Tíminn - 19.04.1989, Qupperneq 8
8 Tíminn
Timitm
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
_____Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aðstoðarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
Birgir Guðmundsson
EggertSkúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar
686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:
Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f.
Frá og með 1. mars hækkar:
- Mánaðaráskrift í kr. 900.-, verð í lausasölu í 80,- kr. og 100,- kr. um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 595.- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Hvert stefnir?
Eftir alþingiskosningarnar í apríl 1987 tókst eftir
mikið þóf að mynda þriggja flokka ríkisstjórn
Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Framsóknar- "
flokks undir forsæti Þorsteins Pálssonar formanns
Sj álfstæðisflokksins.
Ferill þeirrar ríkisstjórnar reyndist hrakfalla-
saga, enda hrökklaðist hún frá völdum eftir 14
mánaða setu, sem er einhver skemmsti lífaldur
íslenskra ríkisstjórna frá upphafi heimastjórnar í
meira en 80 ár.
Það sem felldi ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar í
september 1988 var óraunsætt mat flokksforustu
sjálfstæðismanna á erfiðleikum íslensks efnahags-
lífs og þeim úrræðum sem til greina kæmu til
lausnar efnahagsvandanum. Það var m.a. hin
mesta skammsýni, þegar Þorsteinn Pálsson lét
undan nýkapitalistum í flokknum að hafna niður-
færsluleiðinni, sem hafði fullan stuðning í sam-
starfsflokkunum og átti í raun mikinn hljómgrunn
meðal sjálfstæðismanna, auk þess sem þeirri leið
var að ýmsu leyti vel tekið í launþegahreyfingunni.
Hollt er að rifja það upp, að upp úr miðju ári
1987, einmitt um það leyti sem ríkisstjórn Þorsteins
Pálssonar var mynduð, tóku markaðsaðstæður og
verðlagsþróun mjög að breytast undirstöðuat-
vinnuvegunum í óhag. Þá þróun mátti reyndar sjá
fyrir fyrr á árinu, þótt hún yrði e.t.v. ekki lýðum
ljós fyrr en á haustdögum.
Mistök hinnar nýstofnuðu ríkisstjórnar undir
fprsæti Þorsteins Pálssonar voru þau að ekki náðist
samkomulag um skilgreiningu efnahagsvandans.
Nauðsynlegar ráðstafanir í efnahagsmálum dróg-
ust sífellt á langinn, þar til í óefni var komið og
ekki voru önnur ráð en að slíta stjómarsamstarfinu.
Núverandi ríkisstjórn undir forsæti Steingríms
Hermannssonar tók við þessum arfi frá Þorsteini
Pálssyni og markaðshyggjumönnunum í flokki
hans. Hlutverk núverandi ríkisstjórnar hefur verið
að endurreisa rekstrargrundvöll útflutnings- og
samkeppnisgreinanna og treysta atvinnuöryggið í
landinu. Hér var um mikið og vandasamt verk að
ræða, en með víðtækum ráðstöfunum hefur stefnt
í rétta átt.
Hins vegar vantar enn á að markmiði ríkisstjórn-
arinnar um rekstrargrundvöll útflutningsgreina og
samkeppnisiðnaðar sé náð. Til þess að treysta
þessa undirstöðu atvinnulífsins, sem hafði gengið
úr skorðum á árunum 1987 og 1988, þurfti lengri
tíma og áframhaldandi aðgerðir sem miðuðu að
því að endurreisa fjárhagsgrundvöll framleiðslu-
fyrirtækja.
Ástandið í kaupgjaldsmálunum hefur í för með
sér mikla óvissu um framtíðarárangur af stefnu
ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Sú hætta vofir
yfir að þjóðin sé að færast inn í gamla þrástaglið í
kaupgjaldsmálunum þar sem allt endar í verð-
bólgusamningum og efnahagsóreiðu. Ábyrgir
menn hljóta að sjá að það eru uggvænleg málalok.
Miðvikudagur 19. apríl 1989
GARRI
Það hefur löngum verið talinn
;oður búmannssiður að reyna að
búa sem mest að sínu þegar að
kreppir. Þá sé ekki rétti tíminn til
að vera með neins konar loftfim-
leika ■ atvinnu- eða afkomumálum.
