Tíminn - 09.05.1989, Side 9
Þriöjudagur 9. maí 1989
Tíminn 9
Jón Kristjánsson, alþingismaður: —
BYGGDAMAUN
Hluti ræðu fluttrar í eldhúsdagsumræðum
Á síðustu árum hefur þróunin orðið sú að flutningar
fólks frá landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðið hafa aukist.
Þessi þróun er þjóðarheildinni í óhag, bæði landsbyggðinni
og ekkert síður höfuðborgarsvæðinu. Það veltur á um
farsæla framtíð þessarar þjóðar að það takist að koma hér
jafnvægi á. Við sem stöndum að þessari ríkisstjórn höfum
einsett okkur að ná því marki. Sjónarmið manna, sem
álykta að upphaf mannlífs sé hér í ráðhúsgrunninum fyrir
utan og endirinn í glerhúsi uppi á Öskjuhlíð, mega ekki
ráða.
Þeim mönnum verður að skiljast
að auknir mannflutningar hingað
þýða aðeins óeðlilega spennu og
sveiflur í fjárfestingum og á vinnu-
markaði, fjárfestingu í skólamál-
um, heilbrigðismálum og umferð-
armannvirkjum auk hvers konar
þjónustu og byggingu íbúðarhús-
næðis. Eftir standa þau mannvirki,
sem fólkið fer frá, illseljanleg, illa
nýtt og kannske auð.
Byggðamálin og
þjóðfélagsþróunin
Byggðamál verða aldrei skilin
frá annarri þróun í þjóðfélaginu.
Baráttan um það hvort hægt verður
að endurskipuleggja fjárhagsstöðu
framleiðsluatvinnuveganna í land-
inu og skapa þeim rekstrarstöðu er
upphaf og endir byggðamála. Við
íslendingar höfum þá sérstöðu
meðal nágrannaþjóða okkar að við
byggjum á sjávarafla fyrst og
fremst. Sú atvinnustarfsemi fer
fram frá byggðarlögum hringinn í
kring um land í nálægð við þessar
auðlindir. Þungamiðja fram-
leiðslustarfseminnar er ekki í
borgum, eins og gerist hjá hinum
sterku iðnaðarþjóðum sem við vilj-
um svo oft miða okkur við. Þessi
framleiðslustarfsemi er undirstaða
þjónustu úti á landsbyggðinni sem
á höfuðborgarsvæðinu. Verði graf-
ið undan þessari framleiðslustarf-
semi með verðbólgu og þar með
hækkandi fjármagnskostnaði,
hrynur öll yfirbyggingin eins og
spilaborg. Það skyldu menn hafa í
huga, ekki síst nú þegar átök
standa um það hve miklar kostnað-
arhækkanir á að leggja á þessa
undirstöðu.
Tækni og auðlindir
Á herðar þessarar kynslóðar er
lögð mikil ábyrgð. Við höfum notið
Þeim mönnum verð-
ur að skiljast að auknir
mannflutningar hingað
þýða aðeins óeðlilega
spennu og sveiflur í
fjárfestingum og á
vinnumarkaði, fjárfest-
ingu í skólamálum,
heilbrigðismálum og
u mf e rðar m annvirkj u m
auk hvers konar þjón-
ustu og byggingu
íbúðarhúsnæðis. Eftir
standa þau mannvirki,
sem fólkið fer frá, ill-
seljanleg, illa nýtt og
kannske auð.
tækniframfara, ásamt þeirri af-
kastaaukningu sem þeim fýlgir.
Við höfum tæki í höndunum til
þess að gjörnýta okkar auðlindir.
Þetta leggur okkur þá skyldu á
herðar, að taka ekki um of, ganga
ekki of nærri auðlindum lands og
sjávar. Framtíð þjóðarinnar er
undir því komin að hófsemd og
öfgaleysi ráði í þessum efnum.
Markmiðið á ekki að vera það að
finna sökudólga, heldur að sam-
eina alla þjóðfélagsþegna um
skynsamlega nýtingu auðlindanna.
Landbúnaðarmál
og byggðaþróun
Afkoma landbúnaðarins í land-
inu og afkoma hinna dreifðu
byggða verður ekki aðskilin. Ekki
má hvika frá þeirri stefnumörkun
að við eigum að framleiða sjálfir
okkar landbúnaðarvörur fyrir
innanlandsmarkað. Allar þróaðar
þjóðir reyna eftir mætti að varð-
veita sinn landbúnað. Skammtíma-
sjónarmið um skjótfenginn gróða
af innflutningi landbúnaðarvara
mega ekki ráða.
Samdráttur síðustu ára hefur
komið þungt niður í sveitum. Sem
betur fer eru sóknarmöguleikar
fyrir hendi. Fyrir Alþingi liggur nú
frumvarp um skógrækt sem gjör-
breytir aðstöðu til skógræktar á
bújörðum verði það að lögum.
