Tíminn - 19.04.1989, Page 3
Miðvikudagur 19. apríl 1989
Tíminn 3
Björgunarmenn komnir á staöinn. Sem sjá má hefur þegar mikið verið traðkað í kringum vélina. límamvnd Árni Bjarna
Tveir menn sluppu nær ómeiddir þegar kennsluvél
brotlenti á Mosfellsheiöi í gærkvöldi:
Snjóblinda
í lágflugi?
Tveir menn sluppu nær ómeiddir,
er eins hreyfils kennsluvél - TF-FFA
brotlenti skammt frá Borgarhóium á
Mosfellsheiði laust eftir klukkan 18
í gærkvöldi.
Klukkan 18:15 barst flugturninum
í Reykjavík neyðarkall frá vélinni
sem er af gerðinni Beachcraft
Skipper BE-77. Þá strax var flugvél
send af stað til leitar og fann hún
slysstaðinn 15-20 mínútum síðar og
um leið var ljóst að mennirnir voru
lítið slasaðir þar sem þeir sáust á
gangi við vélina og veifuðu til flug-
mannsins.
Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík
var kölluð út og fóru um 30-40
félagar hennar á slysstað.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var
send á staðinn og voru mennirnir
fluttir á Borgarspítalann til rann-
sóknar. Meiðsli þeirra voru óveru-
leg, aðeins skrámaðir í andliti og var
eina læknisaðgerðin sú að eitt spor
var saumað í neðri vör annars
mannsins, sem fékk í sig flís er
framrúða vélarinnar brotnaði.
Eftir því sem Tíminn kemst næst
olli snjóblinda slysinu. Vélin var í
kennsluflugi á vegum flugskólans
Vesturflugs á sérstöku æfingasvæði
skammt frá Borgarhólum á Mosfells-
heiði. Svo virðist sem vélin hafl
verið í lágflugi og á mjög lítilli ferð. .
Ljósmyndari Tímans sem flaug yfir
slysstaðinn veitti því eftirtekt að
förin eftir vélina voru mjög stutt,
áður en hún rak nefið niður og valt
fram yfir sig á bakið. Loftferðaefiir-
litið mætti á staðinn skömmu eftir
slysið og var unnið að rannsókn
slyssins í gærkvöldi.
Vélinni var velt við um klukkan
10:30 gærkvöldi og virtist kunnugum
sem hún væri lítið skemmd. Fram-
rúða var sprungin og lítil dæld var á
nefinu.
Vélin átti að baki þrjátíu flugtíma
frá síðustu skoðun og bendir þvi allt
til þess að hún hafí verið í fullkomnu
lagi.
-ES/SSH '
Skúli Sigurðarson hjá Loftferðaeftirlitinu kannar vélina, eftir að hcnni hcfur verið velt við.
Tímamynd Pjetur