Tíminn - 21.01.1989, Side 10
20
HELGIN
Laugardagur 21. janúar 1989
SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL
Áramótauppgjörið
fólst í morðum
Þeir komu á gamlaársdag til að innheimta skuld en urðu
morðingjar. Öllu skynsamlegra væri að ryðja lánar-
drottnum úr vegi en skuldunautum, en þessa menn
skorti skynsemi og þeir náðust fljótt. Þó voru þeir búnir
að uppgötva að dauðir borga ekki skuldir.
John Schwarz, fulltrúi lögreglu-
stjóra í Kenosha-sýslu í Wisconsin
var á eftirlitsferð nóttina fyrir gaml-
ársdag 1986, einmitt þegar margir
sváfu á sitt græna eyra til að safna
kröftum og úthaldi fyrir áramóta-
gleðina framundan.
Á ferðum sínum kannaði hann
vissa staði þar sem líklegt var að
dregið gæti til tíðinda. Einn þeirra
var lítil verslunarmiðstöð með ben-
sínstöð, sem rænd var viku áður, á
aðfangadagskvöld. Þá kom maður
inn og heimtaði allt reiðufé í kassan-
um. Afgreiðslumaðurinn sá enga
byssu ogskipaði manninum að hypja
sig. Þá tók gesturinn upp byssu og
skaut upp í loftið. Hann fékk þá 200
dollara sem voru í kassanum. Kúlan
í loftinu reyndist úr 25-hlaupvíddar
byssu og skothylkið á gólfinu var úr
sjálfvirku vopni af sömu stærð. Það
var allt og sumt sem lögreglan vissi
að svo stöddu.
Eftir að hafa litið inn í port þar
sem þungavinnuvélar voru geymdar
og ekið framhjá nokkrum vöru-
skemmum, ók Schwarz framhjá
bensínstöðinni. Þar virtist töluvert
að gera eins og vænta mátti rétt fyrir
langa helgi. Afgreiðslumaðurinn var
við kassann eins og venjulega.
Nú átti hann aftur leið þar hjá, um
fimmleytið að morgni. í augum leik-
manns var allt til að sjá eins og búast
mátti við á þessum tíma. Allar dyr
voru lokaðar, slökkt í gluggum og á
skiltum.
Hluti af starfi lögreglumanns er að
geta gert sér grein fyrir þegar eitt-
hvað er öðruvísi en það á að vera þó
ekki sé neitt sjáanlegt að. Schwarz
ók upp að stöðinni og litaðist um.
Slökkt var á bensíndælununt og í
bjarma bílljósanna gat hann sér til
að enginn væri við kassann innan við
stóra gluggann.
Hann skimaði í kring um sig um
leið og hann steig út úr bílnum og
gekk að dyrum stöðvarinnar. Þar
beindi hann sterku vasaljósi sínu inn
fyrir og sá ekkert óvenjulegt í fyrstu.
Svo beindi hann Ijósinu á ská inn
fyrir til að sjá lengra en fraus þá í
sporunum. Það var ekki um að
villast að þetta var reykur! Hann
áttaði sig snögglega, hljóp aftur að
bílnum og kallaði á slökkviliðið sem
kom á vettvang að vörmu spori.
Hálfbrunnin lík
Þegar inn var komið og inn í
herbergið að baki afgreiðslunni, log-
aði þar lítill eldur á gólfinu en
örskammt frá stóð 7 lítra plastbrúsi
hálffullur af bensíni. Ekki nóg með
það heldur lágu lík tveggja ungra
manna í blóðpolli á gólfinu. Schwarz
taldi að þeir væru afgreiðslumaður-
inn og einhver annar, en líkin voru
þannig útleikin að erfitt var að bera
kennsl á þau. Þegar í stað var hringt
til lögreglustjórans, Fred Ekornass.
Þá var klukkan 5.17 árdegis.
