Tíminn - 15.04.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.04.1989, Blaðsíða 5
oa táú'g&í-dá'gul- T5vapilfi489 i’nimi i á Tíminn 5 Steingrímur Hermannsson forsætisráöherra. Gerðum ekki ráð fyrir verð- hækkunum á Bandaríkjamark- aði, segir forsætisráðherra: Hækkun í Evrópu er raunhæfur möguleiki „Við höfum aldrei gert ráð fyrir umtalsverðum hækkunum á fiskverði í Bandartkjunum, held- ur miklu frekar á öðrum mörkuð- um, þá í Evrópu,“ sagði Stein- grímur Hermannsson forsætis- ráðherra í samtali við Tímann, en eins og fram kemur í máli Magnúsar Friðgeirssonar hjá Ice- land Seafood Corp. hér á síðunni er ekki útlit fyrir hækkanir á Bandaríkjamarkaði. Steingrímur sagði að hann hefði fengið sömu upplýsingar frá Bandaríkjunum um að þar væri ekki von á miklum hækkun- um. „Hins vegar hefur dollarinn hækkað og því væri það sem selt væri til Bandaríkjanna meira virði og þegar áreiðanlega nokk- ur fengur fyrir fiskvinnsluna," sagði Steingrímur. Hann sagði að þegar litið væri til Evrópu, væru Norðmenn að stöðva sínar þorsk- veiðar, a.nt.k. fram í september og mjög háværar raddir væru um rányrkju í Norðursjó og kröfur um að úr veiðum þar sé dregið, auk þess sem kvótar þar væru langtum minni en í fyrra. „Ég held að það sé nú ennþá umtals- verð von í því að fiskverð hækki í Evrqpu, með þetta í huga,“ sagði forsætisráðherra. Spurður hvort ekki þyrfti þá að grípa til sérstakra aðgerða eftir 31. maí, þegar hætt yrði að borga úr Verðjöfnunarsjóði sjávarút- vegsins? “Ég þori ekkert að segja um það á þessari stundu,“ sagði Steingrímur. Hann sagði að með málunum væri fylgst mjög náið og metið frá viku til viku. „Það er nú nokkurt fjármagn eftir í verð- jöfnunarsjóði og við höfum nú þol þess vegna, ef ég má orða það svo, lenguren til loka maí,“ sagði Steingrímur. Á fundi í Kópavogi á fimmtu- dagskvöld sagði Steingrímur að einhverjir vildu kalla þetta happ- drættisvinning. „Hann er þó byggður á mjög ákveðnum rök- um og ákveðnum líkum,“ sagði Steingrímur. Aðspurður um svör Þjóðhags- stofnunar við spurningum vinnu- veitenda þar sem kom fram að staða fiskvinnslunnar versnar verulega frá því sem hún er í dag, sagði forsætisráðherra að í þess- unt útreikningum Þjóöhagsstofn- unar væru reiknuð ýmis dæmi þar sem m.a. væri reiknað án þessara uppbóta og án viðbótarendur- greiðslu á söluskatti, og án verð- hækkana erlendis. „Þar eru reiknuð öll þessi dæmi og ég held að öllum sé það fullkomlega ljóst að ef allt þetta þrýtur, þá er fiskvinnslan vissulega í vonlausri stöðu,“ sagði Steingrímur. -ABÓ Ráðstefnu helstu fiskkaupenda og seljenda í Bandaríkjunum lokið: Verðhækkanir ekki í sjónmáli í BNA Verðhækkanir á físki í Bandaríkjunum eru ekki í sjónmáli, að sögn Magnúsar Friðgeirssonar framkvæinda- stjóra Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum, í samtali við Tímann í gær. Magnús sat í vikunni ráðstefnu helstu fískkaupenda og seljenda í Las Vegas. „Það er heldur dauft hljóðið í sjávarafurðamönnum almennt í landinu. Menn eru að koma út úr mjög erfiðu ári, sem 1988 var og menn sjá ekki verulega uppsveiflu á árinu 1989 neyslulega séð enn sem komið er," sagði Magnús Frið- geirsson. Hann sagði að ótrúlega mikil ncikvæð umræða hefði vcrið um sjávarafurðir upp á síðkastið, þar sem umræða um mengunurmál hefði átt stóran hluta að. Bæði vegna olíuslyssins við Alaska og einnig vegna þess að kastað hefur verið notuðum áhöldum og um- búðum frá sjúkrahúsum í hafið. sem væri sumstaðar farið að reka upp á strcndur. „Þetta hcfur haft gífurlega mikil áhrif á fiskvinnsl- una í Bandaríkjunum," sagði Magnús. Aðspurður sagði Magnús að ef miðaö væri við fisksölu á sama tíma stðasta ár, þá væri ekki hægt að tala urn umtalsverðan samdrátt hjá þcim. „Ég er nú kannski svo bjartsýnn að ætla að vona að við getum náð einhverri aukningu þeg- ar líðut' fram á árið.