Tíminn - 09.02.1989, Síða 12
.12 Tíminn
Fimmtudagur 9. febrúar 1989
100 ára minning
TRYGGVIÞÓRHALLSSON
forsætisráðherra
- eftir Ingvar Gíslason, ritstjóra Tímans
Stjórnmálaafskipti
Tryggvi Þórhallsson gekk mennta-
veg, iauk guðfræðiprófi við Háskóla
íslands árið 1912. Skömmu síðar
vígðist hann til Hestþinga í Borgar-
firði og var þar prestur næstu ár.
T ryggvi hugðist gerast fastur kennari
við guðfræðideild Háskólans, sagði
lausu prestsstarfinu, en svo fór að
hann hlaut ekki dósentsembættið,
sem hann sóttist eftir. Við það urðu
straumhvörf á æviferli hans. Honum
bauðst að verða ritstjóri Tímans
haustið 1917, en blaðið var þá nýlega
stofnað sem vikublað og ekki full-
mótað, þótt stefna þess væri ljós.
Tryggvi var þá aðeins 28 ára að aldri.
Tryggvi Þórhallsson var ritstjóri
Tímans næstu 10 ár. í höndum hans
varð Tíminn fljótlega útbreiddasta
blað landsins og eftir því áhrifamik-
ið. Jafnframt varð Tryggvi Þórhalls-
son einn af aðalforingjum Fram-
sóknarflokksins, ekki síst eftir að
hann tók sæti á Alþingi eftir kosn-
ingarnar 1923. í þessum kosningum
efldist Framsóknarflokkurinn veru-
lega og þó enn meira í kosningum
sem haldnar voru 1927. Þá verða
tímamót í sögu flokksins, sem tengj-
ast mjög nafni Tryggva Þórhallsson-
ar. Honum var falið að mynda
ríkisstjórn og naut til þess að sjálf-
sögðu fylgis þingmanna Framsókn-
arflokksins og hlutleysis Alþýðu-
flokksins. Þetta var í fyrsta skiptí
sem framsóknarmaður myndaði
ríkisstjórn, en áður hafði flokkurinn
átt aðild að ríkisstjórnum nokkrum
sinnum síðan 1917. Tryggvi var eftir
þetta forsætisráðherra samfellt nær
fimm ár. Auk þess var hann atvinnu-
málaráðherra mikinn hluta þessa
tímabils. Ræður af líkum að völd
Tryggvi Þórhallsson við skrifborð sitt í ráðherrabústaðnum sennilega 1930.
Fyrir ofan skrífborðið eru myndir af Tryggva Gunnarssyni, foreldrum
Tryggva Þórhallssonar og síra Birni Halldórssyni ■ Laufási.
Þess er nú minnst, að í dag eru liðin 100 árfráfæðingu
Tryggva Þórhallssonar, sem var forsætisráðherra í
nærfellt fimm ár, 1927-1932. Tryggvi hafði áður verið
ritstjóri Tímans um tíu ára skeið. Alþingismaður var
hann á árunum 1923-1934. Tryggvi andaðist á miðjum
aldri, 46 ára gamall, sumarið 1935. Hann var þá banka-
stjóri Búnaðarbanka íslands. Eru því bráðum 54 ár síðan
Tryggvi Þórhallsson lést í blóma lífsins og mikið vatn til
sjávar runnið síðan. Þótt líf hans yrði ekki langt, þá var
ævi hans viðburðarík. Hann var einn af fremstu áhrifa-
mönnum sinnar samtíðar, forystumaður í íslenskum
þjóðmálum á eftirminnilegu aldarskeiði, komst til póli-
tískra áhrifa þegar við upphaf fullveldistímans og átti
mikinn þátt í mótun fyrri helmings þessa tímabils.
Fullveldistíminn
Nokkuð ber á því um þessar
mundir að ungt fólk lætur sér fátt
finnast um árin milli heimsstyrjald-
anna allt fram undir stofnun lýðveld-
isins 1944. Svo virðist sem ungt fólk
á líðandi stund geri sér ekki grein
fyrir mikilvægi þess að fsland varð
fullvalda ríki með sambandslögun-
um 1. des. 1918. Fullveldistímabilið,
sem svo má kalla, var sá aldarfjórð-
ungur, sem leið milli fullveldisvið-
urkenningar og lýðveldisstofnunar.
Með réttu má segja að þessi aldar-
fjórðungur hafi verið aðfaratími lýð-
veldisstofnunarinnar. Fullveldið
1918 markaði glögg skil í íslenskri
sjálfstæðisbaráttu. Þá var náð þeim
áfanga, sem keppt hafði verið að
síðan snemma á 19. öld, að ísland
yrði sjálfstætt ríki í konungssam-
bandi við Dani. Hugmyndin um að
fsland yrði lýðveldi fékk ekki al-
menna viðurkenningu fyrr en rétt
eftir 1940.
Ekki er örgrannt um að unga
kynslóðin nú á dögum líti á milli-
stríðsárin sem afar fjarlægan tíma og
þó e.t.v. fremur sent lítinn framfara-
tíma, ef ekki einhvers konar hall-
ærisöld. Slíkt álit er á miklum mis-
skilningi byggt. Þótt óneitanlega
væri margt með frumstæðum brag
miðað við hátækni og velsæld allra
síðustu ára, þá er alveg Ijóst að
þessir áratugir eru hluti af nútíman-
um og eðlisskyldir líðandi stund
hvað varðar viljann til framfara og
bættra lífskjara þjóðarinnar. Er
óhætt að fullyrða að framfarahugur
þjóðarinnar var vel vakandi á þrem-
ur fyrstu áratugum þessarar aldar.
