Tíminn - 15.04.1989, Blaðsíða 11

Tíminn - 15.04.1989, Blaðsíða 11
/ \r Laugardagur 15. apríl 1989 Tíminn 23 FRÉTTAYFIRUT WASHINGTON - George Bush forseti Bandaríkjanna hefur náö samkomulagi viö þingið um viöræöur um leiðir til aö undirbúa fjárlög áriö 1990. i Markmiöiö verður aö skera j fjárlagahallann niöurí 100 mill- jaröa dollara án þess aö hækka skatta. Gert er ráð fyrir | að fjárlagahalli þessa árs verði 163 milljarðar dollara en hann var 155 milljarðar í fyrra. LUANDA - Leiðtogar! Swapo skæruliöahreyfingar-; innar í Namibíu skýrðu frá því; aö skæruliöar hreyfingarinnar sem staðið hafa í bardögum í Namibíu væru nú að koma tii stööva sinna í Angóla í sam- ræmi viö samkomulag sem batt enda á blóðuga bardaga í Namibíu í síöustu viku. Margir skæruliöanna eru særöir eftir átökin viö öryggissveitir í Nam- ibíu, en bardagarnir kostuðu um 200 manns lífið. BEIRÚT - Hlé varö á stór- skotahríðinni í Beirút í gær og komu íbúar borgarinnar út á göturnar til að leita fanga eftir 20 klukkustunda látlausa sprengjuhríð sem kostaði aö minnsta kosti 20 manns lífið. Átökin undanfarið eru þau höröustu sem verið hafa í borgarastyrjöldinni í Líbanon þau 14 ár sem hún hefur staöið. TOKYO - Enn eitt áfalliö fyrir ríkisstjórn Takeshita. Fyrr- um utanríkisráðherra Japans, Shintaro Abe játaöi aö Recruit fyrirtækið hafi greitt konu hans 9,3 milljónir yena í föstum mánaðargreiðslum í þrjú ár. WAHSINGTON - Þingið í Bandaríkjunum ákvað að veita nær 50 milljónum dollara til að aðstoða Kontraliða. Aðstoðin. á ekki að vera á neinn hátt hernaðarleg og er það í sam- ræmi við samþykkt Miðamer- íkuríkja um að stöðva hernað- arstuðning við Kontra á móti stjórnmálalegum umbótum í Níkaragva. SEOUL - Rúmlega 30 þús- und suðurkóreskir hermenn sem tóku þátt í bardögunum við Norður-Kóreu í Kóreustríð- inu gengu um götur Seoul og kröfðust þess að Moon Ik- hwan hinn 71 árs prestur yrði tekinn af lífi fyrir að hafa farið norður yfir og rætt við stjórn- völd í Norður-Kóreu um frið. Með þeirri athöfn sinni braut hann andkommúnísk lög sem eru í gildi í Suður-Kóreu. Aftur á móti fóru stúdentar og friðar- sinnar í mótmælagöngu og kröfðust þess að Moon yrði leystur úr haldi. N‘DJAMENA - Ríkis- stjórnin í Chad segist hafa brotið á bak aftur uppreisnartil- raun fyrr í þessum mánuði og hafi innanríkisráðherra lands- ins Ibrahim Itno, hershöfðingi landsins og ráðgjafi forsetans tekið þátt í uppreisninni. Illlllllllllillll ÚTLáND .....................................I..IIIIIIIHIHI.Illlllllllll... ........................................... Kynþáttaólga Kartvela eða Georgíumanna og mannfallið í Tbilisi dregur dilk á eftir sér: Leiðtogi kommúnista í Georgíu baðst lausnar Leiðtogi kommúnistaflokksins í Georgíu, Dzhumber Patiashvili, sagði af sér embætti í kjölfar gagn- rýni sem hann hefur hlotið vegna viðbragða við mótmælaaðgerðum þjóðernissinna í Tbilisi, en nítján manns létu Iífið í troðningi er varð þegar herlið var sent til móts við mótmælagöngu þúsunda manna á sunnudaginn var. Patiashvili bað sjálfur um lausn vegna gagnrýninn- ar. Það mun vera Givi Gumbaridze yfirmaður KGB sovésku öryggislög- reglunnar í Georgíu sem hefur tekið við leiðtogaembættinu, en hann hef- ur einungis verið yfirmaður Georg- íudeildar KGB í fáeina mánuði. Patiashvili tók við af Eduarde Sévardnadse sem yfirmaður komm- únistaflokksins í Georgíu þegar Sé- vardnadse tók við embætti utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna árið 1985. Yfirvöld í Georgíu eru nú að rannsaka hvort fótur sé fyrir þeim ásökunum um að hermenn hafi beitt skóflunt til að berja á hinum átta þúsund mótmælendum sem kölluðu þjóðernisslagorð fyrir utan opinber- ar byggingar í Tiblisi. Patiashvili tilkynnti afsögn sína á fundi miðnefndar kommúnista- flokksins í Georgíu, en á þeim fundi var einnig mættur George Sévardna- dse sem sendur var til Georgíu til að sætta menn. Það hefur tekist nokkuð vel, enda Sévardnadse vinsæll mjög meðal þjóðar sinnar í Georgíu, því lífið virðist að mestu ganga sinn vanagang. Margir skólar eru þó enn lokaðir. Þá eru hermenn og skrið- drekar enn á götum Tbilisi til að koma í veg fyrir að upp úr sjóði. Moskvuútvarpið skýrði frá því í gær að 328 manns hefðu verið hand- teknir eftir mótmælaaðgerðirnar. Þá segir í frétt í Krasnaya Zvezda málgagni sovéska hersins að her- menn sem sendir hafi verið gegn mótmælagöngunni hafi verið drukknir og gengið mjög harkalega