Tíminn - 11.03.1989, Page 10
20
HELGIN
Laugardagur 11. mars 1989
SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL
Hver fleygði höfuð-
lausu líki íThames?
Tveir menn létu lífið við dularfullar aðstæður fyrir
rúmum áratug. Enginn er enn viss um hver eða hverjir
myrtu þá og enn síður hvers vegna. Tveir menn sitja í
ævilöngu fangelsi vegna málsins en halda stíft fram
sakleysi sínu.
Scotland Yard er ráðþrota en hvað halda lesendur?
Hreint og svalt morgunloftið skall
á hinum 39 ára gamla smáglæpa-
manni Billy Mosely næstum eins og
högg þegar liann steig út í frelsiö úr
fangelsinu í Bedford í Englandi og
þung járnbent hurðin skall í lás að
baki honum.
Nú þurfti hann ekki lengur að
anda að sér daunillu inniloftinu þar,
mcttuðu þef af salernum og sótt-
hreinsunarefnum, svita, soðnu káli
og ódýrri steikingarolíu.
Billy stóð í sömu sporum nokkra
stund, teygaði sveitaloftið í Bed-
fordshire og rölti svo niöur að járn-
brautarstöðinni til að ná lest til
London.
Þetta var miðvikudagsmorguninn
18. september 1974 og Billy var
harðákveðinn í að sjá aldrei framar
á ævinni hvernig fangelsi leit út að
innan.
Hann taldi sig eiga góða vini utan
múranna sem myndu hjálpa honum
til að halda sig á mjóa veginum
framvegis. Hann hafði lengi hugsað
um frelsið meðan hann styrkti sig
með gormatækjum og auk þess hafði
hann auðgað anda sinn örlítið
undanfarið með því að lesa ævisögu
Rudolfs Hess.
Raunar átti hann tvo nána vini
sem voru honum eins og bræður og
hann gat treyst. Annar var Micky
Cornwall, þekktur í undirheimunum
sem „Hláturræninginn.“ Nafngiftin
var til komin af því að Micky átti það
til í miðju bankaráni, jafnvel með
þétta grímu, að bresta í óstöðvandi
hlátur sem skelfdi félaga hans jafnvel
meira en starfsfólk bankans. Að
öðru leyti var Micky fyllilega treyst-
andi.
Hinn var Bob Maynard, gjarnan
kallaður „Feiti.“ Þeir Billy höfðu
þekkst síðan í skóla er þeir áttu
heima í Holloway-hverfinu í norðan-
verðri London og skrópuðu í skóla
annan hvern dag. Billy hafði ekki
fast aðsetur og Maynard-fjölskyldan
sem var fjölmenn, tók hann undir
sinn verndarvæng.
Drengirnir byrjuðu snemma að
reyna fyrir sér á hála veginum og
rændu sælgætisbúðir á daginn til að
byrja með en tóku síðan að bíða
myrkurs og brjótast inn. Á unglings-
aldri voru þeir settir í sérskóla fyrir
skróp og þaðan lá leiðin á betrunar-
heimili gegn um unglingadómstóla,
skilorðseftirlit og brot á því og loks
í alvörufangelsi.
Billy leist illa á
Svo var það loks að Billy, sem
raunar var ákafur aðdáandi Kray-
bræðra sem enn sitja í fangelsi fyrir
alls kyns afbrot, meðal annars morð,
steig úr lestinni á Kings Cross-stöð-
inni og vænti þess fastlega að einhver
tæki á móti sér, þó ekki væri nema
Feiti Bob Maynard.
Bob var þar ekki og því síður
Micky Cornwall sem einmitt þá sat
af sér skamman dóm í fangelsinu í
Hull. Billy yppti öxlum, hristi af sér
vonbrigðin og tók leigubíl heim til
Maynards. Nokkrum mínútum eftir
komu hans þangað, kom Bob líka.
Miklir fagnaðarfundir urðu og síð-
degis var haldið upp á tilefnið með
ljúfum veigum sem Billy naut einkar
vel, enda hafði hann ekki séð slíkt
hvað þá meira í hálft annað ár.
Ekki bar á öðru en Maynard væri
hættur öllum ofbeldisglæpum. Hann
hafði særst á höfði og þurft í endur-
hæfingu á stofnun þar sem hann fékk
áhuga á silfurvörum og starfaði nú í
útjaðri þess markaðs í London sem
höndlar með dýra málma. Sam-
starfsmaður hans var Reg nokkur
Dudley.
Billy leist ekkert á þessar fréttir
þar sem honum geðjaðist ekki vit-
undarögn að Dudley þessum. Oft
hafði verið minnst á hann í fangels-
inu, einkum fyrir svik við félaga sína
og ofsafengni í skapsmunum.
Dudley hafði raunar setið inni
nokkrum árum áður fyrir að opna
andlitið á konu sinni með sveðju í
afbrýðiskasti.
