Tíminn - 09.02.1989, Síða 15
Fimmtudagur 9. febrúar 1989
FRÉTTAYFIRLIT
MOSKVA - Skæruliöar
múslíma réðust á stöðvar afg-
anskra hermanna meðfram
tveimur þjóðvegum er liggja að
Kabúl. Sovéskir hermenn
höfðu áður gætt þjóðveganna
en afganskir hermenn tekið við
stöðvunum er sovéskt herlið
yfirgaf Afganistan.
ISLAMABAD - Samein-
uðu þjóðirnar skýrðu frá því að
áhöfn vöruflutningavélar frá
ríkisflugfélaginu í Eþíópíu sem
hlaðin hafði verið 32 tonnum af
hjálpargögnum frá Egyptum
hafi neitao að fljúga til Kabúl
höfuðborgar Afganistans.
Flugvélin átti að vera fyrsta
vöruflutningavélin sem flygi
með hjálpargögn frá Samein-
uðu þjóðunum til Kabúl vegna
borgarastyrjaldarinnar í Agan-
istan, en til stendur að senda
320 tonn af mat og lyfjum til
borgarinnar.
VARSJÁ - Viðræðurpólsku
ríkisstjórnarinnar og stjórnar-
andstöðunnar í Póllandi sem
leiðtogar verkalýðssámtak-
anna Samstöðu leiða, héldu
áfram þrátt fyrir yfirlýsingu tals-
manns ríkisstjórnarinnar Jerzy
ilrban. Hann sakaði náma-
verkamenn sem eru í verkfalli
um að hindra stjórnmálalegar
og efnahagslegar umbætur i
landinu. Viðræður stjórnvalda
og stjórnarandstöðunnar fjalla
einmitt um leiðir til að ná fram
þessum úrbótum. Leiðtogar
Samstöðu hafa fordæmt verk-
fall kolanámumanna á þessu
stigi viðræðnanna.
BRUSSEL - Belgar sam-
þykktu tilboð Hassans kon-
ungs Marokkó um að hann
verði milligöngumaður í við-
ræðum Belga og forseta Zair,
Mobutu Sese Seko, en slest
hefur upp á vinskapinn undan-
farna þrjá mánuði vegna harð-
vítugra skrifa belgískra dag-
blaða um þennan mæta mann.
NIKOSÍA - Andlegur leið-
togi írans Ajatollah Ruhollah
Khomeini hefur samþykkt að
veita hópi af pólitískum föng-
um frelsi sitt. Utvarpið í Teher-
an segir að hér sé aðallega um
að ræða unga fylgismenn
vinstri sinnaðra stjórnarand-
stöðuflokka í íran.
JÓHANNESARBORG-i
Læknar sem skoðað hafa þá [
pólitísku fanga í Suður-Afríku
sem nú eru í hungurverkfalli
segja Ijóst að margir fanganna
hafi sætt barsmíð og pynting-
um. Fangarnirhafafæstirkom- i
ið fyrir dóm.
Tíminn 15
lll
lllllllllll
ÚTLÖND
Enn eitt hörmulegt flugslys - nú á Azoreyjum:
Þota f erst með 144
farþega innanborðs
Bandarísk farþegaþota fórst í fjallendi á eyjunni Santa
Maria sem tilheyrir Azoreyjunum á miðju Atlantshafi.
Hundrað fjörutíu og fjórir voru um borð í vélinni og komst
enginn lífs af úr slysinu.
Farþegaþotan sem var af gerðinni Boeing 707 var í
áætlunarflugi frá Bergamo á Ítalíu til Dóminíkanska lýðveld-
isins. Flugstjórinn hugðist
tæknilegra örðugleika.
Flak flugvélarinnar dreifðist yfir
stórt svæði í fjalllendinu sem er
mjögerfitt yfirferðar. Höfðu einung-
is fá lík fundist í gærkveldi, en
björgunarsveitir frá eyjunum héldu
þegar á slysstað.
Ibúar þorpa í grennd við slysstað-
inn sögðust hafa séð vélina fljúga
utan í fjallshlíðina í sjö kílómetra
fjarlægð frá flugvellinum á eyjunni
og hafi samstundis komið upp eldur
í flakinu.
ítölsk ferðaskrifstofa sem seldi
ferðir með fiugvélinni skýrði frá því
að allir farþegar og áhöfn þotunnar
hafi verið ítölsk að flugstjóranum
undanskildum, en hann væri Banda-
ríkjamaður. Þotan var í eigu banda-
ríska flugfélagsins Indipendent Air.
Flugstjórinn ku hafa haft samband
við flugturninn skömmu áður en
Ienda á Santa Mariu vegna
þotan fórst og sagst vera að undirbúa
nauðlendingu.
Portúgölskum freigátum sem
staddar voru nærri Santa Mariu var
þegar í stað stefnt til eyjunnar með
lyf og hjálpargögn, en fljótlega var
ljóst að engin not var fyrir þau
hjálpargögn.
Azoreyjar liggja úti í miðju Atl-
antshafi í 800 km fjarlægð frá Port-
úgal, en eyjarnar eru undir stjórn
Portúgala.
Enn eitt flugslysið varð í gær þegar
farþegaþota af Boeing 707 gerð fórst
á Azoreyjum og með henni 144
manns. Þessi mynd er af flaki nýrrar
franskrar farþegaþotu er fórst á
flugsýningu á síðasta ári, en síðasta
ár var mesta flugslysaár á friðartím-
um frá upphafi.
Japanskurhryðju-
verkamaður hlýtur
30áradómíBNA
Liðsmaður hinna iilræmdu jap-
önsku rauðu herdeildar, sem á
síðasta ári var handtekinn á þjóð-
veginum við New Jersey í Banda-
ríkjunum með þrjár sprengjur í
fórum sínum, var dæmdur í þrjátíu
ára fangelsi í gær.