Áhugi er mjög mikill fyrir þessu
máli á þeim svæðum landsins, sem
best eru fallin til skógræktar, og
hér er verkefni sem sameinar þá
þrjá mikilvægu þætti að bæta
landið, leggja gull í lófa framtíðar-
innar og veita mikilvæga atvinnu í
sveitum sem yrði til þess að styrkja
það samfélag sem þar er og sporna
við eyðingu byggðar.
Þjónusta og
byggðaþróun
Ójafnvægið í byggð landsins
stafar ekki síst af því hlutverki
Jón Kristjánsson alþingismaður
Reykjavíkur að vera þjónustumið-
stöð landsmanna og miðstöð
stjórnsýslunnar. Þetta gerir það að
verkum að atvinnutækifæri eru
fjölbreyttari og meiri möguleikar
til þess að fá atvinnu í samræmi við
menntun hvers og eins. Það er þó
ekkert náttúrulögmál að allir þræð-
ir stjómsýslu liggi hér um miðbæ-
inn. Með bættum samgöngum og
bættum fjarskiptum gjörbreytast
möguleikarnir í þessu efni. Upplýs-
ingar berast milli landshluta á ör-
skotshraða og af því leiðir að
forðast verður vanahugsun og
íhaldssemi í staðsetningu stofnana.
Flutningur aðalstöðva Skógræktar
ríkisins á Fljótsdalshérað er próf-
mál sem mundi marka tímamót ef
framkvæmt yrði.
Þróun atvinnumála
í dreifbýli
Vandamál dagsins í dag í þjón-
ustustarfsemi á landsbyggðinni er
skortur á áhættufjármagni fyrir
það fólk sem vill fara nýjar leiðir.
Erfíðir tímar í undirstöðuatvinnu-
vegunum landbúnaði og sjávarút-
vegi hafa gert það að verkum að
fyrirtæki í þeim greinum eru ekki
aflögufær til þess að taka þátt í
nýjum fyrirtækjum með hlutafé.
Þetta býður heim hættu á kyrrstöðu
og þess vegna er það brýnt verkefni
í kjölfar aðgerða í útflutningsgrein-
unum að huga að þessum þætti.
Aldrei verður snúið við þeirri bú-
setuþróun sem verið hefur að
undanfömu, nema öflug nýsköpun
eigi sér stað í þjónustustarfsemi á
landsbyggðinni. Sem betur fer
skortir ekki bjartsýnt og dugandi
fólk úti á landi sem vill takast á við
ný verkefni.
Samgöngumál
Samgöngumál er einn af þeim
þáttum sem taldir eru gmndvallar-
atriði byggðar. Mikið hefur áunnist
í þeim efnum, en stórverkefni em
framundan. Samgöngubætur fram-
tíðarinnar verða að miða að því að
stækka atvinnu- og þjónustusvæði
og auðvelda aukið samstarf og
verkaskiptingu á milli byggðarlaga.
Brýnt er, alveg á sama hátt og með
stjómsýsluna, að menn ánetjist
ekki of mikilli íhaldssemi í slíkum
samskiptum og hafi augun opin
fyrir breytingum, sem bættar sam-
göngur hljóta að hafa í för með sér.
Lokaorð
Það vil ég þó láta verða mín
lokaorð að það fylgja því fjölmarg-
ir kostir að búa á landsbyggðinni.
f fámenni hefur hver einstaklingur
stórt hlutverk. Því hlutverki fylgir
lifsfylling, ef bjartsýni ræður og trú
á þá möguleika sem fyrir hendi
eru, til framfara fyrir alla þjóðina.
Ég óska landsmönnum öllum
góðs og gjöfuls sumars.
BÓKMENNTIR
ilfl
illll!!
Sviðsverk á bók
Þórunn Sigurðardóttir:
Haustbrúður, leikrit,
Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1989.
Hér er á ferðinni í bókarformi
spánýtt leikrit Þórunnar Sigurðar-
dóttur um ástamál þeirra Níelsar
Fuhrmann amtmanns og Appoloníu
Schwartskopf hér suður á Bessastöð-
um snemma á 18. öld. Leikritið er
eins og menn vita núna á fjölunum
hér í Þjóðleikhúsinu, og jafnframt
hefur Menningarsjóður sent það frá
sér í bókarformi, í ritröð sem nefnist
fslensk leikrit. Sagan er raunar vel
þekkt, ekki síst úr skáldsögunni
Hrafnhettu sem Guðmundur Dan-
íelsson samdi um sama efni og er vel
kunn.
Það er á vissan hátt sérkennileg
lífsreynsla að lesa leikrit sem þetta á
bók án þess að hafa horft á það á
sviði, því að sýninguna hef ég ekki
enn haft tök á að sjá. En á hinn
bóginn veldur það því kannski að
lesandi nálgast verkið þá á annan
hátt en ella, skoðar það frekar sem
bókverk heldur en sem sviðsverk og
nýtur þess þá máski jafnt og geldur
að vera ekki undir áhrifum frá
hinum aðskiljanlegu töfrabrögðum
leikhúsmanna.
