Tíminn - 01.04.1989, Page 9

Tíminn - 01.04.1989, Page 9
Laugardagur 1. apríl 1989 HELGIN 19 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL væri að fara með borgarstjórafrúnni á hátíðadansleik. Hann kom bráð- lega aftur inn til Wagners, í fylgd með lækninum, en Anneliese var ekki með í för. - Hún fór heim, sagði Max. - Ég vissi ekki að þú þyrftir að tala meira við hana. - Ég þarf þess ekki að svo stöddu, sagði Wagner og sneri sér að læknin- um. - Hvað segirðu um hana? Ekkert hægt að gera - Ég kom bara til að fá mér kaffisopa, svaraði hinn. - Kannan mín er biluð. Við hverju bjóstu? - Engu, svaraði Wagner. - Ef konunni var nauðgað, er meira en vika síðan og ég bjóst ekki við kraftáverki. - Þú færð það nú samt, svaraði læknirinn. - Spöng konunnar er rifin eins og eftir erfiða fæðingu og hún er með ljóta marbletti á herða- blöðunum. Hún sagði að hann hefði hamrað á þau nteð hnefunum þegar hann fékk fullnægingu. Ég tel að hún segi satt. - Þú getur þó ekki fullyrt, hver nauðgaði henni, sagði Wagner. - Nei, það getur hún ein. - Við höfunt ekkert mál í höndun- um, sagði Wagner. - Sagan um laukinn er einum of ósennileg. Það yrði hlegið að manneskjunni í réttar- salnum. - Hvað þá um frú Mangel? spurði Max. - Dygðu ekki ákærur tveggja kvenna til að eitthvað yrði gert varðandi kauða? - Það er á mörkunum, svaraði Wagner. - Við vitum heldur ekki hvort hún vill kæra. Svo virðist sem frú Peukert hafi talið hana af því. - Læknirinn geispaði. - Þá sleppur hann sem sé nteð þetta? - Ekki endalaust, benti Wagner á. - Við erum hér að fjalla um Iítt greindan, ungan Tyrkja sem hefur rænt og ruplað, svikið út fé og setið inni rúm tvö ár af tíu ára dómi fyrir vikið. Hannnauðgartveimurkonum ög er ekki einu sinni kærður fyrir það. Hvað heldurðu að hann geri? - Ætli hann ræni ekki, steli og nauðgi svolítið meira? svaraði Max. - Hann sér enga ástæðu til að láta það eiga sig. fyrst enginn refsar honum. - Einmitt. Þess vegna kemur að því að honum bregst bogalistin og þá gómum við hann. - Hann gæti gert heilmikið áður en einhver kærir hann, sagði Max. - Rétt er það en hefurðu betri tillögu? vildi Wagner vita. Max hafði hana ekki en hann gerði það sem hann gat til að undir- búa fall Mehmets Kalender þegar að því kæmi. Hann útvegaði sér skýrsl- ur um hann og kynnti sér allar aðstæður vandlega. Afdrifarík heimsókn Sér til armæðu komst hann að raun um að piltur leit hreint ekki út eins og kynóður nauðgari. hcldur ósköp sakleysislegt, austurlenskt ungmenni. Augljóst mátti vera að enginn kviðdómur tryði því að hann hefði beint byssu að tveimur konum á fertugsaldri og skipað þeim að eiga við sig kynmök. Ekkert af þessu tók langan tíma en þó var Max varla búinn að fara nógu vandlega yfir fyrri brotaskýrsl- ur Mehmets og velta fyrir sér, því náunginn væri enn í Þýskalandi, laus og liðugur og lifði á peningum skatt- greiðenda, þegar 26. febrúar rann upp og með honum sú lausn málsins sem Wagner hafði spáð. Það var þriðjudagur og því vinnu- dagur hjá þeim sem á annað borð unnu eitthvað. Mehmet Kalender vann auðvitað ekki, enda hafði hann það gott án þess og sama gilti um 2I ársgamlan þýskan vin hans, Dietmar Unger. Þess vegna var Mehmet frjálst að fara að heimsækja vin sinn og ekkert kom í veg fyrir að Dietmar hleypti honum inn. Þar var þá líka stödd hin 17 ára Bettina Sicderdissen sem einnig var atvinnulaus. Foreldrar hennar fengu engu að ráða hvað Bettinu varðaði enda hefði hún þá enn verið í skóla. Hún hætti því hins vegar til að taka upp sambúð við Dietmar, hörkutól sent klæddist gjarnan leðurfatnaði og gekk mjög í augu