Tíminn - 15.04.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.04.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn OO laiugardagur -1-&. -apríM 989 Áhugamenn um sykurverksmiðju á íslandi fullyrða að sykurverksmiðja í Hveragerði gæti malað gull. Jón Helgason krefst svara frá iðnaðarráðuneytinu: Má framleiða sykur fyrir 3040% af kostnaðarverði? Hinrik Guðmundssun einn af forsvarsmönnum Áhuga- fclags um sykuriðnað hf. fullyrðir að unnt sé að framleiða sykur fyrir innanlandsmarkað í mclassasykurverksmiðju í Hveragerði fyrir 35%-40% af kostnaðarverði hans erlend- is. Niðurgreiðsla EBE á sykri viðskiptaárið ’87-’88 var um 28 kr/kg, en óniðurgreiddur hefði sykurinn kostað um 51 kr. Þrátt fyrir meira en helmings niðurgreiðslur á innflutt- um sykri segir Hinrik að íslensk sykurverksmiðja sé meira en samkeppnisfær og geti jafnvel boðið framleiðslu sína á um 21 kr/kg. Jón Helgason fyrrverandi land- búnaðarróöherra lagði nýlcga fram fyrirspurn til iðnaðarráðhcrra um hvað ráðuneytið hefði gert til að undirbúa byggingu sykurverk- smiðju í Hveragerði, síðan iðnað- arráðherra flutti um það frumvarp á þingi árið 1982. Enn fremur er spurtshvaða áætlanir liggi nú fyrir í ráðuneytinu um framhald þessa máls. Upphaflega var sykurverk- smiðjumálinu hreyft 1978. Hjör- leifur Guttormsson flutti um það frumvarp árið 1982, er hann var iðnaðarráðherra. Frumvarpið var ekki afgreitt og síðan þá hafa engin viðbrögð komið frá iðnaðarráðu- neytinu. Samkvæmt leiðréttum kostnað- artölum úr skýrslu um melassasyk- urverksmiðju á íslandi sem Áhuga- félag um sykuriðnað hf. og fleiri létu gera er fjármagnsþörf melassa- sykurverksmiðju er staðsett væri í Hveragerði rúmlega 1,7 milljarðar kr. á verðlagi í desember 1988. Þá er gert ráð fyrir að framleiðslugeta verksmiðjunnar sé rúm 11 þúsund tonn af hvítasykri á ári, sem er nálægt ársneyslu íslendinga á sykri, auk 11 þúsund tonna af lokamel- assa, sem er afgangsafurð, þurrefni sem nýtt er til fóðurs. Hráefnis og rekstrarkostnaður á ári er áætlaður um 302milljónir. Þarafereiginlegt rekstursfé verksmiðjunnar um 113 milljónir. Lánsfé er áætlað 75% af stofnfé og afgangur eða 25% verði hlutafé. Sé ekki gert ráð fyrir að hluthafar fái greiddan annan arð af hlutafé sínu en þann óbeina arð er felst í eignaaukningu fyrirtækisins. Við niðurgreiðslu skulda gæti með- al sykurverð (miðað við niður- greiðslu lána á 25 árum) frá verk- smiðjunni orðið um 21 kr/kg. Það er um 2 kr. lægra á kíló en verð á innfluttumsykri. í útreikningunum er miðað við að vextir af lánum sem tckin væru í þýskum mörkum væru 6%. Forsaga þessa máls er sú að á árunum 1978-1980 létu Áhugafélag um sykuriðnað hf. og Finska Sock- er AB fara fram athugun á því hvort tiltækilegt væri að reisa og reka sykurvinnslu í Hveragerði, sem notaði rófumelassa sem hrá- efni og jarðgufu sem varmaorku. Sameiginleg skýrsla fyrirtækjanna um þetta verkefni lá fyrir snemma árs 1980. Hún er verk íslenskra og finnskra sérfræðinga nokkurn veg- inn að jöfnu og byggist á tiltölulega vandaðri og nákvæmri forhönnun er kæmi að fullu gagni við fullnað- arhönnun sykurvinnslu í Hvera- gerði. Norræni iðnþróunarsjóður- inn í Stokkhólmi styrkti verkefnið um 250.000 s.kr. í skýrslu fyrirtækjanna tveggja segir að þessi rannsókn sýni að það sé mögulegt og þjóðhagslega rétt- lætanlegt að hefjasykurframleiðslu á íslandi er byggi á melassahráefni. Samkvæmt arðsemisreikningum kunni að reynast nauðsynlegt að ríkið styðji eigin sykurframleiðslu við ákveðnar verðlagsaðstæður, en við þær aðstæður er ríktu er könnunin fór fram ætti sú aðstoð að vera óveruleg. Á grundvelli rannsóknarinnar geti það talist réttlætanlegt að aðstandendur verkefnisins, helst ásamt fulltrúum íslenska ríkisins, hefji nákvæmari rannsókn á hinum þjóðhagslegu áhrifum og kanni möguleika á fjármögnun fyrirtækisins. Niðurstöður skýrslunnar eru þær að tæknilega sé fullkomlega mögu- legt að byggja sykurverksmiðju hér á landi er grundvallist á melassahráefni og framleiði fyrsta flokks kristallaðan sykur úr sykur- innihaldi frummelassa með venju- legri kristöllunaraðferð. Núver- andi dreifi- og sölukerfi geti annast dreifingu og sölu á allri ársfram- leiðslunni, um 10.000 tonnum á ári. Tilraunir sýni að unnt sé að þurrka þann hluta hráefnisins sem ekki er sykur, hinn svo kallaða lokamelassa, og gera úr honum þurrt fóður til skepnueldis. Svo kallað melassamjöl, eða mjölk- enndan melassa. Þá ætti að vera möguiegt að koma melassamjölinu með