Tíminn - 19.04.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.04.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 19. apríl 1989 jp Laugarvatn Iþróttamið- stöð íslands Samkvæmt ákvörðun menntamálaráðherra verður íþrótta- miðstöð íslands staðsett að Laugarvatni. Heimamenn eru ánægðir með ákvörðunina og hefur Héraðssambandið Skarp- héðinn sent frá sér ályktun þar sem henni er fagnað. íþróttamiðstöðinni er ætlað það hlutverk að vera aðsetur þeirra sem þurfa á æfingaaðstöðu að halda um nokkurt skeið. Árið 1987 skipaði þáverandi menntamálaráðherra, Sverrir Hermannsson, nefnd sem ætlað var að skila áliti ásamt greinar- gerð um stofnun íþróttamiðstöðvar- innar. Nefndin lauk störfum seint á síðasta ári og skilaði skýrslu til núverandi menntamálaráðherra, Svavars Gestssonar, um uppbygg- ingu íþróttamiðstöðvar að Laugar- vatni. Nefndin leggur til að ríkið, íþróttahreyfingin og hugsanlega heimamenn sameinist um uppbygg- inguna. Á staðnum er þegar íþrótta- kennaraskóli, stórt íþróttahús og góðir vellir. Vellina þarf að vísu að lagfæra nokkuð áður en mögulegt reynist að taka þá í notkun. „Nefnd- inni þótti Laugarvatn ákjósanlegur staður, þar sem flokkum gæfist tæki- færi til að komast í æfingabúðir. Jafnframt því sem einstaklingar sem væru ef til vill að æfa fyrir ákveðnar keppnir hefðu þarna aðstöðu" sagði einn nefndarmanna Hannes f>. Sig- urðsson í samtali við Tímann. Nefndin leggur einnig til að íþróttakennaraskólinn fái til afnota húsnæði þar sem rekinn var Hús- mæðraskóli Suðurlands í eina tíð. Æskilegt er talið að farið verði hægt og sígandi af stað með uppbygging- una. Henni verði sfðan hraðað sam- fara aukinni aðsókn. Til að byrja með er lagt til að um tólf til fjórtán milljónir verði settar í framkvæmd- ina. Heimamenn eru að vonum ánægð- ir með fyrirhugaðar framkvæmdir og hafa sent frá sér eftirfarandi ályktun: „Sambandsráðsfundur Héraðssambandsins Skarphéðins, haldinn að Heimalandi sautjánda apríl, fagnar þeirri ákvörðun Svav- ars Gestssonar, menntamálaráð- herra, að, að Laugarvatni verði staðsett íþróttamiðstöð íslands." Ályktunin var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum en fundinn sóttu rúmlega fimmtíu fulltrúar að- ildarfélaga og tuttugu og tveggja nefnda sem starfa innan HSK. jkb Fyrrverandi skógræktarstjori latinn Hákon Bjarnason Hákon Bjarnason fyrrverandi skógræktarstjóri lést að morgni sunnudagsins sextánda apríl, á 82. aldursári. Foreldrar Hákons voru Ágúst H. BjarnasonogSigríður Jónsdótt- ir. Hann fæddist árið 1907 þann þrettánda júlí í Reykjavík. Hákon lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1926 og prófi í skógræktarfræðum frá skógræktardeild Landbúnaðarhá- skólans í Kaupmannahöfn 1932. Framhaldsnám í tilraunastatistik stundaði hann við Rothamstead Experimental Station í Englandi og við Experimentalfáltet í Stokk- hólmi. Hákon gegndi embætti skóg- ræktarstjóra frá árinu 1935 allt til ársins 1977 og var jafnframt fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags ís- lands í tugi ára. Þá var hann framkvæmdastjóri við mæðiveik- ivarnir frá 1937 til 1941, fulltrúi Skógræktarfélags íslands í Nátt- úruverndarráði frá árinu 1963, for- maður félagsins Ísland-Noregur í fjögur ár frá því 1960 og meðlimur í Vísindafélagi íslands. Hann ritaði og þýddi ýmsar bækur sem snerta skógrækt og var ritstjóri Ársrits Hákon Bjarnason Skógræktarfélags fslands um ára- bil. Hann stundaði einnig jarðvegs- rannsóknir í starfi sínu og var brautryðjandi á sviði öskulagar- annsókna. Hákon var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1954, stórriddarakrossi árið 1974 og hlaut einnig hina konunglegu norsku Ólafsorðu. Ný stjórn Sjálfsbjargar talið frá vinstri (aftari röð), Ruth Pálsdóttir, Ragnar Gunnar Þórhallsson formaður, og Hildur Jónsdóttir. Fremri röð f.v. Jón H. Sigurðsson og Sigurður Björnsson. Sjálfsbjörg, félag fatlaöra í Reykjavíkog nágrenni: Fagna góðri sölu á rauðu fjöðrinni Stjórn Sjálfsbjargar, félags fatlaðra í Reykjavík og nágrenni fagnar góðum árangri Lionshreyfingarinnar í landssöfnuninni „Léttum þeim lífið“ með sölu á rauðu fjöðrinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu að loknum aðalfundi sem haldinn var 30. mars sl. Þá er lýst yfir ánægju með bygg- ingu vistheimilis fyrir fjölfatlaða að R-eykjalundi og bent á ótvíræð- an rétt fjölfatlaðra einstaklinga til að búa á eigin heimili með þeirri þjónustu sem nauðsynleg er. Stjórn félagsins lýsir einnig yfir