Tíminn - 21.01.1989, Blaðsíða 11

Tíminn - 21.01.1989, Blaðsíða 11
Laugardagur 21. janúar 1989 HELGIN 21 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁ staðarins. Hensiey starði niður í gólfið. Peningana eða lífið Hedden spurði þá hvort Steven Kinney hefði einungis verið á röng- um stað á röngum tíma. Hensley hikaði en hristi síðan höfuðið og leit upp á Hedden um leið og hann svaraði því til að Kinney væri aðili að dreifikerfi með kókaín. Hensley og Aiello eltu John um nóttina og voru vissir um að hann hefði sam- band við Kinney fyrir morguninn. Þar yrði ekki um að frændasamtal að ræða, heldur samræður tveggja kókaínsala sem báru saman bækur sínar. Hensley virtist vaxa ásmegin með- an hann sagði frá. Hann lagði enn á ný áherslu á að öll ástæðan væri innheimta kókaínskuldar. t>eir Ai- ello höfðu ákveðið að gera John Ijóst að skyldleiki hans við lögreglu- stjórann yrði honum engin vernd lengur. Þeir vildu fá 11 þúsund dollarana sína og engar refjar. Hann sagði líka að þeir hefðu ekki ætlað að gera piltunum alvarlegt mein, aðeins að tilkynna þeim að meðan skuldin væri ógreidd, fengju þeir ekki meiri birgðir og engin von væri til að þeir ynnu fyrir peningunum með því að afgreiða bensín. Hann bætti við að þó þeir Aiello hefðu sem best getað beitt líkamlegu ofbeldi við að gera þetta skiljanlegt, vissu þeir mætavel að dauðir menn greiddu engar skuldir. Hensley dró andann djúpt og færðist mjög í aukana þegar hann skýrði frá því að Aiello hefði sagt sér að yfirleitt borguðu Kinney og John ekki og réttast væri að skjóta þeim almennilega skelk í bringu. - Við tókum með okkur rörbúta... bara til að ógna þeim. Við ætluðum að ryðjast inn og hræða þá. Áætlunin fólst í að Aiello fleygði kókaínpakka á borðið en síðan drægju þeir félagar upp rörin og tilkynntu að ef hinir ætluðu að fá þetta, skyldu þeir greiða alla skuldina tafarlaust. Fölsuð vinnuskýrsla Fleira sagði Hensley ekki. Hann lagði enn og aftur áherslu á að einungis hefði verið um að ræða innheimtu skuldar, ekkert annað. Hann ætti enga aðild að neinu morði enda ekki ástæða til að myrða neinn. Hann vissi ekki hverjir hefðu átt leið á stöðina seinna um nóttina. Það gæti verið hver sem væri á svona kvöldi. Hann yppti öxlum og meira fékkst ekki upp úr honum. f fyrirtækinu sem Hensley starfaði sem öryggisvörður, var yfirmaður hans spurður hvort hann hefði verið á vaktinni tiltekna nótt og hve lengi. Ekki var látið uppi hvers vegna spurt var. Yfirmaðurinn var hinn elskuleg- asti og hóf svör sín með tilgangslausu spjalli. Lögreglumennirnir fengu á tilfinninguna að hann færðist undan og spurðu aftur og bættu við að þeir vildu aðeins hreint svar við spurning- unni. Maðurinn þagði um stund en svo leit hann undan föstu augnaráði lögreglumannna og svaraði því til að hann hefði sjálfur verið í eftirlitsferð á öðrum stað þá nótt. Þegar hann kom aftur á skrifstofu sína, fann hann þar boð um að hringja til Hensleys. Þá var klukkan um 5 að morgni. Hann hugsaði sig um en lýsti svo símtalinu: - Hann var að biðja mig að skrifa sig á vinnutöfluna frá miðnætti og til rúmlega fimm, sagði hann loks. Lögreglumennirnir báðu hann að skýra þetta nánar og skýringin var sú að Hensley hafði ekkert komið til vinnu en vildi samt láta skrifa hjá sér þessa tíma. Yfirmaðurinn kvaðst hafa spurt Hensley um ástæðuna og fengið það svar að hann „þyrfti bara að hafa verið þarna.