Tíminn - 28.02.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 28.02.1989, Blaðsíða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 28. febrúar 1989 AÐ UTAN llllll!!l!!!!l Hver var hlutur Hirohitos keisara í japönskum stríðsglæpum? Um það er nú víða deilt. Leyndarskjöl afhjúpuð Japanar átu hermenn í heimsstyrjöldinni Víða um heim standa nú hatrammar deilur um hver hlutur Hirohitos keisara hafi verið í japönskum stríðs- glæpum í síðari heimsstyrjöldinni og er það andlát keisarans og nýafstaðinni útför sem hafa opnað fyrir þær flóðgáttir. Nú hefur hulunni verið svipt af leynd- arskjölum þar sem sannanir eru færðar fyrir að japanskir hermenn hafi lagt sér til munns nái her- manna bandamanna, svo og sinna eigin hermanna til að komast hjá hungurdauða. Þessum sönnunargögnum hefur verið haldið leyndum í 45 áren þau er að finna í opinberri skýrslu sem áströlsk stjórnvöld létu gera á sín- um tíma. Þar er sagt skýrum stöf- um að það sé „alveg ljóst" að fallnir ástralskir, bandarískir og japanskir hermenn hafi verið hafð- ir til matar. Skýrsluna samdi sir William Webb, þáverandi æðsti dómari Qu- eensland, sem 1943 var beðinn að rannsaka „brot á reglum um styrj- aldir og grimmdarverk á Nýju Guíneu og svæðum þar í grennd". Hann safnaði sönnunargögnum og eiðsvörnum framburði ástralskra hermanna scm hann átti viðtöl við á vígstöðvunum. Leyndinni átti að aflétta Samkvæmt áströlskum lögum um 30 ára friðhelgi leyniskjala hefði mátt birta skýrsluna þegar árið 1973 en ákveðið var að fram- lengja leyndina af tillitssemi við ættingja þeirra hermanna sem þar koma við sögu. Fyrir skömmu var hins vegar skrifstofum ástralska skjalasafnsins í Brisbane hljóðlega veittur aðgangur að skýrslunni til rannsóknar. Webb dómari lést 1972. Smáatriði úr skýrslunni hafa síð- an birst í blaðinu The Sunday Mail í Brisbane. Þau tilfelli sem tilgreind eru í skýrslunni um mannát áttu sér stað seint á árinu 1942 og fyrrihluta ársins 1943, en þá urðu straum- hvörf í stríðinu á Nýju Guíneu þegar bandaríska hernum tókst að hindra matvælaflutninga Japana til hermanna sinna. „Flest tilfellin, þar sem líkamar voru skornir niður og kjötið hirt, áttu sér stað þar sem skýrar sann- anir liggja fyrir um að Japanar voru að deyja úr hungri," segir í skýrslu Webbs. „Mikill meirihluti japanskra hermanna sem voru matarlausir vildi heldur svelta til bana en að leggja sér mannakjöt til munns.“ Skýrsla Webbs er 470 bls. og henni til stuðnings eru fjölmargir vitnisburðir. Þar er sagt að fyrir liggi sannanir um meira en 100 tilfelli. I því eintaki skýrslunnar sem hefur verið gerð opinber eru vitnin nafngreind en nöfn þeirra hermanna sem urðu fórnarlömb hungurs japönsku hermannanna hafa verið fjarlægð. Webb dómari, sem síðar sat í forsæti stríðsglæpadómstólsins í Tókýó, heldur því fram í skýrsl- unni að eiðsvarinn vitnisburður áströlsku hermannanna sé staðfest- ur af „knýjandi og sannfærandi" sönnunargögnum Japana sjálfra. „Það bragðaðist tiltölulega vel“ Samkvæmt skýrslunni hófu jap- anskir hermenn að eta ástralska - hermenn á undanhaldinu frá Iraba- iwa. Þá höfðu þeir þolað hungur vikum saman. Einn vitnisburður- inn hljóðar á þessa lcið: 23. des- ember 1942 var einn þessara Jap- ana... svo hungraður að hann gat lagt sér hvað sem er til munns. 