Tíminn - 09.02.1989, Side 9

Tíminn - 09.02.1989, Side 9
Fimmtudagur 9. febrúar 1989 Tíminn 9 I UM STRÆTI OG TORG KRÍSTINN SNÆLÁND Nokkurra þúsunda króna sekt liggur við, ef ekið er t.d. upp Ártúnsbrekku á 90 kílómetra hraða. Staðreynd er svo að sá sem ekki ekur þama um á a.m.k. 80 til 90 km hraða, hann dregst gjaman aftur úr og er til trafala. í mikilli umferð er þetta vissulega of mikill hraði og hættulegur, ekki sífet vegna þess að sum farartæki aka þarna um á miklu minni hraða, t.d. vinnutæki sem oft eru þarna á ferð, gjarnan á 30 til 35 km hraða. 80 til 90 kílómetra hraði við slíkar að- stæður er háskalegur. Við slíkar aðstæður, þegar mikil umferð er í eða úr vinnu, sést lögreglan afar sjaldan við hraðamælingar. Þegar umferð minnkar kvölds og morgna sinnir lögreglan hraðamælingum hinsvegar nokkuð vel. 1 þessu sambandi vil ég benda á að sá sem ekur Ártúnsbrekku í lítilli umferð og við góð skilyrði á 80 til 100 kílómetra hraða stundar ekki með því háskalegan akstur, það gerir hinn sem ekur sömu slóðir í þungri umferð á 70 til 90 km hraða. Mér er Ijóst að í mikilli umferð er erfitt og jafnvel næsta útilokað að stunda hraðamælingar, ekki síst þar sem um fjórar akreinar er að ræða. Radarinn ræður ekki við öll þau merki sem hann fær. f þessu efni kæmi til greina sú aðferð að radar, sem staðsettur væri yfir hverri akrein, sæi sjálfvirkt um mælingu og væri jafnframt tengdur mynda- vél sem myndaði sökudólginn sem síðan fengi sendan gíróseðil með sektinni. Æskilegt væri að slíkar radarstöðvar væru færanlegar og mætti þá setja þær upp t.d. þennan daginn á Miklubrautarbrýrnar, annan daginn á brýrnar t' Kópa- vogi, hinn þriðja á skiltabrýrnar yfir Reykjanesbraut og vtðar á brýr sem til þessa væru gerðar. Með þessari aðferð vissu ökumenn Háskalegur akstur alltaf af hugsanlegri hraðamælingu á þessum stöðum, en auk þessa héldi lögreglan uppi hinni venju- legu hraðamælingu. Jafnframt svona skipulögðum hraðamæling- um þyrfti að gera greinarmun á hraðakstri við góðar aðstæður og hættulegar. Ég er þeirrar skoðunar að fráleitt sé að beita sömu sekt fyrir 80 km hraða í Ártúnsbrekku um bjarta sumarnótt og fyrir 80 km hraða í þungri umferð og hálku að vetri. Að gera reglur um mismun- andi sektir, eftir aðstæðum, er væntanlega erfitt eða útilokað en hinsvegar væri hægt að setja há- markshraða t.d. 60/80 sem dag- og næturhraða. í framhaldi af þessu vil ég benda á ökumenn sem stunda enn háskalegri akstur en hraða- akstur. Snjósóðamir Þessa dagana hafa snjósóðarnir verið mjög áberandi í umferðinni. Þeir eru ökumennirnir sem aka um á bílum sínum með nánast allt útsýni lokað, snjó á öllum rúðum nema hluta framrúðu, snjó fyrir ljóskerum og númerum, auk þess að snjór hylur hliðarspegla, þegar þeir eru til. Slíkir ökumenn krus- andi milli akreina t.d. á 50 kíló- metra hraða eru miklu háskalegri í umferðinni en t.d. ökumaður sem í þunga umferð ekur um Ártúns- brekku á 80 til 90 kílómetra hraða. Vegna þessara hættulegu öku- manna á lögreglan að setja upp snjóvakt við fjölfarnar götur. Þess- um ökumönnum á lögreglan að kippa út fyrir veg og láta þá hreinsa rúður bílsins, Ijósker, númer og spegla áður en fram verður haldið ferð, en sekta auk þess verulega ef hægt er. Snjósóðana á og þarf að taka í gegn, hina sem aka einir á 80 km hraða í lítilli umferð á aðal- brautum borgarinnar við góð