til verks, meðal annars barið konur og stúlkur með herskóflum. Þá vitn- ar blaðið í læknanema sem segjast hafa séð lík sem báru áverka eftir slíkar skóflur. Patiashvili fyrrum leiðtogi kom- múnistafloksins hafði á mánudag skýrt frá því að það hefðu verið Skriðdrekar og hernienn gæta enn laga og reglna á götum Tbilisi höfuðborgar Georgíu vegna kynþáttamótmælanna um síðustu helgi. Leiðtogi kommúnistaflokksins í Georgíu sagði af sér í gær vegna atburðanna á sunnudag. afdrifarík mistök hjá honum að halda að með því að senda óvopnaða hermenn gegn mótmælagöngu þjóð- ernissinnaðra Georgíumanna hefði verið hægt að komast hjá mann- skaða. Hermenn þeir sem sendir voru gegn mótmælafólkinu voru ekki Georgíumenn heldur komu þeir frá öðrum hlutum Sovétríkjanna. Það hefur verið regla hjá Sovétmönnum, enda gætu komið upp agavandamál ef hermenn eiga að berja á eigin þjóð, ættingjum, vinum og kunn- ingjum. ATH. Að undanförnu hefur Tíminn notað heitið Grúsía og Grúsíumenn um þá þjóð sem um er fjallað. Það mun hins vegar vera rússneska heitið yfir Georgíumenn. Þeir kalla sig reyndar Kartveli á sinni mállýsku og land sitt Sakartvelo. Hins vegar nota hinir stoltu Kartvelar stundum einnig orð- ið Georgía um sig og land sitt. Því mun það orð verða notað framvegis hér á síðunni. Vatnsmengun í ám aö drepa Alsírbúa: BANVÆNT VATN í OUED CHLEF Stærsta á í Alsír er svo mikið menguð að eiturefnin í henni eru farin að skilja eftir sig dauðaslóð. Vatnið er banvænt ef það er drukk- ið og veldur útbrotum cf menn baða sig í því. Þetta koni frant í frétt hinnar opinberu fréttastofu í Alsír í gær. - Gasi sem sleppt er út í and- rúmsloftið er víða að eyðileggja náttúruna og eiturefnaúrgangur hefur mengað svo ár að vatn er víða orðið banvænt, sagði í frétt- inni. Oued Chlef áin sem er sú stærsta í Alsír á upptök sín í fjöllunum suður af Alsír og rennur hún í vesturátt um fimm héruð þar sem eitraður úrgangur frá sykurvinnslu, pappírvinnslu, olíuefnaiðnaði og plastverksmiðjum rennuróhindrað í hana. Við bætist skólp frá bæjum og borgum scm liggja að ánni. - Afleiðingar mengunarinnar er nær alger eyðilegging lífríkis f ánni og nágrcnni hennar í árdalnum þá 500 km sent hún rennur frá upptök- um til ósa þar sem hún fellur sem eitraðu kokteill í Miðjarðarhafið, sagði einnig í fréttinni,- Vatnsinengun er nú fimm sinn- um meiri en talið er óhætt og ef fram heldur sem horfir ntun meng- unin verða fimmtánföld í lok aldar- innar ef ekkert er að gert. Yfirmaður landamæralögreglunnar í ísrael: Morðin á íbúum Nahalin mistök Yfirmaður landamæralögreglu ísraela viðurkenndi í gær að árás liðsmanna lögreglunnar á palestín- ska þorpið Nahalin hafi verið mistök, en lögreglumennirnir drápu að minnsta kosti fjóra Palestínu- menn og særðu fimmtán. Reyndar segja Palestínumenn að átta manns hafi fallið. Arabísk vitni segja að lögreglu- mennirnir hafi lent í útistöðum við ísraelska hermenn áður en árásin var gerð á íbúa Nahalin, rétt fyrir dögun í fyrradag. Sögðu vitnin að lögreglumennirnir hefðu neitað skipun liðsforingja í ísraelska hern- um um að yfirgefa þorpið. - Það er enginn vafi á því að mistök voru gerð í Nahalin. Málið verður rannsakað og ályktanir dregnar, sagði Meshulim Amit yfir- maður landamæralögreglunnar í gær. Aðfarir löreglumannanna voru grimmilegar í Nahalin. Þeir ruddust inn í hús Palestínumannanna sem sátu að snæðingi áður en birti í Eftir að dregið hafði úr viðskipta- halla Bandaríkjamanna fáeina mán- uði, þá gat ríkisstjórn Bush ekki glaðst yfir því lengi, því viðskipta- hallinn hefur aukist töluvert að nýju. Tölur fyrir febrúarmánuð sem birtar voru í gær sýna að viðskiptahallinn samræmi við föstuboðskap kórans- ins í hinum heilaga Ramadan mán- uði, drógu menn út á hlað og skutu fjóra menn með köldu blóði. Líkur Bandaríkin: nam 10,5 milljörðum bandaríkja- dala, en hafði verið 8,68 milljarðar í janúar. Þrátt fyrir að útflutningur hafi aukist um 0,6% í febrúar jókst innflutningur til mikilla muna eða um 5,3%. eru á að fleiri hafi fallið í átökunum. Palestínumenn hafa boðað þriggja daga verkfall á hernumdu svæðunum vegna árásarinnar. Þó fjármálaspekúlantar í Wall Street hafi gert ráð fyrir auknum viðskiptahalla, þá varð hallinn í febrúar mun meiri en ráð var fyrir gert. Telja margir þeirra að árið í ár verði metár hvað viðskiptahalla áhrærir. Viðskiptahalli eykst að nýju

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.