ungra stúlkna, ef til vill vegna þess að hann var sköllóttur að öðru leyti en því að eftir miðju höfðinu var grænn mó- híkanakambur. Foreldrar Bettinu voru síður en svo hrifnir af Dietmar en gátu fátt aðhafst. í augunt laganna varstúlkan lullorðin og ábyrg gerða sinna og gæti þess vegna búið með bavíana. Furðulegt mátti þ'ö teljast að í augum sömu laga bar hún enga ábyrgð á þeim glæpum sem hún kynni að fremja. Þaðgerðu foreldrar hennar. Stúlkan sökuð um nauðgun Um fimmleytið síðdegis var Diet- mar orðinn svo þreyttur eftir langt og erfitt kvöld og hluta fyrri nætur á diskóteki, að hann lötraði inn í svefnherbergi og lagði sig. Mehmet og Bettina voru kyrr frammi í stofu. Hvað síðan gerðist er ekki fullljóst, enda eru til margar frásagnir af því. Að sögn Mehmets var Dietmar varla búinn að loka hurðinni þegar Bettina bókstaflega fleygði sér yfir gestinn og heimtaði að hann hefði mök við hana. Mehmet kvaðst hafa varist hetjulega þó hann viðurkenndi að sér fyndist stúlkan mesta augna- yndi. Hins vegar var hún vinkona besta vinar hans og því kont ekki til greina að hann fitlaði neitt við hana. Því miður lét hún svo illa í ákefð sinni að hann neyddist til að slá hana svolítið til að róa hana. Mehmet gat þó ekki skýrt hvernig honunt tókst að slá Itana svolítið með þeim afleiðingum að rifnaði út úr endaþarntsopi hennar. Hann sagði að allar slíkar skemntdir hlytu að vera af völdunt Dietmars. Þegar Bettina reiddist af því hann vildi ekkert hafa með hana að gera. kallaði hún á Dietmar og Mehmet dró upp byssuna til að vernda sjálfan sig. í Ijós kom að byssan var ekki eins hættuleg og hún leit út fyrir. Að vísu var það stór, svört skammbyssa cn aðeins loftverkfæri. Meh'met kvaðst ganga nteð hana á sér af því Þjóðverjar hefðu svo gaman af að berja á Tyrkjum og sér líkaði illa að vera barinn. Allt um það var byssan ekki ólögleg og ekkert leyfi þurfti fyrir henni. Frantburöur Dietmars var stuttur og tók ekki yfir nema hluta atburða- rásarinnar. Hann kvaðst hafa vakn- að við hróp framan úr stofunni og um leið og hann var nægilega vakn- aður, fór hann frant til að aðgæta hverju þetta sætti. Þegar hann kom fram, lá Bettina allsnakin í sófanum og Mehmet ofan á hanni með bux- urnar á hælunum. Staða parsins var slík að Dietmar sá greinilega að hér voru samfarir í fullum gangi, en slíkur vitnisburður er næsta sjaldgæfur þegar um nauðg- unarmál er að ræða. Bettina hreyfði sig og gaf frá sér hljóð en Dietmar var ekki viss um hvort það var af frygð eða hvort hún streittist á móti. Hann þekkti Bett- inu þó mætavel og hallaðist að fyrri kenningunni. Læknir gerir viðvart Þegar Bettina sá hann koma fram, æpti hún hástöfum á hjálp og sagði að Mehmet væri að nauðga sér. Dietmar sagðist þá hafa gengið að sófanum og bent Mehmet á að Bettina væri stúlkan sín og hann ætti ekkert með þetta þó hann væri gestur þeirra. Þá seildist Mehmet eftir skamm- byssunni sem lá við hlið hans í sófanum og tilkynnti Dietmar að hann skyti úr honum heilanh ef hann minntist einu orði framar á þetta. Við svo búið yfirgaf Dietmar staðinn. - Hvað get ég gert? spurði hann Wagner. - Ég vissi ekki að þetta var loftbyssa. Hann hefði getað meitt mig. Eftir atburðinn hélt Dietmar sig fjarri í rúma klukkustund. Þegar hann kom aftur voru bæði Bettina og Mehmet farin. Það voru blóð- blettir í sófanum og gauðrifnar nær- buxur Bettinu lágu á gólfinu. Dietmar komst að þeirri niður- stöðu að Bettina hefði farið fús með Mehmet og ætlaði að flytja inn til hans, þó hún hefði skilið eftir fötin sín og allar eigur. Hann lét málið bara kyrrt liggja og sagði hvorki