Tíminn - 19.04.1989, Qupperneq 16
16 Tíminn
BÓKMENNTIR
Miövikudagur 19. apríl 1989
lllllllllllllllllllllll DAGBÓK lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllilillll
Allt hafði annan róm
Anna Slgurðardóttir. „Allt hafði annan róm
áður I páfadóm".
Útgefandi: Kvennasógusafn Islands. Reykja-
vik 1988. 412 bls.
Enn kemur bók frá hendi Önnu
Sigurðardóttur, sem er heillar dokt-
orsnafnbótar virði og hafði hún þó
sent frá sér ýmislegt áður. En meira
en það, bókin er skemmtileg aflestr-
ar og stórt framlag í rannsóknum á
stöðu kvenna á Islandi á ýmsum
tímum.
Einhver rök verða að fylgja svo
stórum orðum og þó skal hér stiklað
á stóru. Rannsóknir Önnu á heitum
abbadísa og skynsamleg niðurstaða
um að sumar hafi verið taldar allt að
þrefaldar í roðinu vegna annarsveg-
ar skírnarnafna og hinsvegar tekinna
dýrlinganafna. Þarna kemst hún að
niðurstöðu sem er hárrétt kirkjulega
séð en oft hefir vafist fyrir rannsak-
endum. Þá hefir Anna verið einstak-
lega dugleg við öll aðföng sín og ekki
aðeins þaulleitað í heimildum hér
heima, heldur og sótt þau vítt um
álfur. Auk þessa eru svo allar skrár
sem bókinni fylgja, heimildaskrár,
myndaskrá, nafnaskrá og staðanöfn,
mjög vel unnar.
Þegar svo alls þessa er gætt og þess
hversu vísindalega bókin er unnin
verður enginn hissa á niðurstöðuorð-
um formálans, en þar segir:
„Allt hafði annan róm áður í
páfadóm" - í hálfa sjöttu öld meðan
rómversk-kaþólsk kirkjuskipan var
á íslandi.
Mörgum vill gleymast að frá sið-
skiptum eru aðeins rúmar fjórar
aldir.
Þau eru helst einkenni þessarar
bókar, að þarna er ókaþólsk kona að
skrifa um kaþólskan tíma, en gerir
það af svo ríku hlutleysi að henni
tekst öllum öðrum betur að skynja
þann anda er ríkt hefir í íslenskum
klaustrum. Andblær hins löngu liðna
tíma fylgir verkinu eins og best
verður á kosið. Jafnvel kaþólskir
gætu ekki sett sig betur inn í hann.
Þarna tekst Önnu að losa sig við alla
hleypidóma og einkaskoðanir, sem
hafa truflað alla þá síðari tíma menn
er um þessi efni hafa skrifað, meira
eða minna. Hún kemur inn í helgi-
dóminn, klaustursins og sögunnar,
og skoðar af slíku hlutleysi og fróð-
leiksfýsn, að það sem hún síðan
segir frá skoðun sinni verður sá
nákvæmasti sannleikur sem völ er á.
' Má m.a. nefna er hún notar heimild-
ir eins og systir Ólöfu úr Karmel,
sem manna best gerði sér grein fyrir
að miklar breytingar höfðu orðið á
klausturlífi fyrr og nú. Þá hefir hún
einnig gert sér fulla grein fyrir því að
upphaflega var margs að gæta við
uppbyggingu klaustra hér, þó sér-
staklega þeirra siða og lífs er innan
þeirra hrærðist.
Eru öll önnur atriði frásagnarinn-
ar unnin af slíkri nákvæmni, og
verkið því með afbrigðum gott og
skemmtilegt til lestrar.
Því skal þó ekki gleymt að með
bók þessari bendir Anna okkur á og
segir frá svo um verður ekki villst,
hver í raun var staða konunnar í
klaustrum þessum. Hún hafði full
völd á við karlhöfðingja þess tíma og
príorinnan biskupsvald á sínu setri.
Þá gátu þær einnig reynst kúguðum
kynsystrum út í hinu almenna lífi
bæði stoð og stytta og veitt þeim
athvarf ef á þurfti að halda. Það er
því ekki ómerkari kafli kvennasög-
unnar, á kaþólskum tíma, sem þarna
hefir verið skrifaður, en í fyrri bók
hennar um vinnu kvenna á íslandi í
1100 ár. Nútímamanninum væri
hollt að skoða betur og bera saman
rétt kvenna í heiðnum sið og kaþ-
ólskum miðað við það sem nú er og
gera sér grein fyrir afturförinni.
