Tíminn - 19.04.1989, Síða 4

Tíminn - 19.04.1989, Síða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 19. apríl 1989 Jk Almennt KEnHrA- kf"n®!;anamí HÁSKóLi til B.Ed.-profs ÍSLANDS Umsóknarfrestur um þriggja ára almennt kennara- nám við Kennaraháskóla íslands er til 5. júní. Umsókn skal fylgja staðfest afrit af prófskírteinum. Umsækjendur koma til viðtals dagana 8.-14. júní, þar sem þeim verður gefinn kostur á að gera grein fyrir umsókn sinni. Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða önnur próf við lok framhaldsskólastigs svo og náms- og starfsreynsla sem tryggir jafngildan undirbúning. Nánari upplýsingar ásamt umsóknareyðublöðum fást á skrifstofu skólans, Stakkahlíð, 105 Reykja- vík, sími: 91-688700. Rektor HJÚKRUNARFRÆÐINGAR: Styrkir til framhaldsnáms Háskólinn á Akureyri og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri auglýsa styrki til framhaldsnáms fyrir hjúkrunarfræðinga. Sú kvöð fylgir styrkveitingum þessum, að styrkþegi skuldbindi sig í ákveðinn tíma eftir að námi lýkur til starfa við áðurnefndar stofnanir. Frekari upplýsingar veitirforstöðumaður heilbrigð- isdeildar Háskólans á Akureyri, sími 96-27855. Umsóknir sendist til H.Á. og F.S.A. fyrir 20. maí 1989. HÁSKÓLINN Á AKUREYRI FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI. Lausar stöður Við Æfingaskóla Kennaraháskóla íslands eru lausar til umsóknar stöður æfingakennara. Um er að ræða almenna bekkjarkennslu, m.a. í efri bekkjum með áherslu á stærðfræði og náttúrufræði. Einnig er laus staða sérkennara og hálf staða heimilisfræðikennara. Laun skv. launakerfi starfsmanna rlkisins. Umsækjendur skulu hafa aflað sér framhaldsmenntunar eða starfað að verkefnum á sviði kennslu og skólastarfs sem unnt er að meta jafngilt framhaldsnámi. Umsóknum ásamt ítarlegum upplýsingum um náms- og starfsnáms- feril ber að skila til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 150 Fteykjavík, fyrir 16. maí n.k. Menntamálaráðuneytið, 14. apríl 1989. + Innilegar þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður og tengdaföður Sigurvins Einarssonar fyrrverandi alþingismanns Jörína Jónsdóttir Rafn Sigurvinsson Elín Sigurvinsdóttir Sólveig Sveinsdóttir Sigurður Eggertsson Einar Sigurvinsson Björg Sigurvinsdóttir Sigrún Lárusdóttir Kolfinna Sigurvinsdóttir ÓlafurSigurvinsson Sverrir M. Sverrisson barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og bróðir Sigurgeir Guðbrandsson á Heydalsá verður jarðsunginn frá Kollafjarðarneskirkju, laugardaginn 22. apríl kl. 13.30. Halldóra Guðjónsdóttir Guðbjörn Sigurgeirsson Guðjón Heiðar Sigurgeirsson Guðbrandur Ásgeir Sigurgeirsson Hrólfur Sigurgeirsson og systkini hins látna. Vextir á bréfum Húsnæöisstofnunar hafa lítil áhrif á almenna vexti: Um 40% alls sparnaðar 1988 í lífeyrissjóðum „Miðað við óbreyttar reglur í viðskiptum Húsnæðisstofn- unar og lífeyrissjóðanna, þar sem ákveðnum hluta ráðstöfun- arfjár er varið til skuldabréfakaupa, er afar ólíklegt að vaxtalækkun þar hafí bein árhrif á raunvexti almennt“. Þetta er meginniðurstaða