Einmitt þessa stundina hafði
Dudley skroppið til Spánar til að
bjarga Ijóshærðri og lögulegri dóttur
sinni úr einhverju klandri sem veit-
ingahús hennar á Lloret del Mar var
komið í. Billy lét í ljós áhyggjur af
samstarfi vinar síns við Dudley en
Bob lét það sem vind um eyru þjóta.
Bob var sannfærður um að starf-
semi þeirra Dudleys væri fínasta
fyrirtæki. Þeirvoru þekktirumhverf-
Vinur Billys, Micky Cornwall var
greinilega kvíðinn þegar hann fór
að heiman í síðasta sinn.
is Hatton Garden, einkum á knæp-
unum sem „Löglegur og Almenn-
ur.“ Viðurnefnið fengu þeir vegna
þess að annar spurði jafnan hvort
varan væri lögleg en hinn lagði
áherslu á að þeir störfuðu á almenn-
um markaði. Auk þess voru þeir
dálítið broslegir í útliti, alltaf í eins
svörtum frökkum og með svarta
hatta.
Ástamál í ólestri
Billy Moseley átti raunar þriðja
vininn sem fagnaði frelsi hans, lag-
lega Ijóshærða konu sem kölluð var
Rosie. Því miður átti eiginmaður
hennar fyrsta rétt til hennar en hann
var meðlimur í bræðralagi undir-
heimanna þá stundina. Þó bræður
þar steli öllu steini léttara hver frá
öðrum, láta þeir yfirleitt eiginkonur
í friði.
Það stafaði ekki af ströngum sið-
ferðisreglum heldur ósköp skiljan-
legri löngun til að hafa æxlunarfærin
áfram þar sem móðir náttúra ætlaði
þeim að vera. Billy var ekki mikið
að hugsa um það þegar hann endur-
nýjaði kynni sín af Rosie með það
Þetta er samsett lögreglumynd af Billy Mosley sem fannst höfuð-
og útlimalaus i Thamesá.
fyrir augum að bæta sér upp glataðan
tíma. Hann hafði líka samband við
fyrrverandi konu sína.
Hann hafði skrifað Rosie úr fang-
elsinu og játað henni alla ást sína
ásamt því að leggja til að hún ræddi
þetta viðkvæma mál við mann sinn
og bæði hann um skilnað. Billy
vonaðist nú til að hitta eiginmanninn
svo þeir gætu haldið viðræðum
áfram.
Rúmri viku síðar, þann 26. sept-
ember var fundurinn ákveðinn og
ætluðu Billy og eiginmaður Rosie að
hittast úti fyrir þekktum veðmang-
araklúbbi í Dalston í austurborginni.
í augum Billys var ekkert öruggara
en að hittast síðla dags í mestu
umferðinni á þessum stað. Hann ók
heiman að frá sér í Islington með ást
í hjarta og söng á vörum. Hann kom
hins vegar aldrei á áfangastað.
Náunginn sem lánaði Billy bílinn
fór að verða órólegur seint um
kvöldið og hringdi um allar jarðir en
enginn hafði séð Billy eða bílinn.
Rosie var Itka óróleg þar sem Billy
hringdi ekki til hennar eins og hann
hafði lofað. Hins vegar hringdi eigin-
maður hennar, bæði fúll og hissa.
Hann hafði komið 10 mínútum of
seint á stefnumótsstaðinn og þá var
Billy þar ekki og kom ekki heldur.
Enginn óttaðist um Billy því hann
hafði áður átt það til að láta sig
hverfa um tíma. Samt sem áður fóru
vinir hans heim til hans og leituðu í
íbúðinni, meðal þeirra Rosie og
Bob. Þau fundu jafnvirði 40 þúsund
IKR í reiðufé undirgólfteppinu, svo
og kort af norðausturströnd Eng-
lands þar sem Billy hafði oft sagt að
faðir sinn ætti heima. Eilítið undar-
legt virtist að Billy hefði skyndilega
farið í fjölskylduheimsókn í stað
þess að greiða úr ástamálum þeirra
Rosie og auk þess skilið ferðaféð
eftir.
Búkur finnst í Thames
Rosie og eiginmaður hennar héldu
áfram að búa saman í losaralegu
hjónabandi og Bob Maynard að
höndla með silfur, að þessu sinni
einn á báti því Reg Dudley var
kominn í fangelsi um hríð, hvað
ekki var óalgengt.
Þegar haustar í London blása
naprir vindar upp Thamesárósa frá
Norðursjónum og einkum er kaldr-
analegt á Rainham-mýrunum í Ess-
ex rétt við fljótið. Sólin náði varla að
skína gegn um dökkt morgunmistrið
þann 13. október, þegar fuglafræð-
ingurinn John Small arkaði þar um
fljótsbakkann í aur og grjóti í leit að
fiðruðum vinum.
Rétt ofan við vatnslínu kom hann
skyndilega auga á eitthvað sem líkt-
ist kindarhræi sem öll ull var af.
