Tíminn - 11.03.1989, Qupperneq 3

Tíminn - 11.03.1989, Qupperneq 3
Laugardagur 11. mars 1989 HELGIN 13 „Ég berst á fáki fráum.“ Hér hleypa þeir Hannes og konungur í fararbroddi austur í sveitum. Danskir blaðamenn í ferðinni hrif- ust af íslandi, enda sagði einn þeirra um íslenska fjallasýn: „... og Danmark blev bjergfyldt og stort.“ tilkynning þess efnis að Friðrik kon- ungur hefði fengið hjartaslag er hann var á stuttri kvöldgöngu. Þetta hefði verið ósköp venjuleg ganga og fylgdarlið hans hefði vitað af henni. Hvergi var tæpt á líkinu, sem fannst á Hafenkrankenhaus. Sá látni var ljósmyndaður í rúmi sínu á hótelinu, umlukinn blómahafi, eins og vera bar. Göturnar fyllast Aðeins fimm stundum eftir að konungurinn hafði verið borinn lát- inn inn á Hamburger Hof fyllti iðandi kliður sögusagna og alls kyns orðróms göturnar í Kaupmanna- höfn. A öllum opinberum bygging- um blöktu fánar í hálfa stöng og senn á hverju betriborgaraheimilinu á fætur öðru. Aukaútgáfur blaðanna voru rifnar út og kaffihúsin fylltust. Stórblaðið Politiken lýsti stemmn- ingunni svo: „Með hverjum stund- arfjórðungi sem leið jókst umferðin og raddkliður þeirra sem ræddu atburðinn. Annar fréttaseðill Poli- tiken flaug út, eins og sá fyrsti, og brátt birtust tötralegar og fölar stúlk- ur og drengir á götunum og falbuðu „skildingsvísur" í minningu kon- ungsins, sem lofuðu meir verslunar- vit útgefendanna en skáldgáfu þeirra. Sumar bókmenntasinnaðar sálir voru gagnteknar af því hve Kaup- mannahafnarbúar hlytu að vera and- lega sinnaðir: Þeir voru nefnilega margir sem í fyrstu héldu að verið væri að minnast dauða sænska skáld- jöfursins August Strindbergs, sem dáið hafði deginum áður. En brátt fréttist um nánari atvik og ein fyrisögn í blöðunum hljóðaði svo: „Verði fyrstu upplýsingar stað- festar hefur dauðsfallið átt sér stað við aðstæður sem eru svo fjarlægar ' ímynd og virðingu konungdómsins sem hugsast má.“ Bollaleggingar í blöðunum Senn var það því ekki aðeins sorgin sem setti svip sinn á umræður manna þann 15. maí. Frá því fyrsta voru uppi getgátur um dauðsfallið. Hvar hafði konungurinn verið? Hvað var hann að gera? Hvað hugð- ist hann fyrir? Blöðin fóru að hnýsast í þetta, en yfirleitt varlega. Þegar hinn 17. maí reynir Politiken þó að varpa birtu yfir „þá óvissu sem ríkir um síðustu augnablik konungsins". En ekki kom endanlega skýring fram í blöðunum og enn þann dag í dag eru ýmis atriði óljós og munu verða það um alla framtíð. Mesta hneisan var vitanlega sú að hátignin skyldi hafa verið flutt á Hafenkrankenhaus. Fyrstu dagana bitu dönsku blöðin sig einkum í þetta og reyndu að gera þýsku yfirvöldin að syndahöfrum: „Ham- borgarlögreglan hefur gerst sek um vítaverð embættisglöp og reynir nú að krafsa yfir kæruleysi sitt.“ Sitthvað kom þó á daginn um ferðir konungs. Hann hafði fengið hjartaáfall á götunni um miðnætti. Tvo lögreglumenn og lækni hafði borið að og sáu þeir um að koma honum inn í bifreið. Það hafðist uppi á sjónarvottum, sem báru að konungurinn hefði sagt greinilega að hann byggi á Hamburger Hof. Þessi vitni tóku þó orð sín aftur. Bifreiðarstjórinn í umræddum bíl sagði og að annar lögregluþjónninn hefði beðið um að aka veika mannin- um á hótelið, þar sem hann bjó, en hinn lögregluþjónninn skipað að aka honum á hafnarsjúkrahúsið. Læknirinn kvaðst hafa lagt til að farið yrði með hann á Ebbendorfer- sjúkrahúsið, mjög sómasamlegt sjúkrahús, þar sem hann sjálfup starfaði. Saga lögregluþjónanna En lögregluþjónarnir skýrðu svo Þeim konungi og Hannesi Haf- stein varð vel tii vina. Þeir eru hér á leið í gufubað um borð í öðru konungsskipanna, „Birma", í (s- landsheimsókn Friðriks 8.1907. þar sem hann hafði setið, og á henni stóð: „Hér sat Friðrik 8. konungur þann 14. maí 1912.“ En eftir að hljóðlegar athugasemdir höfðu verið i’ gerðar af áhrifamiklum aðilum var platan þó fjarlægð innan skamms. Gamlar syndir En þegar haft er í huga hve fjölbreyttan ósóma St. Pauli hafði að bjóða, var staðurinn, sem kon- ungur hafði vitjað, ekki ýkja synd- samlegur. Þótt hann yrði á auga- bragði alræmdasta lastaknæpa í allri Hamborg í kjaftasögunum, þá var lítt á því byggjandi. En sitthvað má ráða af öðrum vísbendingum: Eins og fram hcfur komið var þetta ekki fyrsta heimsókn Friðriks til Hamborgar og alltaf nefndist hann þá „greifinn af Kronborg.