Tíminn - 15.04.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 15.04.1989, Blaðsíða 13
Laugardagur 15. ápríl 198Ö )T k r. lllllllllllllllllllllllllll LESENDUR SKRIFA -■ .. ■ ... ..... .... .... Lýðræðið fótum troðið Virðulegi lesandi. Af gefnu tilefni, vegna fyrirhugaðs aðalfundar Fríkirkjunnar í Reykja- vík n.k. laugardag í Háskólabíói, viljum við undirritaðir rifja upp eftirfarandi: 12. september 1988 var haldinn f Gamla bíói einhver fjöl- mennasti safnaðarfundur á íslandi sem sögur fara af. Þessi fundur var boðaður vegna áskorana u.þ.b. 70 safnaðarbarna í Fríkirkjunni í Reykjavík vegna brottreksturs safn- aðarprestsins, sr. Gunnars Björns- sonar. Rétt er að geta þess að í fundarboði fyrir umræddan fund var einnig auglýst tillaga stjórnar að dagskrá, svohljóðandi; „Kjósa skal kjörstjórn vegna væntanlegra prests- kosninga". Á fundinn í Gamla bíói 12. september 1988 mættu u.þ.b. 700 manns. Þar gerðist þetta: Stuðn- ingsmenn sr. Gunnars Björnssonar lögðu fram tillögu um breytingu á auglýstri dagskrá og var hún sam- þykkt með miklum meirihluta at- kvæða fundargesta. Þá lögðu þeir fram tillögu sem afturkallaði brott- rekstur sr. Gunnars, hún hlaut sam- þykki mikils meirihluta fundar- manna. Þá var gengið til atkvæða um tilllögu stjórnar um að kjósa kjörstjórn vegna væntanlegra prests- kosTiinga. Tillagan sú var felld. í kjölfarið fylgdi svo tillaga um van- traust á stjórn Fríkirkjusafnaðarins. Hún var samþykkt. Lýðræðislegt var, í kjölfar þessa fundar, að eðlilegt safnaðarstarf hæfist á ný. Ljóst var að vilji fundar- ins var að sr. Gunnar Björnsson þjónaði áfram í Fríkirkjunni í Reykjavík. En nú tóku mál aðra stefnu en búast hefði mátt við í lýðræðislegu þjóðfélagi. Margsnupr- uð stjórnin kaus að hafa vilja meiri- hluta safnaðarfundarins í Gamla bíói 12. september 1988 að engu. Og er okkur, þeim sem höfum tekið að okkur að bera kyndil lýðræðisins til komandi kynslóða, freklega misboð- ið og er niðurlæging okkar algjör. Nú hefur okkur enn verið misboðið. Aðalfundur fyrir árið 1988 hefur verið boðaður með auglýsingu í fjölmiðlum um atriði sem á fundin- um 12. september fengu fullnaðaraf- greiðslu. Það er einlæg ósk okkar að allir þeir sem fjölmenntu á fundinn í Gamla bíói þann 12. september og létu vilja sinn ótvírætt í Ijós hafi nú ekki gefist upp gegn slíkri valdníðslu og þvílfku ofbeldi sem hér hefur verið lýst, heldur fjölmenni á aðal- fund Fríkirkjusafnaðarins í Há- skólabíói laugardaginn 15. apríl n.k. kl. 13.30 og ítreki ósk sína um að sr. Gunnar Björnsson fái óáreittur að sinna störfum sínum í þágu safnaðar- barna Fríkirkjunnar. Bjöm og Oddur Björnssynir Úr skinnaverksmiðju Sambandsins á Akureyri. (Tímamynd GE.) Batnandi horfur hjá Skinnaiðnaði Horfur eru nú á mun betra ári hjá Skinnaiðnaði Sambandsins á Akur- eyri en í fyrra. Pá mátti segja að markaðshrun yrði úti í Evrópu fyrir skinnavörur vegna hlýinda. Núna má hins vegar segja að Skinnaiðnað- ur hafi skipt yfir af hefðbundnum kuldamarkaði sínum yfír á tísku- markað, sem lofar góðu. Bjarni Jónasson forstöðumaður Skinnaiðnaðar sagði að núna ynnu þeir nálega allar gærur í mokka- skinn, sem færu svo aðallega til (talíu. Horfurnar eru þannig núna að útlit er fyrir að Skinnaiðnaður geti selt allar þær gærur, sem hann fær til meðferðar, fyrir viðunandi verð. Mokkaskinnin eru nú