Tíminn - 29.04.1989, Qupperneq 15

Tíminn - 29.04.1989, Qupperneq 15
Laugardagur 29. apríl 1989 Tíminn 27 MINNING nægjanlega til fjár af þjóðfélaginu. Eg man alltaf eftir þegar verið var í heyskap og tíð var góð, þá var ekki hætt slætti fyrr en séð var að nóg væri heyjað, heldur var haldið áfram að re'ftum og heyforðinn oft það mikill að dugði jafnvel til tveggja ára. Þetta kom sér stundum vel og man ég sérstaklega eftir óþurrkasumrinu 1955 þegar margir bændur lentu í vandræðum vegna heyleysis, þá voru til nóg hey á Laxfossi. Ég minnist þess hvað Jón var mikill fjármaður, það var með ólíkindum hvernig hann þekkti kindurnar sínar í sundur með nöfnum langt úti í haga. í réttunum var hann aldeilis í essinu sínu, en þar var hann manna marka- gleggstur og ávallt til hans leitað þegar skera þurfti úr um vafamál. Þær voru margar smalamennskurnar og réttirnar sem ég fór í með Jóni á þeim árum sem ég var á Laxfossi og verða þær stundir ógleymanlegar meðan ég lifi. Ég þakka kynni mín við Jón Snorrason á Laxfossi. Konu hans, syni og aðstandendum sendi ég mínar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Guðmundur G. Vigfússon Á sumardaginn fyrsta, þann 20. apríl síðastliðinn, lést vinur okkar og nágranni Jón Snorrason bóndi á Laxfossi. Jón var fæddur á Laxfossi 5. nóvember 1896. Foreldrar hans voru þau Guðrún Sigurðardóttir frá Efstabæ í Skorradal og Snorri Þor- steinsson frá Húsafelli sem voru búendur á Laxfossi um margra ára skeið. Jón ólst þar upp í stórum systkinahóp, sem ég kynntist einnig sem góðra nágranna og minnist ég þeirra með hlýhug, Þorsteins á Hvassafelli og Sigurðar á Gilsbakka sem báðir voru dugandi bændur og félagsmálamenn. Einnig minnist ég systranna tveggja sem Iengi voru í skjóli bróður síns á Laxfossi og hans ágætu konu Hólmfríðar Sigurðar- dóttur frá Veiðilæk. Þau gengu í hjónaband 23. janúar 1948 og eign- uðust einn son Jakob að nafni. Hann er búsettur í Borgamesi ásamt fjöl- skyldu. Ég þekkti lítið til lífshlaups Jóns á yngri árum en veit þó að hann var einn af stofnendum Ungmenna- félags Stafholtstungna og sat þar í hreppsnefnd og tók þátt í félagsmál- um af einurð og festu, fór ekki dult með skoðanir sínar, en vildi hvers manns vanda leysa. Þegar ég læt hugann reika til liðinna ára verður mér efst í huga allar ánægjustundir með þessu hispurslausa náttúmbarni sem undi sér svo vel við leik og starf úti í guðsgrænni náttúrunni, eins og sagt var svo oft þegar gengið var til búsmala. Fyrst þegar ég sá Jón kom hann ríðandi á brúnum hesti, kvaddi dyra og sagði: „Mig langaði svo að sjá þessa nýju granna mína.“ Þá vorum við nýflutt í Hreðavatnsskála. Mað- urinn talaði óvenjulega hreint og skýrt mál, heldur í hærra lagi, tók þétt og hlýtt í hönd mér sem hann gerði oft síðar og þá gjarnan með báðum. Við áttum margar ánægjustundir við smölun og var þá ekki legið á liði sínu. Ég held að Jóni hafi hvergi liðið betur en fram til fjalla á haust- dögum og sjá lagðprúða hjörð koma til réttar. í réttinni undi hann sér vel, fljótur og glöggur á mörk og fénað, manna kátastur þó hann neytti aldrei víns. Þannig man ég þennan heið- ursmann best. En það var margt fleira sem gerði hann minnisstæðan. Hann var laus við alla sýndar- mennsku, bar lítið