Þjóðin ól ekki síður með sér mikla
drauma um framtíð landsins á þess-
um árum, heldur en síðar hefur
orðið. Framkvæmdir þjóðarinnar
voru ekki síður stórhuga þá en nú
þekkist, ef rétt tillit er tekið til
sögulegra aðstæðna. Á því öllu er
bitamunur en ekki fjár, ef saman-
burður er gerður. Hugurinn er hinn
sami. Tækni, þekking og úrræði hafa
breyst. Sá er munurinn.
Uppvaxtarskeið og starfsævi
Tryggva Þórhallssonar voru því
merkistímar í íslenskri þjóðarsögu.
Þar fer saman að íslendingar fá
aukin yfirráð mála sinna, frá því að
vera háðir dönsku valdi, og atvinnu-
þróun í nútímaskilningi fer að eiga
sér stað fyrir frumkvæði landsmanna
sjálfra. Það er fróðlegt að kynna sér
umræður um þjóðmál á fyrstu árum
aldarinnar, að ekki sé minnst á þann
tíma, þegar komið er fram á annan
og þriðja áratuginn og þar á eftir.
Inntak umræðnanna er að jafnaði að
bera saman gamla og nýja tímann,
þar sem nýi tíminn er nefndur fram-
faratími og því haldið fram að þjóðin
lifi mikla breytingu á atvinnuháttum,
samgöngum, menningu og aldarfari.
Að þessu leyti er enginn munur á
viðhorfum fólks á þessum tíma og
því sem er í dag. Þeir, sem nú eru
ungir og í fullu starfsfjöri og eru
framfarasinnaðir munu allt eins hitta
fyrir samherja sína og skoðanabræð-
ur við að kynnast liðnum kynslóð-
um, en að þar séu einhverjir úrtölu-
og afturhaldsmenn á ferð. Þegar
Tryggva Þórhallssonar er minnst, er
ekki síst ástæða til að draga fram
hina jákvæðu mynd aldarfarsins á
hans dögum, minna á framfara- og
hugsjónabaráttu þess tíma.
Ætt og uppvöxtur
Tryggvi Þórhallsson fæddist í
Reykjavík 9. febr. 1889. Foreldrar
hans voru hjónin Valgerður Jóns-
dóttir og Þórhallur Bjarnarson, þá
forstöðumaður Prestaskólans, síðar
biskup. Foreldrar Tryggva voru báð-
ir Norðlendingar. Móðir hans þing-
eyskrar ættar og faðir hans af þing-
eyskum og eyfirskum ættum
kominn. Valgerður Jónsdóttir var
dóttir Jóns Halldórssonar á Bjarna-
stöðum í Bárðardal, sem dó að vísu
ungur frá konu og mörgum börnum
en hefur orðið kynsæll. Valgerður
varð fósturdóttir Tryggva Gunnars-
sonar, þess fræga athafnamanns
Tryggvi Þórhallsson, ritstjórí.
Mynd tekin af bókasafni Tryggva Þórhalissonar í Laufási ca 1934.
norðanlands og sunnan. Frá honum
er komið nafnið á Tryggva Þórhalls-
syni. Þórhallur, faðir Tryggva, var
sonur sr. Björns Halldórssonar í
Laufási, hefðarklerks og skálds, sem
orti ekki aðeins klassíska sálma,
heldur og sígildar vísur og gaman-
bragi sem lengi verður jafnað til, ef
menn eru að gera að gamni sínu. Sr.
Björn, afi Tryggva, var ekki aðeins
prestahöfðingi og skáld, heldur
framtakssamur bóndi og athafna-
maður á Laufásstað. Hann lét byggja
upp Laufásbæinn, sem allir þekkja
nú sem dæmi um húsakost á íslensk-
um stórbýlum á fyrri öld, og lét reisa
Laufáskirkju, sem enn stendur.
Þórhallur Bjarnarson, faðir
Tryggva, var gáfaður menntamaður
eins og sr. Björn hafði verið, og eftir
því ötull og framtakssamur á verald-
arvísu. Þegar hann, ungur að árum,
gerðist forstöðumaður Prestaskól-
ans, keypti hann kotbýli eitt í
Reykjavíkurlandi, byggði þar stór-
hýsi á sinnar tíðar mælikvarða, rækt-
aði landið og tók að reka þarna;
stórbúskap og kallaði Laufás. Lauf-
áshúsið stendur enn við Laufásveg,
sem við staðinn er kenndur, en búskap-1
ur þar er aflagður fyrir löngu, enda
Reykjavíkurborg vaxin þar allt um
kring fyrir mörgum áratugum. Þór-
hallur var auk þess forystumaður í
almennum búnaðarmálum í landinu,
lét þau mál alveg sérstaklega til sín
taka, þótt ekki sé rúm til að rekja
það nánar. Bróðir hans, Vilhjálmur
Bjamarson, sem flust hafði frá Kaup-
angi í Eyjafirði nokkru eftir 1890,
gerðist stórbóndi á Rauðará við
Reykjavík, en sú jörð var á þeim
slóðum þar sem nú er Frímúrarahús-
ið og Lögreglustöðin við Hverfisgötu
og það umhverfi. Hann var faðir
Halldórs Vilhjálmssonar skólastjóra
á Hvanneyri, mikils búnaðarfröm-
uðar á fyrri hluta aldarinnar. Tryggvi
ólst upp við framfaraáhuga, ekki síst
í landbúnaði.