Tíminn - 09.05.1989, Síða 20

Tíminn - 09.05.1989, Síða 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300 Atjan man. binding § 7,5% SAMVINNUBANKINN OIBIUASt-, HRÖSTUR 68 50 60 7ANIR MENN PÓSTFAX TÍMANS 687691 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnorhúsinu v/Tryggvagötu, _____« 28822____. ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ1989 Ólafur Þ. Þórðarson leggur til að ríkisábyrgðir til Húsnæðisstofnunar verði afgreiddar sem heimildir á lánsfjárlögum ár hvert. Hugsanlegur meirihluti fyrir tillögunni: Skammtar Alþingi ríkis- ábyrgðir til húsbréfa? Framhald annarrar umræðu um frumvarp félagsmálaráð- herra um Húsnæðisstofnun ríkisins var á dagskrá neðri deildar Alþingis í gærkvöld. Fyrir liggja þrjú nefndarálit og tvær breytingartillögur við frumvarpið. Önnur breytingartil- lagan er frá Ólafi Þ. Þórðarsyni og kveður á um að leitað skuli heimildar Alþingis í lánsfjárlögum fyrir heildarupphæð útgefinna húsbréfa hvert ár. Líkur eru á að tillagan verði samþykkt í deildinni. Verði breytingartillaga Ólafs Þ. samþykkt af meirihluta þingmanna mun hún þrengja verulega að hús- bréfakerfinu, þar sem háð verður samþykki þingsins hversu háa upp- hæð ríkið veitir í ríkisábyrgðir vegna útgefinna húsbréfa hverju sinni. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra sagði í gær að tillaga Ólafs Þ. Þórðarsonar væri óþörf og gengi ekki upp. Hún benti á að ríkið tæki ábyrgð á öllu því fé sem lagt væri inn í ríkisbankana og ef Alþingi ætti að taka ákvarðanir um allar ríkisábyrgðir þyrfti að skoða málið í- mun víðara samhengi. Sjálfur segir Ólafur að tillaga sín , þýði það eitt að í hvert skipti sem lánsfjárlög yrðu afgreidd væri ákveð- ið um leið hvaða heimild yrði veitt til að gefa út ríkisábyrgðir fyrir Húsnæðismálastofnun. Hann telur ekki raunhæft að bera saman ábyrgðir ríkisins á innlánsfé ríkis- bankanna annars vegar og hins vegar ríkisábyrgðir á húsbréfum. I banka- lögunum séu mjög ströng ákvæði um að eigið fé megi ekki fara niður fyrir ákveðið hlutfall og ríkið sé með innbyggðan ventil til að fyrirbyggja tap á bankarekstri. Sé litið á banka- kerfið í heild hafi ríkið trúlega grætt einna mest á bankarekstri af öllum sínum rekstri. Ríkisábyrgðir vegna húsbréfa komi aftur á móti til með að skila tapi en ekki hagnaði. Þau Ólafur Þ. Þórðarson segir fráleitt að cinhver stofnun úti í bæ fái ótak- markaðar heimildir til að gefa út ríkisábyrgðir. skuldabréf sem ríkið komi til með að taka inn verði ekki jafn verðmæt og Jóhanna Sigurðardóttir segir breyt- ingartillöguna óþarfa og hún gangi auk þess ekki upp. skuldabréfin sem það skrifar uppá. Ólafur segir að ekki sé unnt að segja til um það í dag hvað mismunurinn verði mikill í framtíðinni og úr því verði reynslan ein að skera. Þess vegna sé fráleitt að einhver stofnun úti í bæ fái rétt til að gefa út ríkisábyrgðir á þennan hátt. Þingmaðurinn benti einnig á að samkvæmt 40. grein stjórnarskrár- innar væri Alþingi ætlað að bera ábyrgð á lántökum ríkisins. Án sam- þykkis þingsins hefði framkvæmda- valdið ekki heimildir til lántöku. Með þessari breytingartillögu væri verið að fullnægja þeirri lagaskyldu sem stjórnarskráin kvæði á um. Kristín Einarsdóttir segir að Kvennalistinn hafi ekki tekið af- stöðu til tillögunnar og bjóst ekki við að það yrði gert fyrr en að flutnings- maður hennar hefði mælt fyrir henni. Samkvæmt heimildum Tím- ans munu a.m.k. fjórir úr þingflokki Framsóknarflokksins fylgja Ólafi að mái. Með því verður ekki betur séð en meirihluta fyrir husbréfakerfinu eins og það er sett fram nú sé stefnt í hættu. - ÁG Víöa metraháir snjóskaflar á varpsvæðum æöarfugls á Norðurlandi og Vestfjörðum: harðfenni ? Varpí Miðað við snjóalög víða á Norðurlandi og Vestfjörðum er útlit fyrir að æðarfuglinn komist ekki að hreiðrum sínum frá fyrri árum og er jafnvel talið að fuglinn búi sér hreið- ur ofan á þeim miklu hjarnbreiðum sem víða hylja hefðbundin varp- svæði. Sigurlaug Bjarnadóttir, for- maður