á, eyddi ekki um efni fram og heimtaði ekki hærri laun að kvöldi en aflað hefði verið. f dag er borinn til moldar einn merkasti myndlistarmaður okkar ís- lendinga úr hópi þeirra er fram komu á sjónarsviðið á sjöunda ára- tugnum. Jón Gunnar Árnason var aðal- hvatamaður að stofnun SÚM, Ný- listasafnsins og Myndhöggvarafé- lagsins og vann þar afar fórnfúst og óeigingjarnt starf. Jón Gunnar tók sæti í safnráði Listasafns íslands, sem annar fulltrúi SÍM, síðastliðið haust, samkvæmt nýjum lögum um Listasafnið. í öll- um málum var hann ráðhollur og vandvirkur. Hann var fordómalaus, en mjög næmur og kröfuharður í afstöðu sinni til allrar myndlistar, sem er einkenni allrar góðra lista- manna. Hann var drengur góður og skemmtilegur með afbrigðum. Að leiðarlokum vill Listasafn fs- Hann bjó góðu búi, fór vel með fjármuni og var tryggur samvinnu- maður. Ég hygg að aðrir hafi meira notið ráðdeildar hans en séð verður í fljótu bragði. Það þurfa að vera til fjármunir í lánastofnunum sem menn hafa sparað með hagsýni svo aðrir sem verr séu á vegi staddir geti fengið lán. Einn vinur hans sagði mér að aldrei muni hann háfa verið ábyrgðarmaður á víxli, en sagði gjarnan við slíkri beiðni: „Á ég ekki heldur að Iána þér?“ Slíkt gera ekki neinir meðalmenn. Jón var leiguliði alla tíð og þótti mér, sem mörgum öðrum, það mið- ur því Laxfoss er ein af mestu hlunnindajörðum í héraði en var ekki látin njóta svo ég sæi í uppbygg- ingu, en er vel í sveit sett og snotur bújörð. Nú er þar allt í eyði því þau voru flutt í Borgarnes fyrir nokkrum árum. Enn má sjá hlaðvarpann grænka fyrst allra túna. Að endingu vil ég þakka fyrir hönd allrar fjölskyldunnar sem var í Hreðavatnsskála velvildina og alla góðu kaffisopana sem við þáðum við eldhúsborðið hjá ykkur Fríða mín, og börnin minnast þess hvað þeim þótti gaman að koma að Laxfossi, leidd um allan bæ og sýndir munir sem ekki voru í hvers manns ranni, vettlingar og sokkar, sem voru svo hlýir, var oft kærkomið veganesti. Með virðingu og þökk kveðjum við þennan aldna nágranna sem jarðsunginn verður í dag, laugardag 29. apríl 1989, frá Borgarneskirkju. Guð veri með þér og þinni fjölskyldu Fríða mín. Samúðar kveðjur. Leópold Jóhannesson. lands þakka Jóni Gunnari störf hans í þágu safnsins og ómetanlegan skerf til íslenskrar myndlistar. Kveðjafrá Listasafni íslands SUMARTÍMI Vinsamlega athugiö að skrifstofur okkar veröa opnar frá kl. 8:00 til kl. 16:00 frá 2. maí nk. SAMVINNU TRYGGINGAR ÁRMÚLA3 Sendum félögum okkar, verka- fólki til lands og sjávar bestu kveðjur og árnaðaróskir í til- efni 1. maí. Alþýðubankinn hf. Sendum félögum okkar, verka- fólki til lands og sjávar bestu kveðjur og árnaðaróskir í til- efni 1. maí. Verkalýðsfélagið Jökull, Austur-Skaftafellssýslu. Sendum félögum okkar, verka- fólki til lands og sjávar bestu kveðjur og árnaðaróskir í til- efni 1. maí. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis. Sendum félögum okkar, verkafólki til lands og sjávar bestu kveðjur og árnaðar- óskir í tilefni 1. maí. Hraðfrystihús Hvals hf. Rafiðnaðarsamband íslands og aðildarfélög þess senda öllu vinnandi fólki bestu árnaðaróskir í tilefni af 1. maí. Gleðilega hátíð! Stjórnin.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.