Tíminn - 09.05.1989, Page 6
6 Tíminn
Þriðjudagur 9. maí 1989
Svíar hugleiða að taka Astrali og Bandaríkjamenn til fyrirmyndar:
Ungum bílstjórum bannað
að keyra að næturlagi?
„Mér fínnst þetta mjög athyglisverö hugmynd, sem full
ástæða væri tii að ræða um og skoða betur,“ sagði Sigurður
Helgason upplýsingafulltrúi Umferðarráðs. En Tíminn bar
undir hann þá hugmynd sem sænska umferðarráðið
(trafíksakerhetsverket) er nú með í athugun, að fara að
dæmi Ameríkana og Astrala um að banna ungum bflstjór-
um að aka bíl frá kl. 10 á kvöldin til kl. 5 á morgnana. í
þeim ríkjum Bandaríkjanna sem þetta hefur verið tekið
upp hefur umferðarslysum fækkað mjög verulega.
Hugmynd sænska umferðarráðs-
ins má skoða í ljósi stórfjölgunar
dauðaslysa í umferðinni þar í landi
undanfarna mánuði, sem gengur
þvert á það markmið stjórnvalda
að fækka fórnarlömbum umferðar-
innar, að sögn dagblaðsins Syd-
svenskan. Hvað varðar næturöku-
bannið þykir Svíum einnig koma
til álita að láta það aðeins gilda um
helgar.
Að sögn blaðsins létust 152 í
umferðarslysum í Svíþjóð á fyrsta
fjórðungi þessa árs, sem er rúmlega
20% fjölgun frá sama tímabili í
fyrra. Miðað við fólksfjölda svarar
það til 4-5 dauðaslysa hér á landi á
sama tímabili. í reynd létust hér á
landi 3 vegna umferðarslysa þessa
fyrstu þrjá mánuði ársins, en síðan
hafa 4 dauðaslys bæst við á rúmum
mánuði.
Sú er víðast hvar raunin að
stærsti hluti óhugnanlegustu um-
ferðarslysanna verður á nóttunni,
sérstaklega um helgar. Og það eru
yngstu ökumennirnir sem þar eiga
lang stærstan hlut að máli.
„Það liggur ljóst fyrir að alvar-
legustu slysin hér á landi verða
flest á kvöldin og nóttunni (tíma-
bilinu frá kl. 10 á kvöldin til kl. 7 á
morgnana), sérstaklega fyrir helg-
ar og aðra frídaga. Við vitum
einnig að það er ungt fólk, 15 til 24
ára sem er stærsti áhættuhópurinn
og þó 17-20 ára fólk sérstaklega,"
segir Sigurður Helgason.
'T.gy smviflar pá amerUet,ns^ modell:
Ungdomar kan fa
nattligt körförbud
i nfkr Hpn modc.
Trafiken i Sverige kra-
ver alltfler dödsoffer. För
att vánda utvecklingen
diskuterar trafiksáker-
hetsverket att ge unga bi-
lister körförbud nattetid.
Under första kvarfalet t 4r
omkotn 152 mánniskor, vilket &r
27 fler ánúnder samma penod
förra Sret. F.nligt trafiksaker-.
hotsverket_(TSV) ár “
neisvi--| rvs-s V —
densamma för hela den senaste
tolvmánadersperioden.
Goda resultat
De yngsta förama ár inblan-
dade i en oproportionerhgt stor
andel av olyckorna, menar löv
.nm nu funderar óverenamsil^
*’---- modeII atnpfEíuda unga
Báde i USA och Austrahen
dár modellen provats, har re-
sultatet blivit fárre olyckor.
- Frágan ár lángt ifrán fár-
digdiskuterad, sá det blir inga
förbud den nármaste framU-
den, men erfarenhetema utom-
lands ár intressanta, ságer
TSVs chefyurist Per Bjork-
lund.
Samtidigt har trafiksáker-
hetsföreningen i Stockholm pá-
börjat en enkjflmed 1 700 1 ál-
dem 18-21. Det ár ungdomens
uppfattning om trafiken som
ska kartlággas.
I de fiesta lánder intráffar
merparten av de svára olyckor-
na pá náttema, sárskilt nátter
före helger. Och hár ár ung-
domsinblandningen domine-
rande. Dárför gár den modell
TSV diskuterar ut pá att forbju-
da unga bilförare att köra om-
kring just pá natten mot lor-
dagar.
Vill vánda trenden
TSVs tuffare tag ska ses mot
bakgrund av regeringens mál-
sáttning att minska antalet ska-
dade och dödade i trafiken
Trenden ár i dag den motsatta
I de delstater i USA dár kör
förbud nattetid införts har anta-
let olyckor gátt ner dramatiskt.