Ekornass kom á staðinn ásamt
rannsóknarlögreglurnönnum pg þá
var Schwarz búinn að girða stöðina
af og kanna umhverfið. Engir pen-
ingar voru í kassanum og veski
beggja fórnarlambanna voru horfin,
en ekki önnur verðmæti sem á þeim
voru.
Strax á leiðinni á staðinn fékk
lögreglustjórinn ónotakennd sem
eflaust stafaði af því að 19 ára
bróðursonur hans, John E. Ekornass
afgreiddi á einmitt þessari bensín-
stöð. Hann vissi raunar að pilturinn
átti ekki vakt þetta kvöld en þrátt
fyrir það leið honum illa strax áður
en hann kom á vettvang.
Þrátt fyrir ástand líkanna gat lög-
reglustjórinn borið kennsl á þau
bæði. Annað var af bróðursyni hans
og hitt af öðrum frænda hans, Steven
D. Kinney, 21 árs.
í símtali við eiganda bensínstöðv-
arinnar kom í Ijós að hvorugur
piltanna hafði átt að vinna um
kvöldið. Maðurinn gatekki ímyndað
sér hvað John hafði verið að gera
þar, annað en ef til vill að heimsækja
frænda sinn en þeir voru góðir vinir
og mikið saman.
Samkvæmt vinnuáætlun átti Luigi
nokkur Aiello einn af fjórum af-
greiðslumönnum að hafa verið á
vakt. Hann tilkynnti hins vegar veik-
indi á síðustu stundu svo eigandinn
hingdi til Steves Kinney og bað hann
að taka aukavakt, hvað hann féllst
á. Það var allt sem eigandinn vissi.
Hedden lögregluforingi tók að sér
rannsókn málsins. Að undanskildum
líkunum og bensínbrúsanum var
ekkert á vettvangi sem gefið gat
neinar vísbendingar. Engin fingraför
reyndust á brúsanum. Hins vegar
var mikið af förum um alla stöðina
en útvega þyrfti fingraför allra
starfsmanna og eigandans til saman-
burðar við þau.
Hver gat ástæðan verið?
Hvað líkin varðaði sagði Hedden
að þau væru svo mikið brunnin að
erfitt væri um rannsókn á þeim að
svo stöddu. Blóðmagnið gat þó bent
til að piltarnir hefðu verið stungnir
til bana en Hedden hafði einmitt
þurft að rannsaka nokkur slík morð
undanfarið. Læknirinn sagði útilok-
að að fullyrða um dánarorsök fyrr en
eftir krufningu sem skyldi fara fram
eins fljótt og auðið yrði.
Óopinberlega sagði læknirinn að
nær útilokað væri að greina milli
stungu- eða höggsára og sprungna af
völdum hitans og eldsins.
Ekornass lögreglustjóri tók sjálfur
að sér að tilkynna aðstandendum
piltanna og ættingum sjálfs sín at-
burðinn og var það honum ekki
auðvelt verk.
John Ekornass var að sögn for-
eldra sinna heima allan daginn og
fram á kvöld við að stilla vélina í
fjölskyldubílnum. Um klukkan hálf-
níu fór hann og ætlaði að líta inn á
diskótek en þaðan fór að hann svo
að líkindum að heimsækja frænda
sinn á bensínstöðina.
Enginn gat ímyndað sér að John
ætti sér nokkurn fjandmann sem
setið hefði um líf hans. - Hann var
góður piltur og vann mikið, auk þess
sem hann rétti alltaf öðrum hjálpar-
hönd er þess þurfti, sagði einn
ættingi hans. - Ég hef aldrei heyrt
neinn tala illa um John. Hann var
svo ungur að honum gafst ekki tími
til að faka ákvarðanir um framtíðina
eða setja sér markmið.
Lögreglumenn gátu ekki annað
en íhugað hvort ef til væru tengsl
milli ránsins um jólin og morðanna.
Allir staðir sem standa við tengiveg-
ina eru erfiðir. Hvaða bófi sem er
getur undið sér þar inn, framið glæp,
stokkið upp í bílinn og verið kominn
út úr ríkinu á nokkrum mínútum.
