Tíminn - 09.02.1989, Side 8

Tíminn - 09.02.1989, Side 8
8 Tíminn Fimmtudagur 9. febrúar 1989 Timirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Póstfax: 68-76-91 Óttinn um spariféð Stjórnarandstaðan innan íslenska bankakerfis- ins hefur ekki linnt látum upp á síðkastið út af stefnu ríkisstjórnarinnar í vaxtamálum. Stanslaust er því haldið fram að lækkun vaxta muni þýða samdrátt í sparifé, enda sé slíkri lækkun stefnt gegn sparnaði. Nú er hins vegar komið á daginn að á mesta hávaxtatímibili, sem yfir þessa þjóð hefur gengið hefur sparnaður dregist saman um ein 40%, og eru það hvergi nærri nógu góð tíðindi. En þessi samdráttur sýnir aftur á móti að allt tal stjórnar- andstöðunnar, bæði innan bankakerfisins og utan, um hættuna sem sparnaðinum stafar af lækkandi vöxtum, er alveg út í hött, enda tala útreikningar sínu máli í því efni. Fyrir tíu árum var sparnaðurinn 24-25% af vergri landsframleiðslu, en er nú aðeins 14% að liðnu mesta vaxtafári sem við höfum þekkt. Þetta er auðvitað mikið áfall fyrir frjálshyggjufólkið í Sjálfstæðisflokknum og bankavitringana í Alþýðu- flokknum, en tölum þessum verður ekki mótmælt. Og því er von að spurt sé: Fyrst háir vextir eru taldir forsenda fyrir auknu sparifé, hvernig stendur þá á því að sparifé hefur dregist saman um 40% síðustu tíu árin? Því er borið við, að samdráttur í sparnaði stafi að nokkru leyti af því, að heimilin eyði meiru en þau gerðu. Það kemur varla heim við kenningar þeirra fjármálasnillinga, sem hafa verið að leggja á ráðin um frjálshyggjustefnuna og vaxtaokrið. Ætla mætti að heimilin hefðu séð sér hag í því að spara á meðan mesta vaxtafárið stóð yfir. En samkvæmt kenningunni um þátt heimila í minni sparnaði mætti ætla að háir vextir hafi ekki þótt traustvekjandi og frekar borið vitni um sjúkdóm en staðfestu í peningamálum. Eftir stendur nú, þegar ríkisstjórnin hefur ákveðið að taka í taumana, að vaxtadraumar frjálshyggjunnar, sem áttu að leysa efnahagsvanda okkar sjálfkrafa, eru brostnir. Skýrar tölur um þróun sparnaðar síðustu tíu árin tala sínu máli um það. Væntanlega þagna postular frjálshyggjunar þegar ljóst er að óheft vaxtastefna hefur leitt af sér 40% samdrátt í sparnaði. En auðvitað verður engu um það spáð með neinni vissu. Káinn orðaði þetta svona: Við kýrrassa tók ég trú. Eins geta þeir frjálshyggjumenn kveðið: Við vextina tók ég trú. Þótt svo ólíklega takist til að þeir frjálshyggjumenn haldi áfram að kyrja sinn söng um ofurvexti, tala staðreyndirnar sínu máli. En undarlegast er að heyra úr röðum bankamanna, að vextir megi ekki lækka. Þar vinna þeir aðilar sem gerst ættu að vita um stöðu sparnaðar hverju sinni. Og þótt einhverj- ir þeirra kunni að vera í stjórnarandstöðu, ætti þeim öðrum fremur að vera orðið ljóst, að trúnaðurinn við sparifjáreigendur felst ekki í ofurvöxtum. GARRI Hagkaup FréM Tímansí í gær um Hagkaup var áhugaverð fyrir ýmissa hluta sakir. Ekki þó fyrst og fremst vegna þess þjófnaðar, sem þar var sagt að stundaður væri í búðum fyrirtækisins, heldur vegna þess að þar var velta þess á síðasta ári gefin upp. Þar er haft eftir forstjóra fyrir- tækisins að á síðasta ári hafi velta þess verið 6,2 miljarðar króna, og þar af hafí 2,5 miljarðar verið í Kringlunni. Er þetta 63% veltu- aukning frá 1987, að því er þarna segir. Þá er það reiknað út I fréttinni að samkvæmt þessu muni Hagkaup nú vera komið með sem næst tíunda hlutann af allri smá- söluverslun í lundinu. Fyrirtækjum á borð við Hag- kaup er ekki skylt að skýra opin- berlega frá veltu sinni og afkomu. Garri man heldur ekki eftir að hafa séð slíkar upplýsingar frá þeim fyrr í blöðum, þó