Núna stendur þannig á að heldur
er með þrengra móti hér í þjóðfé-
laginu. Undirstöðugrcinarnar eiga
I erfiðieikum og taprekstur er út-
breiddur. Kjarasamningar standa
yiir og eru erfiðari en oft áður. Það
stafar ekki síst af því að minna er
til skiptanna en oftast endranær,
og að atvinnuöryggi hér innanlands
virðist núna vera heldur ótryggara
en oft á síðustu árum.
Ástandið virðist með öðrum orð-
um vera þannig að ekki sé rétt að
sinni að gera neitt sem gæti orðið
til þess að flytja atvinnu út úr
landinu. Þvert á móti sé núna bæði
brýnt og nauðsynlegt að reyna að
standa sem traustastan vörð um öli
þau fyrirtæki sem skapa atvinnu og
umsetningu í þjóðfélaginu. Núna
þurfi hér fyrst og fremst festu og
ábyrgð.
Á sama tíma gerist það hins
vegar að núna hefur verið ákveðið
að fara að hcija hér innflutning á
útlcndu smjörlíki. Það eru verslun-
in Hagkaup I Reykjavík og sjáifur
viðskiptaráðherra sem manni er
tjáð að beri ábyrgðina á þessu
framtaki.
Ástæðan er sú að verslunin hefur
komist að því að hægt er að fá
smjörlíki í útlöndum sem er ódýr-
ara en það íslenska. Skýring á
þessu lága verði hefur ekki verið
gefln. Aftur á móti mun þetta
smjörlíki koma frá Evrópubanda-
laginu, og það er vitað að Evrópu-
llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
JÖRLÍKID
bandalagið hefur greitt ýmsar land-
búnaðarvörur niður í gífurlega
miklum raæli á undanförnum
árum, og gerir trúlega enn.
Þess vegna er hér ekki annað að
sjá en að á ferðinni sé niðurgreidd
útlend vara, sem ætlað sé að reyna
að hrinda hinni innlendu út af
markaðnum. Án þess að dómur sé
hér lagður á þetta eina tilvik, þá er
það bæði gömul saga og ný að oft
hafa útlend stórfyrirtæki reynt
þann gráa leik að borga með vörum
sínum í nokkurn tíma til þess að
komast inn á einhvern markaöinn
og ryðja óæskilegum keppinautum
burt.
Síðan gera þessi fyrirtæki sér svo
vonir um vænan gróða þegar þau
eru orðin ein um hituna og óhætt
orðið að hækka verðið aftur. Þess
vegna vakna óneitanlega grun-
semdir um að hér sé eitthvað af
þessari sortinni á ferðinni. Með
þessu séu einhverjir útlendingar að
gera tiiraun þess til að drepa niður
íslenska smjörlíkisframleiðslu með
því að greiða niður verðið umfram
það sern hún þolir. Þeir ætli sér að
bíða um stund, ná markaðnum og
sitja svo einir að honum eftir það.
Hér er hins vegar að því að gæta
að innanlands starfa fleiri en eitt
fyrirtæki sem framleiða smjörlíki.
Ekki fara sögur af því að íslcnska
smjörlíkið sé nein gallaframleiðsla
sem fólk vilji almennt losna við að
þurfa að nota. Þvert á móti hefur
ekki annað heyrst en að það þyki í
alla staði hin prýðilegasta vara, og
að samkeppni í framleiðslu þess sé
yfrið nóg.
Líka er að því að gæta að á
herðum innflytjenda og verslana
hvilir alltaf töluverð ábyrgð. Þar á
meðal getur það ekki talist þjóð-
holl starfsemi af þeirra hálfu ef þeir
gera sig seka um að fara að taka
þátt í gráum leik einhverra útlend-
inga, sem stefnir að því að gera
fleiri éða færri íslendinga atvinnu-
lausa. Að ekki sé talað um ef svo
er að þar sé á ferðinni niðurgreidd
vara og alls óvíst hvað hið lága verð
hennar endist lengi. Þá eru við-
komandi verslanir búnar að gera
sjálfar sig að engu öðru en leiks-
oppum og verkfærum í höndum
útlendinga, sem vUja fá að stunda
hér það sem trúlega er ekki hægt
að kalla annað en ódrengilega
skemmdarstarfsemi.
Þess vegna verður að hvetja til
þess að í þessu máli verði farið
fram með fyllstu gát. Meðan við
höfum íslenskt smjörlíki hér á
markaðnum er ástæðulaust að
setja innlend fyrirtæki í hættu með
því að hlaupa eftir tímabundnum
gylliboðum frá útiöndum.