foreldrum hennar frá þessu, né gerði minnstu tilraun til að hafa uppi á Bettinu sjálfri. Sannleikurinn var sá að Dietmar tók fíknilyf sem gerði að verkum að hann var ekki bara sljór fyrir umhverfinu, heldur nær getu- laus að auki. Bettina fór þó aldeilis ekki heini með Mehmet. Um leið og hann hafði svalað fýsnum sínum á henni og hypjað sig svo, næstum skreiddist hún til sjúkrahússins sem var aðeins spölkorn frá íbúðinni. Þá var klukkan farin að ganga níu að kvöldi en auðvitað var læknir á vakt. Hann hét Walter Homeyer og þegar honum var tilkynnt að ung stúlka hefði skjögrað inn og fallið í ómegin í anddyrinu, lét hann þegar í stað flytja hana inn til rannsóknar. Mehmet Kalender notaði loft- byssu til að ógna fórnarlömbun- um og fá vilja sínum framgengt. Hann var farandverkamaður að nafninu til og komst upp með ótrúlega margt í Þýskalandi. Hún reyndist í slæmu ástandi en nlls ekki lífshættu. Kvaðst vera ofsóttur Mehmet hafði verið í meira lagi hrottalegur við Bettinu og skaðaö bæði kynfæri hennar og endaþarnt, auk þess hún var bitin til blóðs í bæði brjóst og verið klipin og klóruð unt nær allan líkamann. Hún var í losti og það eina sem hún sagði af viti, var að Tyrki hefði nauðgað henni. Homeyer gerði að sárum hennar, gaf henni róandi lyf og gerði síðan lögreglunni viðvart. Hvorki Wagner né Max voru á vakt þá stundina en símaverðir höfðu fyrirmæli um að láta þá vita strax ef eitthvað bæri upp á varðandi rán eða nauðgarnir þar sem ungur Tyrki kæmi við sögu. Homeyer læknir lét hins vegar ekki aldurs Tyrkjans getið en samt sem áöur hringdi símavörðurinn til Max og lét hann um aö ákveða hvort eitthvað yrði aöhafst. Max ákvaö að láta Wagner í Iriði að svo stöddu en fór sjálfur til sjúkrahússins. Hann gat ekki fcngið að ræða við Bettinu sem svaf af deyfilyfjunum cn lékk nafn hennar og hcimilisfang foreldranna þar sem hún hafði látið í Ijós ósk um að fá að lara þangað cftir á. Max fór því næst heim til forcldr- anna, tilkynnti þeim að dóttir þcirra væri á sjúkrahúsi og spurði hvort þau vissu nokkuö hvað gerst hcfði. Foreldrarnir sögðu þegar í stað að þetta hlyti að korna Dictmar Unger eitthvaö við og að þaö kæmi þcim ekki hiö minnsta á óvart. Þau vissu hcimilisfang Ungcrs og brátt sat Max og hlýddi á lýsingu hans á atburðum og þcgar Dictmar nefndi nafn Mehmcts Kalcndcr þurfti ckki frcmur vitnanna við og Max var snöggur að hringja til Wagncrs. Mchmét var handtekinn klukku- stundu síðar heima hjá sér og hafði þaö að scgja scr til varnar að hann væri ófsóttur af því hann væri útlend- ingur og hefði lent í fangelsi. Það voru ckki bcysnar varnir og þegar Gisela Mangel og Anneliese Puekert lögðu einnig fram kærur, lágu fyrir á hann þrjár nauðgunarkærur. Vísað úr landi Við réttarhöldin sem lauk 23. maí 1986 sögðu allir aðilar sögu sína en Bettina þótti mest sannfærandi. Hún sagði að hann hcfði einfaldlega mið- að á hana byssunni og boðið henni að velja milli þess hvort hún háttaði sig og léti undan kröfum hans eða dæi á stundinni. Hún tók fyrri kost- inn en þegar honunt fannst hún fara sérof hægt, sleit hann af henni fötin. Það sem á eftir fór var nauðalíkt því sem kom fyrir Giselu Mangel og Anneliese Puekert en áverkar Bett- inu voru þó sýnu mestir. Kviðdóntur hlustaði ekki á neitan- ir og kvartanir Mehmets. Hann var fundinn sekur um allar ákærur og dæmdur í hálfs sjöunda árs fangelsi. Að vísu skipti tíminn ekki máli, því honum var vísað úr landi sköntmu eftir dómsuppkvaðningu og hann fær aldrei framar að stíga fæti á þýska jörð. Betri tækni í áburðinn

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.