skil- yrði, gæti lögreglan iátið sem hún sæi ekki. Umferðardónar Snjósóðamir eru dæmi um tillits- lausa ökumenn sem eru til stór- hættu sjálfum sér og öðrum. Hinir umferðardónarnir sem ég vil nefna hér, eru þeir sem haga akstri sínum algerlega án tillits til annarra og skapa einnig hættu með framferði sínu - og lögreglan lætur afskifta- lausa. Það eru ökumennirnir sem teppa götur miðbæjarins á kvöldin og þó helst um helgar, en loka einnig götum framan við sam- komustaði um helgar en einnig í miðri viku hvenær sem framhalds- skólaball er haldið. Þessir umferð- ardónar er unga fólkið sem fer um rúntinn eða heldur sig og bílum sínum framan við dansstaðina. Margítrekað hafa bílstjórar hringt í lögregluna og beðið um að slíkar umferðarstíflur yrðu leystar upp, án árangurs. Lögreglunni ber vit- anlega skylda til þess að sinna slíkum verkefnum, en það skal vissulega viðurkennt að þegar slík verkefni koma uppá, þá er það gjarnan á þeim tíma sem margvís- leg önnur mál hlaðast að á þeim bæ. í miðri viku, þegar framhalds- skólaböllin eru haldin, eru verkefni lögreglu að sjálfsögðu færri, en þá kemur trúlega hitt til að miklu færri eru á vakt. Að halda rúntin- um gangandi (ekki loka honum) finnst mér að geti verið þýðingar- mikið uppeldisatriði hinna ungu ökumanna sem nú stöðva og leggja bílum sínum algerlega tillitslaust. Lögreglan á að halda rúntinum opnum og bílunum á hreyfingu, hún á að halda götunum framan við skemmtistaðina opnum og hún á hiklaust að beita þá bílstjóra sektum, sem stöðva eða leggja bílum sínum á eða við akbraut, þannig að önnur umferð kemst ekki hjá. Ég vil sjá lögregluna taka umferðardónana til bæna, ég vil sjá lögregluna taka snjósóðana út í hreinsun og sætti mig við að hraða- mælingar verði örlítið minni á meðan. Ég er sannfærður um að það er þýðingarmikið uppeldisat- riði í umferðinni að hrista svolítið upp í snjósóðunum og umferðar- dónunum. VETTVANGUR llllllllllllllll Elín Líndal: ULLARIÐN AÐUR ? Undirstaða þeirra iífskjara sem við búum við eru útflutningsat- vinnuvegirnir. Ótvírætt er sjávar- útvegurinn þar lang mikilvægastur, en að fleiru þarf að hyggja. Afkoma ullariðnaðarins hefur verið mjög erfið, sérstaklega síð- astliðin tvö ár. Þetta hefur komið fram í mikilli fækkun minni fyrir- tækja í greininni og umtalsverðum hallarekstri. Ástæður þessara erf- iðleika eru einkum tvær, röng gengisskráning og samdráttur í sölu á ullarvöru. í þjóðfélagi þar sem útflutningurinn er hlutfallslega einhæfur verður trúlega lengst af eitthvað sveiflukennd afkoma. Það er hins vegar stjórnvaldanna á hverjum tíma að milda þessar sveiflur, svo og að draga úr ein- hæfni útflutningsgreinanna með stuðningi við nýjar framleiðslu- greinar og endurskipulagningu annarra. Útflutningsatvinnuvegirnir eru að mestum hluta til staðsettir á landsbyggðinni, milli afkomu þess- ara fyrirtækja og afkomu fólksins í dreifbýlinu eru bein tengsl, þó versnandi afkomu í útflutningi gæti allsstaðar um síðir. Til að treysta stöðu landsbyggðarinnar er mikil- vægt að skapa þar grundvöll fyrir fleiri og fjölþættari störf, m.a. með heppilegum iðnrekstri. Jafnframt er rétt að hafa í huga að á sama tíma og vinnustaðir og önnur mannvirki eru í eyði úti á landi, skapar flutningur fólks til Reykjavfkursvæðisins þenslu í mannvirkjagerð og þjónustu sem ýtir undir verðbólgu. Dreifbýlisiðnaður Ullariðnaðurinn