Hann stökk niður af bakkanum, óð
leðjuna að hræinu og velti því við
með öðrum fætinum. Þá hrökk hann
til baka með hryllingsópi því
„kindin" reyndist vera karlmanns-
búkur sem á vantaði höfuðið og
útlimina.
Á næstu dögum fundu gamall
eftirlitsmaður og nokkur börn fleiri
hluta líksins en þó ekki höfuðið eða
hendurnar. Hvorutveggja skiptir
miklu máli til að bera kennsl á lík,
til dæmis vegna tanna, ljósmynda og
fingrafara.
Meinafræðingar við Guys-sjúkra-
húsið í London hófu þegar að rann-
saka líkamshlutana. Lögreglumenn
sem margir höfðu gott hlustunar-
samband við undirheimana þóttust
jafnframt vissir um að Billy Mosley
væri ekki hjá föður sínum, heldur
steindauður. Kunningjar hans höfðu
heyrt ávæning af samræðum við
útför í Maynard-fjölskyldunni. sem
þóttu benda til að Bob gerði ekki ráð
fyrir að hitta félaga sinn framar.
En gat búkurinn úr Thames verið
líkamsleifar Billys? Nú var hafin
afar ítarleg rannsókn. Sérstakur Ijós-
myndari tók útfjólubláar myndir af
líkinu og þar komu í ljós blettir á
hægra læri og bringu sem gátu verið
eftir tiltekinn áburð sem notaður er
við húðsjúkdómi. Vitað var að Billy
hafði haft útbrot á árum áður og þau
voru þá ranglega greind sem kyn-
sjúkdómur.
Afbrýðisamur eiginmaður?
Meinafræðingurinn Alan Grant
tók síðan blóðsýni úr fyrrum konu
Billys og þremur börnum þeirra og
komst að raun um að helmingurinn
af fjölskyldunni var með blóð sömu
eiginleika og blóð líksins. Það sem
rak endahnútinn á rannsóknina var
sérkennilegt ástand gallsteina í lík-
inu og kom það saman við röntgen-
myndir sem teknar höfðu verið af
Billy Moseley í fangelsinu í Bedford.
Þegar hér var komið var hafin
opinber rannsókn á hvarfi Billys
Moselys og dauða sem nú var stað-
festur af læknum. Það var Alf Barr-
ett lögregluforingi í Essex sem
stjórnaði rannsókninni, þar sem lík-
ið fannst f hans lögsagnarumdæmi.
Bob Maynard lagði að fyrrum
eiginkonu Billys að segja lögreglunni
að hún hefði vitað um samband
Billys við Rosie og við leit í íbúð
Billys fann lögreglan ástarbréf sem
staðfestu það. Fljótlega var haft
uppi á eiginmanni Rosie enda hafði
hann enga ástæðu til að fela sig.
Hann sagði lögreglunni það sem
hann hafði áður sagt Rosie: Að hann
hefði komið 10 mínútum of seint til
fundarins en Biliy hefði aldrei látið
sjá sig.
Hann sagði Barrett að vitanlega
hefði honum sárnað að komast að
ótrúnaði konu sinnar en hann minnt-
ist þess ekki að hafa hótað Billy að
drepa hann. Hann hefði verið í
miklu uppnámi um þessar mundir en
ekki búist við vandræðum er þeir
Billy hittust og satt að segja verið
létt þegar ekkert varð af fundinum.
Þá var Feiti Bob yfirheyrður,
einkum um samtalsbrotin sem heyrst
höfðu við útförina. Hann kvaðst
ekki vera alveg viss um neitt en hefði
lengi grunað að félagi sinn væri
látinn.
Næst heimsótti lögreglan Reg Du-
dley í fangelsið. Hann virtist hissa og
eilítið ringlaður á gestakomunni og
rætt var við hann á þeim grundvelli
að einhver hefði myrt einhvern í
hefndarskyni vegna framhjáhalds.
Dudley var alveg á því að vel kæmi
til greina að maður væri drepinn
fyrir að fara á fjörurnar við konu
Cornwall hverfur
Lögreglumaðurinn sem talaði við
Dudley vissi vel að grunnt hafði
verið á því góða milli þeirra Billys,
svo og að Dudley vissi að Billy hafði
verið andvígur samstarfi Bob vinar
síns við hann á Hatton Garden-
svæðinu. Rannsókninni miðaði ekk-
ert frekar við það sem Dudley hafði
fram að færa, enda hafði yfirheyrslan
ekki verið formleg og Dudley frjálst
að svara eða svara ekki.
Þá gerðist það að til sögunnar
kom Micky Cornwall sem látinn var
laus úr Hull-fangelsi þann 15. októ-
ber. Hann fór líka rakleitt til London
og hóf að spyrjast fyrir á eigin spýtur
á knæpum í norður- og austurborg-
inni í þeim tilgangi að komast að öllu