“ Og þetta var vissulega ekki í fyrsta skipti sem hann var orðaður við vændiskonur. Á þeim langa tíma sem hann var krónprins, hafði hann fengið orð fyrir að vera iðinn pilsaveiðari. Ótal sögur höfðu löngum verið á ferðinni í Höfn um heimsóknir hans á hóru- hús og í vistarverur ungra kvenna, sem ekki höfðu á sér sem best orð. Og hann lét sér ekki nægja það sem heima bauðst. Haustið 1866 giftist Dagmar systir hans ríkisarfa Rússa, Alexander, í St. Pétursborg. Meðal gestanna voru Friðrik krónprins og prinsinn af Wales. Þeir mágarnir fögnuðu brúðkaupinu á sinn eigin hátt, með því að tíðka komur sínar í hneykslanlegustu salarkynni rúss- nesku höfuðborgarinnar. Um aldamótin þótti hirðprestin- um og skriftaföður konungs ástandið orðið svo illþolandi að hann taldi að eitthvað yrði að aðhafast: Hann hélt skörpustu siðapredikun yfir krón- prinsinum, sem þó var orðuð á mjög kurteislegan hátt: „Sagt er að yðar hátign eigi sér tvífara, sem sést á mjög óheppilegum stöðum í Kaup- mannahöfn. Hvað álítur yðar kon- unglega tign að gera skuli við þessu, því áliti yðar hátignar er ekki greiði gerður með að láta við svo búið standa?" Ekki er hægt að segja með vissu að Friðrik 8. hafi verið á leið á fund vændiskvenna þann 14. maí 1912. En það er skiljanlegt að dönsku hirðinni hafi ekki verið rótt, meðan á rannsókn stóð. Eða eins og góður, danskur rithöfundur orðaði það eitt sinn: „Orð það sem af Friðrik 8. fór, elti hann uppi um síðir." frá að þeir hefðu ekki heyrt eitt orð um það hver sá veiki væri, né hvar I hann byggi. Annar af þeim harðneit- aði að hafa lagt til að farið væri með manninn á Hamburger Hof. Þeir sögðust báðir hafa fylgt nákvæmlega þeim reglum sem þeim hefðu verið kenndar um viðbrögð þegar komið væri að sjúkum eða dánum á götu. Þeir hefðu sagt bílstjóranum að aka á Hafenkrankenhaus og að þegar þangað var komið hefði maðurinn verið látinn. Því hefði hann hafnað í líkhúsinu. Hvað konungurinn hafði verið að aðhafast áður en hann féll niður og hvað hann hafði í hyggju að gera gátu blöðin ekki um. En menn gerðu sér sínar hugmyndir, og sumir kenndu Hamborgarlögreglunni um að koma sögum á kreik. Þannig stóð í einu Kaupmannahafnarblaðanna 19. maí: „Það má þakka „skyldu- rækni“ lögreglunnar og læknanna að lík konungs þekktist ekki strax og er þessir aðilar nú reyna að þegja eða ljúga sig undan sökinni, fá sögusagn- ir byr undir báða vængi.“ Sumar voru sögurnar líka úr lausu lofti gripnar, en ekki allar. Það upplýstist nefnilega tiltölulega fljótt að Friðrik 8. hafði setið á skemmti- stað rétt hjá St. Pauli. Hann hafði setið þar einn síns liðs, drukkið dálítið af víni og glatt augu sín við ungu stúlkurnar, sem önnuðust skemmtiatriðin. Skemmtistaður þessi var ekki sá siðsamlegasti í Hamborg og það \akti því litla hrifningu, þegar eig- andinn ákvað að nota heimsókn1 konungsins í kynningarskyni. Hann lét fella áletraða silfurplötu í borðið, Lundia furuhillur og húsgögn eru einföld í uppsetningu, stflhrein og sterk. I I K / \ /I I X X I V \ / N I I . -if.j Jámhillur f ýmsum litum - upplagðar á vinnu- staði, lagerinn, f geymslur, bflskúrinn o.fl. Skjala- og geymsluskápar á sporbraut; fádæma góð nýting á geymslurými. TRAUSTAR HILLUR LUNDIA-furuhillur eru frábær hagleikshönnun. Möguleikar á samsetningu eru óendanlegir; þú raðar saman hillum, skápum, borðum og skúff- um á þann hátt sem þér hentar best. LUNDIA-skápar, eða járnhillur á brautum, hafa þann meginkost að með þeim má fullnýta geymslurými. Hægt er að fá skápana með keðjudrifi, handdrifi eða rafdrifi og þeir eru afar einfaldir í uppsetningu. Hilluraðir má fá í mörgum stærðum og í alltað 10 metra lengd. Verðdæmi: 6 hillur 80x30 ásamt tveimur uppistöðum 200x30 = kr. 6.798,- Lundia SlÐUMÚLA 22 ■ SlMI 680922

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.