orðið eingöngu seld til vinnslu í saumastof- um, en framleiðslu á mokkafatnaði hefur nánast verið hætt hér innan- lands. Þá vinna þeir líka nokkuð af fataleðri, sem fer mest til Norður- landanna, en þó er það tiltölulega lítill hluti af framleiðslunni. Sem dæmi um samdráttinn í fyrra má nefna að kaupendur á Norður- löndum tóku þá ekki við nema nálægt 20% af því sem þeir keyptu árið 1987. Nú í ár eru svo horfur á því að kaup þeirra dragist enn saman, svo að segja má að þessi markaður sé nánast að fjara út. Aftur á móti hefur orðið veruleg aukning á skinnasölu til Ítaiíu, og er tískumarkaðurinn þar núna orðinn einn helsti markaður Skinnaiðnaðar. Þó að söluhorfur megi nú teljast góðar sagði Bjarni að sömu söguna væri engan veginn að segja um rekstrarhorfurnar. Þær væru að vísu skárri en í fyrra, en hins vegar væri efnahagsástandið hér á landi þannig að á meðan kostnaður hækkaði innanlands hækkuðu tekjurnar lítið á móti. Meðan ekki væri hugað betur að rekstrarumhverfi útflutn- ingsiðnaðar í landinu en nú væri gert þá yrði rekstrargrundvöllur hans óhjákvæmilega erfiður áfram. esig Frá Sjúkraliðaskóla íslands Umsóknareyöublöð um skólavist fyrir haustið 1989 liggja frammi á skrifstofu skólans að Suður- landsbraut 6, 4. hæð, frá kl. 10-12 til loka umsóknarfrests 8. júní n.k. Athygli skal vakin á því að vegna fyrirhugaðra breytinga á starfsemi skólans er þetta e.t.v. í síðasta sinn sem teknir verða inn nemar í sjúkraliðanám. Skólastjóri. Tíminn 25 Skaftfellingar JónHelgason, Guðni Agústsson, Unnur Stefánsdóttir, alþingismaður alþingismaður varaþlngmaður Árlegir stjórnmálafundir og viðtalstímar þingmanna Framsóknar- flokksins verða haldnir: 3. I Kirkjuhvoli, Kirkjubaejarklaustri, laugardaginn 15. apríl kl. 21.00. Allir velkomnir. Fundarboðendur. SUF á Akureyri Helgi Pétursson SUF og kjördæmissambandið efna til fjölmiðlanámskeiðs á Akureyri helgina 22.-23. apríl nk., ef næg þátttaka næst. Leiðbeinandi: Helgi Pétursson. Efni: A. Áhrif fjölmiðla. B. Þjálfun í sjónvarpsframkomu. Þátttaka tilkynnist Braga Bergmann í síma 96-24222, Sigfúsi Karlssyni í síma 96-26600 og Skrifstofu Framsóknarflokksins í Reykjavík, sími 91-24480. SUF Páskahappdrætti SUF 1989 Útdráttur I Páskahappdrætti SUF er hafinn. Vinningsnúmer eru sem hér segir: 20. mars, vinningur nr. 1, 5242 vinningur nr. 2, 3145 21. mars, vinningur nr. 3, 1995 vinningur nr. 4, 144 22. mars, vinningur nr. 5, 538 vinningur nr. 6, 7401 Vegna fjölda áskorana eru númerin fyrir dagana 23. til 26. mars í innsigli hjá borgarfógeta til 15. apríl 1989. Vinsamlegast gerið skil fyrir þann tíma. Enn er tækifæri til að hljóta glæsilega vinninga. Hvert miðanúmer gildir alla útdráttardagana það er 20. til 26. mars 1989. Munið, ykkar stuðningur styrkir okkar starf. SUF Reykjanes Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 17 til 19. Sími 43222. K.F.R. Iðnráðgjafi Vesturlands Starf iðnráðgjafa á Vesturlandi er laust til umsókn- ar. Umsóknarfrestur er til 30. apríl. Nánari upplýsingar í sima 93-71318. Samtök sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi, Pósthólf 32, 310 Borgarnes. Tilkynning til söluskatts- greiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir marsmánuð er 15. apríl. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanns ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.