Þökk sé frú Ónnu Sigurðardóttur
fyrir merkilegt rit og framlag til betri
skilnings á stöðu konunnar hér á
landi á meðan ísland var kaþólskt.
Sigurður H. Þorsteinsson
Guðmundur Ástráður
Magnússon
járnsmíöameistari
Nú er ltfsgöngu Guðmundar Ást-
ráðar Magnússonar lokið, eftir bar-
áttu við illvígan sjúkdóm, sem hann
tókst á við í eitt ár.
Guðmundur Ástráður, eða Ásti
eins og hann var kallaður meðal
kunningja og vinnufélaga, fæddist í
Reykjavík 30. mat 1913. Hann var
sonur Elísabetar Guðmundsdóttur
og Magnúsar Þorsteinssonar. Guð-
mundur var jarnsmíðameistari en þá
iðn nam hann hjá Magnúsi Jónssyni,
eiginmanni Elísabetar móður
sinnar.
Ég tengdist Ásta, þegar hann
gekk að eiga móður mína Svövu
Scheving Jónsdóttur, þegar ég var
ung að árum. Þau stofnuðu heimili
hér í Reykjavík 1942, fyrst á Bar-
ónsstíg 23, en síðustu 37 árin hafa
þau búið í Bústaðahverfinu. Sonur
þeirra, Björgvin, fæddist 1. ágúst
1943, en hann er flugstjóri og búsett-
ur í Luxemborg, giftur Kristínu
Gunnarsdóttur og eiga þau eina
dóttur, Helen, sem býr og starfar í
Luxemborg.
Þegar ég lít yfir lífshlaup Ásta, er
ljóst að honum hefur auðnast gott
líf. Hann var náttúrubarn, hafði
yndi af ferðalögum. Það var eins og
fólk hér fyrr á árum notaði öll
möguleg tækifæri og farartæki til að
komast út í náttúruna og að fá
tilbreytingu. Þar á meðal var reið-
hjólið, en hjólað var dögum saman,
tjaldað í ófullkomnum tjöldum,
skautað á gömlum skautum, rennt á
tunnustöfum, synt, en allt þetta var
svo gaman, menn voru sannarlega
að skemmta sér. Margt af því sem
gert var og farið var, var fest á filmu
með gömlu kassavélinni og þannig
endalaust hægt að una sér við að
rifja upp allar þessar ljúfu minning-
ar, allt fram á þennan dag.
Ásti var alla tíð léttur í lund og
hafði gaman af því að vera meðal
fólks. Þegar veisluhöld stóðu fyrir
dyrum, var hann manna fyrstur að
klæða sig í sparifötin og skemmti sér
manna mest, en þá skipti ekki máli
hvort veislan væri í hans húsi eða
honum væri boðið til veislu.
Það var gaman að vera þátttak-
andi í garðveislum á góðum sumar-
dögum á heimili hans við Bústaða-
veg. Sólstólar, sólskýli, bekkir,
borð, kaffi og meðlæti, gestir og
nágrannar í góðu yfirlæti, þar var
stemmning í lagi. Ef ský dró fyrir
sólu, þá var Ásti tilbúinn að segja:
„Þetta verður bara augnablik, það
fer að skína aftur eftir augnablik," -
alltaf sama bjartsýnin.
í okkar nútíma þjóðfélagi, sem
einkennist af hraða og kapphlaupi
um gerviþarfir skar Ásti nokkuð úr
því hann tók ekki þátt í þeim
eltingaleik. Hann vildi aðeins eiga
það sem honum bar og ekkert um-
fram það og vera góður við alla, vera
sannur og varðveita barnið í sjálfum
sér. Það er gott að geta kvatt þessa
jarðvist sáttur við guð og menn, hafa
aldrei átt sökótt við nokkurn mann,
ekki átt í illdeilum við neinn. Það er
sjónarsviptir að þannig fólki. Öllu
meira er víst ekki hægt að segja,
annað en að þakka fyrir sig og sína,
góða hjartalagið, bjarta brosið,
glettnina og heila vináttu.
Dóra
Eitt af sýningaratriðinum á
sumarskemmtuninni í Háskólabíói.
