Tíminn - 09.02.1989, Qupperneq 3

Tíminn - 09.02.1989, Qupperneq 3
Fimmtudagur 9. febrúar 1989 Tíminn 3 Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, segir ekki verið að hverfa frá markaðsvöxtum með væntanlegum aðgerðum ríkisstjórnarinnar: Sterk aðgerð að opna fyrir erlendum bönkum Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, segir að ein af sterk- ustu aðgerðunum til að auka samkeppni á markaði lánastofn- ana og draga úr fákeppnisástandinu, sé að opna landið fyrir beinni samkeppni erlendis frá. Segist seðlabankastjórinn þess vegna vera fylgjandi því að kannað verði hvort heimila megi viðurkenndum erlendum bönkum starfsemi hér á landi, eins og vikið er að í nýjustu efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Telur hann að ekki sé hægt að segja að um neina meginbreytingu sé að ræða á þvf fyrirkomulagi að bankakerfið hér á landi búi við markaðsvexti, þótt talað sé um að ákveðnari heimildir verði veittar Seðlabankanum til að setja takmark á vaxtamun og ójafnvægi méðal- ávöxtunar verðtryggðra og óverð- tryggðra skuldbindinga. Ekki hefur enn verið gengið frá því milli viðskiptaráðuneytis og Seðlabanka hvernig framkvæmdin verður á ákvörðunum ríkisstjórnar- innar um vaxta og peningamál, en frá þessum málum verður fljótlega gengið að sögn seðlabankastjóra. „Það er ekkert í þessari yfirlýsingu sem segir að hverfa eigi frá markað- svöxtum á fslandi, heldur eigi að reyna að fá markaðsvextina niður. í því skyni er ætlunin að láta 5% spariskírteinavexti verða leiðandi. Það er þó ljóst af orðalagi í yfirlýs- ingu forsætisráðherra, að ekki er ætlunin að gera það í einum áfanga. Það verður að meta hvert skref á þessari leið og sjá til hver viðbrögð markaðsins verða,“ sagði Jóhannes Nordal. f yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í vaxtamálum er tekið sérstaklega fram að Seðlabankinn eigi að tryggja að ekki skapist óeðli- legur munur milli nafnvaxta og raun- vaxta hjá innlánsstofnunum. Seðla- bankastjóri telur að ekki sé um neina stefnubreytingu að ræða hvað þetta atriði varðar, en bendir á að mjög erfitt geti verið að tryggja það samræmi sem bankinn telur eðlilegt. „Ég held að það sé það eðlilega og heilbrigðara að svipuð ávöxtun sé á verðtryggða markaðinum og þeim óverðtryggða. Sveiflur í verðbólgu frá mánuði til mánaðar gera það hins vegar að verkum að erfitt getur verið að ná þessu jafnvægi. Verðbólga verður oft önnur en sú sem spáð er og breytingar verða nokkuð snöggar. Það er að mínu mati þessi óreglulegi ferill verðbólgunnar sem hefur átt ríkasta þátt í þeim mun sem skapast hefur þarna á milli,“ sagði Jóhannes. En hvernig líst seðlabankastjóran- um á þá hugmynd að heimila erlend- um bönkum að setja upp útibú hér á landi eða koma á fót annarri starfsemi? „Það er enginn vafi á því að þetta er ein af sterkustu aðgerð- unum til að auka samkeppnina á markaðinum hérna og draga úr fá- keppnisástandi. Ég er því alveg Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri. fylgjandi því að að því sé stefnt. Það mundi veita bönkunum hér á landi aðhald varðandi vaxtamun og skapa samkeppni um þjónustu. Þetta á sérstaklega við um ákveðna tegund þjónustu sem erlendir bankar eru á undan okkur með,“ sagði Jóhannes Nordal seðlabankastjóri. KB Nýju númerin ekki gölluð? Þola ekki bensín Bifreiðaskoðun íslands afgreiðir ennþá bílnúmer sem hægt er að þvo lakkið af. Ýmsum brá í brún þegar þeir fóru að hreinsa bílana sína með nýju númerunum og horfðu á þau renna burtu. í Ijós kom að ef bensín komst í tæri við lakkið rann það af. For- ráðamenn Bifreiðaskoðunarinnar brugðu við og fengu hingað til lands þýskan sérfræðing til að athuga málið. Sérfræðingurinn vildi ekki m^ina að um framleiðslugalla væri að ræða. „í flestum Evrópulöndum hefur þessi málning verið notuð nú um tuttugu ára skeið án þess að af því hlytust nein vandræði," sagði Karl Ragnars framkvæmdastjóri Bifeiða- skoðunarinnar í samtali við Tímann. „Fólk á ekki að vera að setja á númerin efni sem lakkið á bílnum myndi ekki þola.“ 1 reglugerðum eru ákvæði sem segja bílnúmer ekki vera lögleg ef þau eru ekki skýr og vel læsileg. Bifreiðaskoðunin afgreiðir ennþá númer með lakki sem ekki þolir bensín og er því hægt að þvo af. „Við gátum ekki stoppað það. Fólk vill fá nýja bílinn sinn,“ sagði Karl. Tíminn hafði samband við starfsmann við Bón og bílaþvotta- stöðina á Bíldshöfða en hjá þeim hafa verið gerðar tilraunir með núm- erin. „Við höfum prófað að láta númerin liggja í white-spritt og fleiri tjöruleysandi efnum og spúla þau með háþrýstidælum og það er allt í lagi, lakkið þolir það vel.“ Allir þeir sem hafa þegar fengið gamlan bíl umskráðan og nýtt númer og gætu þess vegna lent í því að þau máðust af, eða hafa þegar lent í því, fá ný númer ef þeir óska þess. Líka þeir sem hafa síðustu daga fengið nýja bíla með númerum sem ekki þola bensín. Svo og þeir sem hafa fengið sitt annað númer vegna þess að nýja númerið máðist af, en þeir geta fengið þriðja númerið ef númer tvö dugir ekki. jkb Gleði- og gáskadrottningin EJsa Lund riður á vaðið og lætur.gámminn geysa á$amt flokki valinkunnra gleðimanna í skammdegissprengju ársins. Sérstakir gestir okkar heittelskuött^Elsu eru m.a. galsa- bræöurnir Halli og Laddi; raftæknirinn og stuðgjafihn Skúli Amper OhmarssonJ Smári „sjarmör" Sjutt, skóari; Magnús, tjóndi; Valgerður Moller og Leifur óheppni. ' . Undir og yfir og allt tim kring er svo stórsöngvarinn og ferðagrínarinn Egill Olafsson ásamt hinni tón- og söngelsku hljóniéVeit Magnúsar Kjartanssonar. Og síðast en ekki si'St: gleðigjafinn Nadia Banine. Stjórnandi og spennugjafi: Egill Eðvarðsson. . Enginn býður betur en Þórscafé í vetur. v' Þriréttuð veislumáltiö að haetti Elsu Lund. Húsiö opnar kf. 19.00. y' Borðapantanir daglega i simum 23333 og 23335.-- Elsa: „Betra er að gripa síma panta i tima svo að ekki þurfi að hima úti i kulda og trekk með mina". v Sýningar öll föstudags- og laugardagskvöld. - “040, 10, **** 0, N

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.