Tíminn - 15.04.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.04.1989, Blaðsíða 9
Laugardagur 15. apríl 1989 Tíminn 9 í framsöguræðu fyrir þessari tillögu gerði Guðmundur G. Þórarinsson ítarlega grein fyrir ástæðum þessa máls og benti m.a. á - eins og þá var - að áhrifamenn í Evrópu, jafnvel á Norðurlöndum, væru að beita sér fyrir því að komið yrði í veg fyrir að sett yrðu upp ný eld- flaugakerfi í Evrópulöndum, en bentu jafnframt á þann mögu- leika að auka í þess stað varnir með kjarnorkuvopnuðum kaf- bátum á Atlantshafi. Þetta var fyrst og fremst ábending til Bandaríkjamanna um að efla kjarnorkuflota sinn í norðurhöf- um, þar á meðal í höfunum umhverfis ísland. í ræðu sinni sagði Guðmundur m.a.: „Ég tel að íslendingar eigi engra kosta völ annarra en að vekja athygli allra, sem þeir geta, á því, að þeir geti ekki unað þeirri þróun að risaveldin hyggist tryggja hag sinn með því að stórauka hættuna í haf- inu við ísland, ógna tilveru íslensku þjóðarinnar. Tilvera íslendinga byggist á fiskimið- unum kringum landið. Öllum má vera ljóst að án fiskimið- anna er enginn vegur að lifa mannsæmandi lífi í landinu. Árás á kjarnorkuvopnaðan kafbát við Island gæti valdið geislun, sem myndi tortíma fiskistofnum við landið eða skerða þá verulega. Einungis slys í kjarnorkuvopnuðum kaf- báti í hafinu við ísland gæti valdið geislun, sem mundi draga verulega úr sölumögu- leikum íslendinga á fiskafurð- um sínum. Hér er um mikla hættu að ræða og einfaldur líkindareikningur segir okkur að þeim mun fleiri sem þessir kafbátar verða vopnaðir kjarnavopnum hér í hafinu, þeim mun meiri líkur eru á að óhapp geti skeð, jafnvel þó að ekki færi svo illa að kjarnorku- árás yrði gerð á kafbát hér.“ Kj arnorkuvígbún- aður hafanna Þrátt fyrir þá gleðilegu þróun sem orðið hefur í vígbúnaðar- málum síðan framangreind orð voru töluð fyrir átta árum, fela þau í sér viðvörun sem skylt er að veita athygli enn í dag. Stað- reyndin er sú, að íslendingar búa á kjarnorkusvæði að því leyti að enn eru kjarnorkuvopn- aðir kafbátar á ferð í nágranna- höfum, bandarískir og sovéskir. Kjarnorkuslysahættan, sem Guðmundur G. Þórarinsson varaði við á sínum tíma, er enn fyrir hendi. Hvað varðar kjarnorkukaf- bátinn, sem sökk og týndist við Bjarnarey á dögunum, þá er nú reynt að sannfæra heiminn um það, að af honum þurfi ekki að stafa sú ógn sem kjarnorkuslys valda nágrenni sínu. Um það verður ekki dæmt hér. Hins vegar er fréttin um þetta slys vísbending um að risaveldin láti ekki af með það að fullkomna kjarnorkuflota sinn á höfunum nærri íslandi. Það er ástæða til að óttast að sú afvopnun sem á sér stað á meginlandinu nái ekki til hafanna. Ef svo er, er Ijóst að líkindareikningur Guðmundar G. Þórarinssonar um kjarnorku- slysahættuna í norðurhöfum er í fullu gildi. Það slys sem varð við Bjarnar- ey hefði allt eins getað orðið í hafinu næst íslandi. Það hefði engu síður getað skeð á veiði- slóðum íslenskra fiskiskipa. Slíkt slys hefði alveg eins getað hent bandarískan kafbát eins og sovéskan. Því fleiri kjarnorku- kafbátar sem leggja leið sína um hafið því meiri líkur eru til þess að svo alvarleg slys verði, að þau ógni lífríki, sem Islendingar eiga allt sitt undir. Hitt er ekki síður athyglisvert, sem Guðmundur G. Þórarinsson nefndi, að áhrif kjarnorkuslyss gætu orðið til þess að skaða viðskiptahags- muni íslendinga vegna ótta fisk- kaupmanna og neytenda að kaupa eða leggja sér til munns fisk úr sjó sem það orð legðist á að væri geislamengaður, og skiptir þá ekki máli hvort svo er eða ekki. Viðskiptaaðilar og neytendur taka ekki á sig neina áhættu þegar um matvæli er að ræða. íslenskur veruleiki í umræðum um geislamengun af völdum kjarnorku er jafnan bent á það, að áhrif hennar þurfi ekki að vera ógnvekjandi, ef allt fer eftir réttum starfsreglum. Vafalaust er þetta rétt í megin- atriðum. Ógn kjarnorkuvera og endurvinnslustöðva fyrir brennsluefni frá kjarnorkuver- um er e.t.v. ekki verulegt áhyggjuefni þegar allt gengur áfallalaust og tæknin svíkur ekki. Geislamengunarhætta verður að jafnaði ekki veruleg fyrr en kjarnorkuslysin eiga sér stað. En kjarnorkuslysin eru. þegar orðin mörg víða um heim, m.a. í Sovétríkjunum og Banda- ríkjunum. Slík slys geta komið niður á fleirum en næstu ná- grönnum kjarnorkustöðvanna, þar sem slysin urðu. Jafnvel hvað það varðar eru íslendingar ekki úr allri hættu. Þar má m.a. nefna endurvinnslustöð brennsluefnis í Dounreay á Skotlandi, sem er þannig í sveit sett að geislamengun vegna kjarnorkuslyss þar gæti borist til íslands með vindum og haf- straumum. Staða íslands í kjarnorku- heiminum er því sú, að í landinu eru hvorki kjarnorkuver né kjarnorkuvopn og síst ráðagerð- ir um að breyta til í því efni. Hins vegar eru höfin umhverfis ísland í raun kjarnorkusvæði undirlögð þeirri áhættu sem slíku fylgir. Þar að auki finnast kjarnorkuver í nálægum löndum, t.d. Skotlandi, sem veruleg geislunarhætta getur stafað af, ef þar eiga sér stað kjarnorkuslys. Þannig erhinn ís- lenski veruleiki í kjamorku- heiminum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.