Krabbameinsfélag íslands:
SUMARSKEMMTUN
í Háskólabíói
Krabbameinsfélag íslands stendur fyrir
sumarskemmtun í Háskólabíói sumar-
daginn fyrsta, fimmtudaginn 20. apríl kl.
14:00.
Þar koma fram m.a. börn úr tónskól-
um, dansskólum og bamaskólum og flytja
og sýna það sem þau hafa verið að gera í
skólunum í vetur. Sumartískuna sýna 15
börn, en fötin eru frá versluninni Engla-
börn í Bankastræti. Eiríkur Fjalar kemur
í heimsókn og skemmtir. Hertnann Ragn-
ar Stefánsson er stjómandi, en Sigrún
Waage leikkona verður kynnir Sviðið er
skreytt sumarblómum frá versluninni
Silkiblóm, Suðurlandsbraut 16.
Aðgöngumiðar (á kr. 350 f. börn og
450 f. fullorðna) em seldir í húsi Krabba-
meinsfélags Islands, Skógarhlíð 8, frá
mánud. 17. apríl kl. 13:00-16:00 og síðan
í Háskólabíói á sumardaginn fyrsta frá kl.
13:00 ef eitthvað verður óselt.
Allir skemmtikraftar leggja fram vinnu
sína að kostnaðarlausu og allur ágóði
rennur til Krabbameinsfélags lslands.
Listasafn fslands:
MYND MÁNAÐARINS
Mynd aprílmánaðar í Listasafni íslands
er MOSl VIÐ VÍFILSFELLeftir Jóhann-
es S. Kjarval. Myndin er unnin í olíu árið
1940, stærð hennar er 115 X 143.5 sm og
var hún keypt til Listasafnsins árið 1941.
Mosi við Vífilsfell hangir nú uppi í sal 1.
Leiðsögnin „Mynd mánaðarins" fer fram
í fylgd sérfræðings á fimmtudögum kl.
13:30-14:45 og er leiðsögnin ókeypis.
Listasafnið er opið alla daga kl. 11:00-
17:00 og er veitingastofa hússins opin á
sama tíma.
Vorfagnaður
Breiðfirðingafélagsins
Breiðfirðingar! Árlegur vorfagnaður
félagsins verður haldinn miðvikudaginn
19. apríl í Víkingasal Hótels Loftleiða kl.
21:30-03:00.
Fjölmennum. Skemmtinefndin
Félag eldri borgara
Keilusalurinn Öskjuhlíð bíður félags-
mönnum Félags eldri borgara í keiluspil í
dag, miðvikudaginn 19. apríl kl. 14:00.
Kveðja af Lokastígnum
Enn spyr barnið Gunnar Ernir
hvort við getum ekki farið í heim-
sókn til „afa í Bústó“. Það er eðlilegt
að tæplega tveggja ára snáði skilji
ekki að „afi í Bústó“ sé dáinn, hann
sem hefur alltaf verið svo hress og
skemmtilcgur, jafnvel þó hann hafi
verið mikið lasinn. Það var líka
einkennandi fyrir Guðmund Ástráð
(Ásta) að það var grunnt á kímninni
og tilveran varð jafnan fjörlegri í
návist hans. Bragð er að þá barnið
finnur.
í dag verður Ásti borinn til grafar
en eftir standa hugljúfar og skemmti-
legar minningar. Við vottum Svövu
innilega samúð okkar.
Rut, Birgir,
Gunnar Ernir
„BÓRNIN í BREIÐHOLTINU"
Skemmtun og myndlistarsýning í
Menningarmiðstöðinni Gerðubergi
Sumardaginn fyrsta, fimmtud. 20. apríl
kl. 14:00, verður opnuö sýningin „Börnin
í Breiðholtinu" í Menningarmiðstöðinni
Gerðubergi.
Þetta er myndlistarsýning, sem dagvist-
arheimilin í Breiðholti standa fyrir og
munu börnin sem þar dvelja vera með
skemmtidagskrá við opnunina og sýning-
ardagana.
Sýningin stendur til 1. maí.
Auk hátíðarinnar sumardaginn fyrsta í
Gerðubergi bjóða eftirtalin dagvistar-
heimili upp á skemmtidagskrá með leik
og söng kl. 09:30-15:30:
21. apríl: Suðurborg, Hólakot, Hóla-
borg.
