Tíminn - 09.05.1989, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 9. maí 1989
Tíminn 5
Samkomulag um það bil að takast í kjaradeilu BHMR í gær. Slitnaði upp úr vegna kröfu um markaðslaun:
SAMNINGAR STEYTTU Á
MARKADSLAUNASKERINU
„Samningar sigldu í strand á því að mikill munur er á þeim
grundvelli sem aðilar vilja semja á. Ég taldi ekki lengur
grundvöll til lengri fundarsetu og sleit fundi en kvaðst mundi
kanna það í dag hvort afstöðubreyting yrði.“
Þetta voru orð Guðlaugs Þor-
valdssonar ríkissáttasemjara í gær er
upp úr samningaviðræðum hafði
slitnað.
Mjög stíf fundalota hafði þá staðið
yfír í kjaradeilu BHMR og ríkisins
og reyna átti til þrautar að knýja
fram úrslit í deilunni á hvorn veginn
sem þau úrslit yrðu.
Tilboð ríkisins hljóðaði upp á
svipað og nýgerður samningur við
háskólakennara og gert var ráð fyrir
sérstöku framlagi í endurmenntun-
arsjóð sem svipar til rannsóknafram-
lagsins í samningi háskólakennara.
Á fundinum í gær kom BHMR
enn upp með hugmyndina um mark-
aðslaun þar sem launagreiðslur taki
mið af menntun og ábyrgð eins og
gerist á almennum vinnumarkaði
samkvæmt skilningi BHMR, en við-
miðunarstétt þeirra er verkfræðing-
ar, eins og komið hefur fram.
Samningarnir sigldu í strand á
mjög viðkvæmu augnabliki því að í
gær benti ýmislegt til að deilan væri
að leysast. Þegar framhaldsskóla-
nemendur gengu á fund mennta-
málaráðherra í gær var ráðherrann
bjartsýnn á lausn og lýsti því yfir að
hann hefði boðað fund með skóla-
meisturum framhaldsskólanna í dag
til að leggja á ráðin um hvernig
unninn verði upp sá tími sem glatast
hefur í skólunum af völdum verk-
fallsins.
Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari.
Svanfríður Jónasdóttir varafor-
maður samninganefndar ríkisins
sagði að unnið hefði verið að sameig-
inlegum samningsdrögum og ríkið
hefði verið búið að teygja sig eins
langt til málamiðlunar og unnt var
að komast.
í dag hefði hins vegar samninga-
nefnd BHMR lagt á borðið sínar
upprunalegu og ýtrustu kröfur um
markaðslaun og kerfisbreytingar þar
sem fólki yrði raðað í launaflokka
eftir menntunarstigi.
Svanfríður sagði jafnframt að þær
málamiðlanir hefðu verið gerðar af
ríkisins hálfu sem mögulegar hefðu
verið og þær lægju fyrir og samninga-
mönnum BHMR væru þær kunnar.
Hún vildi engu spá um framhaldið
en gat þess að lög mæltu svo fyrir að
sáttasemjari ætti að boða nýjan
sáttafund innan fjórtán daga, en fyrr
þó ef annar hvor aðila óskar eftir
fundi og telur sig hafa eitthvað nýtt
fram að færa.
- sá
til þess að félagsmenn í BHMR gefi
sér einn til tvo daga til að kynna sér
í rólegheitum hvað fólst í þeim
hugmyndum sem þarna var verið að
ræða um, og geri það ítarlega.
Aðspurður sagði Ólafur Ragnar
það hefði alltaf legið ljóst fyrir að ef
krafan um markaðslaun væri túlkuð
sem 60 til 80% kauphækkun, jafnvel
á tveim til þrem árum, þá hefði það
aldrei verið gerlegt að semja um
öruggar tryggingar fyrir því hér og
nú. Sagðist Óiafur hafa haldið þegar
sest var að sameiginlegri vinnu - og
hann ásamt þeim búinn að vaka yfir
málunum í tvo til þrjá sólarhringa -
að þá væri sú vinna á þeim forsend-
um að menn gerðu sér grein fyrir því
að ýtrustu kröfur hvors aðilans fyrir
sig voru komnar út af borðinu og í
staðinn sameiginleg vinna. „Henni
er síðan ýtt út af borðinu hjá BHMR
og farið í hina upprunalegu kröfu,“
sagði Ólafur Ragnar. -ABÓ
Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra:
„Það er erfitt að átta sig á
því,“ sagði Ólafur Ragnar
Grímsson fjármálaráðherra
aðspurður hvers vegna slitn-
að hefði upp úr viðræðum
BHMR og ríkisins, sem stað-
ið hafa síðan á laugardag.