Förbudet gáller frán 10 pá kvál
len till fem pá morgonen.
I Australien har man kombi-
nerat förbudet med en nollpro-
millegráns för unga bilförare.
Áven dár har dödsolyckoma
minskats.
Núll promill
í Ástralíu hefur ungum öku-
mönnum ekki aðeins verið bannað
að aka á nóttunni, heldur hefur
viðmiðun varðandi ölvunarakstur
þar verið færð niður í 0 promill.
Það fylgir fréttinni að einnig þar
hafi dauðaslysum í umferðinni
fækkað töluvert.
Sigurður telur þetta einnig at-
hyglisverða hugmynd, sem hann
segir líka hafa verið til umræðu
meðal sænskra stjórnmálamanna
um nokkurt skeið. En þeir hafi
lengi vel óttast að ákvörðun um
slíkt yrði mjög óvinsæl.
Það hafi hins vegar komið í ljós
í almennri skoðanakönnun, að vel
yfir 80% Svía vilja færa viðmiðun-
ina niður í núllið, með því skilyrði
þó að það yrði ekki saknæmt að
drekka léttöl, þ.e. samsvarandi
pilsnernum okkar. En yfir 50%
hafi hins vegar fallist á núllið
undantekninga- og undanbragða-
laust.
Að sögn Sigurðar hefur alvarleg
umræða um ölvunarakstur verið f
gangi bæði í Svíþjóð og þó ekki
síður í Noregi undanfarin misseri.
- HEI
Utanríkisráðherra svarar fyrirspurn um ísfiskútflutning í gámum:
1394 GÁMAR FLUTT-
IR ÚT FRÁ ÁRAMÓTUM
Alls var veitt leyfí fyrir útflutningi á 1104 gámum af
ísfíski til Bretlands og 290 gámum til Þýskalands frá
áramótum til 22. aprfl sl. Þetta kom fram í svari
utanríkisráðherra til Matthíasar Á. Mathiesen þingmanns
við fyrirspurn hans um útflutning á ísfíski í gámum. AIIs
höfðu 86 aðilar sótt um og fengið útflutningsleyfí á
umræddu tímabili.
I svari ráðherra kom fram að til
viðmiðunar við úthlutun leyfa til
útflutnings á ísfiski í gámum hefur
verið lögð áhersla á að veita helst
öllum umsækjendum einhverja úr-
lausn vikulega, sem þó hafi ekki
alltaf tekist þegar ásókn hefur
verið hvað mest. Tekið hefur verið
tillit til stærðar veiðiskipa og fjölda
á vegum viðkomandi útflytjenda
og litið hefur verið til þess hvaða
verkunaraðstöðu útgerð eða út-
flytjandi hafi í landi til að koma
afla í vinnslu. Þá kemur einnig
fram í svarinu að tillit hafí orðið að
taka til forgangs ísfisklandana
fiskiskipa sem LÍÚ hefur tekið
ákvarðanir um og hefur svigrúm til
fiskútflutnings í gámum þrengst
sem því nemur. Tekið er fram að
hlutur skipa í útflutningi hafi aukist
sem af er þessu ári, miðað við sama
tíma í fyrra. Fyrstu þrjá mánuði
þessa árs nam hlutur skipanna í
ísfiskútflutningnum til Þýskalands
73,7% á móti 60,3% á sama tíma í
fyrra, en til Englands 30% á móti
23% á sama tíma í fyrra. - ABÓ
Blaðamenn
samþykktu
Blaðamannafélag íslands undir-
ritaði kjarasamninga við viðsemj-
endur sína, útgefendur, l.maí og
voru þeir samþykktir á sérstökum
félagsfundi á föstudag. Blaðamenn
semja við útgefendur í tvennu lagi.
Annars vegar er það samninga-
nefnd sem mynduð er af fram-
kvæmdastjórum Tímans, Þjóðvilj-
ans, Blaðs hf. og Dags hf., eða
öðru nafni Blaðaprentsblöðin. Hin
samninganefndin var leidd fram af
Félagi íslenska prentiðnaðarins og
er það samningur við útgefendur
Morgunblaðsins, DV og fleiri.