24. apríl: Hraunborg, Hraunkot, Iðu-
borg, Leikfell.
25. apríl: Völvukot, Völvuborg, Fella-
borg, Ösp.
26. apríl: Seljaborg, Hálsaborg, Hálsa-
kot, Jöklaborg.
27. apríl: Bakki, Bakkaborg, Amar-
borg, Fálkaborg.
28. apríl: Nokkur atriði endurtekin.
Daglega verður sýnt af myndbandi frá
starfsemi heimilanna.
Sýning Eiríks Smith
í Gallerí Borg
Eiríkur Smith opnar sýningu á verkum
sínum í Gallerí Borg, Pósthússtræti 9, á
morgun, fimmtudaginn 20. apríl, sumar-
daginn fyrsta, kl. 17:00.
Eiríkur Smith er fæddur í Hafnarfirði
1925. Hann hefur haldið fjölda einkasýn-
inga hér heima og erlendis, nú síðast í
Scandinavian Contemporary Art Gallery,
SCAG, í Kaupmannahöfn. Eiríkur hefur
tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima
og á öðrum Norðurlöndum, einnig í New
York og á meginlandi Evrópu.
Á sýningu Eiríks Smith nú eru stórar
vatnslitamyndir, málaðar á þessum vetri,
og eru þær allar til sölu.
Sýningin verður opnuð kl. 17:00 á
sumardaginn fyrsta. Hún er opin virka
daga kl. 10:00-18:00 og um helgar kl.
14:00-18:00. Aðgangur er ókeypis. Sýn-
ingunni lýkur þriðjudaginn 2. maí.
LAUGARDAGSKAFFI KVENNA-
LISTANS, Laugavegi 17
Á hverjum laugardegi er opið hús á
skrifstofu Kvennalistans, Laugavegi 17.
Þangað koma konur og fá sér kaffiveiting-
ar og hlusta á fróðlegar frásagnir eða
fyrirlestra og taka þátt í umræðum.
Laugardagskaffið byrjar um ellefuleytið
og er öllum opið.
1 dag, laugard. 22. apríl er á dagskrá,
að Helga Thorberg og Helga Sigurjóns-
dóttir, opna umræðu um kvcnnabók-
menntir.
29. apríl kl. 11:00 verða á dagskrá:
þingmál, borgarmál, kvennamál.
6. maí kl. 11:00: Kvennahreyfingin í
Rómönsku Ameríku. Hólmfríður Garð-
arsdóttir mun flytja fréttir þaðan.
Námskeið Ellimálaráðs
Námskeið á vegum Ellimálaráðs
Reykjavíkurprófastsdæmis verður haldið
í Fella- og Hólakirkju laugardaginn 22.
apríl 1989 og hefst kl. 09:00.
Námskeiðið er ókeypis og öllum opið
sem styrkja vilja öldrunarþjónustu í
söfnuðunum. Boðið verður upp á léttan
hádegisverð og kaffi. Fyrirhugað er að
námskeiðinu Ijúki kl. 16:00.
Dagskráin hefst með morgunbæn. Þá
flytur sr. Tómas Guðmundsson erindi,
„Að rjúfa einangrun”, og Hanna Þórar-
insdóttir erindi um „Öldrunarferli". Eftir
hádegisverðarhlé flytur Hanna Þórarins-
dóttir erindi, „Aðlögun að öldrun", ogsr.
Tómas Sveinsson erindi um sálgæslu.
Fyrirlesarar svara fyrirspurnum á milli
erinda. í lokin verður helgistund.
Þátttaka tilkynnist mánud. 17. og
þriðjud. 18. apríl til skrifstofu prófasts í
síma 37810 eða til Sigríðar Jóhannsdóttur
Skátafélagið ÆGISBÚAR
Skátafélagið Ægisbúar varð 20 ára 27.
mars sl. öllum eldri og sömuleiðis nýjum
félögum, sem og þeim sem vilja félaginu
vel, er boðið til afmælisfagnaðar, sumar-
daginn fyrsta, fimmtud. 20. apríl kl.
16:00.
Afmælisfagnaðurinn verður haldinn í
félagsheimili Ægisbúa að Neshaga 3
(íþróttahús Hagaskóla á móti Neskirkju)
og hefst kl. 16:00.
Dagskrá verður fjölbreytt og með há-
tíðarsniði.