Tíminn - 22.04.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.04.1989, Blaðsíða 4
14 HELGIN Laugardagur 22. apríl 1989 sjóhemaðinn 1812. En er hann nú kom á ný til New York eftir að hafa fjárfest í nautgripunum, ákvað hann að gefa sig að stjórnmálunum. Hann tók upp baráttu gegn forsetaframb- oði James G. Blaine innan Rep- ublikanaflokksins, en hafði ekki er- indi sem erfiði. Þetta pólitíska vafst- ur gekk all nærri honum og er hann árið 1884 missti konu sína af barns- förum, afréð hann að snúa aftur á vit sveitasælunnar. Hann kom á ný til Dakota í júní sama ár og sá að Little Missouri hafði hlotið nýtt nafn. Bærinn hét nú Medora í höfuðið á frönskum aðals- manni, sem kominn var vestur og farinn að rækta nautgripi. Þarna iðaði allt af lífi og athafnasemi og ekki varð þverfótað fyrir mönnum sem ætluðu að öðlast skjótfenginn gróða. „Fjóreygur“ hristir af sér slyðruorðið Hann hraðaði sér nú yfir á Möltu - kross búgarðinn og komst að því að gripirnir höfðu gengið vel fram undan vetri. Að vísu höfðu 24 gripir fallið, en 150 kálfar höfðu litið dagsins ljós. Horfurnar voru svo góðar að hann ritaði þegar fleiri ávísanir og fjölgaði gripunum. Þar með stofnaði hann nýjan búgarð og kallaði hann Elkhorn. Hann ákvað að verða ekta veiði- maður og nautgripabóndi og í því skyni lét hann sauma sér geitar- skinnstreyju og loðhúfu, eins og Davy gamli Crockett. Síðar kom hann sér svo upp barðabreiðum hatti, hrosshúðarbuxum, kúrekast- ígvélum ogsilfursporum. Hann vígði þessa múndéringu með því að fara út og fella sína fyrstu antilópu. En kúrekamir gerðu grín að þess- um kynjafugli sín í milli, enda var útlitið sérstætt: Hann var fölur og gugginn, með rautt yfirskegg og gríðarstórar tennur með skörðum á milli. Röddin var mjó og skræk og hermdu menn eftir honum þegar hann hrópaði upp „Stórkostlegt!" eða „Sei, sei, en sá myndarboli!" Og ekki bættu úr skák þykk gleraugun, sem minntu á ugluaugu, enda hlaut hann nafnið „Fjóreygur" meðal kúr- ekanna. En þar kom að Teddy rak af sér slyðruorðið. Hann hafði komið blautui og hrakinn inn á krá eina og þar vatt sér að honum drukkinn beljaki og hóf að erta hann. Hann kallaði Teddy „Fjóreyg", miðaði á hann tveimur skammbyssum og skipaði honum að hundskast á bar- inn og sækja sér rúgviský. Menn fylgdust eftirvæntingarfullir með og urðu hissa þegar „Fjóreygur" reis hægt á fætur og rétti dónanum svo vel útlilátið högg á kjammann að hann flaug steinrotaður út í horn. Teddy hafði nefnilega stundað hnefaleika í háskólanum og haldið kunnáttu sinni vel við. Ofstopamað- urinn hvarf úr bænum með næstu lest, en Teddy hafði aukið orðstír sinn og þótti maður meðal manna í héraðinu eftir þetta. Fleiri ævintýri Hann vann sér nú vaxandi hylli meðal kúrekanna, en aldrei reyndi hann að nálgast indíánana eða kynn- ast þeim. Kæmi upp sinubruni eða skógareldur brást ekki að hann kenndi indíánum um það og hyrfi hross eða nautgripur vissi hann upp á hár að þeir hefðu stolið skepnunni. Er hann var í útreiðartúr einn rnorg- uninn sá hann fjóra eða fimm Sioux indíána álengdar á hestum. „Ég beið uns þeir voru ekki nema hundrað metra frá mér,“ sagði hann síðar. „Þá greip ég riffilinn og skaut í áttina að þeim fremsta. Það var eins og ég í klettahlíð Mount Rushmore gnæfir höf- uð hans sextíu feta hátt yfir landsvæði, sem rænt hafði verið af indíánum með stáli og blóði. Þarna má einnig líta þá Washington, Jefferson og Lincoln, þótt segja megi að betur hefði farið á að hafa þá þarna Sitting Bull, Crazy Horse eða Red Cloud, hina gömlu höfðingja indíana. Hann varð fyrsti kúrekinn, sem gerðist húsbóndi í Hvíta húsinu, kominn af fjöl- skyldu úr efri miðstétt í New York og leiðina til þessa háa embættis hafði hann brotið sér með þeirri ímynd af kúreka, indíána- drápara, stríðshetju og veiðimanni, sem hann hafði skapað sér. Theodorc Roosevelt var fæddur í New York 27. októbcr 1858, aðcins skamman spöl frá heimkynni annarr- ar hctjuímyndar villta vcstursins, Billy Booney (Billy the Kid), sem hafði sömu manngildisviðmiðanirog liann: Báðir dáðu þá sem ekki létu ótta á sér sjá á hættustundum, voru tryggir