Tíminn - 19.04.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.04.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 19. apríl 1989 Enginnsáttahugur í deilu BHMRog ríkisins. Indriöi H. Þorláksson:-ÓbilgjarnarkröfurBHMR-: „Bitna á sjúkum, öldruðum, börnum og málleysingjum" „Neyðarþjónustu er haldið uppi hvað varðar heilbrigðis- þjónustu og annað slíkt, en auðvitað hefur verkfallið hcilmikil áhrif og spurning hvort menn láti það ekki samt sem áður yfir sig ganga án þess að gangast inn á svona kröfugerð. Það grátlega við þetta er að kröfur um tugi prósenta og jafnvel meir í launahækkanir liggja enn á borðinu á sama tíma og allur almenningur verður að sætta sig við litlar og engar breytingar. Þessum kröfum er síðan fylgt eftir með aðgerðum sem bitna á börnum, unglingum, gömlu fólki, sjúklingum og málleysingjum," sagði Indriði H. Þorláksson formaður samninga- nefndar ríkisins í gær. „Þeir eru satt að segja vanir að stjórna þessu landi með tilskipunum og reglugerðum eins og danskir kóngar. Þegar þeir síðan mæta ein- hverri fyrirstöðu, þá hlaupa þeir í keng og vilja ekkert við þá tala sem hafa einhverjar hugmyndir og mein- ingar," sagði Birgir Björn Sigurjóns- son hagfræðingur BHMR. Það var því ekki mikið sáttahljóð í deiluaðilum í gær og enginn sátta- fundur í augsýn. Guðlaugur Þor- valdsson ríkissáttasemjari sagði Tímanum að hann myndi í dag boða fulltrúa deiluaðila á sinn fund til að reyna að finna samkomulagsgrund- völl. - En um hvað er nú deilt? Birgir Björn sagði í gær: „Við lögðum fram gagntilboð á fimmtudaginn var við tilboði ríkisins og bíðum eftir svari. Samningamenn þess hafa sagt að þetta væri upp á tugi eða hundruð prósenta, ég man nú ekki hvort var, svarið var eitthvað ámóta ígrundað. Þá hefur okkur verið sagt að þetta væri ekki innlegg í málið. Þetta er þó engu að síður gagntil- boð okkar og við óskum eftir að því verði svarað sem slíku,“ sagði Birgir Björn. Hann sagði að í tilboðinu fælist veruleg tilslökun frá fyrri kröfum BHMR: í stað þess að ríkið þyrfti að efna kjarasamning við bandalagið sem segði að ríkisstarfsmenn eigi að njóta hliðstæðra kjara og tíðkast á aímennum markaði að meðtöldum öllum hlunnindum, þá sé ríkinu nú gefinn hugsanlegur grundvöllur að þriggja ára samningi. Birgir sagði að BHMR hefði tekið inn í fimmtudagstilboðið hækkanir sem orðið hefðu fyrsta apríl á við- miðunartöxtum á almennum mark- aði, þ.e. hjá verkfræðingum, tækni- fræðingum og fleiri. Birgir gagnrýndi mjög R amgöngu ráðherra og samningamanna ríkisins og sagði að þeir hefðu hlaupið upp með stórkostlegar yfirlýsingar sem alls ekki stæðust og vildu síðan ekki horfast í augu við að þeir hefðu farið með vitleysu. Öllum hlyti að vera ljóst sem þessi mál hugleiddu, að kjör háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna væru komin niður fyrir allt velsæmi. Fólk með langt háskólanám að baki væri að byrja starf með rétt rúm fimmtíu þúsund krónur á mánuði. Þetta fólk kæmi frá námi með tveggja til þriggja milljóna skuld á bakinu áður en það fer að afla sér húsnæðis. Þannig væri algengt að heil mánaðar- laun færu í að greiða af námslánum. „Ég held stundum að viðsemjend- ur okkar séu ekki staddir á sömu plánetu. Ég held að þessir menn viti ekki hvernig kaupin gerast á eyrinni. Fiskvinnslufólk léti sér ekki nægja fimmtíu þúsund krónur á mánuði. Okkar styrkur er að við höfum ekki uppi óréttmætar kröfur," sagði Birg- ir Björn Sigurjónsson hagfræðingur BHMR. „Málið er að BHMR hefur aldrei fyrr lagt fram neinar kröfur sem hægt var að festa hendur á. Þeirra kröfur hafa allar verið í einhverjum viðmiðunum sem eru óþekktar og órannsakaðar, - óáþreifanlegar," sagði Indriði H. Þorláksson formað- ur samninganefndar ríkisins. Hann sagði að síðasta útspil BHMR hefði, við nánari athugun falið í sér ákveðnar tölur. „Þegar við fórum að túlka þær og reyna að gera okkur grein fyrir hvað fólst í þeim, fengum við þau svör að ályktanir okkar væru rangar og eitthvað annað fælist í gagntilboðinu," sagði Indriði. Hann sagði að þegar loks hefði náðst tal af háskólamönnum til að fá þeirra eigið mat á tillögunum og hvað ríkið hefði metið ranglega, hefði ekkert komið út úr því og engin svör fengist við nokkrum hlut. „Að því leyti sem ekki er hægt að véfengja það sem á blöðunum stendur, þá er augljóst að um er að