Þessi bensínstöð stendur við teng-
iveg 1-94 sem er fjölfarin hraðbraut
rnilli Milwaukee og Chicago. Á slík-
um vegum eru vitni fá og fljót að
hverfa á braut.
Sönnunargögn finnast
Nú gerðist það í Kenosha að
næturvörður stöðvaði lögreglubíl.
Maðurinn var að koma úr vinnunni
og fór út um bakdyr sem sneru að
bílastæði þar sem bíll hans stóð
undir götuljósi. Þegar hann settist
inn í bílinn kom hann auga á eitthvað
á götunni sem leit út eins og veski.
Hann fór og aðgætti það nánar og
það reyndist vera veski. Að vísu var
það tómt, en einkennilega blautt og
klístrað einhverju dökkrauðu efni.
Þegar maðurinn stóð þarna með
veskið milli tveggja fingra, bar lög-
reglubílinn að og maðurinn hikaði
ekki við að stöðva hann.
Við athugun kom í Ijós að engir
peningar voru í veskinu en hins
vegar var þarökuskírteini með nafni
Stevens D. Kinney.
Ökumaður bílsins var búinn að fá
tilkynningu um morðin á bensín-
stöðinni og tilkynnti þegar veskis-
fundinn á stöðina og lögreglumenn
komu til fundar við hann og nætur-
vörðinn. Þeim var vísað á blettinn
þar sem veskið hafði legið, skammt
frá netgirðingu sem mikið og vanhirt
gras óx upp um. í grasinu fundust
Þeir urðu fórnariömb lánardrottna
sinna, systkinasynirnir John Ekorn-
ass (tv) og Steven Kinney.
brátt vattstungnar æfingabuxur og
gallabuxur, hvorutveggja með dökk-
um skellum og slettum. Skammt þar
frá fannst annað veski með pening-
um og skilríkjum í. Eigandi þess var
John E. Ekornass.
Þegar Hedden og Ekornass lög-
reglustjóri fréttu af þessu voru þeir
sammála um eitt atriði: Bófarnir
voru ekki þrautþjálfaðir í iðju sinni
og höfðu ekki forðað sér á bíl yfir í
annað ríki eftir ódæðið. Hverjir sem
þeir voru, hlutu þeir að vera þaðan
af svæðinu, frá Kenosha-sýslu.
Aftur var haft samband við eig-
anda bensínstöðvarinnar svo og alla
afgreiðslumennina og þeir beðnir að
koma í viðtal og afhenda fingraför
sín. Enginn hafði neitt við það að
athuga.
Einn afgreiðslumannanna- var
víðsfjarri og ætlaði að eyða ára-
mótunum nyrst í ríkinu. í símtali
sagðist hann eiga vakt á föstudags-
kvöld eftir tvo daga og myndi koma
við á stöðinni þá síðdegis.
- '
,'ífc ' ■ %..... l
Há kókanínskuld
Ekornass hafði enga sérstaka ást-
æðu til að ætla að morðin væru
innanhússverk en staðreyndin er
samt sú að fleiri glæpir eru það en
nokkurn skyldi gruna. Lögreglu-
stjórinn neitaði eindregið að hafa
látið eitthvert hugboð ráða því
hvernig hann hagáði rannsókninni.
Hann kvaðst einungis hafa spurt
öðruvísi vegna ránsins um jólin og
jafnvel hugsað sér að slá þar tvær
flugur í einu höggi. - Mér fannst
ágætt að byrja þannig og það reynd-
ist einmitt rétta byrjunin, sagði hann
seinna.
- Frá upphafi var Aiello ósam-
kvæmur sjálfum sér í svörum og
varpaði strax á sig grun, sagði Ek-
ornass eftir á. - Við veltum fyrir
okkur, hvort morðin hefðu aðeins
fylgt í kjölfar misheppnaðs ráns eða
hvort þau hefðu verið fyrirfram
ákveðin af allt öðrum ástæðum.
Eftir viðtalið við Aiello var hins
vegar varpað nýju ljósi á málið.
