Tíminn - 28.02.1989, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 28. febrúar 1989
Tíminn 13
íllllllllllllllll ÚTLÖND llllllllllllilllllllllllllllllililliilll^
JohnTowervarnarmálaráðherraefni George Bush forseta Bandaríkjanna:
Flaskan fær f rí
John Tower lofar því að
koma ekki nálægt flöskunni
ef öldungadeild Bandaríkja-
þings staðfestir val George
Bush á honum sem varnar-
málaráðherra Bandaríkj-
anna. Varnarmálanefnd
öldungadeildarinnar ákvað
að mæla ekki með Tower
sem varnarmálaráðherra
vegna sögusagna um að hann
ætti við áfengisvandamál að
stríða og væri helst um of
upp á kvenhöndina.
-Ég lýsi því yfir að ég hef aldrei
verið áfengissjúklingur né er ég
háður brennivíni, sagði Tower í
sjónvarpsviðtali eftir að varnarmála-
nefndin hafnaði honum.
-Þrátt fvrir það og til að koma í
John Tower ætlar að gefa flöskunni
frí verði hann varnarmálaráðherra.
Hér er hann með vini sínum George
Bush.
veg fyrir óþarfa áhyggjur í þessu
máli, þá sver ég hér með að ef ég
verð útnefndur, þá mun ég ekki á
meðan ég gegni embætti varnar-
málaráðherra bragða áfengisdropa
af neinu tagi, hvorki sterk vín,
léttvín né bjór, sagði Tower keikur.
Þegar Tower var spurður unt
kvennafar sitt sagði hann:
-Ég er piparsveinn. Ég á stefnu-
mót við konur. Ég hef verið einn á
kreiki í þrjú og hálft ár... en kvenna-
far er spurning um mat. Hver er þín
skilgreining á kvennafari?
Öldungadeild Bandaríkjaþings
mun greiða atkvæði um hæfni Tow-
ers á miðvikudag. í varnarmála-
nefndinni greiddu hinir ellefu demó-
kratar atkvæði gegn Tower en níu
repúblikanar greiddu atkvæði með
honum. Bush forseti hefur lagt allt
sitt undir til að Tower hljóti staðfest-
ingu þingsins sem varnarmálaráð-
herra. Ef það á að takast verða að
minnsta kosti fimm demókratar að
greiða Tower atkvæði sitt. Bush
segist þess fullviss að svo verði.
Sænsk stjórnvöld styggja:
Hyggjastbanna
„Utvarp íslam"
og gyðinglegar
sláturaðferðir
Ríkissaksóknarinn í Svíþjóð
hefur stefnt íslamskri útvarpsstöð í
landinu fyrir rétt og sakað forráða-
menn hennar um að kynda undir
gyðingahatur. Á sama tíma hyggj-
ast Svíar banna slátrun á dýrum
eftir trúarlögmálum gyðinga þrátt
fyrir hávær mótmæli leiðtoga gyð-
inga.
Það var ríkissaksóknarinn Hans
Stark sem birti langan lista yfir það
sem hann kallaði andgyðinglegan
áróður í dagskrá „Útvarp Islam"
sem sendir út íslamskt efni á Stokk-
hólmssvæðinu. Fór hann fram á að
útvarpsstöðinni yrði lokað.
Eitt atriði sem útvarpsmenn á
„Útvarp íslam“ hafa látið frá sér
fara og er nefnt í málskjölum er
eftirfarandi setning:
-Hver er grunnurinn í menningu
og trú gyðinga? Jú, brask og
prettir. Hvað er guð gyðinga? Jú,
peningar.
Útvarpsstjórinn Ahmed Rami
vísar því á bug að „Útvarp íslam“
sé andgyðinglegt, en sagði:
-Við gagnrýnum gyðingdóm og
síonisma og afleiðingar hans og við
tökum ákveðna afstöðu í Palest-
ínumálinu.
En hvað slátrun dýra varðar, þá
eru leiðtogar gyðinga í Svfþjóð
æfir út í stjórnvöld vegna banns við
slátrunaraðferðum gyðinga.
-Þetta er gróf aðför að trúar-
brögðum gyðinga, segir Morton
Narrowe talsmaður gyðingasam-
félagsins í Svíþjóð.
-Við hyggjumst berjast gegn
þessu. Við teljum þetta vera glæp-
samlega ákvörðun.
Svfar bönnuðu gyðinglega slátr-
un á nautgripum og sauðfé árið
1937, en leyfðu þær sláturaðferðir
á svínum. Segir Narrowe að lög-
gjöfin frá því 1937 hafi verið sett
vegna áhrifa frá nasistum.
ísraelarog Egyptarganga
frá sjö ára deilumáli:
Egyptar fá
Tabaströnd
fsaelar og Egyptar undirrituðu á
sunnudag samkomulag um Taba, en
Taba er 700 metra Iöng strandlengja
Rauðahafsins á landamærum ísraels
og Egyptalands sem ríkin hafa deilt
um í sjö ár. Alþjóðadómstóllinn í
Haag úrskurðaði fyrir nokkru að
landræman tilheyrði Egyptalandi, en
ísraelar sem hafa haldið henni frá
því í sjö daga stríðinu vitdu ekki
sleppa henni fyrr en nú þrátt fyrir
samkomulagið í Camp David árið
1972.
