Tíminn - 09.02.1989, Qupperneq 6

Tíminn - 09.02.1989, Qupperneq 6
6 Tíminn Fimmtudagur 9. febrúar 1989 ^TTTTI tj- - ■ ■ ftnr Ingibjörg Pálmadóttir Andrés Ólafsson Steinunn Sigurðardóttir Magnús H. Ólafsson Akranes - Fjárhagsáætlun Almennur fundur um fjárhagsáætlun bæjarins fyrir áriö 1989 verður haldinn í Framsóknarhúsinu viö Sunnubraut mánudaginn 13. febr. kl. 20.30. Gísli Gíslason bæjarstjóri gerir grein fyrir áætluninni. Bæjarfulltrúarnir svara fyrirspurnum. Allir velkomnir. Fulltrúaráðið Guðjón B. Ólafsson Árnesingar Framsóknarfélag Árnessýslu boöar til félagsfundar um málefni samvinnuhreyfingarinnar miövikudaginn 15. febrúar kl. 21 aö Eyrar- vegi 15, Selfossi. Frummælandi veröur Guðjón B. Ólafsson, forstjóri SÍS. Félagsmenn og aðrir áhugamenn um málefní samvinnuhreyfingarinn- ar eru hvattir til aö mæta. Stjórnin. Námskeið Landssamband framsóknarkvenna hyggst standa fyrir eftirfarandi námskeiðahaldi á næstunni. Námskeiðin munu hefjast í byrjun febrúar og standa fram að páskum. Eru þau öllum opin og verði stillt í hóf að venju. Staðsetning námskeiðanna fer eftir þátttöku á hverjum 1. Félagsmálanámskeiö. Grunnnámskeið fyrir byrjendur í fundarsköpum, ræðumennsku og eflingu sjálfstrausts. Kennarar verða: Unnur Stefánsdóttir, Ragnheiður Sveinbjömsdóttir, Inga Þyrí Kjartansdóttir, Ásdís Óskarsdóttir. 2. Framhaldsnámskeið. Raddbeiting og framsögn. Kennari: Baldvin Halldórsson, leikari. Undirstaða í ræðutækni fyrir sjónvarp, hljóðvarp og ræðustól. Kennari: Kristján Hall 3. Námskeið fyrir framkomu í fjölmiðlum. Framkoma í hljóðvarpi og sjónvarpi. Undirstöðuatriði í greinarskrifum og blaðaútgáfu. Kennari: Amþrúður Karlsdóttir, fjölmiðlafræðingur. Þátttaka tilkynnist til Ingu Þyrí Kjartansdóttur í síma: 91-24480 sem fyrst L.F.K. Ráðning Hannesar HólmsteinsGissurarsonartil Háskóla Islands s.l. sumar stuðlar að breyttum lögum um skólann: Háskólinn fái aukin völd til mannaráðninga Frumvarp til laga um breytingar á lögum um Háskóla íslands var tekið til fyrstu umræðu á Alþingi í gær. Frumvarp þetta er flutt af ríkis- stjórninni og miðar að því að auka vald skólans til mannaráðninga. í máli Svavars Gestssonar menntamálaráðherra kom fram að frumvarp þetta er flutt í þeim til- gangi að auka sjálfstæði Háskólans og að skólinn geti ráðið því hverjir starfa innan hans veggja. í því sambandi var skírskotað sérstáklega til þeirrar umræðu er átti sér stað í kringum ráðningu Hannesar Hólm- steins Gissurarsonar til Háskóla ís- lands síðast liðið sumar. Breyting- arnar eru á 11. grein laga um Háskól- ann og miðar að því að færa vald til mannaráðninga frá menntamálaráð- herra til ráðamanna innan skólans. Helstu breytingar með þessu frum- varpi eru þær að skipuð skal þriggja manna nefnd er dæmi um hæfni umsækjenda um prófessorsembætti, dósentsstörf og lektorsstörf. Dóm- nefndin skal skipuð einum manni frá háskólaráði, einum frá ráðuneytinu og einum frá þeirri