vinir, riddarar í framkpmu við konur og miskunnarlausir þeim sem ekki höfðu sömu lífsviðhorf. Þcir höfðu ánægju af veiöum og manndrápum, þótt Billy stæði Roos- evelt langtum framar á því sviði, þar sem hann hafði fellt tuttugu og cinn mann, en „Teddy" ekki nema cinn, en það var í stríðinu á Kúbu. Þó hcfði Billy án efa dáö hið mikla safn Teddy af uppstoppuðum dýrahaus- um, því þrátt fyrir allt hafði Teddy meiri áhuga á dauðum dýrum en lifandi. Sömulciðis var honum ekki um indíána gefið í þeirra náttúrulcga hcimkynni og fannst þeir betur komnir með fjaðraskrúð sitt uppi á leiksviði. Þegar hann tók við forsct- aembættinu árið 1904 lét hann leysa Apache indíánhöföingjann Gero- nimo úr fangelsi og lét hann aka mcð silkihatt á hausnum niður Pcnnsyl- vania - tröð. í fyrsta ávarpi sínu til þingsins hvatti hann til þess að griðlönd indíána yrðu af þeim tekin og þeir neyddir til þess að semja sig að háttum hvítra manna. Menntun þeirra skyldi vera mjög takmörkuð og einskorðuð við iðnnám. „Ég segi ekki að enginn indíáni sé góður nema dauöur indíáni, en ég held að það eigi við um níu af hverjum tíu. Þessum eina mundi ég þó fylgjast vandlega með... Verstu þrjótarnir meðal kúrekanna eru á miklu hærra siðferðisstigi en indíanar," sagði hann. Vestur á bóginn Á árunum eftir 1880, þegar indí- ánar höföu verið reknir inn á af- mörkuð svæði, vopnlausir og hest- lausir, varð það tíska meðal ungra manna að halda vestur á bóginn og sýna karlmennsku sína með því að veiða birni og buffala með öfluga riffla að vopni. Roosevelt var einn þeirra. Hann kom fyrst vestur í september 1883 og sté úr lestinni í bæ, sem vel hefði hentað sem leik- mynd í „vestra". Bærinn hét Little Missouri og á þessum slóðum hafði Sitting Bull og menn hans stundað veiðar, áður en járnbraut var lögð þarna um 1880. Aðeins fáum vikum áður en Teddy kom þarna hafði Sitting Bull hafði verið lluttur með hervaldi til Standing Rock, sem var tæpar tvö hundruð mílur frá Little Missouri. Þetta haust fengu Sioux indíánar að halda til buffalaveiða í allra síðasta sinn. Fáar og dreifðar hjarðir buffala voru nú eftir á sléttunum og þær voru ætlaðar hvítum veiðimönnum frá austurfylkjunum og Evrópu. Það varð nú að kappsmáli ungra og frískra manna að fella sfðasta buffal- inn og skömmu fyrir 1890 var ekki vitað um nema fjögur dýr lifandi í Dakota, tíu í Montana og tuttugu og scx í Wyoming. Blöðin fylgdust af áhuga með þcssu gamni. Stórbóndi í Dakota Árið 1883 buðu nokkrir vinir Teddys honum til Dakota, en þeir voru að bræða með sér að hefja nautgriparækt. Hann fór á buffal- aveiðar og hafði uppi á þrem dýrum. Honum tókst að særa gamlan bola og missti af kú, cn tókst um síðir að fella mjög fallegt dýr, að því cr hann sagði sjálfur. Hann felldi dýrið í einu skoti, dansaði sigurdans og skar svo höfuðið af skcpnunni, svo hann fengi bætt því í safn sitt. En í þessari ferð varð hann frá sér numinn af sögum sem hann heyrði um skjóttekinn gróða af nautgripa- hafði erft næga peninga eftir föður sinn til þess að hann gæti lifað sæmilega þægilegu lífi, en honum þótti rétt að hætta nú einhverju af höfuðstólnum í von um að geta aukið hann og kannske margfaldað. Áður en hann sneri austur á bóginn aftur skrifaði hann því myndarlega ávísun og gekk í félag við tvo menn aðra um búskap á svonefndum Möltu - kross búgarði. Ekki settist hann að vestra að sinni. Theodore Roosevelt hafði lok- ið námi í lögum frá Harvard 1880 og lengi verið að velta vöngum yfir hvort hann ætti fremur að snúa sér að stjórnmálum eða ritstörfum, en 1882 hafði hann gefið út bók um Frambjoðandinn kom ríðandi til smábæjanna í vesturfylkjunum, hrossamóðgugur og umlukinn rykmekki. „Teddy“ Roosevelt. Hann var skilgetið afkvæmi „villta vesturs- ins“ rækt og ákvað að reyna sjálfur fyrir sér á þessu sviði. Aðstæður voru hinar bestu, því á grcsjunni var ekki lengur neina indíána eða buffala að finna. Ekki þurfti annað en peninga til þess að kaupa nautgripi fyrir og ráða kúreka fyrir lágt kaup. Járn- brautarfélögin leigðu mönnum land- ið fyrir afar litlar upphæðir. Teddy

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.