hagfræðinganefndar sem Samband al- mennra lífeyrissjóða skipaði til að kanna - vegna erindis frá Verkamannasambandinu - hvort vaxtalækkun í þessum viðskiptum myndi lækka vaxtastigið í landinu samsvarandi. Ef reglur væru sveigjanlegri, þannig að bréfakaup sjóðanna væru ekki bundin ákveðnu hlutfalli taldi hagfræðinganefndin aftur á móti að bein áhrif vaxtalækkunar gætu orðið einhver, vegna þess hve skuldabréfa- kaup lífeyrissjóðanna af Húsnæðis- stofnun eru orðinn stór hluti láns- fjármiðlunar í landinu. Á hinn bóginn telur nefndin hugs- anlegt að vaxtalækkun á þessum bréfum gæti hugsanlega haft óbein áhrif á lánamarkaðinn: í fyrsta lagi gæti hún flýtt fyrir almennri vaxtalækkun ef hún væri á annað borð talin framundan. f öðru lagi fest í sessi þá flokkun lánþega eftir áhættu, sem þegar mótar fyrir í bankakerfinu, þar sem nú munar orðið rúmlega 2% á vöxtum með hæsta og lægsta áhættu- álagi. Bent er á að eftir að ákvörðun vaxta var gefin frjáls (1986) hafi vextir spariskírteina og skuldabréfa Húsnæðisstofnunar myndað nokk- urskonar vaxtagólf eða lágmarks- vexti til viðmiðunar, enda fylgi þess- um viðskiptum mjög lítil áhætta. Hvað varðar almenna vaxtalækk- un sem orðið hefur síðustu tvo ársfjórðunga áætla hagfræðingarnir að almennur samdráttur, seðla- prentun og sértækar aðgerðir til hjálpar útflutningsfyrirtækjum hafi vegið þyngra heldur en lækkun vaxta á spariskírteinum og skuldabréfum byggingarsjóða. Eignir lífeyrissjóðanna eru taldar rúmlega 70 milljarðar um síðustu áramót, og því orðnar um 30% af öllu innlendu lánsfé í landinu. Pað hlutfall hafði þá hækkað úr rúmlega 20% í upphafi áratugarins. Nýr peningalegur sparnaður í landinu er talinn tæpir 25 milljarðar á s.l. ári, hvar af rúm 40% (10 milljarðar) var nettó sparnaður líf- eyrissjóðanna. Af þessum 10 millj- arða nettó sparnaði sjóðanna runnu 55% til húsnæðissjóðanna. Árin 1982-1984 var þetta hlutfall aðeins um og undir 10%. Hlutfallsleg skipting útlána lífeyr- issjóðanna hefur breyst stórlega á undanförnum árum. Árið 1984 voru lán til sjóðfélaga 64% allra útlána og stór hluti þess sem eftir var fór einnig óbeint í lán til sjóðfélaga gegn um byggingarsjóðina. Það sem eftir er fór að mestu í kaup á spariskír- teinum ríkissjóðs (9%), en aðeins 1% í lán til fyrirtækja. Á síðasta ári fóru aðeins 13% lánanna beint til sjóðfélaga, en 55% til byggingarsjóðanna. Lán til fyrir- tækja og fjármálastofnana (banka) höfðu hins vegar aukist úr 1% í 24% á þessum fjórum árum. -HEI SUMARNAMSKEIÐ FYRIR VERÐANDIFORELDRA Hingað til hefur ekki verið boðið upp á námskeið fyrir verðandi for- eldra yfir sumartímann vegna sumarleyfa starfsfólks á heilsugæslu- stöðvum. Nú hefur orðið breyting þar á því tvær Ijósmæður, Guðrún Ólöf Jónsdóttir og Hrefna Einars- dóttir, munu hefja námskeiðahald af þessu tagi í maíbyrjun t' félagsmið- stöðvunum Árseli í Árbæ, Gerðu- bergi í Breiðholti og Fjörgyn í Grafarvogi. Um er að ræða tvennskonar nám- skeið. Hið fyrra er ætlað konum á 18.-22. viku meðgöngu en hið síðara er ætlað konum á 24.