deild er maður sá er ráðinn verður kemur til með að starfa við, og skal hann jafnframt vera formaður nefndarinnar. Nefndin skal leita álits hlutaðeig- andi skorar áður en háskóladeild fjallar um umsækjendur er dóm- nefndin telur hæfa. Þó svo að forseti íslands skipi í embætti prófessora og menntamála- ráðherra dósenta og lektora, má samkvæmmt nýja frumvarpinu, eng- um manni veita prófessorsembætti, lektors- eða dósentsstarf við háskól- ann nema meirihluti dómnefndar telji hann hæfan og meirihluti deiid- arfundar mæli með honum í embætt- ið eða starfið. Pá er einnig kveðið á um að heimilt sé að kveða svo á í reglugerð að sömu ákvæði megi gilda um sérfræðinga við ransóknarstofnanir eða aðrar háskólastofnanir. - ág Átta nemendur Myndlista- og handíðaskóla íslands hlutu heiðurspening Rósarinnar frá Lidice fyrir framlag sitt til myndlistarsýningar barna sem haldin var til minningar um þann atburð er nasistar þurrkuðu bæinn Lidice í Tékkóslóvakíu af yfirborði jarðar áríð 1942. Með þeint á myndinni er tékkneski sendiherrann; Jiri Seman. Túnamynd: Árni Bjarna. Ungir nemendur Myndlista- og handíðaskólans hljóta tékknesk myndlistarverðlaun: „Rósin frá Lidice“ í Myndlistaskólann Myndlista- og handíðaskóli ís- lands hlaut heiðurspening Rósarinn- ar frá Lidice og var hann afhentur í Tékkneska sendiráðinu á þriðjudag- inn var. Til þessa heiðurspenings unnu átta ungir nemendur Myndlista- og hand- íðaskólans en þeir tóku þátt í mynd- listarsýningu sem haldin var sl. sum- ar í tengslum við árlega minningar- hátíð um þann atburð þegar þýskir nasistar jöfnuðu þorpið Lidice við jörðu og ýmist drápu eða sendu íbúana í útrýmingarbúðir. Þriðja hvert ár er haldin mynd- listasýning barna í tengslum við hátíðina. í henni taka þátt börn alls staðar að úr veröldinni og heiðurs- peningurinn; Rósin frá Lidice er veitt fyrir frábært framlag til sýning- arinnar. Börnin sem til verðlaunanna unnu að þessu sinni eru Ævar Bjarnason, Helga Hauksdóttir, Linda Kristín Sveinsdóttir, Saga Steinþórsdóttir, Ingvar Rafn Gunnarsson, Erna Björg Róbertsdóttir, Sigrún Dögg Helgadóttir og Kristín Anna Guð- jónsdóttir. Kennari þeirra er Hrafn- hildur Gunnlaugsdóttir. Verkin voru til sýnis í menningar- miðstöð Lidice frá 19. maí til loka september. Öll börnin fengu viður- kenningu fyrir myndir sínar og fyrir sérlega glæsilegt framlag hópsins í heild hlaut Myndlista- og handíða- skólinn heiðurspening Rósarinnar frá Lidice. Tékknesk- íslenska félagið hafði milligöngu um að íslensku börnin tóku þátt í sýningunni. -sá Sementsverksmiðjan: Ný stjórn Gengið var frá kosningum í stjórn Sementsverksmiðja ríkis- ins í sameinuðu þingi á þriðjudag. Kosnir voru eftirfarandi full- • trúar: Steinunn Sigurðardóttir Akranesi, Eiður Guðnason al- þingismaður, Inga Harðardóttir, Friðjón Þórðarson alþingismað- ur, og Ingi Björn Albertsson alþingismaður. - ág

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.