Tíminn - 19.04.1989, Page 5

Tíminn - 19.04.1989, Page 5
Miðvikudagur 19. apríl 1989 Tíminn 5 Niðurskurður í grunn- skólum 150 millj.? Fyrirhugaður niðurskurður í rekstri grunnskólanna nemur um 150 milljónum króna. Fyrir nokkru var lokið við gerð niðurskurðartillagnanna í Menntamálaráðuney tinu en Svavar Gestsson menntamálaráðherra á eftir að veita endanlegt samþykki fyrir tillögunum áður en þær verða sendar til fræðslustjóranna. Vegna þess að ráðherrann hefur ekki gengið frá þessu máli fást mjög takmarkaðar upplýsingar í ráðuneytinu hvað varðar fyrirhugaðan niðurskurð. Samkvæmt heimildum Tímans má gera ráð fyrir að vegna niðurskurðar- ins verði hætt við að lengja skólatíma 6 ára barna, dregið verði úr forfalla- kennslu í eldri bekkjunum og fyllsta aðhalds verði gætt. Ekki mun ráð- gert að skerða viðmiðunarstunda- skrá eða sérkennslu, a.m.k. að því marki að þau börn sem búið er að greina þannig að þau þarfnist sér- kennslu munu fá hana óskerta. Hvað framhaldsskólana varðar þá hefur ráðuneytið sent stjórnendum þeirra bréf með tillögum að sparnað- arleiðum. Þær leiðir sem eru færar eru eðlilega misjafnar eftir samsetn- ingu og viðfangsefnum skólanna. Uppástungur ráðuneytisins eru t.d. þær að námshópar verði stækkaðir, valgreinum fækkað og jafnvel að kennslustundum verði fækkað hjá þeim nemendum sem teljast vera vel sjálfbjarga í náminu eins og segir í tillögum ráðuneytisins. Samkvæmt upplýsingum sem fengust á fjármálaskrifstofu ráðu- neytisins mun verða farið fram á undanþágu í tillögunum þess efnis að niðurskurðurinn dreifist niður á næsta skólaár þar sem honum verði ekki við komið á þeirri skólaönn sem nú er að líða. Varðandi þetta atriði má geta þess að ef niður- skurðurinn í heild, 150 milljónir, kæmi til framkvæmda á haustönn- inni til að ná honum inn á fjárlagaár- ið myndi það jafngilda því að allir átta ára nemendur sitji heima í stað þess að sækja skóla. Skólamálaráð Kennarasambands- ins hefur mótmælt niðurskurðinum. í ályktun ráðsins sem send var stjórn Kennarasambandsins til afgreiðslu er bent á að sparnaðarráðstafanir í grunnskólunum dragi mjög úr sveigjanleika í skólastarfinu einnig veiki þær möguleika skólanna á að bregðast við félagslegum vandamál- um. Einnig verði þær til þess að úrræðum til sérkennslu fækkar. Þá telur ráðið það mjög slæmt að sparn- aðarráðstafanirnar beinist að því að fækka bekkjardeildum og fjölga þar með í hverjum bekk en á undanförn- um árum hafa kennarar barist fyrir því að fækkað verði í bekkjardeild- um. Aðspurð sagðist Birna Sigurjóns- dóttir formaður skólamálaráðs ekki telja að fyrirhugaður niðurskurður hafi tengst inn í kröfugerð kennara. Þar sem hann kæmi fyrst og fremst niður á nemendunum en beindist ekki að kjörum kennara þó vissulega myndi kennarastöðum fækka að ein- hverju marki en í því sambandi væri rétt að hafa í huga að skortur er á kennurum. Birna var jafnframt spurð að því hvort það hefði komið til umræðu að ráðherra væri að draga á langinn að afgreiða þessar niðurskurðartillögur vegna yfirstandandi verkfalls kennara, þar sem þær teldust ekki jákvætt innlegg í samningana. „Þetta Svavar Gestsson, menntamálaráð- herra. hefur ekki verið rætt í okkar hópi og ég vil ekki spá í það hvað ráðherran- um gengur til að draga birtingu þessara ráðstafana, vonandi er hann að reyna að milda þetta. Ég geri ráð fyrir að birting ráðstafananna meðan samningaviðræður standa yfir yrði ekki til að auðvelda samningsgerð- ina.