“ sagði Magnús. Hann sagði að í fiskbit- um, meö brauðmylsnu eða degi hefði orðið samdráttur í magni fyrstu þrjá mánuðina og einnig örlítill samdráttur í flakasölu. Magnús sagði að ekki væri skort- ur á fiski frá Islandi. „Ef ég tek sem dænii fiskbitana, þá tökum við allt það sem við fáunt af blokkarhrá- efni frá íslandi, eins og þar nánast er framleitt og bætum síðan við annarsstaðar frá. í flakasölunni hefur orðið nokkuð mikill sam- dráttur hjá okkur, sem fyrst og fremst er vegna sölutrcgðu hér, en ekki vegna framboðsskort frá ísl- andi.“ sagði Magnús. Magnús Friðgeirsson frani- kvæmdastjúri Iccland Seafood Corporation. Aðspurður um horfur á verö- hækkunum sagði Mugnús að verð- hækkanir væru ekki í sjónmáli á þessum markaði og engin tcikn á lofti um veröhækkanir, þcgar ltða tæki á sumariö. „Birgðastaöan er viðunundi, enda höfum við vísvitandi farið yfir í það að bæta okkar birgða- stjórnkerfi, þá eingöngu með hlið- sjón af því hversu dýrt er að halda mikið birgðahald,“ sagði Magnús. Magnús sagði aðspurður að útaf fyrir sig væri hægt að selja meira af þorskflökum, en þá væri það spurningin um verðlag. „Það verð- lug sem við þurfum að fá fyrir okkar íslensku frumleiðendur, cr ekki fáanlegt á murkaðinum, nema kannski í það litlu magni að það leysir ekki okkar þörf fyrir að selja," sagði Magnús. Verðið á þorskblokkinni ernúna 1,50 til 1,55 dollar og fór veröið hækkandi frá í septcmber úr 1,25 dollar í það sem það er í dag. Verðið í dag hefur hins vegar staðið í stað í sjö vikur. Fyrir um ári stðan var vcrðið á þorskblokk- inni um 2 dollarur, síðan kom vcrðhrun, niður í 1,25 dollar. „Ég held að það sé komin stöðvun á verðhækkun í blokkinni, en hins vegar hefur verðlag flakanna hald- ist mjög stöðugt," sagði Magnús. Hann sagöi að líklega væri afurðin að finna sér jafnvægi í þessu verði, sem nú væri. - ABÓ Þjóðhagsstofnun metur áhrif BSRB samningsins á öll laun í landinu: Launaútgjöldin hækka 1,7% umfram fjárlög Að mati Þjóðhagsstofnunar mundi það kosta ríkissjóð samtals um 650 til 700 milijónir króna umfram fjárlög ef álíka hækkun og felst í BSRB samningunum gengur á öll laun ríkisins (450 m) ásamt lífeyris- og sjúkratryggingum Trygging- astofnunar ríkisins (200-250 m). Þetta kemur m.a. fram í svari við spurningum frá Vinnuveitendasambandinu og Vinnu- málasambandi samvinnufélaganna. Samtals er talið að þessir liðir Að mati Þjóðhagsstofnunar er um (laun og tryggingar) kosti ríkissjóð 4,5% halli á fiskveiðum og 0,5% á ríflega 41 milljarð króna á þessu ári. Hækkun þessara liða er því um 1,7% umfram það sem fjárlög gerðu ráð fyrir. Þjóðhagsstofnun metur áhrif BSRB samninganna mjög svipað og ASÍ hefur gert: Um 9,5% hækkun á samningstímanum á BSRB, um 8,5% að meðaltali á öll laun, en 15-16% á lágmarkslaun og þar með trygingabætur. Mínus 0,5% og 4,5% núna Jafnframt var spurt um afkomu sjávarútvegsins að gefnum mismun- andi forsendum. fiskvinnslunni eins og vinnslu- og rekstrarskilyrði eru um þessar mundir. Við að fella niður núverandi verðuppbætur og endurgreiðslu söluskatts mundi tap vinnslunnar aukast í 3,5%. ... og allt að 10% tap um áramót Ef fyrrnefndar verðuppbætur yrðu felldar og jafnframt samið við fisk- vinnslufólk um svipaðar launahækk- anir og í BSRB samningunum (unt 9,5% að meðaltali á árinu) er áætlað að