Tíminn - 22.04.1989, Síða 6

Tíminn - 22.04.1989, Síða 6
16 HELGIN Laugardagur 22. apríl 1989 Örfá fróðleikskorn um málefni kvenna í Astralíu Vegna stöðugrar baráttu ferstaða kvenna í Ástralfu dagbatnandi, þó enn sé langt í land. Ganga í tilefni alþjóðadags kvenna. Það er þó ekki mjög stór hópur sem tekur þátt í henni. Framagjarnar konur í Ástralíu berjast flestar frekareinar og sér. „Skítugu börnin hennarEvu“ Slíkar hugrenningar spretta óhjá- kvæmilega upp þegar maður les eitt og annað sem í biöð og tímarit er skrifað um konur. Það á alveg jafnt og ekki síður við hér á hinu hveli jarðar þar sem einstæðar mæður voru settar á sérstök heimili allt fram til ársins 1970. Því einstæðar mæður og óskilgetin börn voru „skítugu börnin hennar Evu“ og fram undir 1976-77 voru flest óskilgetin börn send í fóstur eða gefin. Mæður gátu ekki haldið börnum sínum nema kalla yfir sig mikla fordóma, leiðindi og erfiðleika. Einstæðar mæður áttu börn sín í leyni og fóru jafnvel til annarrar borgar til að fela atburðinn og gáfu síðan barnið. Börnum einstæðra mæðra var mis- munað og einstæðum mæðrum einn- ig þannig að þær áttu sér ekki viðreisnar von svo það var best fyrir þær að láta sig hverfa áður en „skömmin“ sæist og segjast hafa verið í sumarfríi þegar þær voru spurðar hvar þær hafi verið allan þennan tíma. Þessi börn voru réttlaus til arfs og alls annars sem löglega getin börn áttu rétt til. Nú er verið að breyta lögum varðandi þessi börn svo að nú eiga þau og foreldrar þeirra að hafa opinn aðgang að skjölum og upplýs- ingum um hvar barnið eða foreldrar eru niðurkomin. Hvort þeirra um sig getur þá haft frumkvæði að því að koma á endurfundum ef áhugi er fyrir hendi. Það þarf enginn að fara í grafgötur um að það verða margir fagnaðar- fundir í framhaldi af því þó líklega verði sumstaðar um blendnar tilfinn- ingar að ræða. Miklar breytingar á einum áratug Hvað sem þessu líður má með sanni segja að margt hafi breyst þó nokkuð á síðastliðnum tíu árum. Þar til í kringum árið 1970 urðu allar konur í opinberri þjónustu að segja upp frá og með þeim degi sem þær gengu í hjónaband. Það er oft fróðlegt að skoða lesendadálka blaðanna þegar ein- hver málefni sem snerta konur hafa verið á döfinni. Þá spretta fram „draugar" frá Viktoríutímabilinu sem vitna í Biblíuna til stuðnings málstað sínum (þar sem þeir) túlka hana á þann hátt að konum sé ætlað að vera viljalaust og auðmjúkt verk- færi í höndum hinna alvitru og algóðu karlmanna sem einir viti hvað öllum sé fyrir bestu. En það eru þó ekki síður mörg bréf sem eru í takt við tímann, og mikið og staðfastlega er unnið að réttindamálum kvenna hér í Ástral- íu, þó auðvitað sé stundum barist við vindmyllur eins og gengur. Hér í Suður-Ástralíu var sett fyrsta lög- gjöfin hér á landi varðandi kynferð- islega áreitni á vinnustað og hafa mörg mál verið unnin á þeim vett- vangi. Jafnréttisráð hefur líka sterka stöðu. Þegar fólk ræður sig í vinnu hjá hinu opinbera tekur fulltrúi frá jafnréttisráði þátt í viðtali við um- sækjanda. Það er gert til að ganga úr skugga um að fólki sé ekki mismun- að eftir kynferði við ráðningu í störf. Konur og auglýsingar Fyrir nokkrum mánuðum voru auglýsingar mikið til umræðu. Það er að segja kynferðisleg notkun á konum í auglýsingum. En auglýs- endur sáu ekkert rangt við það og sögðu að þær endurspegluðu þjóð- félagið og seldu vöruna, en spurðu konur: „Af hverju haldið þið þá áfram að kaupa“? Þeir áttu greinilega bágt með að skilja málstaðinn sem talað var um. Það kom hvergi fram að hægt væri að nota karlmenn í þessar auglýsing- ar eða endurhugsa auglýsingaað- ferðir á neinn hátt. Kannski að það gerist ekkert fyrr en konur neita að leika í slíkum auglýsingum og taka sig til og stofna eigin fyrirtæki sem búa til öðruvísi auglýsingar. En lítum á niðurstöður könnunar sem gerð var vegna auglýsinganna. Konurnar sögðust hafa fengið sig pakksaddar af ímyndinni sem aug- lýsingar endurvörpuðu. Þar væru þær sýndar sem ánægðir þrælar karlmanna, aðeins metnar fyrir útlit sitt og hæfileika til að elda og þrífa. 