tiltölulega skjótum hætti á markaðinn með þvf dreifikerfi er íslensku fóðurblöndunarfyrirtækin hafa yfir að ráða. Segir í skýrslunni að sú orka sem sykurvinnslan þarf á mismunandi stigum, sérstaklega eiming á sykur- upplausninni og lokamelassanum. fáist úr jarðgufu. Talið er sérstak- lega hagkvæmt að velja verksmiðj- unni stað í Hveragerði, þar sem nauðsynlegar forsendur fyrir fram- leiðslu af þessu tagi séu fyrir hendi: vinnuafl, vatn, kælivatn og það sem mikilvægast sé, jarðgufa, en tilraunir sýni að nægileg gufa með heppilegum eiginleikum sé fyrir hendi. - ÁG Hugmynd stjórnar til fjáröflunar: Reiðhöllin nýtt sem fþróttahús? Reiðhöllin getur orðið hinn glæsilegasti íþróttasalur. Stjórn Reiðhallarinnar í Víðjdal hefur leitað eftir því við borgaryfirvöld að þau taki Reiðhöllina á leigu. Fjárhagur Reiðhallarinnar er heldur bágur og ekki fást nógar tekjur með núverandi starfsemi til að standa undir greiðslum. Hug- myndin er sú að borgin leigi Reið- höllina til fimm eða tíu ára eða þar til búið er að borga niður mestan hluta byggingarkostnaðar sem er um níutíu milljónir króna. Þar af eru um fimmtíu til sextíu milljónir á lang- tímalánum, til tólf eða fimmtán ára. Eða þar til hestamenn fara að nota aðstöðuna meira og tekjur af leigu húsnæðis til þeirra aukast verulega. Höllin yrði þá, í leigu borgarinnar, rekin sem íþróttahús fyrir grunn- skóla Árbæjarogjafnvel Grafarvogs einnig. Við þá skóla hafa ekki enn verið byggð íþróttahús og einnig vantar íþróttafélög hverfanna hús- næði undir sína starfsemi. Ef til kemur verður aðstöðunni í Reiðhöllinni breytt. Þá verður húsið einangrað, sett í það upphitun, bún- ingsklefar og nýtt gólf. Gólfið yrðí að öllum líkindum steypt og jafnvel lagðar í það leiðslur þannig að þar gæti verið aðstaða til að koma upp skautasvelli. Síðan yrði rúllað gúmmídúk yfir steingólfið þegar íþróttakennslan færi fram. Á sumrin, yfir páska og aðrar hátíðir þegar skólarnir eru ekki starfræktir yrði gúmmídúknum rúllað upp og sandi mokað inn á gólfið. Þar með væri komin aftur aðstaða til að vera með hesta, halda hestadaga og fleira í þeim dúr. Hugmyndin er það ný að engar fjárhagsáætlanir eða hugmyndir um mögulegar upphæðir leigu liggja fyrir. Ekki liggur heldur fyrir ná- kvæm áætlun um hvernig að þessu yrði staðið. Borgarráði var sent bréf varðandi leigu hússins fyrir hálfum mánuði og málið tekið upp á þriðj- udaginn var. Borgarráð tók enga ákvörðun í sambandi við leigu Reið- hallarinnar en vísaði málinu til at- hugunar skólamálaráðs. Skóla- málaráð mun síðan fjalla um það hvort skólarnir geti hugsanlega nýtt Reiðhöllina til íþróttastarfs eða annars. Stjórn Reiðhallarinnar vonast til, ef hugmyndinni verður hrint í framkvæmd, að hægt verði að hefja undirbúning þegar í sumar og ljúka honum fyrir haustið, áður en skólarnir taka til starfa. Að sögn eru reiðhallir víða erlend- is notaðar fyrir ýmislegt annað en ástundun hestamennsku. Bæði þá sem sönghallir, íþróttahús ogfleira. jkb Sýning Einars Hákonarsonar á emaleruðum Kjarvalsstöðum. Þetta er í fyrsta skipti sem myndir unnar með þessari tækni eru sýndar hér á landi. Tímamynd: Pjeiur Sýning aö Kjarvalsstöðum: Emaleruð mynd- verk í fyrsta sinn hérlendis Einar Hákonarson sýningu á emaleruðum myndverkum að í dag opnar Kjarvalsstöðum. Þetta er í fyrsta sinn sem mynd- verk þessarar tegundar eru sýnd hér á landi þó vinnsluaðferðin sé ævag- ömul. En myndir frá því um þrjú þúsund f. kr., unnar með þessari tækni hafa fundist á sumerískum menningarsvæðum og í Egyptalandi. Stærð platnanna takmarkast af þeim ofni sem unnið er með, algeng- asta stærðin er 100x80 cm. Aðferðin er orðin mjög vinsæl víða í Evrópu til skreytinga utan á hús sem og innan. Verkin eru mjög veðurþolin og bjóða upp á frjálslegan tjáningar- máta. Einar Hákonarson stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands og við Valands listaháskólann í Gautaborg. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga í Reykjavík og víðar og tekið þátt í mörgum sam- sýningum bæði hér á landi og erlend- is. Einar nam fyrrnefnda tækni í Gautaborg en þar hafa myndlistar- menn komið sér upp sameiginlegu verkstæði þar sem þeir geta komið og útfært stærri verkefni í ýmis efni. Emaleruðu mundverkin sem hér eru sýnd voru unnin á verkstæðinu og hlaut Einar nokkurn fjárhagslegan stuðning menntamálaráðuneytis ís- lands til þess verkefnis. Sýningunni lýkur þann áttunda næsta mánaðar. jkb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.