Æðaræktarfélags íslands, sagði í samtali við Tímann í gær, að þetta þyrfti engum að koma á óvart þar sem víða væru tveggja til þriggja metra háir skaflar á varpsvæðum. Sigurlaug sagði að erfitt væri fyrir sig að hafa fullkomna yfirsýn yfir ástandið alls staðar-á landinu, þar sem æðarræktarráðunautur Búnað- arsambandsins, Árni Snæbjörnsson, væri í verkfalli. „Þetta er auðvitað algert neyðarástand fyrir æðarvarp- ið, ef ekki leysir bráðlega. Það getur auðvitað gerst á nokkrum dögum, en útlitið er slæmt eins og er,“ sagði Sigurlaug. Fuglinn er fyrir nokkru kominn á fjörur og upp úr miðjum maí fer hann að vappa á land og leita sér hreiðurs. „I kringum 20. maí er varpið að setjast upp, sem kallað er, en það fer auðvitað nokkuð eftir veðráttu," sagði Sigurlaug. Að sögn formannsins eru mjög margar æðar þannig gerðar að þær leita uppi sama hreiðurstæði ár eftir ár. „En það gagnar ekki þegar þær koma að hreiðri sínu undir snjó. Ég minnist þess til dæmis vorið 1949 þegar hroðalegt hret gerði fyrir vestan. Þá var varpið að mestu sest upp en þær sátu margar undir sköflunum og létu snjóinn bráðna ofan af sér. Þá kom það líka fyrir að fuglinn verpti á skaflinn og sumir vildu nú merkja að í þeim tilfellum hafi það verið nákvæmlega yfir fyrra hreiðurstæði. Því er ljóst að ýmislegt getur gerst í vor ef snjóa leysir ekki fljótlega," sagði Sigurlaug, sem sjálf er frá Vigur í ísafjarðardjúpi. Á æðarræktarbúinu Mýrum við Dýrafjörð varð Ólafur Halldórsson fyrirsvörum. Þareru áþriðjaþúsund kollur að jafnaði og eru þær flestar mættar á svæðið og byrjaðar að setjast upp og leita upp á tjarnir úr fjörunni. Sagði Ólafur að stærsti hluti hins hefðbundna varpsvæðis væri enn á kafi undir snjó. „Þetta lítur ekki nógu vel út eins og er. Fuglinn er byrjaður að setjast upp og færa sig upp á tjarnirnar, en mikill snjór er enn á aðal varpsvæð- inu,“ sagði Ólafur. Sagði hann að nokkur hluti svæðisins væri þegar orðinn auður og því geti farið svo að varpið dreifist á ný svæði ef snjóa tekur ekki að leysa á næstu dögum. „Við höldum að fuglinn fari ekki úr firðinum þótt helstu svæðin verði áfram teppt af snjó, en hins vegar getur farið svo að varpið dreifist. Eins getur verið að kollurnar verpi síðar en venjulega." KB STEINGRIMUR I UNGVERJALANDI Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra er farinn utan áleiðis til Ungverjalands, þar sem hann hefur þegið boð um að taka þátt í viðræðum vestrænna stjórnmála- manna við ungverska stjórnmála- menn og fulltrúa atvinnulífs, um þær breytingar, sem stefnt er að þar í landi. Hann mun um leið eiga einka- viðræður við forsætisráðherra Ungverjalands. Forsætisráðherra er væntanlegur heim fimmtudaginn 11. maí. Nýlega tók Bílastæðasjóður Reykjavíkur í notkun svokallaða „haldara“ sem festir eru á bifreiðar þeirra bíleigenda sem skulda verulegar fjárhæðir í sjóðinn. „Haldaranum" er læst með lykli og fæst ekki fjarlægður fyrr en bíleigandinn hefur gert upp skuldir sínar við Bílastæðasjóðinn. Tímamynd: Pjelur Mennirnir ófundnir Piltarnir tveir, sem sviku út þrjú greiðslukort og fimm ávísanahefti um miðjan síðasta mánuð og fóru síðan af landi brott, eru ekki fundnir ennþá. Talið er að þeir séu enn á Flórída, þangað sem þeir fóru eftir að hafa dvalist í Amsterdam um tíma. RLR hefur komið því á framfæri við Interpol að þeir séu kærðir fyrir fjársvik og hvort rétt sé að þeir séu í Bandaríkjunum, þar sein síðast var vitað af þeim. -ABÓ 5 sóttu um yfirdýralækninn Landbúnaðarráðuneytið auglýsti nýlega stöðu yfirdýralæknis lausa til umsóknar og bárust fimm umsóknir um stöðuna. Einn umsækjandi óskaði nafn- leyndar, en aðrir eru Birnir Bjarna- son, héraðsdýralæknir í A-Skafta- fellsumdæmi, Brynjólfur Sandholt, héraðsdýralæknir í Gullbringu- og Kjósarumdæmi, Halldór Runólfs- son, deildardýralæknir hjá Hollustu- vernd ríkisins og dr. Ólafur Oddgeirsson, forstöðumaður Rann- sóknastofnunar mjólkuriðnaðarins. -ABÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.