“ Aðspurður hvort þetta væri allt og sumt, bætti maðurinn því við að Hensley hefði sagt að það væru vandræði á bensínstöðinni og þeir þyrftu að taka einn af náungunum þar í gegn. Hikandi sagði hann að engin nöfn hefðu verið nefnd. Eftirlýstur fyrir morð Einn lögreglumannanna vildi vita hvort algengt væri að hann skrifaði falskar upplýsingar í vinnuskýrslur. Maðurinn kinkaði kolli. Hann var þá spurður hvort hann gerði sér grein fyrir að slíkt varðaði við lög um skjalafals og bryti gegn reglum fyrirtækisins. Það var lágt á honum risið þegar hann kvaðst vita það. Alþjóðalögreglan FBI tilkynnti að fingraför Luigis Aiello væru svo sannarlega á skrám. Hann væri eftir- lýstur í Arizona fyrir brot á lögum um tilkynningaskyldu. Hann gekk laus fram að væntanlegum réttar- höldum þar og stakk af. Ákæran hljóðaði upp á morð en málið var ekki enn komið fyrir rétt. Lögreglumenn fóru að ræða við barþjóninn á knæpunni sem Aiello kvaðst hafa dvalið á lengst af kvöld- inu. Sá var ekkert að skafa utan af hlutunum en sagði blátt áfram að hann hefði samúð með öllum í erfiðleikum, en hefði margsinnis sagt Aiello og öllum öðrum að hann lygi aldrei fyrir neinn, allra síst í lögreglumálum. Hann var beðinn um skýringu á þessum ummælum og sagði þá að Aiello hefði barið upp á hjá sér klukkan hálfsex að morgni og beðið sig að segja að hann hefði dvalið hjá honum um kvöldið á knæpunni og í Meðan verið var að spyrja Luigi Aiello um morðin á starfsfélögum hans kom í Ijós að hann var eftirlýst- ur fyrir morð í öðru ríki. íbúðinni um nóttina. - Ég harðneit- aði því bara. Spurður hvort Aiello hefði sagt nokkuð meira svaraði hann að hann hefði alls ekki trúað því á þeim tíma. Raunar hefði pilturinn sagt sem svo: - Ég held að ég hafi drepið tvær manneskjur. Nú var farið aftur með Aiello í yfirheyrslu til að ræða upplýsingarn- ar sem borist hefðu síðan seinast. Honum var lesinn réttur hans og skýrt frá því sem nú var vitað. Þá sagði hann sína útgáfu af því sem gerst hafði síðla næturinnar fyrir gamlaársdag. Þó byrjaði hann á að gefa í skyn að Hensley hefði logið til að bjarga eigin skinni og nú skyldi hann sjáifur koma málunum á hreint. Hann viðurkenndi að hann og Hensley væru kókaínheildsalar og seldu í stórum skömmtum Kinney og Ekornass sem væru síðan smásal- ar. Báðir ásaka hinn Aiello sagði að hlaðist hefði upp 11 þúsund dollara skuld og að skyld- leiki Johns við lögreglustjórann hindraði að miklu leyti venjulegar innheimtuaðgerðir. - En 11 þúsund dollarar eru miklir peningar og Spriggie hefur ekki látið John fá efnið unt tíma vegna skuldarinnar. - Ég býst við að hann hafi ætlað að berja eitthvað á honum. Þá sagði Aiello að þeir Hensley hefðu farið á bensínstöðina laust eftir kl.3 um nóttina vegna þess að John hefði hringt og sagt að sig vantaði kókaín. Það símtal varð kveikjan að þeirri ákvörðun að nú skyldi koma málunum á hreint. Á leið að stöðinni sagði Aiello að Hensley hefði gripið nteð sér vasa- liníf og rörbút. Þegar komið var á staðinn sagði Aiello ennfremur að Hensley hefði farið inn í bakherbergið með John og Kinney. Síðati hefði Hensley komið fram aftur einn og verið að þurrka blóð af hnífnum. Aiello kvaðst hafa gægst inn fyrir og séð blóð um allt gólf. Hensley tjáði honum að hann hefði „skorið þá“ og bað Aiello að hjálpa sér að koma líkunum inn í horn. Aiello viður- kenndi að á leiðinni út hefði hann tæmt peningakassann og haft 300 dollara upp úr því krafsi. Þá sagðist Aiello hafa yfirgefið staðinn og séð Spriggie hlaupa fram úr bakherberginu, jafnframt því sem heyrst hefði snark í eldi. Hann sagði líka að Hensley hefði tekið veskin af líkunum. Báðir voru þeir gjörkunnugir starfsháttum á bensínstöðinni svo þeir slökktu ljósin og læstu til að dylja glæpinn. Síðan óku þeir heim til Hensleys í Kenosha. Aiello sagð- ist hafa sagt Hensley að halda pen- ingunum því John hefði hvort sem er skuldað honum