Samningafundir voru haldnir
samhliða með báðum aðilum, en
fyrr gekk saman með blaðamönn-
um og Blaðaprentsmönnum, nánar
tiltekið á baráttudegi verkalýðsins
1. maí. Daginn eftir náðust síðan
samningar við FÍP sem voru nánast
samhljóða samningnum við Blaða-
prentsblöðin. Á félagsfundi
blaðamanna var fyrri samningur-
inn samþykktur með öllum grefdd-
um atkvæðum, en samningurinn
við FÍP var samþykktur með öllum
greiddum atkvæðum nema
þremur.
í samningunum felst m.a. 2.000
króna launahækkun 1. maí, 1.500
kr. 1. september, 1.000 kr. 1.
nóvember og 1.500 kr. 1. janúar
1990. Gildistíminn er til 28. febrúar
1990. Þá má geta þess að orlofs-
auka var í fyrsta sinn bætt við kjör
blaðamanna, kr. 6.500, og einnig
var samþykkt lágmarksgreiðsla á
desemberuppbót, 9.000 krónur.
KB
Matvælasýning í Laugardalshöll:
„Et, drekk ok ver glaðr“
Alþjóðlega matvælasýningin Icefood ’89 opnaði í Laugar-
dalshöllinni á föstudag.
Einkunnarorð sýningarinnar eru „et, drekk ok ver glaðr,“.
Til sýnis verða hinar ýmsu gerðir matvæla frá yfir fímmtíu
fyrirtækjum. Jafnframt verður matreiðslusýning allan
tímann, þar sem meðal annars sýna listir sínar tveir erlendir
matreiðslumeistarar.
Á sýningunni verða kynntar mat-
vörur, allt frá sælgæti og drykkjar-
vörum til tiibúinna fiskrétta. Þarna
munu nokkur fyrirtæki taka sín
fyrstu spor í markaðssetningu vöru-
tegunda og má þar nefna fyrirtækin
„12 réttir“ og „Frostmar" sem bæði
kynna fiskrétti.
Þessi sýning er bæði viðskipta og
almenningssýning. Um helgina og í
vikunni frá sex til tíu á hverju kvöldi
verður hún opin almenningi. Um
miðjan dag, hvern virkan dag vik-
unnar, er sýningin aftur á móti
aðeins opin viðskiptamönnum þeirra
fyrírtækja sem þátt taka. Standa
þeim til boða litlar skrifstofur þar
sem ganga má frá samningum og
fleira.
Sérstöku sýningarsviði hefur verið
komið upp þar sem daglega munu
fara fram matreiðslukynningar í um-
sjón félaga úr Klúbbi matreiðslu-
meistara. Til liðs við þá eru væntan-
legir hingað til lands matreiðslu-
meistarar frá Austurríki og Noregi.
Auk þess sem ýmsir þekktir íslend-
ingar verða fengnir til að opinbera
kunnáttu sína á þessu sviði.
Austurríkismaðurinn Roland
Czekelius er annar erlendu mat-
reiðslumeistaranna. Hann hefur
meðal annars tekið þátt í ólympíu-
l.eikum matreiðslumeistara sem lið-
stjóri fyrir lið frá Nýja-Englandi. En
á leikunum, sem haldnir voru í
fyrra, vann liðið til nítján gullverð-
launa, tveggja silfurverðlauna og
eins brons. Bent Stiansen er hinn
gestakokkurinn og kemur frá Nor-
egi. Hann hefur verið yfirmat-
reiðslumeistari á Annen Etage á
hótel Continental í Osló, í þrjú ár þó
hann sé aðeins 26 ára að aídri. Bent
keppti einnig á ólympíuleikum mat-
reiðslumeistara í fyrra þar sem
norska liðið varð númer þrjú af 28
keppnisliðum sem þátt tóku.
Aðstandendur sýningarinnar eru
Industrial and Trade Fairs Inter-
national Ltd. í Bretlandi og Alþjóð-
legar vörusýningar sf. sem er um-
boðsaðili breska fyrirtækisins hér á
landi. ITFI hefur sem kunnugt er
staðið fyrir sjávarútvegssýningunum
sem haidnar eru hér á landi þriðja
hvert ár. Ef vel tekst til með mat-
vælasýninguna verður hún haldin
aftur og verður þá ef til vill stærri í
sniðum. Hugmyndin að Icefood ’89
á rætur sínar að rekja til svipaðrar
sýningar sem haldin er í Kaup-
mannahöfn og hefur tekist mjög vel
til með.
Búist er við nokkuð fjölmennum
hópi erlendra gesta á sýninguna,
meðal annars stórum hópi frá Græn-
landi. Auk þess er íslendingum boð-
inn nokkur afsláttur á fargjöldum í
innanlandsflugi Flugleiða til að létta
þeim að heimsækja sýninguna.