“ Samtök foreldra og kennarafélaga í Reykjávík hafa einnig lýst áhyggj- um sínum vegna þessa niðurskurðar. í tilkynningu frá samtökunum segir m.a.: „Að undanförnu hefur menntamálráðherra hvatt til um- ræðu um mikilvægi lengingar á dag- legum skólatíma yngri nemenda og að stefna beri að einsetnum sam- felldum grunnskóla. Því er erfitt að trúa því, fyrr en á reynir, að mat ríkisstjórnar og Alþingis á velferð æsku þessa lands sé ekki hærra en svo að það þyki sjálfsagt að skera niður þjónustu við hana.“ Þess má geta að nýlega lagði menntamálaráðherra fram í ríkis- stjórn greinargerð um kostnað við lengingu skóladags og einsetinn skóla. Þar kom m.a. fram að til að því takmarki verði náð 1995 þurfi að taka í notkun 100 nýjar kennslustof- ur á ári fram til þess tíma og kostnaðarauki vegna aukins fjölda kennslustunda myndi verða á bilinu 200-600 milljónir króna. Niðurskurðurinn í skólakerfinu kemur til vegna ákvörðunar ríkis- stjórnarinnar um að skera launalið ríkisins niður um 4% og sem kunn- ugt er er það sá sparnaður sem allar ríkisstofnanir verða að ná fram og eiga þær að hafa skilað inn áætlunum hvað þetta varðar. SSH Snóggir á Borgarhóla Þegar Tíminn leitaði Ieiða við að komast inn á miðja Mosfellsheiði í gærkvöldi var eðlilegast að ganga á fund bænda efst í Mosfellsdal. Var eins og við manninn mælt að eftir að barið var dyra á bænum Selholti í Mosfellsdal, liðu ekki nema um 30 mínútur þar til leiðangur var lagður af stað á tveimur vélsleðum með ljósmyndara Tímans í aftara sæti annars þeirra. Það voru þeir Árni Benediktsson, framkvæmdastjóri Hugleysu hf., sem fór frá bænum Selholti og með honum fór á öðrum sleðanum Guðjón Bjarnason, fyrr- um einkaflugmaður og bóndi í Selja- brekku. Kann Tíminn þeim bestu þakkir fyrir liðveisluna og sérstak- lega skjót viðbrögð. Sannaðist þarna að auðvitað er heiti fyrirtækisins Hugleysa hið mesta öfugmæli miðað við æðruleysi framkvæmdastjórans. Þess má geta að nágrannabóndi hans, Guðjón, hefur oft áður verið boðinn og búinn til farar af þessu tagi. Var hann t.d. einn sá fyrsti á vettvang er flugvél fórst á þessum slóðum fyrir nokkrum árum og hóp- ur manna slasaðist, m.a. er þyrla Varnarliðsins hrapaði við björgunar- störf. Leiðangursmennirnir, Guðjón Bjarnason á Seljabrekku og Árni Benediktsson í Selholti, við annan sleðann. 'iimamynd Pjeiur. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra: Ríkisstjórnin grípur ekki inn í kjaramálin Á ríkisstjórnarfundi í gær var rætt um hvernig kjarasamningar standa sem ríkið á aðild að, en ekki var talin ástæða til að grípa til neinna sér- stakra aðgerða að mati forsætisráð- herra. Sagði Steingrímur Hermanns- son í viðtali við Tímann að ástandið á vinnumarkaðinum almennt talað hafi ekki verið til umfjöllunar á þessum ríkisstjórnarfundi. Hins veg- ar hafi ráðherrarnir rætt um atvinnu- ástand á íslandi og mun hafa komið fram að víða úti á landi er skortur á vinnuafli, þótt aðra sögu sé að segja af þéttustu byggðasvæðunum. Ríkis- stjórnin bíður nú eftir skýrslu frá Þjóðhagsstofnun og fleiri aðilum um þróun atvinnuástandsins. „Ríkisstjórnin ákvað að