ræða breytingar sem þýða tugi prós- enta í útgjaldaauka," sagði Indriði. -sá Formaður Kaupmannasamtakanna gagnrýnir skatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði: Semjum ekki nema skatturinn fari „í þeim kjarasamningum sem nú standa yfir milli VSÍ og ASf ásamt þeim ráðstöfunum sem ríkisstjórnin hyggst koma með til móts við samn- ingsaðila er það algjört skilyrði að tekið verði á þessum skattahækkun- um og engir samningar undirritaðir nema að fyrir liggi lækkun eða niðurfelling á þessum ósanngjarn- asta skatti allra tíma, sérskatti á verslunar- og skrifstofuhúsnæði,“ sagði Guðjón Oddsson formaður Kaupmannasamtakanna á aðalfundi samtakanna sem haldinn var fyrir skömmu. „Þessi skattur hefur verið okkur mikill þyrnir í augum. Það er maka- laust að tekin skuli ein tegund húsn- æðis út úr og skattlögð sérstaklega,“ sagði Magnús E. Finnsson fram- kvæmdastjóri Kaupmannasamtak- anna. Skattur þessi var settur á til bráða- birgða í tíð síðustu ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar og sagði Magnús að Kaupmannasamtökin hefðu bent núverandi fjármálaráðherra á að nær væri að leggja lágan skatt á allar fasteignir í stað þess að taka ákveð- inn flokk út með þessum hætti. Hann sagði að ætlun samtakanna væri að berjast gegn þessu misræmi með oddi og egg enda hefði ályktun um það efni verið samþykkt á aðai- fundinum. Á aðalfundinum var einnig mikið fjallað um kreditkortaviðskipti og sagði Magnús að grundvallaratriði í viðskiptum væri að sá sem kaupir vörur á gjaldfresti verði að greiða fyrir það. Hér sé hins vegar hlutum snúið við og sá sem lánar, þurfi að greiða fyrir það. Kaupmannasamtökin hafa látið reikna út hversu mikið þessi við- skipti kosta félaga samtakanna og sé reiknað með 22% meðalvöxtum eins og var síðasta ár og skoðað hversu mikið fé er bundið í þessu, þá er um að ræða milli 550 og 600 milljónir króna að sögn Magnúsar. Magnús sagði ennfremur að árs- velta kreditkortafyrirtækjanna næmi nú nærri 22 milljörðum sem er um þriðjungur af veltu allrar smá- söluverslunar í landinu. Nú er á leiðinni stjórnarfrumvarp um kreditkortaviðskipti og sagði Magnús að Kaupmannasamtökin hefðu haft það til umsagnar og viðskiptaráðherra hefði lýst því yfir að hann hygðist leggja til að sá sem verslaði út á kort greiddi stærri hluta kostnaðarins af kaupunum en nú er. -sá LOÐDÝRABÆNDUR, ATHUGIÐ: Til sölu 110 minkabúr og hreiðurkassar, 6 hólfa einingar, bæði dönsk og finnsk útfærsla. Drykkjarskálar fylgja og gott verð ef samið er strax. Upplýsingar í síma 9878593. Laus staða Laus er til umsóknar staða sérfræðings í íslenskri málfræði við íslenska málstöð. Verkefni einkum á svíði hagnýtrar málfræði, málfarsleg ráðgjöf og fræðsla og ritstjórnarstörf. Laun skv. launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 16. maí n.k. Menntamálaráðuneytið, 14. apríl 1989. 6R0SUM og ollt gengur betur • Sighvatur Björgvinsson Skúli Alexandersson Tveir af þingmönnum Vesturlands, Skúli Alexandersson og Sighvatur Björgvinsson: Vilja heimila hrefnuveiðar Þingmennirnir Skúli Alexand- ersson og Sighvatur Björgvinsson leggja til í þingsályktunartillögu, er þeir hafa lagt fram að sjávarút- vegsráðherra heimili takmarkaðar veiðar á hrefnu sumarið 1989. Skulu veiðarnar stundaðar undir umsjón Hafrannsóknarstofnunar og í því skyni að meta m.a. ástand og stærð hrefnustofnsins og leggja grundvöll að hagnýtingu hans í atvinnuskyni í samræmi við niður- stöður um veiðiþol hans. Segir í greinargerð með frumvarpinu að jDegar veiðar á hrefnu voru bannað- ar fyrir fáum árum hafi verið uppi áætlanir um að veita mjög tak- markaðar heimildir til hrefnuveiða undir eftirliti og stjórn Hafrann- sóknarstofnunar. Sú áætlun hafi hins vegar aldrei litið dagsins Ijós af ýmsum ástæðum. Arlega hafi menn átt von á því að þessi áætlun liti dagsins ljós og veiðar gætu hafist að nýju. Á þeim árum sem liðið hafi á meðan hrefnuveiðar voru ekki stundaðar hafi ýmis ný vitneskja bæst við um stærð stofnsins. Við talningu hafi komið í ljós að hrefnur eru við og umhverfis landið í þúsundatali og bendi allt til þess að meira en óhætt sé að hefja hrefnuveiðar í atvinnu- skyni á ný. Þingsályktunartillaga þeirra tví- menninganna hefur enn ekki verið tekin til umræðu í sameinuðu þingi. - ÁG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.