Tíminn - 22.04.1989, Side 7
Laugardagur 22. apríl 1989'
ít'
r
Konur að búa til spjöld fyrir mótmælagöngu. Nóg eru málefnin að
berjast fyrir og gegn.
Konur í
opinberri þjónustu
Konur hafa í auknum mæli sótt
inn í viðskiptaheiminn, verðbréfa-
markaðinn og hvað.það heitir allt
saman þó svo að meirihlutinn séu
karlar. Konur hafa stofnað fyrirtæki
til að kenna öðrum konum að fjár-
festa og náð góðum árangri.
Þó eru konur í minnihluta í opin-
berri þjónustu þegar tekur til yfir-
manna eða ekki nema 5,7% yfir-
manna opinberrar þjónustu en þegar
kemur til venjulegra skrifstofustarfa
eru þær í miklum meirihluta eða
79,7%.
Þær eru líka að sækja í sig veðrið
í óhefðbundnum greinum og hefur
konum í vísindum fjölgað úr 7%
árið 1986, upp í 10% 1987. Kven-
tölvufræðingum hefur fjölgað úr
16% árið 1986 upp í 19% 1987.
Konum í prentiðnaði hefur fjölgað
úr 17% 1986 í 20% 1987.
Allt er þetta í áttina og segja má
að í raun hafi ótrúlega mikið gerst
þegar litið er til viðhorfs til kvenna
hér í Ástralíu fyrir aðeins áratug og
tveimur áratugum. Konur sem gift-
ust og það gerðu flestar, áttu allar að
hætta að vinna úti og sinna einungis
börnum og bónda. Viðhorfin voru
mjög óvilhöll annarri viðleitni.
Enn skipta flestar konur um nafn
við giftingu en þó gerist það að konur
haldi sínu nafni en þá eru það aðeins
mjög jafnréttissinnaðar konur. Enn
finnst mér ég finna óm af gamaldags
skoðunum á sveimi í kring um mig
og fullorðin vinkona mín tók það
sem sjálfsagðan hlut að ég hefði
tekið upp nafn mannsins míns, og
var mjög undrandi þegar hún heyrði
að svo var ekki. Konur af hennar
kynslóð voru bara stoltar af að taka
upp nafn mannsins síns. Þær sem
hinsvegar hafa lent í þeirri lífs-
reynslu að giftast oftar en einu sinni
hafa borið mörg og mismunandi
nöfn.
Viðhorf til hjónabandsins er til
dæmis oft nokkuð íhaldssamara en á
íslandi og mjög mikilvægt að giftast.
Það er ekki algengt að fólk þreifi sig
áfram í búskap eins og er hálfgert
náttúrulögmál á íslandi. Segja má
að sumt hér sé svipað og það var á
íslandi fyrir tuttugu árum en í öðru
eru Ástralir lengra komnir.
Núna fyrst er þó verið að koma
því á að láta feður greiða meðlag í
gegn um kerfið, taka af þeim í gegn
um skatta. Hér hafa menn komist
upp með það að sleppa og stinga af
og látið ríkið sjá um að borga.
Einstæðar mæður frá greiðslur
sem gera þeim fært að vera heima en
það er algert sultarlíf og ef þær vinna
sér inn einhvern pening aukalega
svo vitað sé missa þær þessar greiðsl-
ur.
Að verða einstæð móðir er oftar
en ekki dómur inn í algera fátækt og
erfið lífsskilyrði. Að sjá börnum
fyrir menntun verður erfitt ef ekki
ómögulegt af fjárhagsástæðum.
Þannig læsast böm oft inn í þessum
hring mann fram af manni.
Þó eru til þær manneskjur sem
tekst að halda bjartsýni sinni og
reisn og velja fremur það hlutskipti
að geta verið með börnum sínum við
þau kjör, en þurfa að standa í því
veseni sem fylgir því að koma þeim
í gæslu og sér í vinnu. Það getur
verið mjög erfitt í stórri borg. Enda
myndu þær missa allar greiðslur frá
hinu opinbera við það. Og þetta
gildir jafnt um menntaðar manneskj-
ur sem ómenntaðar.
Kjör kvenna á vinnumarkaðnum
varðandi barneignir eru mjög ólík
því sem íslenskar konur njóta.
Ekki launað
barneignaleyfi
Þess skal og getið að konur í
Ástralíu fá ekki greitt barneignafrí
en konur í opinberri þjónustu eiga
rétt á að fá ársleyfi frá störfum sem
þá er launalaust.
Ástralía er eitt af fáum ríkjum
innan OECD sem ekki hefur reiknað
út hvað það kostar að fæða og klæða
barn.
Kannski leggja yfirvöld ekki í að
horfast í augu við þá upphæð, a.m.k.
opinberlega, því það myndi líklega
þýða að þeir yrðu að stokka ansi
mikið upp.
Það sem hið opinbera veitir fjöl-
skyldum í þeim tilgangi að styrkja
barnafjölskyldur er fólgið í skattaf-
slætti og fjölskyldubótum sem
greiddar eru hálfsmánaðarlega og
eru um 24dollarar á barn. Með konu
og tveimur börnum kemur þetta í
heildina út sem 1700 A$ eða 72.700
ísl. kr. á ári en sú upphæð hækkar
lítið sem ekkert þó börnin séu fleiri.
Það yrðu aðeins 22 dollarar á mánuði
í viðbót fyrir umfram börn en slík
upphæð dugar ekki einu sinni fyrir
skóm.