leggja til 15 milljónir króna í skógrækt og landgræðslu og við ætlum að skoða ýmsar slíkar leiðir sem skynsamlegt væri að vinna að, ef það getur um leið dregið úr tímabundnu og af- mörkuðu atvinnuleysi," sagði Steingrímur. KB Menntamálaráðherra gefur heimild til að leggja fyrir skólapróf í stað samræmdra prófa: Megn óánægja HÍK kennara Menntamálaráðherra hefur tek- ið þá ákvörðun að verði verkfall HÍK ekki leyst í tæka tíð fyrir samræmdu prófin sem eiga að hefjast næstkomandi mánudag, hafi forráðamenn skólanna heimild til að leggja prófin fyrir og meta þau sem skólapróf. Prófin munu því einungis lögð fyrir ef viðkom- andi kennari er í Kennarasam- bandi íslands en ekki í Hinu ís- lenska kennarafélagi. Þessi ákvörðun menntamálaráð- herra hefur ekki verið formlega rædd á fundi stjórnar HÍK eða í stjórn Bandalags kennarafélaga en Elna Katrín Jónsdóttir formaður BK og fulltrúi í samninganefnd HÍK, sagði að það væri alveg ljóst að með þessari ákvörðun væri ekki verið að vinna samkvæmt fyrri yfirlýsingu menntamálaráðherra að verkfallsbrot yrðu ekki framin á vegum hans ráðuneytis. „Okkur sýnist ljóst að með þessu sé ráð- herrann í rauninni að vísa ábyrgð í málinu yfir til einstakra skóla. Það má skilja innihald bréfsins þar sem þessi ákvörðun er tilkynnt sem svo, að þessi framkvæmd geti boð- ið upp á verkfallsbrot. í öðru lagi er alveg ljóst að ef samræmd próf verða sumstaðar notuð í stað skólaprófa en ekki annarsstaðar þá mismunar það nemendum. Til dæmis eru sumir skólastjórar fé- lagsmenn í HÍK og þeir hafa undanþágu til að sinna stjórnunar- störfum en ekki til að ganga í störf annarra. Auk þess er mjög erfitt að segja tii um það hvenær er verið að ganga í störf HÍK kennara við svona aðstæður vegna þess að yfir- seta í prófum af þessu tagi sem nú eru fyrirhuguð, er líka í verkahring þeirra HÍK kennara sem nú eru í verkfalli. Þannig að ef af þessu verður teljum við mjög líklegt að um verði að ræða breytingu á starfsskipan skólanna sem telja verði verkfallsbrot.“ Elna sagði einnig að í bréfinu væri greinilega gert ráð fyrir því að ef vinnudeilan leystist á næstu dögum yrðu samræmdu prófin um- svifalaust lögð fyrir en með þeirri ráðstöfun yrði nemendum greini- lega mismunað. Sumir nemendur hafa ekki fengið kennslu í rúmar tvær vikur. Einnig væri skólum bent á að greina frá því á einkunna- skírteini hvort samræmdu prófin liggi til grundvallar einkunnunum eða ekki, en með því skapaðist hætta á því að staða þeirra sem ekki fá að taka skólaprófin svoköll- uðu yrði mun lakari við mat á einkunnum. „Það er sama hvernig maður lítur á þetta mál þetta er gjörsamlega óskiljanleg hugsun að halda að það megi framkvæma þetta á þennan hátt. - Þetta setur alla málsaðila í leiðindaklípu," sagði Elna. Prófgögn hafa þegar verið send á alla prófstaði og er stjórnendum skólanna bent á að nota áður auglýsta prófdaga til að leggja prófin fyrir þar sem það er unnt. Mat á úrlausnum verður í hönd- um skólanna sjálfra, en ráðuneytið mun á næstu dögum senda út leiðbeiningar um einkunnagjöf. I lok fréttatilkynningar sem ráðuneytið sendi frá sér er minnt á að samræmdu prófin hafa ekki úrslitaáhrif á inngöngu nemenda í framhaldsskóla né heldur útskrift úr grunnskóla. SSH

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.