Aiello sagði að hann og einn
hinna afgreiðslumannanna, Spriggie
Hensley, hefðu þurft að ræða mikil-
vægt mál við John Ekornass. Þess
vegna hefði hann sjálfur tilkynnt
veikindi kvöldið fyrir gamlaársdag.
Hann vissi að Steve Kinney yrði
feginn að fá aukavakt og þá ætluðu
þeir að ræða alvarlega við John. Þeir
gerðu ráð fyrir að hann færi út að
skemmta sér vegna frídaga framund-
an. Hins vegar bjuggust þeir aldrei
við að hann færi til bensínstöðvar-
innar og biði eftir að verða Kinney
samferða heim.
Hadden lögregluforingi spurði
Aiello hvað þetta mikilvæga málefni
hefði verið. Aiello varð niðurlútur
og svaraði svo varla heyrðist: -
Kókaín. Hann flýtti sér að bæta við
að hann hefði alls ekki drepið John.
Hann hefði verið á knæpu í miðbæn-
um allt kvöldið, þar sem hann spjall-
aði við barþjóninn, kunningja sinn.
Þeir gætu gengið úr skugga um það.
Hann kvaðst mætavel vita að kókaín
gæti komið sér í vandræði en þannig
lægi þó ekki í málinu. Að Iqkum
tilgreindi hann knæpuna og barþjón-
Spnggie Hensley treysti á falsaða
fjarvistarsönnun
en kenndi félaga sínum um allar
sakir.
Götóttar fjarvistarsannanir
Lögreglumenn tilkynntu Aiello að
honum yrði haldið til frekari spurn-
inga og meðan verið væri að athuga
fjarvistarsönnun hans. Um sama
leyti og honum var vísað inn í
varðhaldsklefa, var tölva lögregl-
unnar beðin um upplýsingar um
Luigi E. Aiello, 22 ára, nú búsettan
í Kenosha í Wisconsin.
Spriggie Hensley, 21 árs, var sótt-
ur heim til sín. í ljósi framburðar
Aiellos þótti Hedden og Ekornass
vissara að taka með sér húsleitar-
heimild. Ekki leið á löngu þar til
blóðug föt fundust svo og hnífur sem
verið gat morðvopnið. Við svo búið
fóru lögreglumenn einnig heim til
Aiellos þar sem fleira fannst
markvert.
í yfirheyrsluherbergi lögreglu-
stöðvarinnar var Hensley nú spurður
út úr. Hann sagðist aðeins vera
lausráðinn afgreiðslumaður á ben-
sínstöðinni en föst vinna hans væri
starf öryggisvarðar hjá tilteknu fyrir-
tæki. Hann viðurkenndi áð þeir
Aiello hefðu rætt alvarlegt mál við
John Ekornass um kókaín, en sjálfur
kvaðst hann hafa staðið fulla örygg-
isvakt það kvöld. Hann hefði verið í
vinnunni fram undir morgun og
yfirmaður hans gæti vottað það.
Meðan menn voru sendir til að
athuga þá staðhæfingu, spurðu
Hedden og lögreglustjórinn Hensley
nánar um kókaínmálið. Hann varð
niðurlútur en þá minnti Hedden
hann á að allt sent hann segði mætti
nota gegn honum síðar. Svo gat virst
i sem Hensley væri í þann veginn að
segja eitthvað sem hann þyrfti ekki
að segja að svo stöddu og flækja sig
þar með í fíkniefnamál.
Þá kom Hensley lögreglumönnum
á óvart með því að tilkynna að John
Ekornass hefði skuldað yfir 11 þús-
und dollara vegna kókaíns. Hann
gat ekki horft framan í lögreglustjór-
ann þegar hann útskýrði að slíkar
skuldir væru venjulega innheimtar
af fullkomnu miskunnarleysi eftir
mjög svo auðskildar viðvaranir. í
þessu tilfelli hefð.i horft nokkuð
öðruvísr við þar sem skuldunautur-
inn væri náskyldur lögreglustjóra