þá. Aiello andvarpaði og leit upp á lögreglumennina. - Ég hjálpaði hon- um að drepa tvo náunga fyrir ekki neitt. Þegar krufningsskýrslan barst, reyndist dánarorsök Kinneys vera hnífstungur og barsmíðar. Hins veg- ar hafði John Ekornass verið á lífi þegar hellt var yfir hann bensíni og kveikt í. Hann kafnaði af reyk og súrefnisskorti í litla herberginu. Jafnsekir Farið var aftur með Hensley í yfirheyrslu þar sem honum var lesin frásögn Aiellos. Þá játaði hann að þeir Aiello hefðu myrt John og Kinney við innheimtu skuldar, en það verk hefði alveg farið úr bönd- unum hjá þeim. Hins vegar mót- mælti liann ákaft því atriði í frásögn Aiellos að hann ætti alla sök. Þvert á móti hefði hann sjálfur orðið aðili að rnorði áður en liann vissi alveg hvað var að gerast. Hensley fullyrti að Aiello hefði skipulagt þetta allt og framið bæði ntorðin sjálfur. Hensley sagði að Aiello hefði tjáð sér að John og Kinney borguðu yfirleitt ekki og því væri ráðlegt að hrella þá almennilega. Morðin voru að sögn Hensleys framin þegar John og Kinney sneru baki við Aiello og hann byrjaði að berja þá með rörinu. - Ég heyrði þá spyrja hann hvað gengi á og biðja hann að hætta að berja sig, sagði Hensley. Hann sagði að Aiello hefði þá svarað sem svo: - Þið verðið að afsaka en ég neyðist til að drepa ykkur. Hensley sagðist þá hafa fyllst skelfingu og hlaupið út í bílinn. Þegar Aiello kom síðan út með peningapoka í hendi, hefði hann spurt hann hvað hefði gerst inni fyrir. ,í mars og apríl 1987 komu báðir mennirnir fyrir rétt, hvor í sínu lagi, báðir ákærðir um bæði niorðin. Vitni skýrðu í báðum tilfellum frá því að hafa heyrt hvorn um sig játa morðin beint eða óbeint og að hafa verið á morðstaðnum þegar glæpurinn var framinn. Af sönnunargögnum má nefna að blóðið í fötunum sem fundust í grasinu og heima hjá Hensley gat verið bæði úr John Ekornass og Kinney. Þá fannst gylltur pappakassi í ruslatunnu heima hjá Hensley og eigandi bensínstöðvarinnar viður- kenndi að hafa fengið koníaksflösku í jólagjöf í þessum kassa. Hann hafði ætlað heim með flöskuna en gleymt henni á stöðinni. Hún var meðal þess sem saknað var af stöð- inni eftir morðin. Yfirmaður Hensleys hjá öryggis- þjónustunni bar að eftir að hann hefði falsað vinnuskýrslu Hensleys hefði hann farið heim til hans til að kanna hvað um væri að vera. Meðan þeir ræddu saman tók Hensley kon- íaksflösku upp úr gylltum kassa og hellti í glös handa þeim. Báðir ákærðu voru sekir fundnir um rán og morðin á John Ekornass og Steven Kinney. Báðir voru dæmdir í tvisvar sinnum lífstíðar- fangelsi og 30 til 70 ár að auki. Dauðarefsing er ekki til í Wisconsin- ríki. Stjórnlagafræði fyrir byrjendur Enn eru til menn á landi hér sem kunna að yrkja smellinn kveðskap út af ýmsum dægurviðburðum. Þetta kom í Ijós þegar okkur voru sendar þessar stökur um vel þekkt hitamál, sem skýrir sig af efni kveðskapar- ins hvert er. Vonum við að lesendur séu samdóma okkur um að margt hefur slakara verið ort um þetta efni! Höfundur lætur nægja að kalla sig G.K. Stjórnlagafræði fyrir byrjendur Þegar langar þjóðfrú burt og þotuganginn treður, Þriðjungs-Mangi' er þá um kjurt og þrotlaust fangið hleður Fjórtánhundruð flaskna bar og fjörutíu meira. Vodka hér og viskí þar, var það nokkuð fleira? Alla þrætu enda skal eftir landsins vana. Höfðinginn í himnasal hirtir dómarana. Réttur er settur Hæstiréttur heldur þing í húsi sínu. Dæmir þar eitt drykkjusvínið; Dómstjórinn því seldi vínið. Fyrirspurn til dómsmálaráðherra Er jeg seggur siðastrangi, sómasljór, ef jeg þjóra minna ’ en Mangi en meira en Þór? G.K.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.