tap vinnslunnar yrði komið í 5% í júní (eftir 4% launahækkun þá) og tap veiðanna í 5,5%. I lok samnings- tímans/ársins yrði tapið komið í 7% í báðum greinunum. Útreikningar á veiðum og vinnslu í heild sýna 7,5% tap í júní og 10% tap í lok ársins. Öll dæmin reiknar Þjóðhagsstofn- un út frá óbreyttu núverandi; afurða- verði, fiskverði, olíuverði og gengi krónunnar og 6% ávöxtun stofnfjár. Saltfiskbætur endast út árið Spurt er um endingu þess fjár sem aflað var til niðurgreiðslu rekstrar- halla frystingar og stöðu saltfisk- deildar Verðjöfnunarsjóðs. Hið fyrrnefnda telur Þjóðhagsstofn- un nægja til að framlengja verðbóta- greiðslur á freðfisk út júnímánuð og eignir saltfiskdeildar til að standa straum af verðbótagreiðslum út þetta ár og jafnvel eitthvað fram á það næsta. Gengisfelling? Spurningum um hvað afurðaverð Ákvörðun ríkisstjórnar íslands vegna slyssins viö Bjarnarey: Krefjast ítarlegri svara Svar sendiherra Sovétríkjanna við spurningum íslcnskra stjórn- valda vegna kafbátsins sem fórst, er að mati utanríkisráðherrans Jóns Baldvins Hannibalssonar, allsendis ófullnægjandi. f svari sendiherrans í fyrradag kom fram að sérstök nefnd hefur verið skipuð til að fjalla um slysið. Segir hann ekki vera hægt að grcina frá niðurstöðum fyrren hún hcfur lokið störfum. Tckist hefur að slökkva á kjarnaofni kafbátsins með sjálfvirkum útbúnaði og sýna mælar þegar nokkra kólnun. Sendiherrann sagði enga hættu stafa af ofninum á því dýpi sem báturinn lægi og jafnframt væru kjarnorkuhlcðslur tundurskeyta kafbátsins óvirkar og því cngin hætta á að þær spryngju. Sam- kvæmt reglulegum geislavirkni- mælingum á slysstað ergeislavirkn- in ekki óeðlilega há. Verið er að vinna að framkvæmd áætlunar um aö ná kafbátnum af sjávarbotni. Jón Baldvin telur ofangreind svör ófullnægjandi og á rfkisstjórn- arfundi í gær var ákveðið að sov- éskuin yfirvöldum yrði afhent krafa íslenskra stjórnvalda um ítar- legri upplýsingagjöf. Jafnframt því var samþykkt að stjórnin áskildi sér rétt til að krefja ríkisstjórn Sovétríkjanna um skaðabætur fyrir allt beint og óbcint tjón scm af slysinu kann að leiða fyrir íslensk- an sjávarútveg og/eða sölu sjávar- afurða ef geislavirk efni berast í hafið. jkh erlcndis þyrfti að hækka mikið, eða gengi ella að lækka mikið til að ná jafnvægi í rekstri fiskvinnslu, segir Þjóðhagsstofnun afar erfitt að svara. Það sé m.a. álitamál hvernig skil- greina á jafnvægi í rekstri fisk- vinnslu. Hins vcgar er bent á að 1% almenn murkaðshækkun bolfisk- afurða bæti afkomu botnfiskvinnslu í kringum 0,7% -og 1% gcngislækk- un svipað eða örlítið meira. Hagnaðurí fjölmörgum greinum Um afkomu annarra atvinnu- greina segir Þjóöhagsstofnun tak- markaðar upplýsingar fyrir 1988. í nóv. s.l. hafi stofnunin þó áætlað hagnað fyrir afskriftir og vexti í fjölmörgum atvinnugreinum, þótt hann hafi nokkuð minnkað frá 1987. M.a. bendi veltutölur samkvæmt söluskattskýrslum til töluverðs sam- dráttar í iðnaðarframleiðslu (6%), verslun (3-4%) ogþjónustu (2-3%). - HEI Nýrformaður bankamanna Yngvi Örn Kristinsson, deildarstjóri í Seðlabankanum var kosinn for- maður Sambands íslenskra banka- manna á þingi þess í gær í stað Hinriks Greipssonar sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Á þingi bankamanna voru at- vinnuhorfur bankamanna mikið ræddar í tengslum við hugmyndir um hagræðingu og sameiningu í bankakerfinu. Yngvi Örn segir að bankamenn muni beita sér fyrir því að þessar hræringar raski sem minnst stöðu og atvinnuöryggi félags- manna. - BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.