Tíminn - 09.05.1989, Page 12
12 Tíminn
FRÉTTAYFIRLIT
TÚNIS - Arababandalagiö
hefur hætt við aö senda fulltrúa
til Líbanons, en þeir áttu aö
fylgjast með því að vopnahlés-
skilmálar bandalagsins yröu
haldnir. Svo viröist sem Sýr-
lendingar hafi ákveðið aö grafa
vopnahléið endanlega í rústir
Beirútborgar því hersveitir
Sýrlendinga hófu aö nýju öflug-
ar stórskotaliðsárásir á hverfi
kristinna manna á sunnudag-
inn og svöruöu kristnir í sömu
mynt. Sveitir kristinna saka
Sýrlendinga um að beita fos-
fórsprengjum.
PANAMA Guillermo
Endara forsetaframbjóðandi
stjórnarandstöðunnar í Pa-
nama hvatti til mótmælaað-
gerða eftir að bæði hann og
frambjóðandi stjórnarinnar
höfðu lýstyfirsigri i kosningun-
um á sunnudag.
MOSKVA - Pravda mál-
gagn sovéska kommúnista-
flokksins hvatti til þess að
neyðaráætlun yrði gerð í efna-
hagsmálum og sagði að áfram-
haldandi prentun á rúblum til
að mæta hækkandi kostnaði
skaðaði efnahag Sovétríkj-
anna stórlega.
NIKOSIA - franskar herþot-
ur, tundurspillar og froskmenn
gerðu árásir á ímynduð skot-
mörk á Persaflóa að sögn Irna
fréttastofunnar. Árásir þessar
eru hluti fimm daga heræfinga,
en þær hafa aukíð spennuna á
Persaflóa þar sem ekkert
gengur í friðarviðræðum Irana
og íraka.
AÞENA - George Petsos
fyrrum ráðherra í ríkisstjórn
Grikklands slapp naumlega við
bráðan bana þegar kröftug
sprengja sprakk í loft upp í
bifreið hans. Til allrar hamingju
fyrir George var hann ekki
kominn inn í bíl sinn. Hann
liggur nú særður á sjúkrahúsi.
Talið er nokkuð Ijóst að vinstri
sinnaðir skæruliðar hafi komið
sprengjunni fyrir.
WELLINGTON -Geoffrey
Palmer varaforsætisráðherra
Nýja Sjálands sagði að Frakk-
ar væru um það bil að hefja
nýja lotu kjarnorkutilrauna á
Suður-Kyrrahafi. Nýsjálend-
ingar eru ekki par hrifnir af þvl
uppátæki Frakka.
Þriðjudagur 9. maí 1989
ÚTLÖND
Mikil ólga meðal gyðinga eftir útför ísraelsks hermanns og krefst múgurinn þess að blóð araba renni:
Israelsher ritskoðar
fréttaskeyti Reuters
Mikii ólga ríkir nú meöal gyðinga í ísrael eftir útför
ísraelsks hermanns sem taliö er að palestínskir mannræningj-
ar hafi myrt. Útgöngubann hefur verið sett á hernumdu
svæðunum þar sem 1,7 milljónir Palestínumanna búa.
ísraelsher hefur ritskoðað og fellt
út hluta úr fréttaskeytum Reuters
frá bænum Ashoud þar sem útförin
fór fram, en þó er ljóst að gyðingar
fóru hamförum um götur bæjarins
aðfaranótt mánudags og kröfðust
þess að blóð araba rynni í hefndar-
skyni fyrir morðið. Þá réðust íbúar
þorpsins með grjótkasti að bifreið-
um araba eftir útförina, ef marka má
ritskoðuð fréttaskeyti Reuters
fréttastofunnar.
Lögreglan þurfti að beita táragasi
gegn æstum mannfjöldanum í As-
houd heimabæ hins látna hermanns
sunnudagsnóttina. Ríkisútvarpið í
ísrael skýrði frá því að þrír gyðingar
hafi verið handteknir í Ashoud, en
sjónarvottar halda því fram að nær
hundrað manns hafi verið handtekn-
ir.
í gær var minnst hins fallna her-
manns í ísrael, en það er árleg venja
og í dag er þjóðahátíðardagur ísra-
els. Er greinilegt að herinn í ísrael
gerir ráð fyrir miklum róstum hjá
Palestínumönnum í tilefni dagsins.
Rósturnar voru samt nægar um
helgina, en níu Palestínumenn voru
særðir skotsárum á hinni hernumdu
Gazaströnd sem er steinsnar frá
Ashoud. Palestínumennirnir fóru
með grjótkasti gegn ísraelskum
hermönnum.
Hermaðurinn sem talið er að pal-
estínskir mannræningjar hafi myrt
hvarf ásamt félaga sínum um miðjan
febrúarmánuð. Lík hans fannst í
síðustu viku, en ekkert hefur frést af
félaga hans.
ísraelskir hermenn syrgja félaga sinn sem talið er að palestínskir mannræn-
ingjar hafi myrt. Mikil ólga er meðal gyðinga vegna þessa og hefur enn bætt
á arabahatur sem blossaði mjög upp í síðustu vikur þegar Palestínumaður
stakk tvo eldri gyðinga til bana í Jerúsalem. Ekki er Ijóst hvað gengur á á
þessum slóðum þar sem ísraelsher hefur ritskoðað fréttaskeyti Reuters og
fellt hluta þeirra á brott.