Svo eru yfirvöld undrandi á
minnkandi áhuga fólks fyrir að eign-
ast börn.
Fóstureyðingar
Segja má að þessi aðstaða endur-
speglist kannski í þeim fjölda fóstur-
eyðinga sem framkvæmdar eru á ári
hverju. Árið 1987 voru framkvæmd-
ar 80.000 fóstureyðingar eða ein á
hverjar þrjár fæðingar og það kost-
aði þjóðina 6,4 milljónir ástralskra
dollara. Það segir þó lítið. Hver
hefðu kjör þessara barna orðið
hefðu þau fæðst? Hefðu þau bæst á
lista þeirra 20,7% barna Ástralíu
sem búa við fátækt og erfið kjör og
forsætisráðherrann hefur lofað
bættri tíð árið 1990? Eða myndu þau
hafa fyllt flokk þeirra 50.000 barna
og ungmenna sem Ieggja út á strætin
ástlaus og allslaus.
Hvert er tjónið þcgar á allt er litið.
Það er sorgleg og erfið spurning. Því
miður er ekki hægt að gefa sér það
að öll þessi blessuð börn sem þannig
enduðu líf sitt hefðu náð að verða
hamingjusamir einstaklingar.
Hvað sem því líður hefur sú
ánægjulega þróun orðið hér í Ástral-
íu að helmingi færri konur sjá nú
ástæðu til að binda enda á líf sitt en
á árunum í kring um 1960. Það segja
þeir að þakka breytturh viðhorfum
til einstæðra mæðra, fráskildra og
ekkna ásamt þátttöku kvenna úti á
vinnumarkaðnum í framhaldi af því.
Glíma kvenna
við klerkaveldið
Nú glíma ástralskar konur við
presta ensku biskupakirkjunnar og
virðast berjast þar við vindmyllur
fornra viðhorfa. Þó hefur biskupinn
í Viktoríu lofað að vígja konu sem
biskup 1990-1991.
Það ber ekki á því að þær séu að
berjast við almenningsálitið enda er
það erfiðara viðureignar í landi svo
margra þjóðarbrota og aðgangur að
fjölmiðlum er ekki auðveldur. Þær
verða enn að þola það að fólk reyni
að telja þeim hughvarf og sýna þeini
fram á að þær eigi ekkert erindi í
preststarfið. Nú er von á biskupi í
heimsókn frá Bretlandi sem kemur í
boði kvenna sem eru á móti því að
konur verði prestar.
Það er greinilega þungur róður
sem ástralskar konur þurfa að róa til
að öðlast þennan rétt.
Kona liðsforingi
í ástralska hernum
Þrátt fyrir að stundum sé erfitt að
komast inn í vígi karla hér í Ástralíu
sem víðar, er þó ein kona orðin
liðsforingi í hernum. Hún heitir Ann
Sheeren og er fyrsta konan sem
útskrifast sem liðsforingi úr liðsfor-
ingjaskóla ástralska hersins.
Þannig falla vígin eitt af öðru. Það
verður þó ekki fyrr en slíkt hættir að
þykja fréttnæmt sem raunverulegur
árangur hefur náðst.
Mattliildur Björnsdóttir
ROLLANT
BINDIVÉLAR
BESTAR ÞEGAR MEST Á REYNIR.
ÁRMÚLA 3 • REYKJAVÍK • SÍMl 38900
HELGIN' ^ 17
HÚSNÆÐIEFTIR
HJÓNASKILNAÐ
EÐA SAMBÚÐARSLIT
Því miöur er það staðreynd,
að hjónaskilnuðum hefur fjölg-
að hin síðari ár. Við skilnað
breytast aðstæður m.a. þannig,
að þar sem áður dugði ein
íbúð, þarf oft tvær eftir skilnað-
inn. Það hefur í mörgum til-
vikum orðið upphafið að nýju
vandamáli.
EIGNARHLUTI MAKA
KEYPTUR
Algengt er að sá aðili, sem
hefur fengið forræði barna eftir
skilnaðinn, kaupi eignarhlut
fyrrverandi maka í íbúð þeirra.
Það er ekki sama hvernig að 1
þessari tilhögun er staðið. 1
I
NAUÐSYNLEGUR
FRESTUR TIL KAUPANNA
Við hjónaskilnað eða sam-
búðarslit gengur það dæmi
ekki upp, ef gert er ráð fyrir að
annar aðilinn kaup eignarhlut
hins með láni frá Húsnæðis-
stofnun, nema tekið sé tillit til
þess tíma sem það tekur að
afgreiða lán frá henni.
BIÐ EFTIR LÁNI
Umsóknir um lán frá Hús-
næðisstofnun ríkisins eru af-
greiddar í þeirri röð sem þær
berast stofnuninni. Eini greinar-
munurinn, sem gerður er á um-
sóknum, er að umsækjendum
er skipt í forgangshóp og víkj-
andi hóp. í forgangshópi eru
þeir sem eru að byggja eða
kaupa í fyrsta sinn. Þeir sem
búa í ófullnægjandi íbúð teljast
einnig í forgangshópi hvað af-
greiðslutíma varðar.
Umsækjendur um lán, sem
eru að skilja, teljast flestir til
víkjandi hóps, eigi þeir íbúð
fyrir.
ET skilnaður er óhjákvæmilegur,
leitaðu þá upplýsinga
um lánsrétt þinn
áður en þu samþykkir
• að kaupa eignarhlut
fyrrverandi maka í íbúð ykkar.
RÁÐGIAFASTOÐ
HUSNÆÐISSIDFNUNAR