En á hinn bóginn er ekki nema
flest gott um þennan texta Þórunnar
Sigurðardóttur, eins og hann birtist
hér í bókinni. Þetta er lipur texti og
þjáll aflestrar, og töluverð alúð er
hér greinilega lögð við alla persónu-
gerðina í verkinu. Ekki síst á það við
um kvenpersónumar, og þá fyrst og
fremst ráðskonuna Katharinu Holm
og svo Appoloníu. Þegar upp er
staðið fer ekki á milli mála að
höfundur hefur hér lagt megin-
áhersluna á að skýra og túlka þær
tvær.
Annars vegar er þar um að ræða
taumlausa hörku Katharinu, sem
vil! amtmanninum allt hið besta og
sýnist jafnframt sjá hið æskilegasta
konuefni fyrir hann í Karenu dóttur
sinni. Hins vegar er svo Appolonía
sem sér ekkert annað en fullan rétt
sinn í hæstaréttardómi sem skyldar
amtmanninn til að kvænast henni,
og sem heldur fast við þann rétt allt
fram í rauðan dauðann. Raunar má
segja að hún hafi líka töluvert til síns
máls, því að hún hafði áður lent í því
að ala amtmanninum barn úti í
Kaupmannahöfn og missa það fárra
daga gamalt. Má því segja að hann
hafi átt henni allnokkra skuld að
gjalda af þeim sökum, þó ekki væri
annað.
Aftur á móti virðist mér það liggja
í augum uppi að hér sé töluvert
minni áhersla lögð á að skýra eða að
reyna að réttlæta gjörðir Níelsar
Fuhrmann amtmanns, og sýnist mér
raunar að í því felist veikleiki verks-
ins öðru fremur. Sú mynd, sem hér
er dregin upp af honum, er vægast
sagt heldur einhliða. Honum er hér
lýst líkt og hverjum öðrum einþykk-
um strák, sem hafi hvorki manndóm
í sér til þess að standa við orð sín né
taka afleiðingum eigin gerða. Og er
út af fyrir sig ekki ýkja trúleg mynd
af manni sem á sama tíma á að vera
röggsamt yfirvald og vinsæll af al-
þýðu.
Að þvf er hér segir á hann líka að
hafa svikið fyrri unnustu sína, Elsu,
og hún látist af þeim sökum. Hér í
leikritinu er hann svo framan af yfir
sig ástfanginn af Appoloníu. Sú ást
er aftur á móti fljót að kulna þegar
hann kemst að því að hún sé með
barni. Þá kastar hann henni frá sér
og hirðir engu hvað um hana verður.
Síðan vill hann hvorki sjá hana né
heyra, og eru þau umskipti satt best
að segja ekki ýkja trúverðug í verk-
UÓD
TÓMASAR
GUDMUNDS-
SONAR
í einu bindi
Heildarsafn ljóða Tómasar
Guðmundssonar er komið út hjá
Almenna bókafélaginu. Bókin er
669 bls. að stærð í DIN-broti (21 x
15 sm).
Við þessa útgáfu er farið nákvæm-
lega eftir heildarútgáfu á verkum
Tómasar, sem kom út 1981, en þar
eru kvæðin prentuð eins og skáldið
óskaði að ganga endanlega frá þeim.
Afar glöggur og skarpsýnn formáli
eftir Kristján Karlsson er fyrir ljóð-
unum og fáum við þar meðal annars
ómetanlega innsýn í hugarheim
skáldsins, skýringar á sérstæðum
aðferðum þess við ljóðagerð og
skilning á því hve geysikröfuharður
Tómas var gagnvart eigin skáldskap.
Enda var árangurinn eftir því -
sérhver ljóðabók var sem úrval.
Ljóð Tómasar Guðmundssonar
er afar glæsileg bók og var hönnun
hennar í höndum Torfa Jónssonar.
Setningu, prentun og bókband ann-
aðist Prentsmiðjan Oddi.
inu. Eftir að hún gerir hjúskaparlof-
orð hans svo að dómstólamáli tvíefl-
ist hann allur í andúðinni á henni.
Þessi einhliða og óneitanlega held-
ur vanbyggða lýsing amtmannsins er
að því er ég fæ best séð nokkur
veikleiki á annars vel gerðu verki.
Aftur á móti felst styrkur þess jafn
vafalaust í markvissri togstreitu
söguþráðarins í innbyrðis átökum
Katharinu og Appoloníu. Þar er vel
að verki staðið frá höfundar hendi,
í lýsingunni á átökum þessara
tveggja kvenna, sem hvor um sig
verður að teljast sterk þó að önnur
verði að láta í minni pokann að
lokum. Þannig skortir hér hvorki
dramatísk átök né listræna spennu í
þessu leikriti, og í heildina skoðað
verður þar að teljast vel að verki
staðið. -esig
Tómas Guðmundsson.