„Ég taldi að það hefði hafist á
laugardagsmorgun sameiginleg
vinna við gerð samnings þar sem
menn skiptust á skjölum og hug-
myndum hver frá öðrum og sérstak-
ar vinnunefndir unnu að því verki í
húsnæðinu Borgartúni 6,“ sagði
Ólafur Ragnar. Hann sagðist hafa
talið að þá hefðu menn verið í
sameiningu að skapa hugmynd að
samningi sem væri í ýmsum megin
atriðum inni á þeim langtímasjónar-
miðum sem BHMR hefur lagt
áherslu á um nýtt launakerfi. „Sá
texti tók tillit til fjölmargs sem þeir
hafa verið með á undanförnum vik-
um og fól í sér ýmsar breytingar frá
því sem var fyrir nokkrum dögum,“
sagði Ólafur. Hann sagðist hafa
staðið í þeirri meiningu í fyrrinótt og
í gær að þarna væri um sameiginlega
vinnu að ræða, en síðan virðist
þessari vinnu allri vera hafnað og
settar fram upphaflegar kröfur.
Hvernig meturðu stöðuna og hvað
með framhaldið? „Ég skal ekkert
um það segja. En það er vont að
þegar vinna, sem menn vinna sam-
eiginlega að við að skapa samning,
skilar ekki árangri og það er farið
aftur á reit eitt. Því öll samningsgerð
verður að byggjast á sameiginlegri
vinnu,“ sagði Ölafur Ragnar.
Aðspurður hvort nú yrði að byrja
á öllu upp á nýtt, sagðist hann vonast
til þess að svo yrði ekki og vonaðist
Dagsbrún
samþykkti
samninginn
Dagsbrúnarmenn samþykktu
kjarasamninga sína á fjölmennum
fundi í Bíóborginni í gær. Nokkrar
umræður urðu um samningana á
fundinum og fram kom að margir
félagsmenn voru lítið ánægðir með
launalið samninganna en flestir
töldu þó að lengra hefði vart verið
hægt að komast í stöðunni.
Atkvæðagreiðslan um samning-
inn var skrifleg og dreift var 591
atkvæðaseðli. 347 guldu samningn-
um jáyrði. Nei sagði 221. Auðir
seðlar voru 14 og ógildir 9.
Alls greiddu því 568 manns at-
kvæði og af þeim sagði 61,1% já en
nei sögðu 38,9%.
Dagsbrún var þriðja félagið sem
samþykkti þennan kjarasamning
en í fyrrakvöld var hann samþykkt-
ur hjá verkalýðsfélaginu Boðanum
í Þorlákshöfn og fyrir helgi sam-
þykkti Verkakvennafélagið Fram-
sókn hann. -sá
Dagsbrúnarmenn samþykktu og
staðfestu þar með kjarasamning
sinn á félagsfundi í gær. 568
greiddu atkvæði og af þeim sagði
61,1% já en 38,9 voru á móti.
Tímamynd; Pjctur.
Páll Halldórsson formaður BHMR um viðræðuslit:
Samningsgrundvöll skorti
„Málið var að við vorum í viðræð-
um við ríkið yfir helgina og þeir
komu með hugmynd á sunnudags-
kvöld, sem við töldum að yrði að
leggja fyrir okkar samninganefndir.
Við vorum búin að vera að þrátta
um þetta heillengi og þeir fóru að
ímynda sér að við værum einhverjir
meðhöfundar að þessu, en við vor-
um ekki meiri meðhöfundar en svo
að við eigum ekki eintak af þessum
textum og fengum ekki að taka með
okkur inn á fundinn okkar nema 30
númeruð eintök sem við þurftum að
skila aftur, þannig að það var alveg
klárt mál hver átti þetta,“ sagði Páll
Halldórsson formaður BHMR í
samtali við Tímann.
Hann sagði að plaggið hefði verið
lagt fyrir stóru samninganefndina
sem ákvað að það yrði látið fara til
umræðu hjá samninganefndum fé-
laganna. í gær var textinn ræddur í
samninganefndum félaganna.
„Niðurstaðan varð sú að mönnum
fannst að hugmynd ríkisins gæti ekki
orðið uppistaðan í samningi, en
töldu hins vegar fulla ástæðu til að
ræða áfram, vegna þess að í þessu
væru hlutir sem ræða mætti og koma
áfram," sagði Páll. Hann sagði að
vandinn hefði verið sá að í þetta
hefði vantað bæði þær kerfisbreyt-
ingar að menntun og ábyrgð sé tekið
inn í launakerfið og megin kröfu
BHMR um að nálgast viðmiðunar-
hópa þess úti í þjóðfélaginu. Ríkið
hafí sagt að ekki væri hægt að ganga
lengra sem aftur á móti hafi verið
óaðgengilegt fyrir BHMR. - ABÓ
Farið aftur
reit eitt