vera megi að eitthvað af þeim hafí komið þar fram áður. Upplýsingar Hitt er þó annað mál að hér er á ferðinni atriði sem forráðamenn þessa fyrirtækis mættu gjarnan huga betur að. Það er að segja ef þeir vilja að fyrirtæki sitt njóti vinsælda meðal viðskiptavina, sem ætla verður. Sannleikurinn er vitaskuld sá að það eru hreint ekki svo litlir fjár- munir frá neytendum og öllum almenningi sem renna um hendur þessa fyrirtækis á ári hverju. Þcss vcgna er ekki nema eðlilegt að þessir sömu ncytendur geti haft áhuga á því að fá að vita hvernig reksturinn hefur gcngið. Það eru í rauninni þessir neyt- endur sem standa undir ölluin rekstri fyrirtækisins og haida hon- um gangandi með viðskiptum sínum. Ef þeir kæmu ekki og keyptu vörurnar í búðunum þá væni þær ekki I rekstri. Neytend- urnir eiga líka mikið undir því komið að fyllstu ráðdeildarsemi sé gætt i rckstrinum. Án þess er ekki iTgg* nð vöruverð þar sé í lág- marki. Þess vegna er í rauninni ekki nema eðlilegt að allur al- menningur í landinu hafí áhuga á að fá að vita hvernig reksturinn gengur. Ef forráðamenn fyrirtækisins vilja verða reglulega vinsælir þá taka þeir nú upp þann sið að halda blaðamannafundi reglulcga á hverju ári þegar búið er að gera upp reikningana fyrir árið á undan. Þar leggja þeir þá fram rcikninga fyrirtækisins, skýra frá hlutum eins og veltu og afkomu einstakra búða, heildarsölu, útkomu rekstrarins og nokkrum stærstu útgjaldaliðum, svo sem launa- og fjármagnskostn- aði. Með því móti fengju neytend- ur í hendumar greinargerð um það hvernig fyrírtækið hefði farið með þá fjármuni sem runnið hafa til þess frá þcim. Þetta yrði nýjung í íslensku viðskiptalífí, en vafalaust geysivinsæl. „Nýss þingflokks" Þá brá Garra heldur í fyrradag cr hann las myndatexta á blaðsíðu tvö í DV. Þar stóð skilmerkiiega að nú boðaði Albcrt Guðmunds- son stofnun „nýss þingflokks". Ekki þarf annað en að slá upp í einhverri algengri handbók á borð við Stafsetningarorðabók Halldórs Halldórssonar til að sjá að eignarf- all eintölu í karlkyni af „nýr“ er „nýs“ en ekki „nýss“, svo að villan er meinleg. Vonandi er hér um eina saman prentviliu að ræða, og vitaskuld er líka steinum kastað úr glerhúsi ef blöðin fara að taka upp á því að sproksetja hvert annað út af hlut- um eins og þessuni. Það gæti nefnilega sem best komið fyrir í önn dágsins á Tímanum líka að eitthvað þessu líkt slyppi í gegn. Og á hverju sem er af blöðunum. En þetta leiðir þó hugann að því að aldrei era of harðar kröfur gerðar til þeirra sem fara með íslcnskt niál í fjölmiðlum. Einu sinni var sagt að góður hlaðamaður þyrfti að kunna málfræði Björns Guðfínnssonar utan að til að geta gegnt starfi sínu. í því er vafalaust enn þann dag í dag töluvert til, að breyttu breytanda. Blaðamenn þurfa að geta unnið hratt, og þeir þurfa líka að geta unnið örugglega. Til þess að geta gert það þurfa þeir að kunna fræði sín til hlítar. Meðal annars þurfa þeir að kunna helstu reglur um beygingakcrfi islensks máls. Þeir þurfa líka að vita að rangt er að tala um að „fara erlendis" og að „versla kjöt“ til helgarinnar. Þá þurfa þeir að vita að eignarfallið af „nýr“ er „nýs“ en ekki „nýss“ og eiginlega að vita það nógu vel til að þurfa ekki að slá upp á því. Annars er hætta á slysum. Garri. VÍTTOG BREITT Gullöld uppdriftarkraftanna „Grundun hússins þar sem verið er að fást við uppdriftarkrafta leiddi til skoðunar á fjölmörgum valkostum við gerð kjallarans sem hleypti hönnunarkostnaði upp. Al- mennt má segja að kostnaður við hönnun hússins sé nú áætlaður um 100 milljónum meiri en í júlí ’88 og að kostnaður við uppsteypu yfir- byggingar og gerð þaks sé nú allt að 40 milljónum meiri en þá var áætlað.