Samkvæmt samkomulagi ísraela
og Egypta munu Egyptar fá yfirráð
yfir strandlengjunni. Égyptar munu
hins vegar greiða eigendum hótela
þeirra sem Israelar hafa byggt upp á
ströndinni undanfarin ár rúmar 37
milljón dollara fyrir mannvirkin, en
eigendur munu fá að reka hótelin
næstu tuttugu árin. Þá munu Egyptar
greiða ísraelum um það bil milljarð
dollara fyrir ströndina.
fsraelskir ferðamenn munu ekki
þurfa vegabréfsáritun til að komast
til Taba heldur þurfa þeir einungis
að sýna vegabréf sín. Þá mun ísra-
elskur gjaldmiðill verða gjaldgengur
til jafns við egypskan.
Sprengja springur í
bókasafni breska
ræðismannsins í Karachi:
Söngvar
Satanskosta
mannslíf
Sprengja sprakk í bókasafni
bresku ræðismannsskrifstofunnar í
Karachi á sunnudag og lést pakist-
anskur vörður í sprengingunni.
Talið er líklegt að strangtrúaðir
múslímar hafi komið sprengjunni
fyrir til að mótmæla bók breska
rithöfundarins Salman Rushdie,
„Söngvar Satans“.
Lögreglan í Karachi hefur aukið
mjög öryggisgæslu við skrifstofur
ræðismanna Bretlands og Banda-
ríkjanna vegna þessa máls.
Pakistanar hafa bannað þessa
merku bók sem múslímar margir
hverjir telja grófa móðgun við
Islam og Múhameð spámann.
Sex manns létu lífið í mótmælum
gegn bókinni í Islamabad höfuð-
borg Pakistans fyrir hálfum mán-
uði.
Borgnesingar - Nærsveitir
Spilum félagsvist í samkomuhúsinu í Borgarnesi föstudaginn 3. mars
kl. 20.30.
Allir velkomnir, mætum vel og stundvíslega.
Framsóknarfélag Borgarness.
Reykjanes
Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er
opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 17 til 19. Sími 43222.
K.F.R.
Framsókn í sveitarstjórnarmálum
Landssamband framsóknarkvenna boðar til funda með sveitarstjórn-
arkonum og öðrum áhugakonum um sveitarstjórnarmál í öllum
kjördæmum landsins, helgarnar 3.-5. og 17.-19. mars n.k.
Fundarstaðir nánar tilkynntir síðar.
Framkvæmda- og landsstjórn LFK.
l-i Vll'4 I - i
ri nnr
Jón Helgason Guðni Ágústsson Unnur Stefansdottir
alþingism. alþlngismaður varaþingmaður
Rangæingar
Árlegir stjórnmálafundir og viðtalstímar þingmanna Framsóknar-
flokksins verða haldnir á eftirtöldum stöðum:
1. Heimalandi, Vestur-Eyjafjallahreppi, mánudaginn 27. febr. kl. 21.
2. Gunnarshólma, Austur-Landeyjahreppi, þriðjud. 28. febr. kl. 21.
3. Hlíðarenda, Hvolsvelli, fimmtud. 2. mars kl. 21.
Vestu r-Skaftf ei I i ngar
1. Leikskálum, Vík, föstudaginn.3. mars kl. 21.
2. Kirkjuhvoli, Kirkjubæjarklaustri, laugardaginn 4. mars kl. 14.
Magnús Drífa
Keflavík - Fjárhagsáætlun
Framsóknarfélögin í Keflavík boða til fundar þriðjudaginn 28. febrúar
n.k. kl. 20.45, að Austurgötu 26.
Dagskrá: 1. Fjárhagsáætlun Keflavíkurbæjar.
Fr.ummælendur: Magnús Haraldsson og Drífa Sigfús-
dóttir, bæjarfulltrúar.
2. Önnur mál.
Allir velkomnir - Kaffiveitingar.
Framsóknarfélögin í Keflavík.
Vesturland - Formannafundur
Fundur formanna framsóknarfélaganna á Vesturlandi verður haldinn
í Hótel Borgarnesi laugardaginn 11. mars n.k. kl. 13.00.
Guðmundur Ragnheíður Sigurður
Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra, Ragnheiður Sveinbjörns-
dóttir og Sigurður Geirdal koma á fundinn.
Sjá nánar í fundarboði til félaganna.
Kjördæmissambandið.
Austur-Skaftfellingar:
Aðalfundur
Aðalfundur Framsóknarfélagsins verður haldinn í húsi Skinneyjar hf.,
föstudaginn 3. mars kl. 20.00.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Húsnæöismál.
3. Önnur mál.
Stjórn Framsóknarfélagsins.
Kópavogur
Skrifstofan í Hamraborg 5 er opin þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-13.
Sími 41590. Heitt á könnunni.
Opið hús alla miðvikudaga kl.17-19. Félagsmenn eru hvattir til að
líta inn og taka með sér gesti. Eflum flokksstarfið.
Framsóknarfélögin í Kópavogi.
Fjölmiðlanámskeið SUF
Fyrsta fjölmiðlanámskeið SUF og kjördæmissambandanna hefst
laugardaginn 11. mars kl. 10 í Nóatúni 21, Reykjavík.
Framkvæmdastjórn SUF