Tíminn - 09.05.1989, Qupperneq 13
Þriðjudagur 9. maí 1989
Tíminn 13
Opið bréf til bæjar-
stjórnar Kópavogs
Virðulegu bæjarfulltrúar.
Við sem ritum nöfn okkar undir þetta skjal eigum það
sameiginlegt að hafa setið í bæjarstjórn Kópavogs á því
kjörtímabili, sem lauk á árinu 1974, og stóðum að því
samkomulagi milli sveitarfélaganna Kópavogs og Reykjavík-
ur, sem fjallar aðallega um bæjarmörk, skiptum á löndum og
lagningu Fossvogsbrautar, er veldur nú all harðri deilu
þessara aðila. Okkur þykir að nú sé komið í slíkt óefni hvað
varðar samskipti þessara nágranna, að við svo búið megi ekki
Iengur standa.
Hugmyndir um lagningu Foss-
vogsbrautar hafa tekið miklum
breytingum frá því hún kom fyrst á
dagskrá. Þegar bæjarstjórn Kópa-
vogs samþykkti lagningu hennar fyr-
ir sitt leyti 1964 töluðu menn um
Fossvogsdalinn eins og hverja aðra
mýri, sem ekki væri svo illa fallin til
skógræktar, en laðaði ekki til sín að
öðru leyti. En nú er öldin önnur.
Eftir því sem árin líða eykst skilning-
ur á þörf borgarbúans til útivistar og
hreyfingar og nú virðast menn mæna
á Fossvogsdalinn sem æskilegan
griðastað íbúa beggja sveitarfélag-
anna til þessara nota. En hér þarf að
fleiru að gæta. Þjóð sem á önnur eins
ósköp af bílum og við íslendingar
þarf rúmgott vegakerfi. Undan því
verður ekki vikist. Við skipulags-
vinnu þarf því að leitast við að
samræma þessi sjónarmið.
II.
Þegar við vorum að fjalla um þessi
mál 1973 þá gerðum við okkur öll
grein fyrir því að við vorum að fjalla
um sameiginleg mál þessara tveggja
sveitarfélaga, Kópavogs og Reykja-
víkur. Þau áttu þennan dal sameigin-
lega og hagsmunir íbúanna voru þeir
sömu, hvoru megin við bæjarmörkin
sem þeirbjuggu. Áokkur,fulltrúum
þessa fólks, hvíldi sú skylda að leiða
málið til lykta á sem farsælastan veg
fyrir alla aðila. Það var samdóma álit
allra sem að þessum málum unnu að
gera þyrfti víðtæka úttekt á umferð-
arkerfi höfuðborgarsvæðisins og
meta síðan þörf Fossvogsbrautar út
frá niðurstöðum þeirrar könnunar.
Því miður hefur þessi könnun
ekki farið fram og er það kannske að
hluta orsök þess vanda, sem menn
standa nú frammi fyrir. Það er þó
ekki næg afsökun fyrir því jafnvægis-
leysi, sem ráðamenn beggja sveitar-
félaganna gera sig seka um í dag.
Það skal tekið fram að í þessum
viðræðum fóru skoðanaskipti fram í
miklu bróðerni þó stundum væru
verulega skiptar skoðanir. Allir
gerðu sér ljóst að þessi tvö nágranna-
sveitarfélög gátu haft verulegra
hagsmuna að gæta um samvinnu á
mörgum sviðum. Með samrekstri á
ýmsum þjónustugreinum var hægt
að fá stærri rekstrareiningar með
hagkvæmari rekstur til bættrar af-
komu beggja sveitarfélaganna. Með
því að kaupa ýmsa þjónustu af
gömlum og grónum fyrirtækjum
Reykjavíkurborgar sparaði Kópa-
vogsbær sér þungbæran stofnkostn-
að og á móti kom að þessi fyrirtæki
borgarinnar sköpuðu sér stærri
markað og um leið bætta rekstraraf-
komu.
III.