Yu Kikumura neitaði sakargift-
um bandarískra stjórnvalda sem
sökuðu hann um að hafa undirbúið
sprengjutilræði í New York til að
hefna lotárása Bandaríkjamanna á
Líbýu árið 1986. Yu sagðist hafa
unnið á eigin vegum án samstarfs
við aðra og að hann væri ekki
tengdur Rauðu herdeildunum.
í dómsorði segir að Yu Kikum-
ura geti ekki sótt um náðun fyrr en
eftir 25 ár. Pá muni honum verða
vísað úr landi um leið og hann losni
úr fangelsi.
Yu neitaði að standa á fætur er
dómsorð var lesið yfir honum af
Alfred Lechner dómara:
-Þú hugðist myrða og særa fjölda
fólks. Það sem þú hugðist gera var
að myrða og meiða fólk af þeirri
ástæðu einni að það væri af banda-
rísku bergi brotið.
Það er eina ályktunin sem hægt
er að draga af þeim sprengjum sem
þú hafðir í fórum þínum. Þær voru
hannaðar á þann veg að þær dræpu
og særðu sem flest fólk, en ekki til
þess að sprengja byggingar í loft
upp.
Áður en dómsorð var lesið yfir
Yu stóð hann upp og gaf yfirlýs-
ingu:
-Ég fordæmi ríkisstjórn Banda-
ríkjanna fyrir ólöglegan málflutn-
ing í máli mínu. Stjórnvöld nota
mál mitt til að réttlæta árás á
ríkisstjórn Líbýu og líbýsku þjóð-
ina.
Ég kom til Bandaríkjanna á
mínum eigin forsendum. Ég er
ekki tengdur Líbýu. Bandaríkin
búa til sögur um Líbýu til að
réttlæta sínar eigin árásir á Líbýu,
sagði Yu.
w Rondonopolis í Brasilíu:
Oþekktirmenn
myrða 7 fanga
Þrjátíu menn réðust inn á lög-
reglustöð í bænum Rondonopolis í
miðri Brasilíu og drápu sjö fanga í
fyrrinótt. Lögreglan í bænum, sem
hefur óskað eftir liðsauka, sagðist
enga hugmynd hafa um hverjir voru
að verki. Fimm fangar voru myrtir í
fangaklefum sínum en tveir voru
dregnir út fyrir lögreglustöðina og
myrtir þar.
Morð þessi eru framin tveimur
dögum eftir að átján fangar f Sao
Paulo köfnuðu í klefum sínum. Þeir
voru meðal fimmtíu fanga sem gerðu
uppreisn og var af þeim sökum
troðið inn í fangaklefa sem voru
ekki nema fjórir fermetrar að stærð.
Hermir sagan að lögregla hafi síðan
sprautað táragasi inn í klefann.
Rannsóknamefnd vinnur nú að
því máli, að sögn lögreglu.
Palestínumenn sam-
einast gegn ísrael
Palestfnumenn á hernumdu svæð-
unum á Vesturbakkanum og á Gaza
ganga nú sameinaðir til baráttunnar
gegn hernámi ísraela. Frelsissamtök
Palestínu og fslamska andspyrnu-
hreyfingin Hamas sem hingað til
hafa keppst um hylli Palestínu-
manna á þessum svæðum hafa nú
gert með sér samkomulag um að
leggja niður fyrri ágreiningsefni og
einbeita sér sameiginlega að barátt-
unni gegn ísraelum.
Fylgismenn þessara tveggja sam-
taka hafa á undanförnum mánuðum,
hvað eftir annað barist á götum
borga og bæja á hernumdu svæðun-
um, en Hamas samtökin hafa sakað
PLO um að selja rétt Palestínu-
manna með því að samþykkja rétt
Gyðingaríkis jalnhliða rétti Palest-
ínuríkis.
Hér eftir munu aðgerðir samtak-
anna í verkföllum og mótmælaað-
gerðum verða samræmdar og bæði
samtökin hvetja Palestínumenn til
að sniðganga ísraelskar vörur og að
greiða ekki skatta sína.
Á sama tíma fór sendinefnd Pal-
estínumanna hjá Sameinuðu þjóð-
unum fram á það að ofbeldið á
Vesturbakkanum verði tekið til sér-
stakrar umræðu. Þessi krafa kemur
í kjölfar mannréttindaskýrslu
Bandaríkjastjórnar sem sakar fsra-
ela um alvarleg mannréttindabrot
gegn Palestínumönnum.
Tveir Palestínumenn féllu fyrir
kúlum ísraelskra hermanna í gær.
Kóreumenn í hár
saman vegna her-
æfinga í S-Kóreu
Undirbúningsviðræður Norðúr-
Kóreumanna og Suður-Kóreu-
manna fyrir fyrirhugaðan fund for-
sætisráðherraríkjanna sigldu í
strand í gær á fyrsta degi þeirra.
Ásteytingarsteinninn var fyrirhug-
aðar heræfingar Suður-Kóreuhers
og herliðs Bandaríkjamanna í Suð-
ur-Kóreu, en þær eiga að fara fram
á næstunni.
Upp úr viðræðunum slitnaði
þegar sendinefndirnar höfðu rifist
um æfingarnar í rúmar tvær
klukkustundir eftir að formaður
norður-kóresku sendinefndarinnar
hafði krafist þess að heræfingunum
yrði aflýst.
Enginn árangur varð af fundin-
um sem beðið hafði verið af mikilli
eftirvæntingu, en sendinefndimar
ákváðu þó að hittast að nýju 2.
mars í Panmunjon þorpinu á landa-
mærum ríkjanna, en þorpið er
opinber griðastaður.