Tíminn - 11.03.1989, Side 7

Tíminn - 11.03.1989, Side 7
Laugardagur 11. mars 1989 HELGIN 17 I Frá æfingu hjá íslenska pílukastrélaginu í Reykjavík. Hér sést þegar Finnbogi kastar pílunni. Hún er beint fyrir ofan hándarbakið á kast- aranum. Emil kastar á borðið. Allar þrjár pílurnar fóru í þrcfaldan 20 og gáfu af sér 180. Áttu breskir bogavarðliðar hugmyndina að pílu? 2-3000 krónur. Þegar borð er sett P upp. verður að gæta að fjarlægðinni. ■ Hæð frá gólfi og upp í miðpunkt skal ^ vera 1,73. Fjarlægð frá borði (ekki : frá vegg) skal vera 2,37. Þetta eru alþjóðlegar tölur og best að halda sig ' við þær. Islenskt landslið í pílu Fyrir ekki ýkja mörgum árum var það að lögregiumenn af Suðurnesj- um og úr Reykjavík fóru að venja komur sínar upp á Keflavíkurflug- völl til að spila pílu. Kanarnir voru til að byrja með mun betri en það breyttist þegar fram liðu stundir og j dag ku þetta vera ójafn leikur fslendingunum í hag. Undirritaður heimsótti þessa vöggu pílunnar á íslandi eitt fimmtudagskvöld og sannreyndi að ákveðinn hópur | Suðurnesjamanna rúllaði þar upp hinum ýmsu spilurum af Vellinum. Flestir voru með ísland ritað stórum stöfum á baki sér. Ekki var það til að greina að íslendingana frá j; Könunum, heldur voru þar lands- j liðsmenn á ferð. Svo einkennilega vill nefnilega til að velflestir bestu j: spilararnir koma af Suðurnesjum, i; Grindavík og Keflavík. Kemur þar i til nálægðin við Völlinn. íslenska landsliðið í pílu. Efri röð frá vinstri. Emil Þ. Emilsson, Gunnar Schram, Ægir Ágústsson, Guðjón Hauksson, Tómas Bartlet og Friðrik Diego sem var fararstjóri hópsins þegar farið var til Svíþjóðar og Danmerkur. Neðri röð frá vinstri. Pétur Hauksson, Kristinn Þ. Krist- insson og Óskar Þórmundsson. komst í sjónvarpið komu peningarn- ir inn í leikinn og þá hófst uppgangur pílunnar fyrir alvöru. Atvinnumenn komu fram á sjónvarsviðið. Þeir lifa af því að kasta pílu, æfa átta tíma á dag og auglýsa pílu og ýmsar vörur er tengjast íþróttinni." sagði Emil. Hann nefnir uppáhaldsspilarann sinn til sögunnar, hinn margfalda mcistara John Lowe. Emil segir frá í því að John Lowe sé eini spilarinn ; sem náð hefur „níu pílu leik" í sjónvarpskeppni. Þegar Emil talar um níu pílu leik á hann við að hann : hafi fengið 501 stig úr níu pílum. Það : gerðist þannig: Fyrstu þjár fóru allar Ií þrefaldan 20, samtals 180. Aftur fóru allar þrjár í þrefaldan 20. Eftir var 141. Fyrsta pílan fór í þrefaldan 17, gaf 51. Næsta píla fór í þrefaldan 18, gaf 54. Eftir voru 36 og tvöfaldur 18 tryggði Lowe 102 þúsund pund, sem eru um átta milljónir í dag. „Þetta er mun meiri viðburður en þó að golfari fari holu í höggi. Aðeins einn hefur gert þetta í sjónvarps- sendingu og það var Lowe.” Góður árangur á keppnisferð Islenska landsliðið í pílu fór íyrir skemmstu keppnisferö um Svíþjóð og Danmörku. Engir stórir sigrar unnust, en landsliðshópurinn sýndi og sannaði að Islendingar cru komn- ir til að vera í pflu. „Við sýndum það að við getum vel staðið í þeim bestu á Norðurlöndunum. Þeir voru mjög hrifnir af okkar frammistöðu. Við komurn með úrval af 150 spilurum sem við veljum úr, en Skánarliðið sem við kepptum við var valið úr 5000 manns. Þeir voru því mjög hrifnir af því hvað viö sýndum. Þeir sögðu sjálfir að ekki væri langt í að þeir lentu í vandræðum meðokkur." sagði Emil, en hann er einn af þeini sem skipa landslið íslands í pílu- kasti. Hann fullyrðir að til séu „náttúru- talentar" í pílu. „Ég hef verið að kenna byrjendum og sumir hafa þetta í sér og aðrir altur ekki. Það er eins með þessa íþrótt og aðrar." Hvernig kemst maður á námskcið hjá pílukastklúbbnum? Islenska pílukastfélagið í Reykja- vík er með æfingar á fimmtudags- kvöldum. Við höfum vcrið í Frosta- skjóli en líkast til, þegar þessi orö verða skrifuð, verðum við komnir í húsnæði annarsstaðar í Reykjavík og verðum með opið öll kvöld. Víð „Það eru nátt- úrutalentar i þessu eins og öðru“ munum fljótlega auglýsa byrjenda- námskeið og ætlunin er að vera nteð tvö mót í viku, á þriðjudögum og laugardögum en það verður auglýst síðar.” sagði Emil. Mikill uppgangur í pílu Mikill uppgangur hcfur verið í pílu hér á landi síðustu tvö ár. Má þá sérstaklega nefna að Stöð 2 hefur gert nokkuð af því að sjónvarpa frá mótum í pílu og hefur það verið vel þegið af pílukösturum. Nú þegar bjórinn hefur haldið innreið sína og krár spretta upp eins og gorkúlur má gera ráð fyrir að fleiri kynnist þessari íþrótt, ef að líkum lætur. Krár eru helsta upp- spretta pílukasts á Bretlandseyjum, á meginlandi Evrópu og í Bandaríkj- unum. Þegar hefur Tíminn spurnir af því að kráareigendur hafi komið upp píluborðum á krám í Reykjavík. Þó svo bjór og píla séu oft nefnd í sömu andránni hafa Bretar þó brugðið á það ráð að bjórdrykkja hefur verið bönnuð í keppnum og einnig sígarettureykingar. Verður þetta íþróttinni sjálfsagt til frani- dráttar og tryggir í framtíðinni að virðing verði borin fyrir þeim er hana stunda. - ES Vantaði kráarstemningu? Emil Þ. Emilsson er formaður Pílukastfélags íslands. Hann var spurður hvernig stæði á því að píla hefði ekki komið fyrr til íslands? „Aðalástæðan er kannski sú að við höfum ekki haft krár hér. Fólk má ekki taka þetta neikvætt upp, þó ég tengi píluna við krár, því ekki eru nema tíu til fimmtán ár frá því að Bretar fóru að taka pílu alvarlega sem íþrótt. Áður var þetta spilað nær eingöngu á krám. Þegar pílan idi. Timamyndir Árni Bjarna geröiraf LADA bílum helgina 11. og 12. mars frá kl. 10-17. Mikið úrval skrásettra bíla til afhendingar strax. Tökum gamla LADA bílinn upp í nýjan og semjum um eftirstöðvar. ^IwBMÍbb Veitingar veróa á boðstólum. - góöur kostur í bílakaupum BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐAfíVÉLARHF [1 Ármúla 13 - 108 Reykjavík - S* 681200

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.