Á þessum árum var samvinna við
Reykjavíkurborg eins og hún getur
best verið. En nú er öldin önnur. í
Fossvogsdal skilur nú ekki aðeins
milli landa þessara nágranna heldur
og einnig gamallar og gróinnar sam-
vinnu. Við þessir eldri og afdönkuðu
bæjarfulltrúar höfum horft og hlust-
að á þessi viðskipti yngri mannanna
beggja megin markanna með nokk-
urri undrun. Kannske er þetta bara
stíll hins nýja tíma og að við séum
hreinlega gamaldags og fylgjumst
ekki lengur með. Má vera. Við
sjáum auðvitað í sjónvarpinu hvern-
ig fólk í útlandinu útkljáir sín deilu-
mál á stundum. En hljótum við ekki
að neita slíkri fyrirmynd?
Það er sagt að ef menn með ólíkar
skoðanir ræðist við fái þeir oft betri
niðurstöðu en hvor urn sig gæti
fengið.
IV.
Á sínum tíma trúðum við því að
kjósendur okkar hefðu kosið okkur
til annarra viðbragða en að framan
er lýst og mjög líklega á það einnig
við um ykkur sem nú farið með þetta
umboð.
Sjaldan er einn sekur þá tveir
deila, segir gamalt máltæki og sjálf-
sagt á það einnig við í þessu máli.
Harðjaxlarnir segja að málamiðlanir
þynni alla hluti út, en hvernig lítur
heimurinn út í dag, þar sem menn
virða engar málamiðlanir?
Þessum orðum okkar erum við
ekki aðeins að beina til ykkar ráða-
manna í Kópavogi, þeim er einnig
beint til ráðamanna Reykjavíkur-
borgar. Við skorum á ykkur alla að
slíðra nú sverðin og fara að tala
saman eins og skynsömum mönnum
sæmir. Látið ekki fjölmiðlana etja
ykkur saman í leit að skemmtiþátt-
um. Með sameiningu geta sveitarfé-
lögin á höfuðborgarsvæðinu lyft
grettistökum, en sundruð gætu þau
orðið lítils megnug þrátt fyrir fólks-
fjöldann.
í svona deilu vinnur enginn. Allir
tapa og þeir oft mest, sem standa
utan við sjálfan orustuvöllinn. Og til
hvers er þá barist? Er ekki mál að
linni?
Kópavogi, 6. maí 1989.
Ásgeir Jóhanncsson
fyrrv. bæjarfulltrúi
Alþýðuflokksins.
Guttormur Sigurbjörnsson
f.v. bæjarfulltrúi
Framsóknarflokksins.
Sigurður Grétar Guðmundsson
fyrrv. bæjarfulltrúi
Álþýðubandalagsins.
Konur á Suðurlandi
Áfram Forum
Almennur fundur verður haldinn þriðjudagskvöldið 9. maí n.k. í Hótel
Selfoss (aöalsal).
Erindi flytja: Bjarney Bjarnadóttir, bóndakona. Ný hugsun.
Ulla Magnússon, leiðbeinandi. Er markaður fyrir okkur
konur?
Steinunn Ingimundardóttir, frá Kvenfélagasambandi
íslands. Fyrirtæki rekin af konum.
Fundurinn er opinn öllum sem áhuga hafa á þessum málefnum.
Fjölmennum.
Félag framsóknarkvenna í Árnessýslu.
Sigrún Alfreð Hallur
Magnúsdóttir Þorsteinsson Magnússon
Áhugafólk um málefni
Reykjavíkurborgar
Fundur verður haldinn í borgarmálanefndum fulltrúaráðsins fimmtu-
daginn 11. maí n.k. kl. 17:00 í Nóatúni 21.
Sigrún Magnúsdóttir, Alfreð Þorsteinsson og Hallur Magnússon
mæta á fundinn.
Fundurinn er öllum opinn. Stjórnin.
Framsóknarfélagið Garðabæ
Kaffifundur verður haldinn að Goðatúni 2 miðvikudaginn 10. maí kl.
20.30.
Mætum öll.
Stjórnin.
Reykjanes
Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er
opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 17 til 19. Sími 43222.
K.F.R.
Bændur
18 ára strákur óskar eftir sveitaplássi.
Er vanur.
Upplýsingar í síma 92-13355.
Tæplega 15 ára strákur
óskar eftir sveitavinnu. Er vanur.
Upplýsingar í síma 656750.
Sýnum
igagnkvæma tillitssemii
umferðinni.
hIumferðar
UrAð