er kjörinn dreif- býlisiðnaður, enda verið stundaður sem slíkur að verulegu leyti. Þekk- ing á hráefninu, ullinni, er víðast Jafnframt er rétt aö hafa í huga að á sama tíma og vinnustaðir og önnur mannvirki eru í eyði útiálandi.skapar flutningur fólks til Reykjavíkursvæðisins þenslu í mannvirkja- gerð og þjónustu sem ýtir undir verðbólgu. til staðar og sömu sögu má raunar segja um úrvinnsluna, saumaskap- inn. En það er fleira sem gerir ullariðnaðinn heppilegan í þessu tilliti, stofnkostnaður saumastofa t.d. er hlutfallslega lítill og auðvelt er að aðlaga hverja rekstrareiningu breytilegum þörfum byggðarlag- anna svo sem eftir stærð þeirra. Framleiðslugeta fyrirtækja í ullariðnaði er verulega meiri en núverandi framleiðsla. í skýrslu um ullariðnaðinn á s.l. ári kemur fram að 16 minni fyrirtæki í grein- inni geta framleitt 2-3 sinnum meiri prjónavoð og saumað 50-100% fleiri flíkur. Ljóst er að þekkingin er til staðar svo og framleiðslugeta hvað tækjakost áhrærir. Stjórnvöld hljóta að gaumgæfa þá möguleika sem ullariðnaðurinn gefur til styrktar dreifbýlinu, sé þeim hinum sömu alvara með að sporna við frekari byggðaröskun. Stjómvöld hljóta að gaumgæfa þá mögu- leikasem ullariðnaður- inn gefur til styrktar dreifbýlinu, sé þeim hinum sömu alvara með að sporna við frekari byggðaröskun. Samvinna - Samruni? Nú er það ekki svo að vandi ullariðnaðarins sé eingöngu „al- vondum" stjórnvöldum að kenna. Hluti erfiðleikanna er frá fyrirtækj- unum sjálfum, svo sem hvað varðar vöruþróun og nýjungar eða ein- faldlega að fylgast með hvað vænt- anlegir kaupendur vildu. Ásamt stöðugum starfsskilyrð- um þá er ullariðnaðinum það mikil- vægast að auka hagkvæmnina bæði hvað varðar framleiðsluna og markaðssókn. Samhliða hagræð- ingu og endurskipulagningu í greininni virðist samvinna eða sam- runi smærri útflutningsfyrirtækja sterk aðgerð til að ná fram þessum markmiðum. Með slíku samstarfi kæmi fjöl- margt til athugunar, m.a. að prjónastofur sendu voðina að mestu leyti sniðna frá sér til sauma- stofanna. Slíkt fyrirkomulag myndi væntanlega auka sérhæf- inguna, einkum varðandi sníða- tækni, framleiðslutími hverrarflík- ur styttist og arðsemin ykist. Hvað markaðsmálin áhrærir þá er Ijóst að ekki þýðir fyrir íslend- inga að keppa við ódýran fatnað frá löndum Asíu. Á þessu sviði, eins og svo fjölmörgum öðrum, verður að skapa vörum okkar sér- stöðu á markaðnum, sérstöðu sem byggir á gæðum framleiðslunnar ásamt sérkennum íslensku ullar- innar og þeim áhuga sem nú er í heiminum fyrir ómenguðu um- hverfi og hinu upprunalega. Það er ullariðnaðinum ekki til farsældar að vera í innbyrðis sam- keppni á erlendum mörkuðum, samkeppni sem . fyrst og fremst byggist á verði, varan er sam- bærileg. Enda hafa markaðsathug- anir leitt í ljós að erlendir við- skiptavinir kaupa ekki ullarvörur eftir framleiðendum heldur fyrst og fremst af því að varan er íslensk. Jafnframt er ljóst að við núver- andi aðstæður hindrar fjármagns- skortur fyrirtækjanna öfluga mark- aðssókn. Samvinna á því sviði er því einnig líklegri til árangurs. Það er ýmislegt sem bendir til að íslenskur ullarfatnaður eigi góða möguleika á erlendum mörkuðum, en framtíð greinarinnar þarf að styrkja með auknu skipulagi. ó.febrúar 1989 Elín R. Líndal varaþingmaður Framsóknarflokksins N-v.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.