stuðningi sínum við samstarf og fyrirhugað átak Samtaka endur- hæfðra mænuskaddaðra og Áhuga- hóps um bætta umferðarmenn- ingu. Kynningu á afleiðingum um- ferðarslysa og viðhorfum þeirra, sem hafa fatlast af völdum slysa, telur stjórn félagsins mikilvægan þátt í að bæta umferðarmenningu og breyta hugarfari og hugmyndum almennings, þannig að fatlað fólk verði metið til jafns við aðra þegna þjóðfélagsins. Til stendur að Sjálfsbjörg flytji í nýtt húsnæði sem nú er í byggingu að Hátúni 12, í Reykjavík. Þar verður aðstaða fyrir skrifstofur og samkomusalur, hvort tveggja sér- staklega byggt með aðgang fatlaðra í huga. -ABÓ Útflutningur á hrossum til BNA vaxandi. Ingvar Karlsson fram- w kvæmdastjóri: „Utflutningstollar undarleg meinloka“ „Það þarf að vera mjög hátt verð á graðhestum og merum til útflutnings en það sem heldur verðinu niðri eru útflutnings- tollarnir á þeim. Þessir tollar eru furðulegir og ég veit satt að segja ekki hvar annars staðar útflutningstollar fyrirfínnast,“ sagði Ingvar Karlsson framkvæmdastjóri, en undanfarin tæp fjögur ár hefur hann leitað markaða fyrir íslenska hesta í BNA í samvinnu við ýmsa aðila, bæði í Bandaríkjunum og hérlendis. Upphaf þessa var að Ingvar Karls- son og fleiri fóru með nokkra hesta á hrossastefnu í Madison Square Garden í New York, sem haldin er annað hvert ár. Nú bíður á annan tug hesta flutn- ings til Bandaríkjanna og sagði Ingv- ar að áhugi fyrir ísl. hestinum hefði þar farið jafnt og þétt vaxandi. Að meðaltali hafa árlega verið milli tuttugu og þrjátíu hestar seldir þangað. Hann sagði að þarna væri um afar áhugaverðan markað að ræða og sagði: „Hefðu peningarnir sem not- aðir hafa verið þennan tíma til að kynna fjallalambið, farið í að kynna hestinn í Bandaríkjunum, þá væru þeir peningar nú margfaldlega komnir til baka. Það er ég sannfærð- ur um.“ Ingvar sagðist viss um að hrossa- rækt og - útflutningur væri vaxtar- broddur íslensks landbúnaðar en ekki lambakjötsframleiðsla, minka- eða refarækt. „Þetta sem kallað er útflutnings- tollur er svokallað stofnverndargjald og er 10% af kaupverði hryssu og 20% af kaupverði stóðhests. Þá gilda ákveðnár reglur um lágmarks- verð á útfluttum kynbótahrossum til að tryggja að uppgefið verð sé ekki of langt frá raunveruleikanum ef svo má að orði komast," sagði Svein- björn Eyjólfsson í landbúnaðarráðu- neytinu. Sveinbjörn sagði að leyfi til út- flutnings venjulegra hrossa þyrfti frá viðskiptaráðuneytinu en væri um kynbótahross að ræða þyrfti land- búnaðarráðuneytið að veita leyfi að fenginni umsögn Búnaðarfélags ís- lands og framleiðsluráðs landbúnað- arins. Þá þyrfti að greiða sjóðagjöld eins og tíðkast um almennan útflutn- ing og dýralæknir þarf að skoða hrossin í útflutningshöfn og gefa út heilbrigðisvottorð. Hann sagði að útflutningur til Bandaríkjanna færi vaxandi og væri um áhugaverðan markað að ræða. Hins vegar sæktust Svíar þessa stundina mest eftir íslenskum hestum, en töluvert væri einnig flutt út til annarra Norðurlanda og V- Þýskalands. -sá Sauðárkrókur: Tekjur bæjarfélagsins rúmar 190 milljónir Frá Guttormi Ólafssyni, frcttaritara Tímans á Sauðárkróki. Á fundi bæjarstjórnar Sauðár- króks þriðjudaginn 11. apríl s.l. var fjárhagsáætlun bæjarins og stofnana hans samþykkt fyrir árið 1989. Allir bæjarfulltrúar greiddu henni at- kvæði sitt og bæjarfulltrúar Fram- sóknarflokksins með sérstakri bókun. Stærstu tekjuliðir fjárhagsáætlun- arinnar eru útsvör og aðstöðugjöld, 142.7 milljónir en fasteignagjöld 38 milljónir. Heildartekjur eru 193.8 milljónir króna. Stærstu útgjaldaliðireru almanna- tryggingar og félagshjálp, 36.9 millj- ónir, fræðslumál 31.3 milljónir, yfir- stjórn sveitarfélagsins 22.9 milljónir, heilbrigðismál 8.0 milljónir, æskulýðs- og íþróttamál 11.0 millj- ónir. SÍMI1 Klukkan 19:00 í fyrrakvöld tók til starfa svokallaður „Trúnaðarsími" sem er starfræktur af Ungmenna- hreyfingu Rauða Kross íslands. Um er að ræða símaþjónustu fyrir fólk á aldrinum 18-30 ára og er hún opin mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga kl. 19:00-22:00. Fjármagnskostnaður að frádregn- um fjármagnstekjum 41 milljón. Til frádráttar frá rekstri eru aðeins 7.8 milljónir. í fréttatilkynningu frá Ungmenna- hreyfingu Rauða Krossins segir: „Við erum tilbúin að taka þátt í sorgum þínum og gleði. Veita svör og afla upplýsinga um leiðir til lausnar og ræða viðkvæm mál í fullum trúnaði.“ SSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.