Tíminn - 09.02.1989, Page 20

Tíminn - 09.02.1989, Page 20
AUGLÝSINGASÍMAR: RlKiSSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnorhúsinu v/Tryggvagötu, 8 28822 „ gmM eru °mr fm' PÓSTFAX NÝJA SENDIBÍLASTÖÐIN TÍMANS VERBBRCFAUIBSKIPn SAMVINNUBANKJUtiS SUÐUHUNOSBRAUr ta. SlMI: 688S68 687691 GÓÐIR BÍLAR ÁGÆTIR BÍLSTJÓRAR FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1989 Afleiðingar söluriftunar við v-þýskar verslanirtil umræðu í ríkisstjórn: Rey rni taðsl ka pal lag mel ti is- iðnaði sérstakt svigrúm Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðhcrra, hefur lagt til við fyrstu umræðu í ríkisstjórn að reynt verði að koma til móts við fyrirtæki í lagmetisiðnaði vegna óvæntrar birgða- söfnunar á framleiðslu sem unnin hafði verið samkvæmt sölusamningum við verslanir í V-Þýskalandi. Samkvæmt heimildum Tímans hefur verið rætt um að sjávarútvegs- ráðuneytið liðki fyrir þeim möguleika að bankar greiði út afurðalán til þessara lagmetisfyrirtækja þrátt fyrir að sölu hefur verið rift. Vandræðin eru fyrst og fremst þau að framleiðsluvaran ersérstak- lega merkt verslunarkeðjunum Tengelmann og Aldi og er því þörf á scrstöku fjármagni til að brcyta merkingunum og gera vöruna aftur seljanlega á öðrum mörkuðum. Einnig er þörf á rekstrarfé og svigrúmi þar til varan kemst á ný í verð. Hermann Sveinbjörnsson, að- stoðarmaður sjávarútvegsráð- Iterra, sagði í viðtali við Tímann í gær að flest þau fyrirtæki sem um ræðir væru rekin á takmörkuðu fjármagni eins og víðast tíðkast í útflutningsgreinum. Því lægi það fyrir að vegna jafn skyndilegrar samningsriftunar, væri oftast stutt í rekstrarstöðvun. Því væri ein leiðin sú að reyna að skapa þessum fyrirtækjum svigrúm til að endur- merkja vöru sína og freista þess að koma henni á markað að nýju. Til þess að það megi takast þurfa þessi fyrirtæki að fá fjárhagslegt oln- bogarými til að forða rekstrar- stöðvun. Aðgerðir þessar eru þó enn á byrjunarstigi og enn aðeins i til viðræðu milli sjávarútvegsráðu- neytis og viðskiptaráðuneytis. Sölustofnun hefur látið reikna út áætlað tap af völdum samningsrift- unar áðurnefndra verslanakeðj a og var það gert að ósk Halldórs Ás- grímssonar, sjávarútvegsráðherra. Skýrslan er mjög ítarleg og er tapið reiknað til hins ýtrasta. Er til dæmis reiknað hversu mikið tap kann að lenda á Eimskipafélagi íslands, sem sjá átti um flutninga lagmetisins á markað í V-Þýska- landi og tap Almennra trygginga hf. vegna iðgjaldataps á trygging- um varningsins. Einnig er sagt í skýrslunni að grænfriðungum sé að takast með mótmælum sínum að reka um 160 manns út í atvinnuleit, sem starfað hefur að framleiðslu og sölu á niðursoðinni rækju og kavíar, lamað verulega rekstur Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegs- ráðherra, ræðir nú við viðskipta- ráðherra um fyrirgreiðslu vegna afurðalána. Tímamynd Pjetur tveggja verksmiðja og lokað fjór- um verksmiðjum. Af skýrslunni er hins vegar erfitt að meta hversu mörgum starfsmönnum hefur þeg- ar verið sagt upp störfum í lagmet- isiðnaði vegna mótmælaaðgerða grænfriðunga við v-þýskar verslan- ir. Samkvæmt heimildum Tímans hefur innan við fimmtíu starfs- mönnum verið sagt upp á öllu landinu. Þær verksmiðjur sem taldar eru hafa farið verst út úr nýlegri riftun sölusamninga til V-Þýskalands eru HIK sf. á Húsavík, K.Jónsson og co. á Akureyri, Fiskiðjan Arctic á Akranesi og Pólstjarnan á Dalvík. Önnur fyrirtæki í lagmetisiðnaði eru með minna hlutfall af fram- leiðslu sinni fyrir markaði í V- Þýskalandi, en þangað hafa aðal- lega verið seldar rækjur og kavíar. KB Verður Arnarflug sett á? Halldór Sigurðsson fréttafulltrúi Arnarflugs: „Lögðum pakkalausn fyrir ráðherrann" Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum er meirihlutavilji nú fyrír því innan ríkisstjórnarinnar að Arnar- flug lifi áfram og starfi sjálfstætt- verði ekki sameinað Flugleiðum. Skoðun manna sé í höfuðatriðum sú að reynslan af sameiningu Loft- leiða og Flugfélags íslands á sínum tíma hafi ekki verið þess eðlis að eftirsóknarvert sé að aðeins eitt flugfélag nánast