68% þeirra sem tóku þátt í könnun- inni sögðu að konur væru aðeins sýndar sem kynferðisverur en ekki sem manneskjur. Sama hlutfall kvenna sagði einnig að konur væru alltaf kynntar sem ungar, grannar og vel útlítandi. Þessi skoðun á við um 80% langskólagenginna kvenna á aldrinum 25-34 ára og 73% kvenna sem eiga börn. 60% kvenna finnst að konur séu ekki nógu oft sýndar sem sérfræðing- ar á einhverju sviði. Sömu skoðun höfðu 75% langskólagenginna kvenna og 78% þeirra sem eru í hálaunaflokkum. 52% segja að kon- ur séu of oft sýndar sem kjánalegar, barnalegar og vanhæfar. 75% þeirra sem höfðu langskólamenntun voru og þeirrar skoðunar. 47% segja að konur séu of oft kynntar sem fæðuframlciðendur og ræstingakonur, þessi skoðun átti við 64% kvenna með langskólamennt- un. Eftirfarandi er það sem konur með langskólamenntun höfðu að segja þegar þær voru sérstaklega spurðar vegna menntunar sinnar og sérstöðu. 49% þeirra kvenna vildu að aug- lýsingar sýndu konur á öllum aldri og stigum þjóðfélagsins og mismun- andi útlítandi. 43% vildu að konur væru sýndar jafn mikiivægar og karlmenn. 31% vildu að auglýsingar sýndu bæði kynin deila með sér húshaldinu. 29% langskólagenginna kvenna vildu að heimilisstörf væru séð sem jafn mikilvæg og önnur störf þjóðfélagsins. Hvernig skyldu þessar tölur líta út ef samskonar könnun væri gerð á íslandi? Hvítklæddir útfararstjórar Hér hafa konur tekið sig til og ruðst inn á starfssvið sem karlmenn hafa einokað til þessa. Þrjár konur hér í Suður-Ástralíu tóku sig til og stofnuðu útfararfyrirtæki. Þær klæð- ast ekki svörtum drögtum heldur hvítum og auglýsa sína þjónustu á kven- og tilfinningalegum forsend- um. Útfararstofnanir hér virðast starfa með nokkuð öðru sniði en á íslandi því þær bjóða upp á allt frá því að sjá um útförina til þess að sjá um kaffiveitingar á eftir og konurnar bjóða líka sálusorgun. Að borga fyrst en deyja síðar er algengt slagorð í auglýsingum útfar- arstofnana hér í Ástralíu. Þá er verið að höfða til fólks að losa aðstandendur við óþarfa áhyggjur og amstur með því að sá sem í hlut eigi panti allt og skipuleggi fyrir- fram. Konur vekja líka athygli á þessu í sínum bæklingi, fyrirframgreiddar jarðarfarir. Einhvem veginn fannst mér þetta ankannalegt þar sem ís- lendingum hættir til að finnast slík fyrirhyggja vera merki um óþarfa áhyggjur og vantraust á að aðrir gætu séð um hlutina. Við erum líka svolítið hjátrúarfull og værum líkleg til að trúa að slík ákvörðun myndi verða til að minnka lífslíkur okkar. Hér verða líka allir að gera erfðaskrá og ráðstafa eigum sínum eftir sinn dag, en það eiga margir íslendingar erfitt með að setja niður fyrir sér. Að deyja er þó það eina sem við eigum öruggt þegar við fæðumst. Allt annað eru misgóðir vinningar í happdrætti lífsins. Því ekki að þora að vera raunsær og leggja hjátrúna til hliðar. Það þarf enginn að vita að þú hafir gert það. Líklega gegnir öðru máli í landi verðbólgu þar sem peningarnir myndu hafa brunnið upp á stuttum tíma og það væri kannski ekki hægt að standa við allt sem hinn látni bað um þegar til kemur að veita þjónust- una. Það sem hefði verið greitt fyrir, allt frá kistu og klæðum til veislu á eftir dygði kannski rétt fyrir kistu þegar til kæmi. Er þessi hugmynd - hvítklæddar konur við jarðarför - ekki alveg tímabært umhugsunarefni fyrir ís- lenskar konur í leit að nýjum tæki- færum. Þarf engill dauðans endilega að vera svartklæddur? Konur hafa verið mikið til umræðu á liðnum árum. Mikið vegna þess að þær tóku sig til og ákváðu að vera ekki lengur þögul dís sem stóð á bak við eiginmanninn heldur sjálfstæðir einstaklingar með sjálfstæðar skoðan- ir og eigin persónulegar þarfir. Þörfum sem í aldanna rás hafði oftar en ekki verið stungið undir stói í þágu annarra. Þessum öðrum yfirsást þá auðvitað oftast einnig að konur hefðu yfirleitt eigin persónulegar þarfir og héldu áfram sínu striki að vaða yfir þær. Auðvitað áttu þær vissa sök á því sjálfar. Er þá nokkuð skrýtið þó ýmsum þyki erfitt að þurfa að stíga skref afturábak eða til hliðar vegna þess að kona er komin upp að hliðinni á þeim með sínar þarfir, og réttindi, sem eru jafn háar annarra þörfum og réttindum. Sér er nú hver ósvffnin.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.