-32. viku meðgöngu. Heildartími hvors nám- skeiðs fyrir sig verður 14 tímar sem munu dreifast á sjö vikur hvort. í fréttatilkynningu þar sem nám- skeiðin eru kynnt segir að „þar sem börn halda áfram að fæðast þrátt fyrir sumarleyfi starfsfólks, þykir okkur mjög brýnt að koma til móts við óskir foreldra um úrbætur og teljum einnig að þessa þjónustu eigi að færa út í íbúðarhverfin þar sem unga fólkið, hinir verðandi foreldr- ar, býr.“ Námskeiðin eru að fyrirmynd Sheilu Kitzinger og Michel Odent en þau hafa haldið fram gildi „náttúru- legrar fæðingar", að því tilskildu að meðganga sé eðlileg og móðirin Brynjólfur Bjarnason, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, andaðist í Hróarskeldu í Danmörku á sunnu- dag, nfræður að aldri. Brynjólfur var fæddur 26. maí 1898 á Hæli í Gnúpverjahreppi. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Stefánsson bóndi og kona hans Guðný Guðnadóttir. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1918 og fór utan þá um haustið til náms í náttúrufræði við Kaupmannahafnarháskóla. Brynjólfur var þar til 1923, lauk prófi í forspjallsvísindum, og síðar fyrrihlutaprófi í náttúrufræði. Hann stundaði nám í heimspeki við Berlín- arháskóla árin 1923-1924. Hann var ritstjóri Verkalýðsblaðs- ins 1930-1935 og alþingismaður 1937-1956. Brynjólfur sat á 24 þing- um alls og var menntamálaráðherra frá 21. október 1944 til 4. febrúar 1947. Hann var formaður Kommún- istaflokks íslands frá upphafi til 1938, er Sameiningarflokkur alþýðu var stofnaður. Hann var miðstjórn- armaður þess flokks 1938-1951 og átti sæti f miðstjórn flokksins, ásamt því að gegna fleiri trúnaðarstörfum. Brynjólfs B jarnasonar var minnst á Alþingi í fyrradag. -ÁG Brynjólfur Bjarnason fv. þingmaður látinn fullkomlega heilbrigð. Aðferð þeirra byggir á þeirri forsendu að foreldr- arnir sjálfir verði virkari þátttakend- ur í undirbúningi fæðingarinnar og fæðingunni sjálfri. Þátttökugjald á námskeiðin er 5000 krónur, en þar er innifalin ítarleg mappa með fræðsluefni. Innritun fer fram í síma 675716 virka daga kl. 13:30 til 16:00 og eru nánari upplýsingar veittar í sama númeri. SSH Málþing íslenskrar málnefndar: íslenskt mál og menning Á laugardaginn kemur verður í Ársal Hótel Sögu haldið mál- þing á vegum íslenskrar mál- nefndar. Þingið ber yfirskriftina „fs- lenskt mál og menning á öld gervitungla". Meðþessuframtaki vill málnefndin minnast 25 ára afmælis síns og leggja lið mál- ræktarátaki menntamálaráðu- neytisins. Málþingið hefst klukkan eitt með ávarpi forseta íslands, Vig- dísar Finnbogadóttur. Frummæl- endur verða tíu talsins og meðal þeirra má nefna Ágúst Guð- mundsson, Jón Óttar Ragnars- son, Markús Örn Antonsson, Thor Vilhjálmsson og fleiri. Fjallað verður um íslenska kvikmyndagerð og mál, íslenskt hljóðvarp og sjónvarp og framtíð tungunnar. Er þingið ætlað öllum áhugamönnum um þessi málefni. Að loknum framsögum verða pallborðsumræður. Klukkan fimm mun menntamálaráðherra Svavar Gestsson segja fundi slitið. jkb

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.