10. janúar var þessi maður einn þeirra sem safnaði saman líkum fallinna fjandmanna og át mannakjöt í fyrsta sinn. (Hann sagði) „Það bragðaðist tiltölulega vel“. Slík skráning sönnunargagna í smáatriðum um mannát er ný af nálinni. En í sumum ritum jap- anskra rithöfunda má lesa frásagnir af mannáti. Fremstu sagnfræðingar Breta sem fást við styrjöldina á Kyrrahafi láta sér ekki bregða við uppljóstr- anirnar í skýrslu Webbs dómara. „Ég get ekki fullyrt neitt, en mjög líklegt er að slíkir atburðir hafi átt sér stað,“ segir Stephen Large, fyrirlesari um nútímarannsóknir sem varða Japan í Cambridge. Japanar illa liðnir í Queensland Ýmsir ástralskir fyrrverandi stríðsfangar notfærðu sér upp- lýsingarnar í skýrslunni án tafar til að krefjast þess að Ástralir snið- gengju útför Hirohitos keisara. Bæði í Bretlandi og Ástralíu hafa staðið yfir ákafar deilur um hvort- þjóðhöfðingjar þessara landa ættu að sýna Japanskeisara hinstu virð- ingu. í Queensland í Ástralíu fer líka í vöxt andúð á Japönum vegna þess að þeir eru á góðri leið með að leggja alla strandlengjuna þar und- ir sig og sín mannvirki. Það hefur ekki verið upplýst hvers vegna aðgangur að skýrslu Webbs dómara var gefinn frjáls svo skömmu fyrir útför keisarans fyrrverandi, en sumir giska á að andúð í garð Japana, sem er land- læg í Queensland, eigi þar einhvern hlut að máli. ÚTSÝN TIL HIMINS QG STJARNA FRÁ ODRUM HNETTI Ég leggst til svefns og mig tekur að dreyma. Fjarlægur stjarnbúi ger- ist sýngjafi minn oj> huggjafi. Og jafnframt því sem eg sé og skynja með hans augum, þykir mér hann tala til mín og reyna að fræða mig nteð eftirfarandi orðum: „Jarðbyggi, sambandsvinur minn! Mig langar til að lýsa fyrir þér nætursýn frá mínum heimahnetti. Ég veit að nú er þig að dreyma og nú gerist ég draumgjafi þinn: Glóa hér fjöll í skini norðurljósa, mána og stjarna. Fögur eru norður- ljósin, þar sem þau dansa svífandi um bláfexta hvelfingu háloftanna og taka á sig hinar margbreytilegustu myndir leiftursnöggt og síbreytilega frá einu andartaki til annars. Fagrar eru kringlur mánanna. Þeir eru margir hér. Þeir ganga allir umhverfis jörðina, þá, sem hýsir mig og mitt mannkyn. Þeir eru margir og renna umhverfis hana, allir í sama brautarfleti. Sumir eru fullir en aðrir minnkandi eða vaxandi, sumir bjart- ir en aðrir daufari í mismunandi litbrigðum. Sumir sýnast stórir en aðrir litlir og fer það bæði eftir mismun fjarlægðar og eftir mismun- andi raunstærðum þeirra. Oft hef ég staðið hér úti um nætur og horft á síbreytileika þessara mörgu mána. Fögur er sýn til stjarna frá hnetti mínum. Mjögeru þærbjartar, marg- ar hverjar og litamismunur þeirra skýr. Mörg sé ég stjörnumerki, sem mvnda einskonar myndræna sýningu víoa um himin. En bak viö þessi björtu merki glóa daufari stjörnur þúsundum saman. Mjög velskynjum við, samstirningar mínir, orku- straumana þá er frá stjörnunum stafa, þ.e. frá lengra komnum íbúum þeirra, og við mögnumst þeirri orku, sem frá þeim stafar til okkar. Allir hér vita, að líf er á öðrum stjörnum, og mjög mikil áhersla er lögð á sambönd við hina lengra komnu. Til þeirra sækjum við þrek og þrótt og aukna vitmagnan. Segðu samjörðungum þínum frá því, sem þú hefur séð með mínum augum, og reyndu að fræða þá um þau lífsambönd við lengra komna stjarnbúa, sem ég hef verið að segja þér frá. Vertu sæll að sinni.“ - Svo endaði draumur. En vill nokk- ur trúa þeim orðum mínum, að ég hafi í raun séð með augum og numið hugsanir fjarlægs stjarnbúa á þeirri stund sem mig var að dreyma. Ingvar Agnarsson. Útsýn til hintins og stjarna frá jarðstjörnum annarra sólhverfa mun víða vera allmjög frábrugðin því, sem við jarðarbúar eigum að venjast, þrátt fyrir alla samlíkingu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.