Sextán menn látast í flugslysi í Oskarshamn í Svíþjóð:
Sænsk þingnefnd
fórst í slysinu
Sextán manns létust í flugslysi við
Oskarshamn í Svíþjóð í gær, en
sérstök þingnefnd sem fjallaði um
fjarskiptatækni var um borð í vél-
inni. A meðal þeirra er fórust var
Anna Wohlin-Anderson þingmaður
Miðjuflokksins og jafnaðarmaður-
inn John-Olle Person sem var for-
maður nefndarinnar og náinn vinur
og samstarfsmaður Ingvars Carlson
Verkalýðssamtökin Samstaða
gáfu í gær út fyrsta löglega stjórnar-
andstöðudagblað í Austur-Evrópu í
fjörutíu ár. Dagblaðið nefnist Elec-
tion Gazette og var fyrsta upplagið
prentað í 150 þúsund eintökum, en
samstöðumenn hyggjast gefa það út
í hálfri milljón eintaka i framtíðinni
svo fremi sem nægur pappír fáist.
- Það er ekkert frelsi án Sam-
stöðu, voru upphafsorð forsíðu-
greinar sem Lech Walesa leiðtogi
Samstöð ritaði í þetta fyrsta tölublað
sem var átta síður að stærð.
Útgáfa þessa dagblaðs er eitt af
þeim atriðum sem stjórnvöld og
Samstaða sömdu um í umbótasam-
komulagin sem miða á að auknu
lýðræði í Póllandi.
f blaðinu voru lauslega kynntir
allir frambjóðendur stjórnarands-
töðunnar fyrir þingkosningarnar
sem fram fara í Póllandi í júní. Þá
verður kosið í alfrjálsum kosningum
til nýrrar 100 manna efri deildar
..... i nlftV'
forsætisráherra Svíþjóðar.
Hlé var gert á störfum sænska
þingsins þegar fréttist af slysinu og
hefur Ingvar Carlson sent ættingjum
hinna látnu samúðarkveðjur.
Ekki er vitað hvað olli því að hin
tveggja hreyfla Beechcraft-99 flug-
vél skall til jarðar skammt frá flug-
vellinum í Oskarshamn, en mikil
sprenging varð er vélin skall til
pólska þingsins og um 153 sæti af460
í neðri deild þingsins, en þar mun
kommúnistaflokkurinn skipa í 307
þingsæti.
Þrátt fyrir að Samstaða hafi náð
samkomulagi við stjórnvöld um úr-
bætur í stjórnmálum og efnahags-
málum landsins þá eru nú um 20
Skæruliðar Pólisaríóhreyfingar-
innar í Vestur-Sahara hyggst sleppa
200 marokkönskum stríðsföngum úr
haldi og sýna með því góðan vilja
sinn til að liðka fyrir friðarviðræðum
við Marokkó. Skæruliðar Pólisaríó
hafa barist við Marokkó fyrir sjálf-
stæði Saharavi þjóðarinnar sem
byggir Vestur-Sahara allt frá því
Spánverjar yfirgáfu þetta landsvæði
árið 1976. Marokkómenn hafa hins
jarðar og gaus eldur upp í flakinu.
Flugmaðurinn hafði ekki sent frá
sér neyðarkall áður en slysið átti sér
stað.
Flugslys þetta er það mesta sem
orðið hefur í Svíþjóð frá því árið
1977 þegar Vickers Viscounts flugvél
hrapaði á íbúðahverfi rétt utan við
Stokkhólm og tuttugu og tveir létu
Iífið.
þúsund koparnámuverkamenn í
verkfalli í Rudnanámunum. Veldur
þetta verkfall bæði Samstöðu og
stjórnvöldum miklum áhyggjum, en
leiðtogar verkalýðsmanna koma
bæði úr röðum Samstöðu og OPZZ,
hinna opinberu verkalýðssamtaka
Póllands.
vegar gert tilkall til þessa landsvæðis,
enda eru þar auðugar fosfatnámur
að finna.
Það var Mahfoud AIi Beiba for-
sætisráðherra í útlagastjórn Saharavi
þjóðarinnar sem skýrði frá þessu
eftir viðræður við Giulio Andreotti
utanríkisráðherra Ítalíu í gær.
Beiba mun hafa tjáð Andreotti að
nokkrir þeirra fanga sem leystir
verða úr haldi hafi verið í haldi í
Leiðinleg mistök
ítalskrar útfararstofnunar:
Sendu lík
virðulegs
ítala til
Indlands!
Það voru niðurlútir starfsmenn
útfararstofnunar á Ítalíu sem
skýrðu frá því fyrir helgi að þeir
hefðu sent lík aldins og virts ítala
til Indlands í stað líks lítilsiglds
innflytjanda frá Sri Lanka.
Embættismenn útfararstofnun-
arinnar í Lecce á Suður-Ítalíu
sögðu að lík hins 79 ára Gaerano
Giangreco væri á flugvellinum í
Bombay og þeir vonuðust til að
líkið kæmist aftur til Ítalíu nú í
byrjun vikunnar.
Mistökin uppgötvuðust þegar
ekkja Giangreco fékk „eigin-
mann“ sinn sendan heim í fínni
líkkistu og nánustu ættingjar ætl-
uðu að votta honum hinstu virð-
ingu sína. Maðurinn í kistunni
var ekki sá sami og ekkjan hafði
verið gift í áratugi svo konan
hafði samband við útfararstofn-
unina að nýju og kvartaði.
þrettán ár.
Beinar friðarviðræður milli Pólis-
aríó og Hassan Marokkókonungs
hófust í Marrakesh í janúar síðast-
liðnum og slaknaði eitthvað á spenn-
unni þá. Talsmaður Pólisaríóhreyf-
ingarinnar í Róm skýrði frá því í
síðustu viku að hreyfingin væri
reiðubúin að halda áfram friðarvið-
ræðum í þessum mánuði.
Fyrsta löglega stjórnarandstöðublaðið í Austur-Evrópu í fjörutíu ár komið út í Póllandi:
SAMSTADA HEFUR
ÚTGÁFU DAGBLADS
-xssitot*.,