fái einokun á flugi til og frá landinu. Samgönguráðherra, Steingrími Sigfússyni hafi verið nokkuð í mun að Arnarflug yrði sameinað Flug- leiðum en hann sé nú orðinn einn um þá skoðun innan ríkisstjórnar- innar. Halldór Sigurðsson blaðafulltrúi Arnarflugs sagði Tímanum sl. mánu- dag að Arnarflug væri búið að leggja sín mál í hendur samgönguráðuneyt- isins og sagðist hann þá telja að ráðherra væri að kanna með viðræð- um við Flugleiðir hvort hægt væri að fá fram heppilegri lausn í málinu en Arnarflugsmenn hefðu sjálfir lagt fyrir ráðherra. -En hefur tekist að auka hlutafé Arnarflugs nægilega til að bjarga félaginu og er KLM ennþá inni í dæminu? Halldór sagði: „Þetta er ennþá í vinnslu. Við höfum aflað loforða um aukið hluta- fé frá núverandi hluthöfum og höf- um fengið felldar niður stórar skuldir erlendis og þetta hefur verið sett í pakka sem ráðherra hefur verið sýndur. Síðan er eftir að vita hvort eða hvernig ríkisstjórnin metur þetta og hvort hún telur þetta nægjan- legt.“ Samkvæmt heimildum Tímans hefur ríkisstjórnin nú metið þessa hluti þannig að rétt sé að „setja Arnarflug á vetur“ en fleira veldur en „pakkalausn“ Arnarflugs: Flugmálastefnan hefur um margt verið andsnúin Arnarflugi og stór svæði hafa verið félaginu algerlega lokuð, svo sem Bretland og Norður- löndin en þangað hafa Flugleiðir einar flogið áætlunarflug. Arnarflug hóf á sfnum tíma að fljúga til meginlands Evrópu og byrjaði flug þangað án nokkurs áryggisnets. Það hefur byggt upp aæði farþega- - og vöruflutninga á Evrópuleiðunum og aukið hlut sinn jafnt og þétt. Gagnvart neytendum þykir það all vafasamt að afhenda Flugleiðum Arnarflug nánast á silfurfati. Ýmis- legt þykir benda til þess að Flugleiðir hafi talið það nokkuð Ijóst Arnarflug væri lagst banaleguna og hafa Flug- leiðamenn látið að því liggja að undanförnu að þeir hygðust auka arð af starfsemi sinni, t.d. með því að fella niður lágfargjöld. í sam- keppni kæmust menn vart upp með að standa við slíkar yfirlýsingar. Þá þótti ljóst að ef Flugleiðir yfirtækju Arnarflug með öllum þess skuldum, hefði félaginu nægt að hækka flug- fargjöld sín um 3% til að standa undir yfirtökunni. Meðan Flugleiðir voru eini ís- lenski aðilinn sem stundaði áætlun- arflug milli landa gekk reksturinn misjafnlega. Þegar áætlunarflug Arnarflugs síðan hefst 1982 var eins og umskipti yrðu og rekstur Flug- leiða tók að skila hagnaði. Flugleiðir hafa síðan ítrekað hafið áætlunarflug á svipuðum, eða sömu flugleiðum og Arnarflug. Má í því sambandi nefna flug þeirra til Aust- urríkis í kjölfar flugs Arnarflugs til Salzburgar, ofan í flug Arnarflugs til Zúrich með áætlunarflugi til Basel, og til Frankfurt. Viðræður um orlofsflug næsta sumar með meðlimi launþegasam- taka og stéttarfélaga við Flugleiðir hafa staðið um nokkurn tíma og hafði náðst samkomulag um þau mál og í raun aðeins eftir að undirrita samninga. Þegar hins vegar máls- sókn Flugleiða gegn Verslunar- mannafélagi Suðurnesja hófst kipptu félögin að sér höndum og hafa samtök launþega lýst því yfir að ekki verði samið við félagið nema þáð dragi málið til baka. Heimildarmönnum blaðsins ber saman um að það sem hér hefur verið rakið séu höfuðástæður þess að ríkisstjórninni þyki það heldur óvænlegt að Flugleiðir verði eitt um hituna í áætlunarflugi til og frá landinu og Arnarflug muni því halda áfram aðvera til um sinn a.m.k. -sá Marel hf., Pólstækni hf. og Rekstrartækni hf: sam- starf Fyrirtækin Marel hf., Póls- tækni hf. og Rekstrartækni hf. hafa gert með sér samning um samstarf og sameiginleg'a hluta- fjáraukningu fyrirtækjanna. Hlutafjáraukning fyrirtækj- anna verður um 50 milljónir króna og mun koma frá ýmsum aðilum og fyrirtækjum. Marel og Pólstækni framleiða einkum tölvuvogir fyrir fiskiskip, fisk- vinnslufyrirtæki, flokkunarvélar og fleira. Rekstrartækni hf. hefur aðallega unnið að tölvusölu og sölu á hugbúnaði, sérstaklega fyrir fiskiðnað. Ákveðið er að fyrirtækin verði í framtíðinni áfram sjálfstæð hlutafélög, en nátengd rekstrar- lega. jkb

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.