Ef verðlagið á íslenska smjörlík-
inu þykir einhverjum krónum of
hátt þá er miklu nær að fara heldur
í saumana á þeim tollum og gjöld-
um sem á verksmiðjurnar eru lögð.
Það skyldi þó ekki vera að þær
þyrflu að standa ríkinu skil á
umtalsverðum fjárhæðum, þ.e.a.s.
sköttum sem þá koma vitaskuld
fram i smjörlíkisverðinu? Ef svo er
þá er þar einungis það á ferðinni
að við borgum nokkrar krónur af
hverju smjörlíkisstykki til sam-
neyslunnar, eins og af svo mörgu
öðru. Sem aftur á móti er svo
vitaskuld alls óskylt samkeppninni
frá útlöndum. Garri.
SKÁLDK)
Einar Benediktsson
LÉT REISA ÞETTA HÚS
ANNO 1896
Skáldi reist níð
„Varla verður því neitað, að orð
sem hafa ó eða í að áherzlulausri
endingu, fara illa í máli voru. En
allmörg þeirra hafa verið að
hreiðra um sig, fyrst í talmáli og
síðan í ritmáli. Þó að til séu
tökuorð af því tagi, sem erfitt er að
amast við, virðast önnur til komin
allsendis að óþörfu, ýmist fyrir
kærulausan gantaskap eða ein-
hvers konar tilgerð.“
Tilvitnunin er úr grein sem Helgi
Hálfdanarson skrifaði, og birtist í
Morgunblaðinu s.l. sunnudag und-
ir fyrirsögninni „Um ó-orð og í-
orð.“
Aftar í sömu grein: „Af hlið-
stæðum í-orðum er orðskrípið gall-
erí einna fáránlegast. Þetta gæti að
sjálfsögðu aldrei talizt boðlegt
tökuorð, heldur einungis kjánaleg
sletta, sem því miður er orðin
myndlistarfólki til vanvirðu. Ekki
er þörfinni til að dreifa, því nóg er
af íslenzkum orðum, sem annazt
gætu þetta hlutverk með prýði,
hvað annað!“
Háðung
Síðan minnir greinarhöfundur á
fullboðleg íslensk orð sem fram
hafa komið um það fyrirbæri sem
margir nefna nú gallerí.
Hér skal skotið inn annarri þýð-
ingu á útlendu orði, eða orðum
sem tengd eru með bandstriki og
þykja vi'st fullgild sem íslenska.
Keramik-Studio (enska??? eða
einfaldlega málleysa!!!). En sé litið
inn í fyrirtækið sem skreytt er
þessari nafngift, sést að þar er
leirmunagerð. Það orð mun ekki
nógu tilgerðarlegt til að þykja
nothæft.
Að minnsta kosti ekki á húsi
neðst á Vesturgötunni, sem þakið
er uppáskriftum af margvíslegu
tagi.
Einhverjir gárungar hafa komið
fyrir plötu á húsinu þar sem á er
skrifað að Einar Benediktsson,
skáld, hafi látið reisa bygginguna.
Einar er einmitt skáldið sem orti:
„Ég skildi að orð eru á íslandi til
um allt sem er hugsað á jörðu.“
Þessar fleygu ljóðlínur eru úr
kvæðinu Móðir mín.
Grínistarnir settu plötuna á hús-
ið skáldinu til háðungar, því að á
húsinu eru tíu sinnum stærri skilti
þar sem flaggað er orðskrípum,
eins og sér á myndum, svo sem
Combi Cargo og fleira á þeim
nótum. Eitt þeirra gæti þó höfðað
til íslenska heimsborgarans: „ Le-
arn English in England... “ Það er
stórum mannborulegra, en að
sletta vondri ensku utan á íslensk-
um húsum.
Þeir sem ráða húsi því sem sagt
er að Einar hafi reist ættu að sjá
sóma sinn í að taka niður plötuna
með nafni hans, því að byggingin
með öllu tilskrifinu er eins og
níðstöng sem reist var þjóðskáld-
inu til skammar.
OÓ
i-.mji.'/í ju g<j miMoiníÞ
í'j iv<5 y, cWbyÁ'j? •..•t.V.taV : .litití'
o* nsoií L’ig^'iai .'iioisg uf.r.i, A