“ Þetta er úr plaggi sem samið er nú á gullöld sérfræðinnar og á að heita að sé skýrsla um kostnað við ráðhúsið í Tjörninni, eða réttara sagt um kostnaðarauka frá fyrri áætlunum. Þar sem fæstum er tiltækt það gullaldarmál sérfræðinganna sem semja skýrslur fyrir peninga verður að viðurkennast að undirritaður er ekki læs á hvað það er sem hleypti hönnunarkostnaði upp og hefur því litla hugmynd um hver sú grundun húss sem fæst við upp- driftarkrafta er og hvers vegna hún leiddi til skoðunar á fjölmörgum valkostum. Auðtekið fé Hins vegar sýnist liggja ljóst fyrir að reikningurinn yfir hönnun- arkostnað kjallara ráðhússins hef- ur hækkað um 100 milljón krónur á rúmu hálfu ári og er þá miðað við fyrri áætlanir og útreikninga. Hins vegar hefur áætlun um kostnaðar- auka vegna uppsteypu og rándýrra og flókinna súlna með áhvílandi bogaþaki ekki hækkað nema um 40 millj.kr. á sama tíma. Á nokkrum mánuðum hefur áætlaður kostnaður við ráðhúsið rokið upp um kvart milljarð og á svokölluð hönnun þar drýgstan hlut að máli. Það er ekki nema von að grípa þurfi til gullaldarmáls sérfræðing- anna til að koma í veg fyrir að sauðsvartir skattborgarar skilji í hvaða útgjöld er verið að eyða því fé sem frá þeim er tekið og stjórn- málamenn þreytast aldrei á að segja að fari í sameiginlegar þarfir. En þessir skattpeningar fara greinilega í þarfir hönnuða, en þeirra hít fyllist seint eins og sagt var um aðra starfsstétt áður fyrr, þegar teikningar mannvirkja gáfu lítið í aðra hönd. Vert er að gefa gaum að á einum stað í skýrslunni um stóraukin útgjöld reykvískra skattborgara er svokallaðaur hönnunar og ljósrit- unarkostnaður áætlaður 275 millj- ónir króna. Mikið óskaplegt fyrirtæki hlýtur ljósritun að vera orðin. Dýrmæt Ijósritunarmaskína Bogadregnir veggir og mosa- veggir og sjónsteypa hleypa hönn- unarkostnaði æðislega upp og væri fróðlegt að frétta eitthvað meira af ritvélinni sem notuð er til að skrifa reikninga fyrir gangsetningu ljós- ritunarmaskínunnar, sem hönnuð- irnir taka tugi og hundruð milljóna fyrir að Ijósrita gögn sem þeii; senda hver öðrum. Verst hvað það kemur seint í ljós hvað það kostar að fást við uppdriftarkraftana sem leiða til skoðunar á fjölmörgum valkostum við grundun hússins. Eða er þetta öfugt? Sé svo er hvaða gullaldasérfræð- ingi sem er auðvelt að koma leið- réttingu á framfæri. Á rúmlega hálfu ári hefur kostn- aðaráætlun ráðhússins hækkað úr um 1.250 milljónum króna í rúm- lega 1.500 milljónir króna og er greinilegt að gullöld hönnuða á hvað drýgstan þátt í hækkuninni, sem fer brátt að slaga upp í ein- hverja brjáluðustu reikniskekkju íslandssögunnar, en það er kostn- aðaráætlun og endanlegt verð flug- stöðvar suður með sjó, þar sem fíkjutrén geta hvorki lifað, dáið né borið ávöxt. Bágt er að sjá hvort þeir upp- driftarkraftar sem hækka reikninga fyrir hönnunina og ljósritunar- kostnaðinn um ríflegan helming miðað við verklegar kostnaðar- áætlanir, þurfi nokkru sinni að gera skiljanlega grein fyrir hvað borgarstjórnin í Reykjavík er að greiða fyrir og jafnvel hvaða aðilar það eru sem náð hafa tangarhaldi á ljósritunarvélum sem kópera hönnunargögnin fyrir tugi milljóna króna. En meðan fjárfrekir huldumenn grunda hús og vekja upp uppdrift- arkrafta til skoðunar valkosta þarf ekki að gefa neinar skýringar á gullöld sérfræðinga og hönnuða sem skrifa óskiljanlega reikninga. Þeir vita hvar auðinn er að finna. Hann er dreginn upp úr vösum almennings, er kallaður útsvar og sagt er að varið sé til almanna- heilla. OÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.