine og afskipti hennar af ríkismálum. Kon- ungur varð fokvondur og heimtaði að hann skilaði sér ríkisinnsiglinu og léti aldrei sjá sig framar í návist hans. Þegar Clarendon ók burtu sást hjákonan standa á náttserk úti á einum svalanna á höllinni, hlægjandi og kallandi háðsglósur til hins fallna manns. Fjöllyndi við hirðina Þegar Clarendon var á bak og burt fannst Barböru að hún gæti gert hvað sem henni sýndist við konung- inn. Hann var sem leir í höndum hennar. Eitt sinn neyddi hún hann til þess að biðja sig fyrirgefningar á hnjánum að allri hirðinni áhorfandi, sem átti ekki orð yfir veiklyndi hans. Meðan samband þeirra stóð hafði hvorugt sýnt hinu tryggð. Slíkt var lauslætið við hirð Karls annars að framhjáhald var álitið smámunir. Barbara varð mjög ásthrifin af línu- dansara nokkrum, sem hét Jacob Hall og sagði sagan að hún hefði tryggt honum lífeyri úrsjóðum land- varnanna. Annar elskhugi hennar var þjónn í hinu konunglega eldhúsi, sem síðar gerðist leikari. Þá má nefna kúsk sem illar tungur sögðu að hún hefði neytt til að fara í bað með sér. Þegar hún varð vanfær í sjötta skipti vissi Karl að hann var ekki faðir að barninu. Þegar hann ákærði hana um ótryggð og fullyrti að faðirinn væri alræmdur glaumgosi, Henry Jermyn, hótaði að hún að gera bréf hans (þ.e. konungs) til sín opinber. En Karl lét sig ekki í þetta skipti. Þau rifust hræðilega og hún hét því að ef hann ekki gengist við barninu múndi hún slá því við vegg svo heilinn lægi úti að allri hirðinni áhorfandi. „Fjandinn hafi það! Þú skalt gangast við því!“ æpti hún. En nú hafði hún gengið og langt. Dýr skilnaður Ráðgjafar konungs fóru nú að hafa orð á því við hann að rétt mundi að hann losaði sig við Barböru - og hann hlýddi á ráð þeirra. Kominn var tími til breytinga. Hann tók sér Moll Davies, lítt kunna leikkonu, sem fylgikonu og lét hana búa í glæsilegu húsi við Suffolk stræti. En brátt var hún iátin sigla sinn sjó fyrir aðra, sem hann hélt sig að það sem hann átti eftir ólifað. Sú hét Neill Gwynne og kom honum í stað Barböru Castlemaine og var sem græðismyrsl á hrelldan huga hans. En þótt þau væru ekki elskendur lengur fór Barbara nú að hagnýta sér nýjar aðstæður. Því varð hún Karli dýrust um þær mundir sem hann var að reyna að losna við hana. Til þess að hafa hana til friðs sæmdi hann hana nýjum og nýjum titlum, svo að 1670 var hún orðin hertogaynja af Cleveland, greifynja af Nonsuch og greifynja af Southampton. Þetta þýddi auðvitað meiri útlát fyrirríkis- fjárhirsluna. Almenningur áleit að með þessum nafnbótum þættist hún fullsæmd, en vissi ekki að fyrir utan þetta fékk hún 30 þúsund pund á ari til þess að greiða skuldir og stórar summur úr sjóðum tollþjónustunnar og póstþjónustunnar. Hún var enn ekki nema þrítug og var enn nógu fögur til þess að hún gat látið blóðið sjóða í karlpeningn- um. Hertoginn af Marlborough, stríðshetjan frá Blenheim, sem síðar varð, var um þessa mundir 21 árs að aldri og mjög álitlegur maður. Hann gerðist elskhugi hennar og hún átti með honum barn. Sagt var að kon- ungur léti sér á sama standa, þótt hún ætti í ástarævintýrum „bara ef hún léti ekki svo fjandi mikið á því bera“. Áhrifum hennar við hirðina var nú að fullu lokið, en um þessar mundir var ástkona konungs ung frönsk stúlka, Louise de Keroualle. Karl seildist í opinbera sjóði árið 1674, þegar giftar voru tvær dætur Barböru, þær Charlotte, nú greif- ynja af Litchfield og Anna, sem varð greifynja af Sussex. En nú safnaðist fólk saman á strætunum og mótmælti þessu fjáraustri til „hóru konungs- ins“. Parísardvöl Tveim árum síðar flutti Barbara Villiers, nú hertogaynja af Cleve- land, til Parísar, þar sem hún tók sér svo marga elskhuga og hana lysti. Þar tókst henni að auki að fá sendi- herra Englands settan frá embætti. Þau konungur skrifuðust á meðan bæði lifðu og segir dagbókahöf- undurinn John Evelyn að er hún sneri til London 1685 hafi konungur tekið á móti henni með kostum og kynjum. Víst er að hún sat og spilaði á spil við borð konungs nokkrum kvöldum áður en hann fékk slag, sem leiddi hann til dauða. Árin liðu og löngu voru nú liðnir þeir dagar er hún réði öllu við hirðina með fegurð sinni og skap- ofsa. Spilaskuldir hennar voru svim- háar og peningarnir sem hún hafði sankað að sér voru að ganga til þurrðar og höfðu að mestu fallið í hendur ýmissa svindlara. Árið 1705, þegar hún var orðin 64 ára að aldri, lét hún leiðast til að ganga í hjónaband með þorpara er kallaður var Beau Fielding. Hann hafði verið kvæntur tvívegis og hafði sólundað eignunt beggja kvenna sinna. Mikið var um hjónaband þetta rastt og hent gaman að. Þegar Fielding komst að því að hún var ekki svo rík og hann hafði haldið, þá barði hann hana svo hraustlega að haldið var að hún mundi bíða bana. Sem betur fót komst það nú upp að fanturinn hafði aldrei skilið við síð- ari konu sína að lögum og var hann því dreginn fyrir dóm, sakaður um tvíkvæni. Smám saman fyrntist yfir þetta hneykslismál og hún hélt kyrru fyrir í húsi sínu í Chiswick Mall við Thames, sem nú heitir Walpole húsið. Hinn eitt sinn svo glæsilegi líkami hennar var orðinn bólginn af vatnssýki og þarna lést hún hinn 9. október 1709. En andi hennar, sem ætíð hafði verið svo eirðarlaus, unni sér engrar hvíldar og sagt er að enn sjáist henni bregða fyrir í sölum og ranghölum hússins.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.